Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1988, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1988. Frjálst.óháO dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SÍMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð I lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Margar góðar hugmyndir Hugmyndir fjármálaráðuneytisins, sem leggja átti fyrir ríkisstjórnina í morgun, eru margar af hinu góða. Þetta er sumpart óvenjulegt framtak í ríkisbúskapnum. Ætlunin er að eyða íjárlagahalla á næsta ári. Þetta verði gert meðal annars með miklum samdrætti í ríkisrekstri. DV hafði skýrt frá því, að fyrir nokkrum vikum stefndi í allt að fjögurra milljarða halla hjá ríkinu á næsta ári. Ekki þarf að fjölyrða um, hversu vofeiflegt slíkt hefði verið. Rök hafa verið færð fram um, að halla- rekstur ríkisins hefur undanfarin ár verið einhver mesti bölvaldur efnahagsmála. Lítt stoðar, að ráðherrar býsn- ist yfir þenslu og verðbólgu, meðan þeir sjálfir valda mestu um þá óáran. Tími var kominn til að aðhafast eitthvað, sem máli skipti. Stundum hefur verið rætt um niðurskurð ríkisútgjalda, en allt hefur það reynzt hjóm eitt. Vissulega eigum við eftir að sjá, hvort orð og efnd- ir standast á næsta ári. Fyrir yfirstandandi ár var full- yrt, að enginn halli yrði á ríkisrekstrinum. Svo gekk fram eftir yfirstandandi ár. En þá tók að stefna í halla. Sama gæti auðvitað orðið uppi á teningnum á næsta ári. Ríkið kynni að fara af stað með yfirlýsingum um, að enginn halli verði. Síðan gæti orðið verulegur halli, þegar upp yrði staðið. En miklu skiptir að gera nú alvörútilraun til að eyða hallanum. Staðan nú gefur vonir um, að hjá halla verði komizt. Að minnsta kosti er þetta samkvæmt tillögum Q ármálaráðuneytisins allt annað en sá fjögurra millj- arða halli, sem stefndi í að óbreyttu. Almenningur kann að sætta sig við halla á ríkis- rekstri. En slíkt er skammsýni. Halli hjá ríkinu ýtir undir verðbólgu, sem síðan kallar á gengislækkanir. Þetta hefur valdið vandræðum Qöldans, svo sem himin- háum vöxtum. Ríkishallinn hefur valdið miklu um við- skiptahallann við útlönd. Glapræði var að reka ríkissjóð með halla í undanförnu góðæri. Það gildir einnig nú, að almenningur og fyrirtæki eiga ekki ein að borga brús- ann, ef dregið verður úr þenslu. Ríkið á sjálft að vera með í aðhaldsseminni. Þetta felst sumpart í tillögum Qármálaráðuneytisins. Ekki er vitað, hvaða undirtektir þessar tillögur fá, þegar þetta er skrifað. Hugmyndir íj ármálaráðuneytisins um niðurskurð eru yfirleitt góðar. Hugmyndir um skatta eru verri. Vissulega er rétt fyrir ríkið að taka á næsta ári veruleg- ar tekjur af bjórnum. En ekki á að auka skatta á fjár- magni. Sjálfstæðisflokkurinn ætti í ríkisstjórn að fella hugmyndir um slíka skatta. Fjármálaráðuneytið vill leggja sumar opinberar stofnanir niður. Meðal þeirra eru Skipaútgerð ríkisins, rafmagnseftirlitið, Orkustofnun, fasteignamat, sjúkra- samlög, Búnaðarfélagið og húsameistari ríkisins. Þessar stofnanir má vel leggja niður, en vanda ber það verk, svo að aðrir komi sumpart í staðinn. Gott væri, ef ís- lenzka ríkið yrði í fullri alvöru þátttakandi í þeirri þró- un, sem víðast gerist, og leggi niður ríkisstofnanir. Þá yrðu aðrar stofnanir gerðar sjálfstæðari og ætlun- in, að þær stæðu undir sér sjálfar. Þar má nefna Ríkisút- varpið, Póst og síma, ýmsar rannsóknastofnanir og Þjóð- leikhúsið. Mörgum mun þykja erfitt að kyngja þeim bita. En ríkið verður að taka til hendinni. Margt fleira kemur fram í hugmyndum fjármálaráðu- neytisins um