Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1988, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1988. Utlönd Einn yfirmanna (lugmóðurskipsins USS Eisenhower stingur höfðinu út um gat á skrokki þess eftir áreksturinn. Simamynd Reuter Bandaríska flugmóöurskipið USS Eisenhower varð í gær fVrir því óhappl að rekast á spánskt k<)laflutningaskip á hafi úti. Óhappið átti sér stað úti fyrir strönd Virginíufylkis f Bandarfkjunum skömmu áður en flugmóöurskipið átti aö koma til hafnar í flotastöðinni í Norfolk. Nokkrar skemmdir urðu á báðura skipunum en ekki er enn ljóst hversu langan tíma þaö tekur að gera við flugmóðurskipiö. Sovéskur hermaður á rölti viö SS-20 flaugarnar sem eru tilbúnar til eyðileggingar. Sovétmenn halda nú áfram eyði- leggingu meðaldrægra kjarnorku- vopna sinna i samræmi við samn- ing þann sem stórveldin undirrit- uðu í vor um eyðingu slíkra vopna. Fyrir skömmu sprengdu þeir í loft upp þrjár SS-20 eldflaugar í Kapustin eftir aö kjarnaoddar þeirra höfðu veriö fjarlægöir. Nokkur hópur erlendra blaöa- manna og stjórnarerindreka fylgd- ist meö eyöileggingu flauganna. Sovétmenn hafa áöur skyrt frá því aö kjarnaoddar flauganna verði nýttir í friösamlegum tilgangi. Þeir hafa notað litlar kjamorkuspreng- ingar við bæði námagröft og vega- gerö áöur og mun hafa gefist veL Simamynd Reuter SS-20 eldflaug sprengd I loft upp í Sovétríkjunum. Simamynd Reuter Árekstur Komnír aftur? Bandaríska dagblaðið Washing- ton Post fullyrti i morgun aö sov- éskir hermenn væru að nýju komnir til afgönsku borgarinnar Kunduz eftir aö hafa horfið þaðan fyrir tveim vikum. Brotthvarf sov- éska herliðsins frá Kunduz var í samræmi við sáttmálann um brott- flutning Sovétmanna frá Afganist- an sem undirritaöur var fyrr á þessu ári. , Haft er eftir vestrænum stjórnar- erindrekum í Pakistan að svo virð- ist sem sovéskir hermenn hafi að nýju verið sendir til Kunduz. Er talið að skipanimar hafi komiö frá sovéskum embættismönnum sem hafi óttast afleiðingar þess að borg- in féll um tima i hendur uppreisn- armanna. Haft er eftir bandarískum embættismönnum að þessi flutningur herliös til borgarinnar aö nýju brjóti ekki í bága við samkomulagið um brott- flutning sovésks herhðs ffá Afganistan. Samkvæmt sáttmálanum á helm- ingur sovéska hösins að vera horfmn úr landinu þann 15. september og hinn helmingurinn snemma á næsta ári.. SOVÉTRIKIN IRAN Sovéskir hermenn eiga að hafa snúið aftur til Kunduz. Sprengja eidflaugar Kappræður frambjóð- enda líklegar Bush varaforseti hefur verið á kosningaferðalagi um Bandaríkin og komið VÍða við. Simamynd Reuter Ráðgjafar frambjóðendanna til for- setakosninga í Bandaríkjunum í nóv- ember nk. munu ræðast við í dag um hugsanlegar kappræður þeirra Ge- orge Bush, frambjóðanda repúblik- ana, og Michael Dukakis, frambjóð- anda demókrata. Sérfræðingar telja að kappræður geti haft úrslitaþýðingu í kosningun- um en skoðanakannanir vestra sýna að margir kjósendur eru á báðum áttum. Dukakis er enn allsendis óþekkt stærð í stjórnmálum og Bush hefur átt í erfiðleikum með að sýna sjálfstæði sitt gagnvart ríkisstjórn Ronalds Reagan. James Baker, kosningastjóri Bush, sagði í gær að ólíklegt væri að kapp- ræðurnar myndu eiga sér stað fyrir 20. september en Bush hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í þeim. Samkvæmt nýjum skoðanakönn- Dukakis, forsetaframbjóðandi demókrata, slær á léttar nótur með blaðamönnum í gær. Símamynd Reuter unum nýtur Bush lítillega meira fylgis en Dukakis. Dukakis hafði 17 prósent meira fylgi en Bush að loknu flokksþingi demókrata í júlí en sam- kvæmt niðurstöðum skoðanakann- ana síðan hefur það forskot tapast. Nokkrir ráðgjafar demókrata segja að Dukakis hafi látið Bush