Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1988, Side 35
ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988.
35
Afmæli
Sigursteinn G. Melsteð
Sigursteinn G. Melsteð, Ásvegi 21
Breiðdalsvík, varð fimmtugur í gær.
Sigursteinn er fæddur í Rvík og lauk
námi í rennismíði frá Iönskólanum
í Rvík 1959. Hann var á samningi
hjá vélaverkstæði Sigurðar Svein-
bjamarsonar í Rvík og vann þar
áfram í u.þ.b. eitt ár. Sigursteinn
vann síðan hjá Ólafi Herði Sig-
tryggssyni viö vélar en flutti 1961 til
Breiðdalsvíkur og keypti verkstæði
sem var til húsa í gömlu húsi í eigu
kaupfélagsins og byggði yfir starf-
semina. Hann hefur starfað í ýms-
um félögum þ. á m. Lions og slysa-
vamafélaginu. Kona Sigursteins er
Hanna Ingólfsdóttir, f. 2. júní 1940,
verslunarmaður. Foreldrar hennar
era, Ingólfur Ámason, b. í Kross-
gerði í Beruneshreppi og kona hans,
Hrefna Sigurðardóttir. Börn Sigur-
steins og Hönnu eru, Hrafn, f. 15.
október 1959, iðnrekstrarfræðingur,
sambýliskona hans er Oddný Þóra
Siguröardóttir fóstra, HelgaHrönn,
f. 8. októher 1965, rennismiður á
Breiðdalsvík, sambýlismaður henn-
ar er Ingólfur Finnsson, og Ómar
Ingi, f. 6. september 1968, nemi.
Systkini Sigursteins em Símon, f.
25. september 1939, d. 1983, eigandi
rafvélaverkstæðis S. Melsteð, hann
var kvæntur Laufeyju Kristjáns-
dóttur, Pétur Þór, f. 27. janúar 1940,
rakari, eigandi Hárskerans í Rvík, á
tvö böm, Jónína Ingileif, f. 8. ágúst
1943, hj úkranarfræðingur í Rvík,
gift Gunnari Gunnarssyni, á fiögur
böm, og Gunnlaugur, f. 12. apríl
1949, d. 1979, hjómlistarmaður í
Rvík, hann var kvæntur Hrefnu
Þorbjamardóttur og eignuðust þau
tvöböm.
Foreldrar Sigursteins em Gúnn-
laugur B. Melsteð, húsmíðasmíða-
meistari í Rvík, og kona hans, Helga
Símonardóttir Melsteð saumakona.
Gunnlaugur var sonur Bjarna Mel-
steð, b. á Framnesi, Jónssonar Mel-
steð, prófasts á Klausturhólum,
Pálssonar Melsteð, amtmanns í
Stykkishólmi. Móðir Jóns var Anna
Sigríður Stefánsdóttir, amtmanns á
Möðruvöllum, Þórarinssonar,
sýslumanns á Gmnd í Eyjafiröi,
Jónssonar, ættfóður Thorarensen-
ættarinnar. Móðir Stefáns var Sig-
ríður Stefánsdóttir, systir Ólafs
Stefánssonar stiftamtmanns, ætt-
föður Stephensenættarinnar. Móöir
Önnu var Ragnheiður Vigfúsdóttir,
sýslumanns á Víðimýri, Scheving,
og konu hans, Önnu Stefánsdóttur,
systur Sigríöar á Möðruvöllum.
Móðir Bjarna var Steinunn Bjama-
sonar Thorarensen, amtmanns og
skálds á Möðmvöllum, Vigfússon-
ar, sýslumanns á Hlíöarenda í
Fljótshlíð, Þórarinssonar, bróður
Stefáns amtmanns. Móðir Bjarna
var Steinunn Bjarnadóttir, land-
læknis Pálssonar og kona hans,
Rannveig Skúladóttir, landfógeta
Magnússonar. Móðir Steinunnar
Bjamadóttur Thorarensen var Hild-
ur Bogadóttir, fræðimanns á Staðar-
felli, Benediktssonar og konu hans
Jarþrúðar Jónsdóttur, prests í Holti,
Sigurðssonar. Móðir Jarþrúðar var
Solveig Ólafsdóttir, lögsagnara á
Sigursteinn G. Melsteð.
