Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1988, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1988, Síða 7
ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988. 7 Fréttir Vestmannaey VE fyrsti frysti- togari Vestmannaeyinga - íyrsta veiðiferðin gaf 140 tonn af fiskaíurðum Ómar Garðarsson, DV, Vestmaiuvaeyjum Frystitogarinn Vestmannaey VE kom úr sinni fyrstu veiðiferð fyrir skömmu, en skipið hélt í þessa veiði- ferð eftir stórbreytingar á Akureyri, en þar voru settar um borð flökunar- vélar, frystivélar og annar búnaöur tii fullvinnslu á fiski. Áður hafði Vestmannaey verið lengd og end- urnýjuð í Nauta-skipasmíðastööinni í Gdynia í Póllandi. Magnús Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Bergs-Hugins sf. sem á og gerir út Vestmannaey, upplýsti að aflaverðmæti í þessari fyrstu veiðiferð væri um 15 milljónir, eftir tæplega 3ja vikna túr, en samtals komu þeir með um 140 tonn af fryst- um þorskflökum og karfa að landi. Þess má geta að tvisvar varð að fara i land og tafði það veiðarnar. Magnús sagðist mjög ánægður með þennan árangur, túrinn hefði farið í að slípa vélar og menn og undir lok- in hefðu afköst verið þokkaleg. Alls tóku breytingarnar í Póllandi og nið- ursetning frystivéla um 14 mánuði, sem er ekki svo langur tími ef litið er til þess aö í raun er um nýtt skip að ræða. Skipið var lengt um 11 metra, ný brú er komin á það, ný aöalvél og svo mætti lengi telja. Magnús sagði aö breytingin hefði tekið lengri tíma en áætlað var. Ekki kom fram hjá Magnúsi hver heildarkostnaöurinn væri, en hann sagði að það hefði ekki verið nema hluti af því sem nýsmíði kostar og það réttlætti fyllilega þann langa tíma sem skipið hefur veriö frá veiö- um. Vestmannaey var smiðuó i Japan árið 1973, einn 10 togara sem þar voru smíðaðir fyrir íslendinga. DV-mynd Ómar Garðarsson HEIMSVIÐBURÐUR í HANDKNA TTLEIK Þriðjudagur 23.8. Dagur/leikur #f/. Staður ÍSLAND: SPÁNN SOVÉTRÍKIN: TÉKKÓSLÓVAKÍA ÍSLAND B: SVISS 20.30 19.00 19.30 REYKJAVÍK AKUREYRI AKRANES Miðvikudagur 24.8. Dagur/leikur KL Staður SPÁNN : ÍSLAND B 18.00 HAFNARFJÖRÐUR TÉKKÓSLÓVAKÍA: SVISS 19.00 REYKJAVÍK ÍSLAND: SOVÉTRÍKIN 20.30 REYKJAVÍK FLUGLEIÐIR aðai stuðningsaðili HSI Vlð gerum kröfur til okkar manna, en við þurfum einnig að styðja við bakið á þeiml Landsliðið hefur nú þegar unnið það mikla afrek að vera eitt af 12 liðum sem fá að keppa á ólympíuleik- unum. Nú stefnirþað að verðlaunasæti. Sjónvarp- að verður um allan heim frá Seoul og augu þriggja milljarða manna um gerv- alla heimsbyggðina munu beinastað keppendum og hérheima tæmastgöturn- arþegarsýnt verður frá leikjum Islendinga. r SS hh s V/SA SSISJvIl ÍHYMPlULEIKAKIU 1988 099 Stuðningur minn: Ósk um mánaðarlega millifærslu af kortreikningi, til stuðnings við SKÁK OG HANDBOLTA. □ Kr. 100,- □ Kr. 250 □ Kr. 200,- □ Kr. _______ SIMCREIOSLUQ S 685422 S 27570 S 680410 L BOÐGREIÐSLA 1 Kortnr. Nafnnr. Nafn: Heimili: Staður: Símanr. Undirskrift Dags.: nrr □ □ Gildistími: I J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.