Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1988, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1988, Blaðsíða 35
ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1988. 35 Fólkífréttum Magnús Gauti Gautason Magnús Gauti Gautason hefur verið skipaður aðstoðarkaupfélags- stjóri KEA frá 1. september. Magnús er fæddur 8. ágúst 1950 á Akureyri og lauk fil. kand. prófi í rekstrar- hagfræði frá Uppsalaháskóla 1974. Hann vann við rekstraráætlun og hagkvæmnisathuganir á hagdeild KE A1974-1978, var fulltrúi kaup- félagsstjóra á sviði skipulags- og hagmála 1978-1986 og sá auk þess um matvöruverslanir félagsins 1984-1986. Magnús hefur verið fiár- málastjóri KEA frá 1986 og í stjórn Kaupþings Norðurlands frá 1986. Hann hefur verið í stjórn hand- knattléiksdeildar KA og í fimm manna nefnd um verðlagningu mjólkur á heildsölustigi frá 1985. Magnús hefur verið stjómarfor- maður Akva sf. á Akureyri frá stofnun 1985 og í stjóm Kjörlands á Svalbarðseyri frá stofnun 1986. Magnús kvæntist 21. júlí 1973, Hrefnu Torfadóttur, f. 8. desember 1951, kennara. Foreldrar hennar em, Torfi Leósson, kennari á Akur- eyri, og kona hans, Lily Halldórs- dóttir. Börn Magnúsar og Hrefnu eru Gunnhildur Lily, f. 24. mars 1973, Hrafnhildur Ósk, f. 24. nóv- eiúber 1979, og Magnús Torfi, f. 1. júlí 1985. Systur Magnúsar em Vil- borg, f. 22. maí 1948, meinatæknir á Akureyri, gift Hlyni Jónassyni, skrifstofumanni hjá MA, og Elín, f. 29. ágúst 1960, tölvunarfræðingur á Akureyri, sambýlismaður hennar er Steinþór Ólafsson, framkvæmda- stjóriíHafnarfirði. Foreldrar Magnúsar eru Jóhann Gauti Gestsson, kafari á Akureyri, og kona hans, Edda Magnúsdóttir kennari. Jóhann er sonur Gests, iðnverkamanns á Akureyri, bróður Jóhannesar, afa Hauks Halldórs- sonar, formanns Stéttarsambands bænda. Gestur var sonur Halldórs, b. í Garðsvík á Svalbarðsströnd, Jóhannessonar, bróður Gríms, langafa Önnu, móður Geirs Haarde alþingismanns. Móðir Jóhanns var Ehn, systir Skarphéðins, eiganda Amaro á Akureyri. Elín var dóttir Ásgeirs, b. á Gautsstöðum á Sval- barðsströnd, bróður Jóhanns, föður Vilhjálms Stefánssonar landkönn- uöar. Ásgeir var sonur Stefáns, b. í Tungu, Magnússonar. Móðir Stef- áns var Þorbjörg Benediktsdóttir, systir Margrétar, langömmu Þórar- ins, föður Vilhjálms Þór, fyrrver- andiforstjóraSÍS. Edda er dóttir Magnúsar, skip- stjóra á Akureyri, hróður Sigvalda, afa Kristjáns Júhussonar, bæjar- stjóra á Dalvík. Magnús var sonur Þorsteins, b. á Upsum á Upsaströnd, Jónssonar, bróður Helga, afa Atla Rúnars Halldórssonar fréttamanns. Móðir Þorsteins var Sigríður Þor- valdsdóttir, systir Snjólaugar, móð- ur Jóhanns Sigurjónssonar skálds. Móðir