niðurskurð. Vonast verður til, að ríkis- stjórnin ljúki hið fyrsta við samningu fjárlaga, sem helzt tæki mið af slíkum tillögum. Haukur Helgason „En réttindi mörg og sjálfsögö eiga enn langt í land og þeim held ég á lofti á sama hátt og fatlaðir sjálf- ir ... “ segir greinarhöfundur. Víðs vegar af vettvangi „Það á ekki alltaf að vera að kveina og kvarta," sagði ágæt vin- kona mín við mig að loknum lestri pistils eftir mig í DV um fjölbreytt- an vanda fatlaðra. Hún getur djarf- lega talað því ekki er æðrast þó að oft blási óþyrmilega á móti og erfið fötlun hindri allflest það sem við hin teljum sjálfsagða þætti lífsins gæða. „Við kærum okkur ekki um endalaust vol og víl eða viður- styggilega vorkunnsemi en við vilj- um jafnrétti í raun - sama rétt og aðrir - álíka möguleika og aðrir - ekki endalausar hindranir og þungfæra þröskulda. Okkur vantar einhvem Magnús Kjartansson með eldmóð og þor og hugsjón og vald - já, virkilegt vald sem vel yrði notað.“ Nokkurn veginn svona hljómaöi sköruleg og skelegg ræða hennar og þýddi lítt fyrir mig auman að benda á að einmitt hefði ég viljað vera aö segja hið sama í DV á dög- unum, ekki vol heldur völ, völ á sömu lífsgæðum til fatlaðra og ann- arra - jafnrétti í raun, án þung- færra þröskulda. Ég þóttist hafa verið að hamra á hlutum sem eru svo sjálfsagðir í raun en svo erfiðir oft í allri fram- kvæmd - hamra þá heita, eins og sagt er, til þess að vekja og virkja samfélagið til enn öflugri átaka meðhinum fatlaða, sem hver á sín- um vettvangi leggur fram sinn hlut og gæti gert í ýmsum tilfellum enn betur, notið margs betur, ef auð- veldari farvegir til sjálfsbjargar á enn fleiri sviðum væru fundnir. En hún vinkona mín vildi að ég reyndi aö benda á hversu mikið framlag fatlaðra er í dag, hversu víða er vel unnið, hversu áræði, vilji og þor einkenna víða það sem fatlaðir fást við. . „Bentu á“ „Bentu fólki á Sjálfsbjargarhúsiö, nýja félagsheimihö þar, dagvistina, endurhæfingarstöðina og allt það sem fram fer þar. Bentu fólki á hús Blindrafélagsins, vinnustofm- þar, bókasafn, hljóðver, .íbúðir, félags- aöstööu og allt sem þar er unniö. Bentu á miðstöö M.S.-félagsins í Álandinu, hversu margir njóta þar mikiis sem ekki er völ á annars staðar. Segðu fólki frá einangraðasta hópnum í Félagi heymarlausra og hvaða afrek þar hafa veriö unnin á ýmsan veg til að létta þeim lífs- gönguna, líka af foreldrafélaginu. Taktu æfingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaöra fyrir, sumar- starfið í Reykjadal fyrir bömin, gleöigjafa þeirra til þroska um leið. Bentu þeim á Gigtarfélagið og endurhæfingarstöð þess, sem bið- hstarnir einkenna, og allir þekkja einhvem sem er með gigt, ef hann eða hún eru þá ekki gigtveik sjálf. Farðu yfir starfsemina hjá Laufi - baráttu þess fyrir ílogaveika - baráttu þess gegn fordómum - fyrir staðreyndum um eðh sjúkdómsins - upplýsingastarf og síöar aðstoð á ýmsan veg. Vektu athygli á þessu. Segðu frá Iþróttafélagi fatlaðra og___fyrirhugaðri íþróttamiöstöð KjaHarinn Helgi Seljan félagsmálafulltrúi ÖBÍ þess ágæta félags - afrekum fólks- ins þar, meðal annars á erlendri grund. Biddu fólk að rétta þessum ötula áhugahópi hjálparhönd svo að draumurinn verði að virkileika sem allra, allra fyrst. Og ekki gleýma SIBS, þótt minnisvarðar þess félags, og lifandi starf hka, eigi að vera öhum alveg morgunljósir. Ekki ætti að þurfa að minna þig á Reykjalund, afrek á heimsmæli- kvarða, og allt annað 'sem SÍBS hefur gott látið af sér leiða oggerir enn, síungt í raun, þótt aðalböl- valdurinn, berklarnir, tilheyri