Eyri í Seyðisfirði, Jónssonar, ætt-
fóður Eyrarættarinnar, langafa
Jóns Sigurðssonar forseta. Helga er
dóttir Símonar, b. í Vatnskoti í Þing-
vallasveit, Péturssonar og konu
hans, Jónínu Sveinsdóttur.
Asta Jónsdóttir
Ásta Jónsdóttir, Ránargötu 21,
Reykjavík, er níræð í dag. Ásta er
fædd á Akranesi og ólst þar upp.
Hún var einn stofnenda og í stjórn
Kvenfélags og Leikfélags Akraness.
Ásta var stöðvarstjóri á Akranesi
1920-1925 og rak gistiheimili á Rán-
argötu 21 í Reykjavík 1959-1986.
Asta giftist 21. júlí 1926 Kristni
Björnssyni, f. 17. febrúar 1902, d. 7.
janúar 1972, lækni í Rvík. Foreldrar
hans voru Björn Jóhannesson, b. á
Hóli í Lundarreykjadal, og kona
hans, Steinunn Sigurðardóttir. Börn
Ástu og Björns eru Björn, f. 3. jan-
úar 1932, prófessor, kvæntur Guð-
rúnu Hallgrímsdóttur verkfræð-
ingi; Jón, f. 7. maí 1936, húsameist-
ari og by ggingarverkfræðingur í
Deventer í Hollandi, kvæntur Fred-
riku Reitsema; Helga, f. 29. ágúst
1937, gift Denis Philcox, kennara í
Sligo á írlandi, og Ásta, f. 3. júlí 1940,
gift Ronald Wathen, skáldi í London.
Systkini Ástu: Anna, f. 28. desember
1902, d. 10. september 1903; Ingólfur,
f. 5. september 1906, verslunarstjóri
á Akranesi, kvæntur Svövu Finsen,
og Anna, f. 31. október 1912, gift Sig-
urjóni Jónssyni vélstjóra í Rvík.
Foreldrar Ástu voru Jón Sigurðs-
son, smiður á Vindhæli á Akranesi,
og kona hans, Sigríður Lárusdóttir.
Föðurbróðir Önnu var Ásgeir,
faðir Magnúsar skálds, Leifs próf-
essors, Sigurðar, föður Inga lektors
í sagnfræði, og Ingimundar, föður
Bjarkar skjalavarðar. Föðursystir
Önnu var Sigurbjörg, móðir Péturs
Ottesen alþingismanns. Önnur föð-
ursystir Önnu var Oddný, móðir
Jóns Helgasonar rithöfundar. Jón
var sonur Sigurðar, b. í Efstabæ í
Skorradal, Vigfússonar, b. í Svanga
í Skorradal, Guðmundssonar, b. á
Krossi á Akranesi, Gíslasonar, próf-
asts í Odda, Snorrasonar, prófasts á
Helgafelh, Jónssonar, sýslumanns á
Sólheimum í Sæmundarhlíð, bróður
Árna handritasafnara. Jón var son-
ur Magnúsar, prests og lögsagnara
í Kvennabrekku, Jónssonar, prests
á Kvennabrekku, Ormssonar, lög-
sagnara í Fremra-Gufudal, Jónsson-
ar, vígslubiskups í Gufudal, Þor-
leifssonar, lögréttumanns í Þykkva-
skógi, Guðmundssonar, b. á Felli í
Kollafirði, Andréssonar, lögréttu-
manns áFelh, Guðmundssonar
ríka, sýslumanns á Reykhólum,
Arasonar, sýslumanns á Reykhól-
um, Guðmundssonar.
Móðir Jóns var Hildur Jónsdóttir,
b. í Efstabæ, Símonarsonar, ætt-
föður Efstabæjarættarinnar, lang-
afa Jóhannesar Zoega, fyrrv. hita-
veitustjóra í Rvík, og skáldanna
Péturs, Halldóru, Einars og Svein-
bjarnar á Draghálsi Beinteinssonar.
Móðir Hildar var Herdís Jónsdóttir,
b. áÞorvaldsstöðum, Auðunssonar.
Móðir Jóns var Margrét Þorvalds-
Ásta Jónsdóttir.
dóttir, systir Jóns í Deildartungu,
ættföður Deildartunguættarinnar.