Sigríðar var Snjólaug Bald- vinsdóttir, systir Stefáns, langafa Filippíu, móður Guðjóns B. Ólafs- sonar, forstjóra SÍS. Móðir Eddu er Jónborg Þorsteinsdóttir, skólasfióra og alþingismanns á Akureyri, Jóns- sonar. Móðir Þorsteins var Vilborg Þorsteinsdóttir, skálds í Mjóanesi, Mikaelssonar, afa Sigfúsar Sigfús- sonar, þjóðsagnasafnara og langafa Eysteins Jónssonar, fyrrv. ráð- Magnús Gauti Gautason. herra. Móðir Jónborgar var Sigur- jóna Jakobsdóttir, b. í Básum í Grímsey, Jónssonarog konu hans Guðbjargar Guðmundsdóttur. Afmæli Sigurjón Jóhannsson Siguijón Jóhannsson, fv. yfirvél- sfióri, Skeggjagötu 6, Reykjavík, er níræðurídag. Sigurjón fæddist í Flatey á Breiða- firði og sleit þar barnsskónum, en fór ungur tíl sjós með fóður sínum. Siguij ón hóf nám í j árnsmíði í Reykjavík 1918 og lauk því námi 1921 með ágætis vitnisburði. Hann lauk námi í Vélstjóraskóla íslands og var vélstjóri á kaupskipum, lengstaf hjá Skipadeild Sambands- ins og síðast yfirvélsfióri á ms Arn- arfelh, til ársins 1966. Þá var hann yfirvélstjóri hjá Sænsk-íslenska frystihúsinu í tólf ár, í fimm ár við uppbyggingu frystihússins í Bor- gamesi og önnur fimm ár við upp- byggingu Fiskiðjuvers ríkisins, auk þess sem hann var stundakennari við mótornámskeið Fiskifélags ís- lands. Þá var Siguijón ráðsmaður Stúdentagarða HÍ frá 1966-72. Siguijón kvæntíst 9.11.1924, Jónu Guðrúnu Þórðardóttur, f. í Reykja- vík, 3.9.1904, d. 27.10.1985, dóttur -Þórðar Jóhanns Jónssonar, b. í Skipanesi, og Sigríðar Ólafsdóttur. Börn Siguijóns og Jónu eru: Jó- hann Valberg útvarpsvirkjameist- ari, f. 23.1.1925, kvæntur Láru Árna- dóttur, en þau eiga fimm börn, níu bamabörn og eitt barnabarnabarn; Sigríður Þóra, fv. matráðskona, f. 3.11.1926, en hún á fjögur böm og fimmbarnaböm; Ólafur Valberg vélsjóri, f. 7.6.1926, kaupmaður í Svíþjóð, kvæntur Ingu Jónu Gunn- laugsdóttur, en þau eiga íjögur börn og níu barnabörn; Guðmundur Val- berg vélfræðingur, f. 20.8.1930; Jón Valbergmatsveinn, f. 9.8.1932, en hann á sex hörn og fimm bama- böm; Sigurjón Ari stórkaupmaður, f. 4.9.1937, kvæntur Þóru Gunnars- dóttur, en þau eiga þrjú börn; Erla húsmóðir, f. 16.1.1942, gift Guð- mundi Gíslasyni bankafuhtrúa, en þau eiga tvær dætur og einn dóttur- son. Sigurjón áttí þrjú systkini og einn fósturbróður, en þau em öh látin. Foreldrar Sigurjóns vom Jóhann Guðjón Arason, skipstjóri í Flatey, og Valborg Sigrún Jónsdóttir. Jóhann Guðjón var.sonur Ara Steinssonar, hins kunna hagyrð- ings, og Guðrúnar Jónsdóttur frá Grónesi í Gufudal. Ari var sonur Hákarla-Steins Sveinssonar og Eið- varar Sveinsdóttur, hreppstjóra Einarssonar Jónssonar, lögréttu- manns á Hreggstöðum á Barða- strönd, Einarssonar. Guðrún var dóttir Jóns, b. í Grónesi, Jónssonar og Guðrúnar Jónsdóttur, Einars- sonar frá Svefneyjum Sveinbjarnar- sonar. Foreldrar Jóns í Grónesi vora Jón, hreppstjóri að Fjarðar- hornií Gufudalssveit, Sigurðsson Sigurjón Jóhannsson og Guðrún Snjólfsdóttir, b. á Hall- steinsnesi, Jónssonar.