Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1988, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1988. 9 Lögreglumaður fjarlægir mótmælendur frá varnarmálaráðuneytinu í Washington í gær. Símamynd Reuter Mótmæltu aðstoð við El Salvador Steinunn Böðvaisdóttir, DV, Waahington; Hátt í eitt þúsund manns söfnuðust saman fyrir utan höfuðstöðvar bandaríska vamarmálaráðuneytis- ins í Washington í gær til að mót- mæla hemaðaraðstoð stjórnvalda til ríkisstjómar Jose Duarte í E1 Salvad- or. Að minnsta kosti tvö hundruð vom handteknir, ílestir fyrir að hindra umferð. Verði þeirákærðir eiga þeir yfir höfði sér eins árs fangelsisdóm eða eitt þúsund dollara sekt. Mótmælendumir kröfðust þess að Bandaríkjastjóm hætti hernaðar- legri aðstoð við E1 Salvador en Duartestjórnin nýtur enn 100 milljón dollara aöstoðar árlega. Stjómar- herinn í E1 Salvador hefur háð blóð- uga styrjöld við skæruhða í átta ár en tahð er 65 þúsund manns hafi fah- ið í þeim átökum. Mótmælendunum mistókst ætlun- arverk sitt sem var að hindra starfs- menn varnarmálaráöuneytisins í að komast th starfa. Þeir reyndu aö varna starfsmönnum inngöngu og lokuðu um stundarsakir akvegum að ráðuneytinu með því að leggjast á götuna. Mótmæhn hófust fyrir dög- un í gærmórgun en var að mestu lokið um hádegisbihð. Fyrir marga eldri starfsmenn ráðu- neytisins sem og aðra Bandaríkja- menn minntu atburðir gærdagsins óþægilega á aðra öldu mótmæla á þessum sama stað fyrir rúmum tutt- ugu árum. Árið 1967 mótmæltu 35 þúsund Bandaríkjamenn íhlutun stjómvalda í Víetnam. En flestir sem þátt tóku í mótmælunum í gær voru vart af bamsaldri þegar að Víetnam- stríðið var í hámarki. Þrír deila verðlaunum í læknisfræði Þrír frumkvöðlar nútíma lyfla- fræði, sem lögðu grunninn að mörg- um árangursríkustu lyfjum sem komið hafa á markaðinn síðustu þijá áratugina, unnu nóbelsverðlaunin í læknisfræði í ár. Skotinn Sir James Black og banda- rísku rannsóknarfélagamir Ger- tmde Elion. og George Hitchings fengu í gær úthlutaö verðlaununum, sem nema um nitján milljónum ís- lenskra króna, fyrir að þróa nýjar aðferðir í baráttunni við sjúkdóma á borð við hjartveiki, krabbamein, magasár og eyðni. í greinargerð, sem Nóbelsstofnun- in í Stokkhólmi lét fylgja með þegar tilkynnt var um verðlaunin, segir Sir James '3lack. meðal annars, „Á meðan þróun á lyflum haíði áður byggst að mestu á efnafræðhegum útfærslum á nátt- úrulegum efnum, kynntu þau mun rökréttari aðferð sem byggð er á skilningi og þekkingu á lífefnafræði- legum og líffræðhegum ferlum." Nóbelsnefndin, sem er frá Karol- inska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, sagði að Black, sem er sextíu og flög- urra ára, frá Kings sjúkrahúsinu í London, hefði fengið verðlaun sín fyrir að uppgötva svonefnda Beta- stoppara, sem minnka vinnuálag hjartans. Þetta ruddi brautina fyrir þróun á nýrri kynslóð lyfla gegn hjartasjúk- dómum og háum blóðþrýstingi, og George Hitchings. einnig th meðferðar á sjúklingum sem fengið hafa hjartaáfah. Seinni rannsóknir leiddu th þess aö th urðu lyf gegn magasári, sem minnkuðu geyshega þörfina á upp- skurði á magasárssjúklingum. Það lyf er eitt mest selda lyf veraldar í dag. Hinum megin Atlantsála störfuðu Elion, sem er sjötug, og Hitchings, sem er áttatíu og þriggja ára, á th- raunastofum í Norður-Karólínu í meira en þijá áratugi. Tókst þeim að finna áhrifarík lyf gegn hvítblæði, malaríu, veirusjúk- dómum og höbólgu. í dag verður tilkynnt um nóbels- verðlauniníhagfræði. Reuter Gertrude Ellon. Símamyndir Reuter Útlönd Pótur L. Pétuisson, DV, Baroelona; Einkemhleg veiki hefur heijað á andalusisk hross að undanfómu með þeim afleiðingum aö 27 gæð- ingar hafa drepist og aörir 150 hafa veikst. Ekki er enn vitað um hvaöa sjúkdóm er að ræða en pestin er veirusýking og bráðsmitandi. Sjúkdómurinn hefur valdið mik- illi skelfingu meöal andalúsiskra hí-ossaræktenda. í héraöinu em ræktaöir gæðingar th útflutnings og era hrossin héraðinu mikh tekjulind. Veikin heftir þegar haft mikh áhrif á útflutning því Þjóö- veijar hafa. bannað innflutning spænskra hesta og önnur riki inn- an Evrópubandalagsins krefiast nú þriggja vikna sóttkvíar. Gripið heftir verið th harðra ráð- stafana th að hindra útbreiöslu veirunnar. Þannig hefur hvers konar keppni í hestaiþróttum veriö fehd niður um ófyrirsjáanlega framtið. r Vinningstölurnar 15. okt. 1988 Heildarvinningsupphæð: kr. 4.306.764,- Fimm tölur réttar, kr. 1.982.598,- .skiptast á 2 vinningshafa, kr. 991.299,- á mann. Bónustala + (jórar tölur réttar, kr. 344.436,- .skiptast á 3 vinnings- hafa, kr. 114.812,- á mann. Fjórar tölur réttar, kr. 594.048,- .skiptast á 136 vinningshafa, kr. 4.368,- á mann. Þrjár tölur réttar, kr. 1.385.682,- .skiptast á 4.413 vinningshafa, kr. 314,- á mann. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111 STENDUR EI\IN - FRÁBÆR GREIÐSLUKJÖR LÆKJARGÖTU 22 ■ HAFNARFIROI ■ SlMI 50022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.