Sigríöur var dóttir Lárusar Otte-
sen, b. og formanns á Ytra-Hólmi,
Péturssonar Ottesens, dbrm. og út-
vegsb. á Ytra-Hólmi, Lárussonar
Ottesens, kaupmanns í Rvík, Odds-
sonar, ritara yfirdómsins, Stefáns-
sonar, ættföður Ottesenættarinnar
og hálfbróður Ólafs Stefánssonar
stiftamtmanns, ættföður Stephen-
senættarinnar. Móöir Sigríðar var
Karólína Nikulásdóttir, b. á Kotá í
Eyjafirði, Guðmundssonar og konu
hans, Guölaugar Guðmundsdóttur,
systur Guörúnar, móður Vatns-
enda-Rósu. Ásta verður að heiman
ídag.
Andlát
Þorarinn Kristiánsson
Þórarinn Kristjánsson símritari,
sem andaöist í Reykjavík 13. ágúst
sl, veröur jarðsunginn í dag kl. 15
frá Dómkirkjunni.
Þórarinn var fæddur á Seyðisfirði
26. október 1906. Sem smástrákur fór
hann að sendast á símanum, sem þá
var ný og spennandi tækninýjung,
en strax á unglingsárunum var hann
orðinn símritari. Það varð hans ævi-
starf, lengst af í Reykjavík, en þang-
að flutti hann rúmlega tvítugur.
Þórarinn kvæntist 7. desember
1968 eftirlifandi eiginkonu sinni,
Matthildi Þóröardóttur, f. 13. apríl
1914, fyrrv. ffamkvæmdastjóri
Styrktarfélags lamaðra og fatlaöra.
Foreldrar hennar em Þórðar Einars-
son, framkvæmdastjóri í Hafnar-
firði, og kona hans Sólveig Bjama-
dóttir.
Fyrri kona Þórarins var Alvilda
Anna Möller, f. 23. september 1912,
d. 1. október 1948, leikkona. Foreldr-
ar hennar vom Jóhann Georg Möll-
er, kaupmaður á Hvammstanga, og
kona hans, Þorbjörg Pálmadóttir.
Böm Þórarins og A1 vildu Önnu em
Leifur, f. 13. ágúst 1934, tónskáld í
Rvík; Kristín Anna, f. 26. október
1935, d. 1. nóvember 1986, leikkona í
Rvík, og Sigríður Ásdís, f. 18. júlí
1938, meinatæknir í Rvík. Dóttir Þór-
arins og Kristínar Sigtryggsdóttur
frá Skálum á Langanesi var Olga, f.
11 janúar 1924, d. 30. júlí 1967. Bræð-
ur Þórarins vom Kristján, f. 6. júlí
1905, d. 15. nóvember 1977, söngvari
í Reykjavík, kvæntur Rósu Þor-
steinsdóttur ritara; Ragnar, f. 14.
september 1907, d. 15. mars 1975,
matsveinn á Akranesi, kvæntur Lo-
vísu Lúðvíksdóttur hjúkrunarkonu,
sem er látin, og Gunnar, f. 11. janúar
1909, d. 22. desember 1977, gestgjafi á
Seyðisfirði, kvæntur Ingunni Pét-
ursdóttur.
Foreldrar Þórarins vom Kristján,
læknir á Seyðisfirði, Kristjánsson og
kona hans, Kristín Þórarinsdóttir.
Kristján var sonur Kristjáns, b. í
Alftagerði við Mývatn, Jónssonar,
þjóðfundarmanns á Lundarbrekku,
Jónssonar, prests í Reykjahlíð, Þor-
steinssonar, ættfóður Reykjahlíðar-
ættarinnar. Móðir Kristjáns var
Kristbjörg Krisljánsdóttir, b. á 111-
ugastöðum, Jónssonar, ættfóður Dl-
ugastaöaættarinnar. Móðir Kristj-
áns Kristjánssonar var Kristbjörg
Finnbogadóttir, systir Finnboga, fóð-
ur Guðmundar landsbókavarðar,
föður Finnboga landsbókavarðar.
Kristín var dóttir Þórarins, kaup-
Þórarinn Kristjánsson.
manns á Seyðisfirði, Guðmundsson-
ar Salómonsens, prests í Ámesi,
Jónssonar, verslunarstjóra í Kúvík-
um, Salómonssonar. Móðir Guð-
mundar var Ingibjörg Þorsteinsdótt-
ir, systir Skíöa-Gunnars, ættfóður
Skíða-Gunnarsættarinnar. Móðir
Þórarins var Pálína Böðvarsdóttir,
prófasts á Melstað, Þorvaldssonar,
prófasts og skálds í Holti undir Eyja-
Söllum, Böðvarssonar. Móðir Pálínu
var Þóra Bjömsdóttir, prests í Ból-
staðarhlíö, Jónssonar. Móðir Krist-
ínar var Sigríður Jónsdóttir, prent-
ara í Finnbogabæ í Rvík, Ólafssonar
og konu hans, Kristínar Jónsdóttur,
systur Guömundar, prests í Ámesi.
