Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1988, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1988, Page 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988. Sviðsljós Ólyginn sagði . . . sendiherrahjónunum Eftir sjómennsku í áratugi: Lýður Ægis gefur út eigin plötu Timothy Dalton - sem fór með hluverk ofurmenn- isins 007 í „Living Daylights" - leikur nú í annarri og, eftir því sem sögur herma, sinni síðustu James Bond mynd. Myndin mun vera tekin upp í Mexíkóborg. Að sjálfsögðu verður íjöldi fagurra kvenna meöal leikara, en sögu- þráöurinn er hlaðinn spennu og hraða. Aðdáendur James Bond geta nú farið að hlakka til. Björn Gíslason (3. f.v.) lögregluþjónn og leióangursstjóri í Hvítárferðinni 25. júlí með frönskum leiðangursmönnum. Þaö er ekki á hveijum degi sem inn á ritstjórn DV koma skipstjórar með tónlist eftir sjálfa sig á plötum. Yfir- leitt hafa sjómenn svo mikiö að gera við að draga þorskinn að við land- krabbarnir fáum að sitja einir að menningarstússinu. Ási í Bæ var náttúrlega undantekn- ingin sem sannaöi regluna, síhress með gítarinn sinn. Svo kom Gylfi Ægis með Stolt siglir fleyið mitt og nú hefur bróðir hans, Lýður Ægis, gefið út plötuna Lómur L.Æ.vís með textum og lögum sem mest eru eftir hann sjálfan. Lýður var 13 ára siglfirskur polli þegar hann fór á sjóinn og á fiskiflot- anum hefur hann verið þau 27 ár sem síðan eru liðin, síðustu tíu árin sem skipstjóri á Ófeigi frá Vestmannaeyj- um. Lýður ætlar á síld með haustinu en er þessar vikurnar í landi aö dreifa plötu sinni. Efni hennar er reyndar alls ekki bundið við sjóinn. Hún er meira glens og grín og ber þess merki að höfundur hennar er í Hrekkjalómafélagi Vestmannaeyja þar sem hann bjó lengi. Vestmannaeyingar eru frægir fyrir einkennileg félög eins og Akóges og Lundamannafélagið eða hvað það nú heitir. Tilgangur Hrekkjalómafélags- ins er einkum sá að þeir hrekki hver annan sem mest. Einn þeirra ku vera Ómar Ragnarsson og árshátíö þessa félags er sögð sú eina sem Ömar sækir bara til að skemmta sjálfum sér og ættu það að vera meðmæli með félagsskapnum. -ihh Hlaðborð hja Ananda Marga Amúrt, hjálparstofnun Ananda Marga á íslandi, og Rava, lista- og menningardeild Ananda Marga, stóðu fyrir hlaöborði laugardaginn 13. ágúst til að afla fjár til hjálpar- og þróunarstarfs í Afríku. i Á Hlaðborði 88, eins og borðiö var ------—— kallað, var boðið upp a ljúffenga austurlenska rétti. Ekki var þó ein- göngu boðiö upp á mat því gestir gátu einnig fylgst með skemmtiatrið- um frá Austurlöndum. Kunnu gestir greinilega að meta það sem á boðstól- um var. Hlaðborð Ananda Marga var mjög girnilegt að sjá og kunnu gestir vel að meta hina austurlensku jurtarétti. DV-myndir JAK Danadrottning sýnir myndir sínar í New York. Danadrottning sýniríNewYork Gizur Helgasan, DV, Reeisnaes: Margrét Danadrottning ætlar nú að halda sýningu á leikbúningum þeim er hún hannaði fyrir jólasýn- ingu danska útvarpsins á leikritinu Hjarðmærin og sótarinn. Sýningin veröur haldin í milljónaborginni New York en einnig er meiningin að sjálft leikritið verði sett upp í borg- inni á sama tíma. Auk þess verður dansk-ameríski grínistinn Viktor Borge áttatíu ára í janúar nk. og meiningin er að teikn- ingar og búningar Danadrottningar verði liður í feiknalegri afmælishátíð er haldin verður Borge til heiðurs í New York. Listaverk Margrétar hafa nú verið sýnd í Kaupmannahöfn og París. frönsku sendiherrahjónunum með íþróttamönnum í íþróttafélagi fatl- aðra sem tóku þátt í Hvítársiglingu 25. júlí. Frakkarnir gerðu ýmsar athuganir á hitastigi vatnanna og vatnsstöðum meðan á ferðinni stóð og er ætlunin að nýta sér þessar upplýsingar til þess að fara í könnunarleiðangra til fleiri landa. Með í fórinni voru kvik- myndatökumenn frá franska sjón- varpinu sem tóku kvikmynd af leið- angrinum sem ætlunin er að sýna á annarri rás franska sjónvarpsins. Ýmsar hindranir voru í vegi hjóla- stólafólksins til þess að komast í franska sendiherrabústaðinn á Skál- holtsstíg 6, en þetta var ekki í fyrsta sinn sem Jón H. Sigurðsson líffræð- ingur og Jóhann Pétur Sveinsson þurftu að glíma við farartálma í borg- inni, sem eru allt of margir fyrir fatl- að fólk. Lýður Ægisson: trúbador af sjónum. Fatlaðir, franskir íþróttamenn, sem fóru í siglingu á Hvítárvatni, Hvítá, Þjórsá og Jökulsá á Breiðu- merkursandi 31. júlí til 4. ágúst, voru fóstudaginn 5. ágúst í móttöku hjá Jacgues Mer, franski sendiherrann, býður Jóhanni Pétri Sveinssyni lög- fræðingi, formanni Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra og íþrótta- manni, upp á snittur. Stephanie Powers - sem sumir sjónvarpsáhorfend- ur muna kannski eftir úr þáttun- um um Harthjónin og ævintýri þeirra r hjálpaði nýlega vinkonu sinni Övu Gardner. Ava átti við öndunarerfiðleika að stríöa og þá rauk Stephanie með hana á sjúkrahús. Læknarnir voru á þvi að Ava heföi gott af því að taka til hendinni og vinna dálítið, svo Stephanie bauð henni þá að leika hlutverk í bíómynd sem Vanessa Redgrave hafði áöur neitaö aö leika. Brigitte Bardot segir að fólk fari í taugamar á sér og að hún hafi ekki hinn minnsta áhuga á vandamálum þess, þess vegna búi hún nú með 15 hundum og 50 köttum! Hún hafi gefið karl- mönnum æsku sína og fegurð en nú gefi hún dýrunum visku sína og kærleik. í boði hjá firönsku

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.