Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1988, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1988. IJtlönd Japanskir munkar á bœn fyrir (raman keisarahöllina i Japan. Simamynd Reutor Hirohito Japanskeisari missti mikið blóð í morgun. Hiröin í keisarahöll- inni vildi þó ekki greina frá hversu mikill blóðmissirinn hefði veriö held- ur aðeins aö hann heiði verið sá mesti frá þvi að keisarinn varð alvar- lega veikur 19. september síöastliðinn. Samtals hefur keisarinn fengiö nxmlega niu litra i blóðgjöf meðan á veikindunum hefur staðið. Jóhanna til Mið-Ameríku Fellibylurinn Jóhanna er nú á leiö til Miö-Ameríku. Jóhanna er fyrsti fellibylurinn sem myndast á Karíbahafi frá því aö Gilbert, mesti fellibylur frá því að mælingar hóf- ust, fór með miklum eyðileggingar- krafti yfir þetta svæði í síðasta mánuöi. Talið er ólíklegt að Jóhanna veröi jafnkrðftug og Gilbert sem grand- aði rúmlega hundraö og fimmtíu manns og olli skemmdum fyrir milljarða dollara. Sex manns slösuðust og þök af hundrað húsum fuku á eyjunni Curacao er Jóhanna fór þar yflr i gær i formi hitabeltisstorms. 3A ^estur-lndiur O t—O Karibahaf Japanskeisari missir bióð Óeirðalögregla í Bonn handtekur kúrdískan mótmælanda. Simamynd Reuter .Kúrdar í Bonn lentu í átökum viö óeirðalögreglu í gær þegar forseti Tyrklands, Kenan Evren, hóf sex daga opinbera heimsókn sína i Vestur- Þýskalandi í gær. Um fimmtíu Kúrdar börðust viö stuðningsmenn forsetans fyrir utan ráöhúsið í Bonn og einn mótmælendanna kveikti í tyrkneska fánanum áöur en óeirðalögregla beitti kylfum sínum gegn Kúrdunum. Tíu manns voru handteknir. Margir Kúrdar flúðu til V-Þýskalands viö valdarán forsetans árið 1980. Tyrkir hafa ekki viljaö veröa við kröfum Kúrda um sjálfstæði og forset- inn segir aö þeir verði aö gera sig ánægða með sömu réttindi og aðrir borgarar. Jarðskjátfti í Gríkklandi Látlir jarðskjáiftakippir gengu yfir vesturhluta Grikklands í gær í kjölfar skjálítanna á sunnudaginn sem lögðu fjölda heimila í rúst Að minnsta kosti tuttugu og fimm manns slösuöust á sunnudaginn og skemmdir urðu miklar. Þorpsbúar í Kilini sváfu utan- dyra aðíaranótt mánudagsins af ótta viö frekari skjálfta en skjálft- inn á sunnudaginn raældist 6 stig á Richterskvaröa. Frá því í september hafa orðið fimmtán jarðskjálftar á þessu svæði. Sjómaður virðlr tyrir sér sprungu i hafnarbakkanum i Kilini í Grikk- landi. Sprungan kom i jardskjalfta. Simamynd Reuter DV Bush eykur forskotið Steinunn Böðvaisdóttir, DV, Washington: meirihluti aðspurðra, eða 62 prósent á móti 32 prósentum, kvaöst telja Bush liklegri til aö viðhalda hernaö- arstyrk Bandaríkjanna en Dukakis. Niðurstöður skoöanakönnunar- innar sýna einnig styrk hvors fram- bjóðanda í hinum fimmtíu fylkjum Bandaríkjanna á grundvelli at- kvæðafjölda hvers fylkis fyrir sig. George Bush, forsetaframbjóðandi repúblikana, stendur hér fyrir framan eins konar hreyfil sem notaður er til að skjóta gervihnöttum út í himingeim- inn. Myndin er tekin á kosningaferðalagi í Denver. Simamynd Reuter Þar kemur fram að yröi gengið til kosninga í dag hlyti Bush alls 303 atkvæði en 270 atkvæöi nægja til sig- urs. Bush er talinn öruggur um sigur í átján fylkjum samkvæmt þessari skoðanakönnun og líklegur til sigurs í fimmtán öörum. Dukakis telst aftur á móti öruggur um sigur í sex fylkj- mn auk höfuðborgarinnar og líkleg- ur til sigurs í öðrum þremur fylkjum. Alls myndi hann hljóta 105 atkvæði. Niöurstööur könnunarinnar benda til þess að