-Móðir Eið- varar var Steinunn, dóttir Eggerts í Hergilsey, Ólafssonar, afa Einars í Skáleyjum, afa Matthíasar Joch- umssonar, Theodóru Thoroddsen skáldkonu og Ásthhdar, móður Muggs og ömmu Péturs Thorstens- sonar. Einar í Skáleyjum var einnig laugafi skáldsystranna Herdísar og Ólínu Andrésdætra, systra Maríu í Stykkishólmi. Faðir Valborgar Sigrúnar var Jón, b. í Þormóðsey, Þorvaldsson, b. á Refstöðum, Bjamasonar. Móðir Valborgar var Sigurlí n Ingveldur, dóttir Jóns, b. og smiðs í Þormóðsey og Stykkishólmi, Benjamínssonar „stutta" Jónssonar og Halldóru Sig- urðardóttur. Ágúst Sæmundsson Ágúst Sæmundsson, fv. fram- kvæmdastjóri, Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík, er áttræður í dag. Agúst fæddist á Akranesi og ólst þar upp til fiögurra ára aldurs en í Hafnarfirði tíl tólf ára aldurs og síð- an í Borgarfirðinum til tvítugs. Hann stundaðl nám við Hvítár- bakkaskóla í tvo vetur, stundaði nám við Voss í Noregi um nokkurn tíma og lauk síðan tækniprófi frá SMF Skiensfiordens mekaniska Fagskole í Noregi 1931. Agúst starfaði hjá Landssíma ís- lands 1931-46. Hann var formaður Félags íslenskra símamanna 1946. Ágúst stofnaði Þvottamiðstöðina 1947 og var forstjóri hennar th 1950. Hann kom þá upp Nýju efnalauginni í Höfðatúni og starfrækti hana til 1962, síðustu tvö árin í eigin hús- næði í Súðarvogi 7. Þá stofnsetti Ágúst, ásamt Axel Mogensen, fyrir- tækið Shdarrétti 1963, sem hefur séð um niðurlagningu og reykingu á síld en Ágúst rak það fyrirtæki til 1979erþaðvarselt. Kona Ágústs er Ragna Jónsdóttir húsmóðir, f. 28.9.1913, dóttir Jóns Árnasonar frá Móum á Kjalarnesi og Ragnhhdar Jónsdóttur frá Breið- holtiviðReykjavík Börn Ágústs og Rögnu eru: Hildur skrifstofumaður, f. 20.6.1937, gift Skarphéðni Valdimarssyni; Sæ- mundur Reynir, forsfióri í Reykja- vík, f. 26.2.1943; Jón Árni, stýrimað- ur í Reykjavík, f. 14.5.1946, kvæntur Dagnýju Lárusdóttur; Áslaug ritari, f. 26.9.1949, gift Inga Volgum; og Sigrún fóstra, f. 19.9.1950, gift Jóni Hjörleifssyni, verslunarmanni í Reykjavík. Systkini Ágústs: Karl Theodór, f. 27.9.1909; Magnús, f. 2.4.1912, d. 10.6.1947; Eiríkur, f. 1.9.1915; Sól- veig, f. 27.9.1917; ogKamhla, f. 1918. Hálfsystkini Ágústs éru Helga og Fanney Eysteinsdætur sem báðar búa í Jacksonville í Bandaríkjun- Umferðarreglur eru til okkar vegna -Virðum reglur vörumst slys. W rAð ||UMFERÐAR Tll hamií da§ igju með ai jinn Sigurðúr Guðmundsson, Dynskógum 26, Hverageröi. Margrét Hjálmarsdóttir, 90 ára Höskuldur Geirfinnsson, Túngötu 27, Reykjavík. Sniðgötu 3, Akureyri. 