Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1988, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1988, Qupperneq 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988. Enginn verður óbarinn biskup eða leiðin til stjamanna er þymum stráð Nokkrum dögum fyrir leiötoga- fundinn, sem í vor lauk í Moskvu, sýndi Míkhaíl Gorbatsjov banda- rískum blaöamönnum frá Was- hington Post og Newsweek, sem tóku viötal við hann, líkan af sa- vésku geimflauginni „Orku“ og sagði aö hann heföi í hyggju aö leggja til viö Reagan að Sovétríkin og Bandaríkin skipulegðu sameig- inlegt geimflug þessa farartækis tii Mars. Menn hljóta aö vera sammála því að þetta tilboð felur í sér marga þætti og jafnframt er það táknrænt og þar aö auki hagnýtt. Hér er allt á ferðinni: hreinskilni (jafnvel á svo viökvæmu sviði eins og geim- tækni sem er svo hræðileg ef henni er ekki beitt í friðsamlegum tii- gangi), boðið er upp á hið víð- tækasta samstarf (og hið háleitasta - alit til himins!) og staðfesting á hvatningu Gorbatsjovs, sem sagði: Við • skulum vinna að „stjörnu- friði“ í stað „stjörnustríðs" og fara saman í friðsamlegan leiðangiu- til stjömu sem ber nafn stríðsguðsins. Auk þess felst í þessari tillögu skilningur á þessu flókna verkefni sem krefst sameiginlegs átaks svo að það verði leyst vel og fljótt. Hér er á ferðinni raunsæi, það raunsæi sem fólst í mati M. Gor- batsjovs á Moskvufundinum og öll- um fyrri leiðtogafundum. (Það er mér ánægjuefni að riíja upp að þar var hann trúr sjálfum sér og minnt- ist sérstaklega á Reykjavíkurfund- inn sem haim hefur hvað eftir ann- að skilgreint sem „söguleg tíma- mót“, „þáttaskil" og „undanfara friðar án kjamorkuvopna“.) Raunsæi er kallað raunsæi vegna þess aö það felur í sér heilbrigða og fordómalausa afstöðu til stað- reyndanna í hinum innbyrðis háða heimi okkar í dag og þess vegna er það svo mikils virði (eða réttara sagt ómetanlegt) - heimi sem er svo fjölbreyttur og mótsagnakenndur og þar af leiöandi svo erfiður viö- Kjallarinn Dr. Vladimír Verbenko, yfirmaður APN á íslandi fangs. Fulltrúar á leiðtogafundin- um eiga mikinn heiöur skilinn fyr- ir þaö aö þeir létu ekki flækjur, ágreining og erfiðleika kaffæra sig, létu ekki erfiðar aðstæður beina athyghnni frá málefnalegum við- ræðum sem fólk hefur beðið svo lengi og eru því lífsmikilvægar (í orðsins fyllstu merkingu). Á blaðamannafundinum, sem haldinn var að loknum leiðtoga- fundinum í Moskvu, sagði Gor- batsjov að haldinn hefði verið íjórði fundur aðalritarans og forseta Bandaríkjanna á þrem árum - þetta væri ekki bara reiknings- dæmi. Að hans mati væri þetta afar mikilvægt í póhtísku tilliti... Þessi fundur hefði í raun sýnt hversu mikilvægar viðræðurnar milh landanna tveggja væru, hefði stað- fest enn einu sinni að rétt stefna hefði verið tekin í Genf fyrir tveim og hálfu ári. Leiðin til Moskvu hefði legið gegnum Reykjavík og Was- hington. Þetta væri einstakt í sögu eftirstríðsáranna. Stöðugt og slítandi átak til að yfir- vinna erfiðleikana gerði kleift að móta í Reykjavík, undirrita í Was- hington og staðfesta í Moskvu samning um upprætingu meðal- drægra og skammdrægra eldflauga sem er fyrsta samkomulagið um upprætingu heihar tegundar ger- eyðingarvopna í styrjaldarhrjáðri