Guðrún Ormsdóttir
Guörún Ormsdóttir kennari,
Öldugerði 5, Hvolsvelli, er fimmtug
ídag.
Hún fæddist að Laxárbakka í
Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi og
ólst þarupp.
Eiginmaður Guðrúnar er Gísli
Kristjánsson skólastjóri, f. 1.9.1933,
sonur Kristjáns Friðrikssonar og
Jónínu Kristínar Sigurðardóttur.
Guðrún og maður hennar eiga
þijú börn. Þau eru: Kristín Helga,
f. 1956; Ásgeir, f. 1961, og Jóhanna
Lovísa, f. 1962.
Foreldrar Guðrúnar voru Ormur
Ormsson rafvirkjameistari og Helga
Kristmundardóttir.
Guðrún og Gísli hafa verið búsett
á Hvolsvelli frá 1971 og hefur Guð-
rún starfaö þar sem kennari í
fimmtán ár.
Guðrún Ormsdóttir.
Jensdóttir
Áslaug Sólbjört Jensdóttir, hús-
freyja á Núpi í Dýrafirði, er sjötug
ídag.
Áslaug fæddist á Læk í Dýrafirði.
Foreldrar hennar vom Jens Guð-
mundur Jónsson frá Fjallaskaga í
Dýrafirði og kona hans, Ásta Sóllilja
Kristjánsdóttir, búendur í Minni-
Garðiísömu sveit.
Maöur Áslaugar er Valdimar
Kristinsson, fyrnun skipstjóri, b. á
Núpi í Dýrafiröi, f. 4.1.1604. Foreldr-
ar hans voru Rakel Jónasdóttir og
Kristinn Guölaugsson á Núpi.
Áslaug og Valdimar eiga níu börn,
einn son og átta dætur. Bömin eru
öll búsett í Reykjavík nema ein dótt-
ir sem býr á Ákranesi. Barnaböm
þeirra hjóna em nú tuttugu.
Áslaug er tvíburasystir Jennu
Áslaug Sólbjört Jensdóttir.
Jensd'óttur rithöfundar sem er fædd
24.8.
75 ára 50 ára >"T"'
Margrét Tómasdóttir, Jóna Jónsdóttir,
SólvaUagötu 32, Keflavík. Hjallabraut 13, Þorlákshöfn.
Ingibjörg Helgadóttir, Stefán Pálmason,
Sandholti 7, Olafsvík. Stekkjargötu 3, Neskaupstaö.
~~ " Magnús Friðriksson,
70 ara Hörgslundi 3, Garðabæ.
Þorsteinn Þorsteinsson,
Sóltúni 8, Keflavik.
Heiðbjört Halldórsdóttir,
Mýrarbraut 9, Blönduósi
60 ára
Oddrún Marcussen,
Lágafelli m. Fellahreppi.
Sigríður Herdís Hailsdóttir,
Drápuhlíð 44, Reykjavík.
Erla Ragna Hróbjartsdóttir,
Sólvangi, Hvaxmeyri, Andakfls-
hreppi
Svavar Jónsson,
Freyjugotu 15, Sauöárkróki.
Kristbjörg Gunnarsdóttir,
Jóruseli 7, Reykjavík.
Björn Bjamason,
Lyngmóa 5, Njarðvík.
Guðlaug Jónsdóttir,
Flúðaseli 52, ReyKjavík.
Kjartan Þ. Guðmundsson,
Steingrímsstöðum, Grafnings-
hreppi.
Björk Gísladóttir,
Flesjustöðura, Kolbelnsstaöa-
hreppi.
Kristinn Már Harðarson,
Grenimel 9, Reykjavík.
Ragnheiður Skúladóttir,
Heiðvangi 16, Rangárvallasýslu.
Margrét Þorleifsdóttir,
Lönguhlíö 5D, Akureyri. ____________
Guðmundur Kristinn Ólafsson, .. ,
Brimhólabraut 13, Vestmannaeyj- 40 3f3
um.