Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1988, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1988, Blaðsíða 30
ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1988. Lífsstíll Hvað ætli þessa krakka dreymí um að verða? Bernskudraumar: Hvað vildum við verða? Flesta krakka dreymir um að verða eitthvað ákveðið þegar þeir verða stórir. Við sem eldri erum minnumst bernskudrauma okkar oft meö brosi á vör. Það var svo margt skrítið sem okkur datt í hug þá. Oftar en ekki markast draumarn- ir um framtíðarstörfm af sögnum um einhver ákveðin störf, eins og til dæmis að verða flugfreyja eöa flugmáður. i huga bamsins verður það ævintýri að fá að ferðast út um alit og sjá eitt og annað sem við erum ekki vön úr umhverfi okkar hér heima. Hins vegar gleymist það að þetta er vinna og kannski ekki alltaf jafnspennandi. Það sama gildir um fjöldann allan af störfum, ijarlægðin gerir flöllin blá og mennina mikla. Við hringdum í nokkra nafntog- aða einstaklinga í þjóðfélaginu og forvitnuðumst um hvaö þeir hefðu vfljað verða í bemsku. Eins for- vitnuðumst við um af hvetju þeir urðu það sem þeir eru í dag. -J.Mar I I Askrifesidur! Léttið blaðberunum störfin og sparið þeim sporin. Notið þjónustu DV og kortafyrirtækjanna. Greiðið áskriftargjaldið með greiðslukorti. VISA Meðþessum boðgreiðslum vinnstmargt • Þærlosaáskrifendur viðónæðlvegnainn- • Þær eiu þægilegur greiðslumátí sem taygglrskllvísar gralðslur þrátt fyrir annlreflafjarvistir. • Þær létta btaðberan- umstörfinenhann heldur þó óskertum tekjum. • Þæraukaóryggl. Blaðberareru tíl dæmisoftmeötölu- verðarfiártiæðirsem getaglatast samband afgreiðslu DV kl. 9-20 virka daga, laugardaga kl. 9-14 síma 27022 eða við umboðsmenn okkar ef óskað er nánari upplýsinga. DV Hef ekki alltaf far- ið troðnar slóðir - segir Ólöf Pétursdóttir Ólöfu Pétursdóttur dreymdi um að verða læknir en varð lögfræðingur. DV-mynd S „Mig minnir að ég hafi ætlað að verða læknir. Mér fannst mikill ljómi yfir því starfi þegar ég var innan við tíu ára aldurinn,“ segir Ólöf Péturs- dóttir, héraðsdómari í Kópavogi. Læknisdraumurinn er óneitanlega dálítið sérstakur því yfirleitt dreymir smástelpur um aö verða hjúkrunar- konur, hárgreiðsludömur eöa eitt- hvað slík. „Ég hef nú ekki alltaf farið troðnar slóðir," segir Ólöf þegar þetta er bor- ið undir hana. „En þessi draumur gufaði upp og ég man ekki eftir því að ég hafi átt mér neina ákveðna starfsdrauma eft- ir það. Allra síst er að mig hafi grun- að á þessum árum að ég myndi seinna meir leggja lögfræðina fyrir mig. Þó eru margir lögfræðingar í minni ætt. Ég fór í Verslunarskólann og á þeim árum stefndi ég ekki að neinu sérstöku. Þó komst ég að því að ég hafði hvorki áhuga á að leggja fyrir mig viðskiptafræði eða tungumál. Eiginlega má segja að ég hafi fyrst og fremst vahð Verslunarskólann á þeirri forsendu að það var hagkvæmt nám og góðir atvinnumöguleikar að lokinni útskrift. Svo ákvað ég að fara í Háskólann. Ég hafði mikinn áhuga á raungrein- um en ég skráði mig svo seint um sumarið að ég komst ekki inn í verk- fræði- og raunvísindadeildina. Hún var orðin fullsetin. Því hefði ég orðið að biða í eitt ár með að hefja nám ef ég hefði ákveðið að fara í þá deild. Það var hægt að komast í guðfræði-, heimspekideildina og lögfræðina. Ég ákvað að slá til og hefja nám í laga- deildinni með það að leiðarljósi að ég myndi hætta ef ég næði ekki fyrsta árinu. En ég náði prófunum. Ég skal nú raunar játa að mér fannst þetta fyrsta ár mitt í deildinni hálfleiðinlegt en það er nú alltaf svo þegar maður er að byrja á einhveiju að fyrsta árið er leiðinleg- ast. En eftir því sem leið á námið fór mér að líka æ betur við lögfræðina. Ég hef starfað sem héraðs- dómara í Kópavogi í fjögur ár og líkar vel viö mitt starf. Það sem ég lærði í Verslun- arskólanum hefur komiö mér að góöum notum í þessu starfi svo þeim árum hefur síður en svo verið kastað á glæ.“ -J.Mar Ætlaöi að verða geimfari - segir Lýður Friðjónsson „Eg ætlaði mér að verða geimfari þegar ég yrði stór. Mér fannst þegar ég var um það bil sex ára að þaö hlyti að vera mjög skemmtilegt starf. Ög til aö kynnast því nánar fletti ég upp í alfræðibók Fjölva og las þar allt sem stóð um geimfara og geimferðir. Þetta var á því tímabili þegar menn voru að byrja að senda mönnuð geimfór út í geiminn og ég held að það hafi haft sín áhrif. í dag held ég að ég myndi ekki þora að stíga upp í geimfar þó mér byðist að fá að fara með í eina ferð,“ segir Lýður Friðjónsson, framkvæmda- stjóri Vífilfells. „Annars komst maöur nú tiltölu- lega snemma niöur á jörðina og hætti að hugsa um að verða geimfari og aðrir draumar tóku við sem voru kannski ögn raunhæfari. Ég fór í Menntaskólann við Hamra- hhð eða „Menntabælið við Harma- hlíð“ eins og við kölluðum skólann í þá daga. Og fljótlega á menntaskóla- árunum ákvað ég að ég vildi leggja viðskiptafræði fyrir mig. Þó ég hafi á tímabili velt fyrir mér að fara í jarð- fræöi eða fiskifræöi. En viðskipta- fræðin varö ofan á og ég held að það hafi fyrst og fremst verið vegna þess að ég taldi að þetta væri mjög hæfi- lega langt og þungt nám sem veitti mikla starfsmöguleika. Einnig held ég að tekju- og afkomumöguleikar hafi ráðið nokkru um að ég lagði þetta fyrir mig. Ég hóf svo nám við viðskiptafræði- deild Háskóla íslands árið 1976 og lauk námi frá deildinni 1980. Til Sviss hélt ég svo nokkru síðar til fram- haldsnáms í rekstrarhagfræði og kom heim árið 1984. Ég er búinn að starfa hjá Vífilfelli í nokkur ár og kann vel við starfið. Mér fmnst bæði gaman og spennandi að taka þátt í gosdrykkjaslagnum. Það er lítið varið í að reka fyrirtæki ef það stendur ekki í samkeppni við einhvern. Hversu lengi ég kem til með að starfa hjá Vífil- felh skal ósagt látið. Ég held einfaldlega að þaö sé fulls- nemmt að spyija mig um það.“ -J.Mar Lýður ætlaði áð verða geimfari á unga aldri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.