Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1988, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1988, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1988. 13 Fréttir Vegagerð við Borgames: Samið við Plútó/ Borgarverk Á næstunni mun Vegagerö ríkisins semja viö verktakafyrirtækið Plútó um nýbyggingu vegarspotta við Borgames. Þaö vakti athygli fyrir þrem vikum aö fyrirtækiö Borgarverk keypti Plútó daginn eftir aö tilboð í verkið voru opnuð. Plútó bauö í verkiö tæp- ar 40 milljónir en Borgarverk bauö nokkru hærra. Vegagerðirtni leist best á tilboö Plútó en það var þriðja lægsta tilboð- iö í framkvæmdina. Borgarverk keypti þá Plútó og hélt tilboði Plútó til streitu. Að sögn Gunnars Gunnarssonar, lögfræðings Vegagerðarinnar, var farið vandlega yfir tilboðið og til- boðsgjafa og ekkert hefði komið fram sem benti til þess að verktakarnir hefðu óhreint mjöl í pokahorninu. Gunnar sagði að Vegagerðin hefði áður átt skipti við Borgarverk og fyr- irtækið staðið fyrir sínu. Þá sagði Gunnar að Vegagerðin mundi á næstunni ganga til við- ræðna við Plútó/Borgarverk á grundvelli þess tilboðs sem Plútó lagði fram. Sigvaldi Arason, aðaleigandi Borg- arverks, vildi ekkert tjá sig um málið þegar DV hafði sambandi við hann í gær. pv ísafjörður: Fjórðungsþing Vestfirðinga haldið í september Sigurjón ]. Sigurösson, DV, ísafiröi- Á stjórnarfundi í Fjórðungssam- bandi Vestfirðinga, se'm haldinn var fyrir stuttu, var tekin ákvöröun um að Fjórðungsþing Vestfirðinga skyldi haldið 24. september nk. Áður höfðu verið uppi áform um aö halda þingið fyrr en það verður haldið, eins og áöur hefur komið fram í DV, í hinu nýja stjórnsýsluhúsi á íscifirði sem verður vígt fyrr í september. Aðalmál þingsins verða þrjú: hús- næðismál, sem Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra hefur framsögu um, byggðaáætlun fyrir Vestfirði, sem Sigurður Guðmunds- son, forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar, hefur framsögu um og skðgrækt á Vestfjörðum. Til stendur að Sigurður Blöndal hafi um það framsögu. . Óslax í Ólafsfirði: Barist við að bjarga milljónum Vegna aurburðar er hætta á að um 400 þúsund laxaseiði fiskeldistöðvar- innar Óslax í Ólafsfirði drepist. Mik- ið af aur hefur runnið í Ólafsfjarðar- vatn og er það nú mórautt á lit. Þeg- ar hafa mörg seiði drepist og fyrirsjá- anlegt er að milljónatjón hefur þegar orðið. Sökum veðurs hafa starfsmenn stöðvarinnar litlu fengið áorkað í til- raunum sínum við að bjarga seiðun- um. Leikmenn meistaraflokks Leift- urs komu starfsmönnum til aöstoð- ar. Þrátt fyrir aukinn mannafla hef- ur þeim lítið orðið ágengt. 'sme Flugskýli víð Leifsstóð Þessar vikurnar eru íslenskir aðal- verktakar að byggja flughlað við Leifsstöð í Keflavík. Þetta verk er undirbúningur að byggingu flug- skýlis og vöruafgreiðslu við stöðina. Bandaríski herinn borgar undir- búningsvinnuna samkvæmt samn- ingi milli íslenskra stjómvalda og- hersins. Að sögn Þorsteins Ingólfs- sonar, skrifstofustjóra vamarmála- skrifstofunnar, mun flíigskýlið sjálft byggt og kostað af íslenskum flugfé- lögum. Þeim framkvæmdum, sem nú standa yfir, verður lokið næsta sum- ar og þá verður hægt að hefjast handa við byggingu flugskýlis og vöruafgreiðslu. Þorsteinn sagði að varnarmálaskrifstofunni heföi borist umsókn frá Flugleiðum en engin ákvörðun hefði verið tekin um fram- hald málsins. -pv LOKADAGUR TILBOÐS OKKAR ER A MORGUN 31. ÁGÚST Óskum ef tir oðkaupa gamla kœliskápa. þvotta- vélar eða upþvottavélar á kr.3000 Ótrúlegt en satt Viö hjá Heimilistækjum erum tilbúnirtil þess aö gefa 3000 krónur fyrir hvert tæki; gamla kæliskápinn, þvottavélina eöa uppþvottavélina þína án tiliits til gerðar, ástands og aldurs. Viö tökum tækiö sem greiöslu upp í nýjan fullkominn PHILIPS eöa PHILCO kæliskáp, þvottavél eöa uppþvottavél. stykkió ATH. Að sjálfsögðu sendum við nýja tækið og sækjum það gamla þér að kostnaðarlausu. Haföu samband strax, lagerinn er ekki ótæmandi. Heimilistæki hf Sætúni 8 • Hafnarstræti 3 SÍMI: 69 15 15 SÍMI:6915 2S Kringlunni SÍMI: 69 15 20 l/áéAtíjtoSveúfcfáKÚegt/i ó SOMfuHtfunc

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.