Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1988, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1988, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988. Útlönd Útsjonarsamur refur ef til vill líka Ijón Michael Dukakis, forsetafram- bjóöandi demókrata, gengur að framboði sínu á sama hátt og hann hefur tekist á við öll önnur við- fangsefni. Hann skipuleggur hvert verk, vinnur úr því, lýkur við það og snýr baki við því. Kunnugir segja að hann hafi allt sitt líf starfaö á sama veg. Hann las fyrir hvern dag í skóla, þurfti aldr- ei aö kúra fyrir próf. Hann gegndi herþjónustu þegar timi var til þess kominn, lauk henni án áfalla eða afreka og sneri aftur að fyrri við- fangsefnum sínum, stjórnmálum. í hvert sinn sem hann hefur þurft að keppa við aðra hefur hann skil- greint hvað þurfti til að vinna, byggt sig upp í samræmi við þá skilgreiningu og yfirleitt unnið. Þegar hann keppti við vinkonu sína um efstu einkunn í frönsku komst hann að þeirri niðurstöðu að hún hefði fyrst og fremst framburðinn fram yfir hann. Hann fullkomnaði framburð sinn á einni önn og varð efstur. Væntanlega er hann nú þeg- ar búinn að skilgreina þá yfirburði sem George Bush, frambjóðandi repúblikana, kann að hafa og á komandi tveim mánuðum fáum við að sjá hvemig hann mætir þeim. Ferill Michaels Dukakis hefur þó ekki verið eintómir sigrar. Meðan og náði fylkisstjóraembættinu aft- ur árið 1982. Dukakis hefur verið nokkuð um- deildur sem fylkisstjóri. Hann hef- ur staðið við fyrirheit sín um að berjast gegn spillingu og hefur tek- ist að komast að mestu hjá stórá- fóllum. Aðgerðir hans í því er varð- ar almannatryggingar hafa hins vegar verið umdeildar og sá efna- hagsbati sem hann þakkar sér fyr- ir, svonefnt efnahagsundur í Massachusetts, er mörgum íbúum fylkisins aðhlátursefni. Dukakis er þó enn á uppleið, að því er virðist. Vinir og vandamenn telja hann traustasta frambjóðanda sem komið hefur fram á sjónar- sviðið um langt árabil. Aðrir telja hann fyrst og fremst klókan, ref sem kunni að koma ár sinni fyrir borð. Þrátt fyrir ósveigjanlega af- stöðu sína til spillingar hefur Duk- akis heimilað samstarfsmönnum sínum að deila út „greiðum“ til útvalinna, að því einu tilskildu að hann þurfi hvergi nærri að koma. Fylgismenn Dukakis segja hann leiðtoga á borð við Franklin Roose- velt, sem oft var talinn hinn mesti refur. Andstæðingar hans segja hins vegar að hann skorti hæfileik- ana til að vekja með bandarísku þjóðinni innblástur til að komast í gegnum erfiðleika komandi ára. hann fikraði sig um rangala hér- aösstjórnmála varð hann stöku sinnum að lúta í lægra haldi. Eftir að hafa setið í embætti fylkisstjóra Massachusettsfylkis í eitt kjör- tímabil, tapaði hann forkosningum fyrir Edward J. King, sem síöar varð fylkisstjóri 1978 til 1982. Duk- akis gafst þó ekki upp. Eftir að, hafa sleikt sár sín skamma hríð, notaði hann tímann til að safna kröftum og efnivið í næstu baráttu Michael Dukakis, forsetaframbjóðandi demókrata. STÁLGRINDAR- HÚS - Auðveld í uppsetningu - Stuttur byggingartími - Sveigjanleg byggingakerfi - Breytingar auðveldar - Stálklæðning frá Inter Profiles - Steinullareinangrun - SFS festingar - C og Z langbönd frá Inter Profiles - Ókeypis kostnaðaráætlanir VERÐIÐ ER HAGSTÆTT GARÐASMIÐJAN GALAX SF LYNGÁSI 1$ 210 GARÐABÆ SÍMl 91-53511 GÆÐI TJR STÁJLI Stjómmála- legarandstæður Sú ákvörðun Michael Dukakis að kalla Texasbúann Lloyd Bentsen til aö veröa varaforsetaefni í kosning- unum í nóvember næstkomandi kom mörgum verulega á óvart. Varla er hægt að hugsa sér ólíkari menn. Dukakis er meðalmaöur á hæð, en Bentsen hávaxinn. Dukakis leggur áherslu á innflytjendaupp- runa sinn, fjárhagsstöðu í meðallagi bg sparsemi, en Bentsen gengur í sérsaumuðum fótum og ber auðæfi sín utan á sér. {stjórnmálum eru þeir einnig jafn- miklar andstæður og unnt er að finna innan demókrataflokksins. Það svo aö Bentsen gæti jafnvel talist eðlilegur meðframbjóðandi George Bush, varaforseta. Dukakis hefur verið á móti aðstoð við kontraskæruliða, en Bentsen hef- ur fylgt henni. Dukakis var á móti skattalækkunum Reagans, Bentsen með. Dukakis er á móti MX-eld- flaugaáætluninni, framleiðslu Brl sprengjuflugvéla, dauðarefsingu, bænahaldi í skólum, geimvarnaáætl- un Reagans og innílutningsgjaldi á olíu. Bentsen er fylgjandi þessu öllu. Dukakis er fylgjandi eftirliti með skotvopnum og opinberri ijármögn- un fóstureyðinga. Bentsen, að sjálf- sögðu, er harður andstæðingur þessa. Hvaða rök liggja þá til grundvallar því að Dukákis velur sér að varafor- setaefni íhaldssaman milljónamær- ing frá Texas, sem árið 1950 hvatti til þess að Bandaríkin beittu kjam- orkuvopnum í Kóreustríðinu og hef- ur undanfarin ár verið fremur af- rekafár i öldungadeild Bandaríkja- þings? Telja má líklegt að Dukakis sé að leita eftir jafnvægi. Bush hefur byggt baráttu sína gegn honum mikið á fullyrðingum um óhæfilegt frjáls- lyndi hans. Með Bentsen sem með- frambjóðanda gæti Dukakis gengið betur að ná til íhaldssamra hvítra miðstéttarkjósenda, sem í undan- fómum forsetakosningum hafa tekið Ronald Reagan fram yfir þá sem demókratar hafa teflt fram. Þar á móti vegur hættan á að Bentsen kosti Dukakis mikinn hluta fylgis hans meðal svartra Banda- likjamanna. Dukakis er af mörgum talinn hafa gengið fram hjá Jesse Jackson, jafnvel móðgað hann. Jack- son gæti tekið með sér milljónir at- kvæða, ákveði hann að snúa baki við Dukakis fyrir kosningar. Þótt Bentsen njóti virðingar í Was- hington, vegna starfa sinna í öld- ungadeildinni, er hann lítt þekktur meðal kjósenda og hefur gengið illa að komast á blað sem hugsanlegur smmmst Lloyd Bentsen, varaforsetaefni demókrata HVER VILL EKKIEIGNAST SPORTBÍL OG SPÍTTBÁT ? forsetaframbjóðandi. Hann tók þátt í forkosningum demókrata árið 1976, en hætti þeirri baráttu eftir að hafa beðiö mikinn ósigim þegar í fyrstu lotunum. Þá hefur Bentsen verið orðaður við tilraunir til aö selja áhrif sín. Hann reyndi eitt sinn að stofna morgun- verðarklúbb, þar sem fulltrúar ýmissa hagsmunahópa gátu snætt með honum einu sinni í mánuði, gegn tíu þúsund dollara þóknun. Tilnefning Bentsen sem varafor- setaefni er því áhættuákvörðun. í dag er ómögulegt að segja hvort Duk- akis veðjaði þar á réttan hest.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.