60 ára 80 ára Díana Þórunn Kristjánsdóttir, Hhðarvegi 13, Kópavogi. Valdemar Hannesson, Sólgarði, Garðabæ. Pétur Guðmundsson, Skaröi II, Lundareykjadalshreppi. 50 ára Sólveig Þorleifsdóttir, Gunnólfsgötu 14, Ólafsfirði. 75 ára 40 ára Indriði Nielsson, Flókagötu 43, Reykjavík. Marías Sveinsson, Réttarholtsvegi 87, Reykjavík. Helgi Valgeirsson, Leirubakka 5, Seyöisfirði. Ingunn Jónasdóttir, Brekkubraut 10, Akranesi. Ragnhildur Hreiðarsdóttir, Heiöargerði 8, Húsavfk. Mimir Arnórsson, Granaskjóh 54, Reykjavík. Guðmundur Skagfiörð Pálsson, Ránargötu 9, Flateyri. Hafþór Magnússon, Gautíandi 11, Reykjavík. 70 ára Kri6fiana Pétursdóttir, Hagamel 32, Reykjavík. Haraldur.Jónsson, Laugarásvegi 5, Reykjavík. Sigurgeir Jónsson, Birkimel 10, Reykjavík. Anton G.E. Bjarnasen, Faxastíg í, Vestmannaeyjum. Guðjón Guðjónsson Agúst Sæmundsson um, og Helgi Eysteinsson, forstjóri verslunarinnar Geysis í Reykjavík. Foreldrar Ágústs voru Sæmundur Guðmundsson (Sæmundsson), kennari og ljósmyndari, f. 3.8.1873, og Matthhdur Helgadóttir húsmóð- ir, ættuö úr Grundafirði, f. 15.9.1886. Móðurforeldrar Ágústs voru Helgi Andrésson, skipstjóri og Helgá Bjömsdóttir. Guðjón Guðjónsson trésmíða- meistari, Eiríksgötu 25, Reykjavík, er níræður í dag. Guðjón er fæddur á Dalvík og ólst þar upp. Guöjón kvæntist Guðlaugu Bryifiólfsdóttur, f. 27. fehrúar 1899, d. 14. maí 1938. Böm Guðjóns og Guðlaugar era, Ingibjörg, f. 1. ágúst 1925, gift John Patton, Olafur Þór, f. 28. septemher 1926, kvæntur Dalrósu Ragnars- dóttur, Nína, f. 9. september 1928, d. 16. júlí 1961, gift Tony Pellegrino, Guðlaug, f. 2. mars 1930, gift Einari Gunnarssyni málarameistara, Matthías Geir, f. 3. maí 1933, Fjóla, f. 3. maí 1933, gift Matthíasi Bjöms- syni loftskeytamanni og Steingrím- ur, f. 14. maí 1938, d. 1951. Seinni kona Guðjóns er María Valgerður ' Jónsdóttir, f. 5. ágúst 1916. Börn Guðjóns og Maríu eru, Guðjón Steingrímur, f. 10. september 1951, rafeindavirki og Jóhanna Sigfríður, f. 26. nóvember 1954, gift Pétri Rönn- ingJónssyni. , Foreldrar Guðjóns voru, Guðjón Jóhannsson, sjómaður á Dalvík, og Guðjón Guðjónsson kona hans, Snjólaug Jónsdóttir. Guðjón var sonur Jóhanns, b. á Þverá á Upsaströnd, Jónssonar, b. á Bakka í Svarfaðardal, Jónssonar. Móðir Guðjóns var Ingibjörg Sig- uröardóttir, b. á Böggvisstaðagerði, Gunnlaugssonar, b. á Hrappsstaða- koti, Sigurðssonar. Guðjón tekur á móti gestum á Holiday Inn hótelinu á afmælisdaginn kl. 18-20.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.