eftir bar- áttuna en varaforsetinn hefur verið óþreytandi að ferðast um landið. Dukakis viðurkenndi í gær að hann hefði átt í erfiöleikum með aö koma sjónarmiðum sínum á framfæri við kjósendur. Hann hafnaði þó hug- myndum um að hann þyrfti að fara frekar út til fólksins í landinu og sagðist mundu geta háö kosninga- baráttu sína frá heimafylki sínu, Massachusetts, þar sem hann sinnir nú skyldustörfum sínum sem fylkis- stjóri. Bush hefur ráðist harkalega á af- stöðu Dukakis í varnarmálum á kosningaferðalagi sínu. Hann segir afstöðu Dukakis muni veikja varnir Bandaríkjanna en Dukakis hefur lýst yfir andstöði sinni við MX-eldflaug- amar, stjörnustríðsáætlun Reagans forseta og B-1 orrustuþoturnar. Helsta vandamál kosningabaráttu Bush hefur verið Dan Quayle vara- forsetaefni. í gær viðurkenndi Bush að enn sem komið væri hefði Quayle ekki sýnt og sannað að hann bætti stöðu repúblikana í kosningabarátt- unni. Hann varði þó feril Quayles og sagði að almenningur væri farinn aö snúast á sveif með repúblikönum. Reuter Framfaraflokkur- inn eykur fylgi sitt flokknum sera mundi vinna lítil- lega á. Aukinn stuðningur við Fram- faraflokkinn er túlkaður sem óá- nægja og viövörun til ríkisstjórnar- innar og að margir lyósendur óski eftir ákveönari borgaralegri pólitík cn hingað til hefur verið royndin. Er nú rætt ákaft í flokki forsætis- ráðherrans hvernig flokkurinn geti snúist gegn sigurgöngu Framfara- flokksins nú að undaníomu. Sumariiði ísleifesan, DV, Árósum; Samkvæmt skoðanakönnunum er Framfaraflokkurinn, sem lengst af hefur verið kenndur viö Mogens Glistrup, nú næststærsti flokkur Danmerkur á eftir sósíaldemókröt- um. Hefur hann aukið fylgi sitt um tíu prósent frá því í kosningunum í vor eða úr níu prósentum í nítján pró- sent. Enn meiri er munurinn ef miðað er við kosningamar sem vora haldnar í september 1987 en þá hlaut flokkurinn aðeins um fimm prósent atkvæða. Sá flokkur sem tapar mestu er hins vegar flokkur forsæfisráö- herrans, Pouls Schluter, íhalds- samiþjóðarflokkurinn. Fengi hann nú aðeins fimmtán prósent at- kvæða í stað nítján prósent áður. Aðrir flokkar tapa einnig, að und- anskildum Sósíalíska þjóðar- Bandaríkin taka upp metrakerfið Anna Bjamason, DV, Denver: Meðal nýmæla í nýjum lagabálki um bandarísk viðskiptamál, sem er rúmlega 1400 blaðsíður, er gerð síð- asta tilraunin til að útrýma yarda- máli, mílum og tommum. Öllum stofnunum, sem starfa á vegum rík- isins, er gert að breyta yfir í metra- kerfið fyrir árið 1992. Þetta þýðir að bandaríska ríkið, sem er langstærsti einstaki kaupandi bandarísks varnings, veröur aö breyta pöntunarkerfi sínu. Þegar út- boö verða gerð, t.d. í steypu í vegi, verður mælieiningin að vera kíló- grömm. Ef innanríkisráðuneytið sel-. ur ríkisjörð verður að skrá stærð hennar í fermetrum í sölusamningn- um í stað ekra og yarda til þessa. Samkvæmt lögum er fjögurra ára aðlögunartími veittur til breytingar- innar. Ástralía og Kanada, sem síð- ust landa skiptu á sama hátt yfir í metrakerfiö, settu sér slíkan aðlög- unartíma til breytingarinnar og reyndist hann vel. Aðeins þrjú lönd, Bandaríkin, Burma og Líbería, nota enn breska þyngdar-' og lengdarmæhngakerfið. Hefur þetta skaðað útflutning Bandaríkjamanna því sum lönd banna innflutning ávaxta og græn- metis sem ekki eru í gámum stöðluð- um fyrir metrakerfiö. í sumum iðngreinum í Bandaríkj- unum hefur þegar verið tekiö upp metrakerfið. Má þar t.d. nefna tölvu- iðnaðinn og framleiðendur áfengis, dýna og ljósmyndavarnings. Þróunin er skammt undan í öðrum greinum. í matvöruverslunum eru núna t.d. kartöflur í plastpokum þar sem bæði er getið þyngdar í enskum pundum og kílógrömmum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.