sögu mannkynsins. Það er rétt mat hjá Gorbatsjov að þennan einstæða atburð eigi að tengja upphafi nýs tímsbhs - öld kjarnorkuafvopnun- ar. Aðeins þolinmæði og samninga- lipurð, vUji tU að skapa traust og málamiölanir, gerðu mögulegt að komast yfir torfærumar, að nálg- ast lausn á því flókna og yfir- gripsmikla verkefni að fækka stra- tegískum árásarvopnum um helm- ing. Og aðeins einlæg trú á hinn nýja hugsunarhátt, nýja stjóm- málahst, gefur Gorbatsjov rétt tíl að lýsa yfir að hægt sé að gera shk- an samning í stjórnartíð núverandi ráðamanna í Bandaríkjunum ef báðir aðUar láti hendur standa fram úr ermum (þ.e. á næsta hálfa ári). Og hversu mikið þarf ekki að gera jafnhhða þessu! Á þriðju sér- legri afvopnunarráðstefnu SÞ lagði E. Sévardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, fram heUt „hug- myndakerfi" í anda hins nýja pólit- íska hugsunarháttar: - að útrýma kjamorkuvopnum smám saman fyrir árið 2000, - aðkomaáallsheijaröryggiskerfi, - sameiginlegt heimih í Evrópu og heiminum öllum, - vamir á lágmarksstigi og vam- arstefna í stað árásarstefnu, - þjóðarsátt og svæðisbundið ör- yggi, - að lagðar verði niður herstöðvar á erlendu landsvæði og herir kallaðir heim. Sovétríkin telja samningavið- ræður um fækkun hefðbundins vígbúnaðar og í herjum nauðsyn- legar. Áætlun í þrem liðum, sem M.S. Gorbatsjov lagði tU á Moskvufund- inum um þetta mál, gæti orðið að mati Genschers, utanríkisráðherra Þýska sambandslýðsveldisins, upphafið að lausn þessa vanda sem hefur svo mikla þýðingu fyrir Evr- ópubúa. Eins og sjá má eru vandamálin stór og ekki auðveld viðfangs þar sem örlög mannkynsins era komin undir þeim. Mig langar að taka undir með Sévardnadze sem vitn- aði í Kant og sagði að örlögin væru ástæða sem neyddi fólk til að kom- ast að samkomulagi gegnum ó- saetti, jafnvel gegn vUja sínum. í dag, þegar hinn nýi hugsunar- háttur er að hasla sér vöh í æ rík- ari mæh, verðum viö að muna ann- an sannleika: Að enginn verður óbarinn biskup eða að leiðin til stjarnanna er þyrnum stráð. Og tU þess að upp renni stjömutíð mann- kynsins með friði og vináttu í heim- inum verður að varða þessa leið hvað sem það kostar. Dr. Vladimír Verbenko „Fulltrúar á leiðtogafundinum eiga mikinn heiður skilinn fyrir það að þeir létu ekki flækjur, ágreining og erfið- leika kaffæra sig.“ „Sovétrikin telja samningaviðræður um fækkun hefðbundins vígbúnaðar og í herjum nauðsynlegar," segir greinarhöfundur. - Frá hersýningu á Rauða torginu. Viltu selja bíl? Viltu kaupa bíl? A bílamarkaði DV á laugardögum auglýsir fjöldi bílasala og bílaumboða fjölbreytt úrval bíla af öllum gerðum og öllum verðflokkum. Auglýsendur, athugið! Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir júlímánuð 1988 hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20% en síðan reiknast dráttarvextir til viðþótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. sept. Fjármálaráðuneytið Þú gefur okkur upp: Nafn þitt og heimilisíang, síma, nafnnúmer og giidistíma og númer greiðslukorts. • Hámark kortaúttektar I slma kr. 5.000,- Auglýsingar í DV-Bíla þurfa að berast í síðasta lagi fyrir kl. 17.00 á fimmtudögum. 'œsæm SMÁAUGLÝSINGADEILD ÞVERHOLTI 11 SÍMI 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.