for- tíðinni. Gleymdu ekki Heyrnar- hjálp, ferðunum um aht land, brautryðjendastarf, sem gerði ótrúlega mörgum gagn, breytti lífi margra er farnir voru aht um of að lifa í lokuðum, þöglum heimi. Mikilvægi allra þessara félaga ættir þú að þekkja, þau rétta ekki einvörðungu hinum fötluðu hjálp- arhönd og veita þeim afl og áræði, þau eru einnig mikhvægir og ómissandi hlekkir í samfélagskeöj- unni. Samfélagið á þeim skuld að gjalda og ég hefi ekki tínt öh th, svo sem þó væri vert. Eða væri goðgá að nefna hið ágæta starf Blindra- vinafélagsins á árum áður og enn mun þar að verki verið? Nú, gleymdu ekki þeim sem geðveila hrjáir, gamalgróið alúðarstarf Geð- verndarfélagsins hefur gerbreytt högum margra og nærfærið og náið er samband Geðhjálpar við sína umbjóðendur og aðstandendur. Þar er erfiða hjaha upp aö klífa en leiðin oft orðið léttbærari þeim sem þurft hafa á allri aðstoð að halda. Þá hafa þessi félög oft gert gæfu- muninn. Mundu sambýlin og heimilin hjá Styrktarfélagi vangefinna, þar sem þeir sem áður voru taldir geymslu- fóður eitt geta nú bjargað sér, lifað sjálfstæðu lífi, unnið sem aðrir. Þar eru hrein afrek unnin. Það er alls staðar verið að vinna og það eru hinir fótluðu sem í forystu standa. Og ekki máttu nú gleyma „garm- inum honum Katli“, ekki máttu gleyma Öryrkjabandalaginu þínu, sem leyst hefur húsnæðisvanda hundraða, þó ég viti að þar bíða önnur hundruð.“ Þetta voru sem sé skhaboö sem ég átti að koma á framfæri, eins konar félagatal aö hluta, þeirra sem að verki vinna og eflaust gleymi ég ýmsu af orðum þessarar hugprúðu hetju sem hvergi lætur deigan síga og þykir ég eflaust ekki segja aht sem þyrfti og án efa öðru- vísi en vera ætti. Árangur hefur náðst Sannarlega finnst mér sem henni full ástæða til að minna á allt þetta blómlega og árangursríka félags- starf fatlaðra, sem fyrst og síðast er gróði samfélagsins alls og um leið hluti af hamingjuþörf hinna fotluðu. Þar hafa athafnir skhað árangri og eflaust skortir á að nógu oft sé aö því vikið sem jákvætt er, þar sem horft er fram á vonbjartan veg, varðaðan ótal ágætum fyrir- heitum, þó örðugleikar séu einnig hvarvetna í augsýn. En eins og hún vinkona mín sagöi: „Þeir eru nú bara til að sigrast á þeim.“ Máske er líka full ástæöa til að vekja athygli á því hversu mikið og óeigingjarnt starf er unniö á vegum öryrkjafélaganna. Undirrit- aður er að baksa við að gefa út fréttabréf Öryrkjabandalagsins eða réttara sagt ritstýra því og þar er ýmsu komið á framfæri í knöppu formi af félagslífi og starfi fatlaðra. Örugglega er það einnig rétt að fólk almennt veit ekki um alla þessa þætti sem skipta svo miklu máli. Það veit heldur ekki um hið nána og ágæta samstarf samtak- anna tvennra, Þroskahjálpar og Öryrkjabandalagsins, sem skhar sífellt meiri árangri og utan efa nýjum ávinningum fyrir fatlaöa í framtíðinni. En þessar svipmyndir verða að duga í dag. Eitt má fólk þó vita. Fatlaðir eru aðeins að biðja um réttlátan og eðhlegan samfélags- skerf.aðeins að fá að lifa sem venju- legustu lífi, aöeins að mega fá að höndla hamingjuna eins og annað fólk. Forréttindi éru flarri þeim. En réttindi mörg og sjálfsögð eiga enn langt í land og þeim held ég á lofti á sama hátt og fatlaðir sjálfir, án þess aö „kveina og kvarta", með fuhri reisn og dáöríkri djörfung. Og oft reynist það rétt að vhji er allt sem þarf. ' Helgi Seljan „Máske er líka full ástæöa til að vekja athygli á því hversu mikið og óeigin- gjarnt starf er unnið á vegum öryrkja- félaganna.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.