einungis í átta fylkjum meö samtals 130 atkvæði geti farið á annan hvorn veginn. í síöustu könn- un þessara íjölmiðla voru ellefu fylki talin til alls líkleg. Báðir frambjóðendumir héldu kosningabaráttunni ótrauðir áfram í gær. Nú, þegar einungis þrjár vikur eru til kosninga, lítur út fyrir að Dukakis eigi á brattann aö sækja. Stuðningsmenn hans leggja nú meg- ináherslu á baráttuna í stærri fylkj- unum og þar sem fylgi frambjóöend- anna viröist jafnt. Bush hellti sér í slaginn tvíefldur að kröftum eftir kappræöumar. Enn getur allt gerst á næstu þremur vikum í þessari kosningabaráttu sem hingaö til hefur verið mjög jöfn. George Bush, forsetaframbjóðandi repúblikana í Bandaríkjunum, nýtur nú 17 prósent meira fylgis meðal al- mennings en andstæðingur hans, Michael Dukakis, frambjóðandi demókrata, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar NBC sjónvarps- stöðvarinnar og WaR Street Journal dagblaðsins sem birtar vom í gær. Þetta eru fyrstu niðurstöðumar sem birtar em um fylgi frambjóðend- anna á landsvísu síðan þeir háöu seinni kappræður sínar síðastliðinn fimmtudag. Samkvæmt skoðana- könnunum vann Bush yfirgnæfandi sigur í kappræðunum meö allt aö 22 prósenta mun. Niðurstöður skoðanakönnunar- innar um fylgi frambjóðendanna, sem birtar vora í gær, gefa Bush stuðning 55 prósenta kjósenda. Duk- akis hlaut stuðning 38 prósent að- spurðra en 7 prósent voru óákveðnir. Þetta er mesta forskot sem Bush hef- ur notið í þessari kosningabaráttu. Sé miðað við niðurstöður kannana, sem gerðar vom áður en kappræð- umar í síðustu viku fóm fram, hefur Bush aukið forskot sitt á Dukakis um 7 til 10 prósent á tæpri viku. Frammistaða Bush í kappræðun- um virðist hafa aukið til muna traust kjósenda á leiðtogahæfileikum hans. Alls kváðust 65 prósent aðspurðra frekar vilja hafa Bush í embætti for- seta á hættutímum. Yfirgnæfandi RæAuhöfundar forsetaframbjóðendanna gegna mikilvægu hlutverki eins og sjá má á meðfylgjandi teikningu Luries. Herstöðvasamningi mótmælt Oldungadeildarþingmenn á Filippseyjum réðust í gær harkalega á samning sem geröur var viö Banda- ríkjamenn um áframhaldandi leigu þeirra á herstöðvum á eyjunum. Samkvæmt samningnum munu Bandaríkjamenn borga nær sjötíu milijarða króna fyrir afnot af her- stöðvunum árin 1990 og 1991. Sögðust sumir öldungadeildar- þingmenn telja að ákvæði um kjam- orkuvopn í samningnum stangist á við sljómarskrá Filippseyja. Opinberir aðilar fógnuðu samn- ingnum, sem skrifað var undir í Washington, mjög og sögðu að þessi samningur myndi ryðja brautina fyrir frekari alþjóðlega aðstoð við Filippseyjar, sem skulda nærri fimmtán hundmð miUjarða ís- lenskra króna erlendis. Þingmenn réðust hins vegar á rík- isstjóm Corazon Aquinos fyrir að hafa ekki samráð við þingið um samninginn. Bandaríkin álíta hina geysistóm Clarks herstöð og flotastöðina við Subic flóa algera nauðsyn fyrir vam- ir á Indiands- og Kyrrahafi, og vilja gera samninga um leigu á stöðvun- um til lengri tíma en fram til 1991, ems og nu er. Samkvæmt samningnum veröa rúmir fjörutíu miUjarðar greiddir bemt tynr Eitnot al herstoðvunum en tæpir þrjátíu milljarðar verða veittir í annars konar aðstoð. Reuter Raul Manglapus, utanrfklsráðherra Filippseyja, og George Shultz, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, skrifa undir samninginn um aðstoð Bandarikjanna upp á nærri sjötíu milljarða íslenskra króna fyrlr afnot af herstöðvum í tvö ár. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.