Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1988, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1988. UtLönd Elísabet Bretadrottning hóf í gær fyrstu opinberu heimsókn bresks þjóö- höfðingja til Spánar. Hón gladdi gestgjaia sína mjög meö því aö eegja við komuna tíi Spánar að hún vonaði að vandaraáliö með Gibraltar yrði ley sL Gíbraltarmálið er stærsta ágreiningsatriðið í samskiptum Bretlands og Spánar, en Spánveijar vilja íá yfirráð yfir Gíbraltar. Reuter Yitzhak Shamlr, forsætisráðherra Israels, brýtur hér brauð með eþíópisk- um gyölngi á kosningaferðalagi um suðurhluta landsins. Stmamynd Reuter Yitzhak Samir, forsætisráðherra ísraels, sagöi í gær aö stofhun palest- ínsks ríkis á vesturbakkanum gæti leitt til þriðju heimsstyrjaldarinnar. Shamir sagði að ef ísraelar létu viðgangast að slíku riki yrði leyft aö komast á yrði ómögulegt aö losna við þaö aftur án þess að það leiddi til heimsstyrjaldar, vegna afskipta arabaríkja og austantjaldsríkja. Nancy Reagan gagnrýnd fyrir föt Nancy Reagan hefur undanfama daga sætt gagnrýni fyrir að fá lánuð fót og skartgripi án þess að gefa það upp í skýrslum sem hún og forsetinn eru skyldug til að fýlla út á hveiju ári. Talsmaður Hvíta hússins sagði í gær að Reagan forseti hefði tekiö gagnrýnina á konu sína mjög nærri sér og aö ekkert væri ólöglegt meö það hvemig forsetafrúin yröi sér úti um þau fót sem hún klæðist Dómari gengur út Belgískur logreglumaður leitar á breskum knattspyrnuunnanda sem ákærður er fyrir manndráp en þrjátiu og niu manns biðu bana þann 29. mai 1985 í skrilslátum breskra áhorfenda á knattspymukappleik sem fram fór á Heysel leikvanginum í Brussel. Símamynd Reuter BelgLskur dómari gekk út úr réttarsal í gær eftir að honum lenti saman við verjanda breskra knattspymuunnenda sem em ákærðir fyrir mann- dráp vggna skríþiláta þeirra á Heysel leikvanginum í Brussel fyrir þrem- ur og hálfu ári. Dómarinn gekk út eftir að verjandinn haíði sýnt honum fádæma dóna- skap. Síöar frestaði hann rétti þar til í dag. Jafnaðar* og miðjumenn sigra Jafnaöar- og miðjumenn sigmöu í sveitarstjópnarkosningum sem fram fóm í Finnlandi á stmnudag og mánudag. Ekki urðu miklar hreyfingar á fýlgi frá því í kosningunum 1984. Búist hafði veriö við aö græningjar myndu bæta við sig fylgi en þeir töpuðu. Vinstri flokkar töpuöu einnig verulega. Enn verkföll í Frakklandi Serbar einangraðir Serbneskir þjóðemissinnar, sem em nú að reyna að auka áhrif sín í júgóslavneskum stjórnmálum, virt- ust vera einangraðir á neyðarfundi leiðtoga Kommúnistaflokksins, sem á að ná hápunkti sínum í dag með mikilli uppstokkun í forystusveit flokksins. Formaður flokksins, Stipe Suvar, sagði á fundi miðnefndar flokksins í gær að Serbía, sem er stærsta lýð- veldið í því ríkjasambandi sem Júgó- slavía er, hefði engan rétt til fullra 'i yfirráða yfir Kosovo eða Vojvodina, sem em sjálfstæð hémö á serbnesku landsvæði. Júgóslavía gengur nú í gegnum mesta pólitíska óveður sem landið hefur lent í frá því að kommúnistar tóku völdin í landinu árið 1945. Ástæðan er eijur milli Serba, sem em átta milijónir, og Albana, sem eru sautján hundmð þúsund, og búa nær eingöngu í Kosovo. Reuter Dusan Ckrebic, serbneskur meðlimur í stjórnmálaráöi júgóslavneska Kommúnistaflokksins, t.v., ræðir hér við Slobotan Milosevic, leiðtoga Komm- únistaflokksins í Serbíu, á neyðarfundi Kommúnistaflokksins í Belgrad i gær. Simamynd Reuter Bjaiui Hinrikssan, DV, Bordeaux; í þessari viku reynir virkilega á getu frönsku ríkisstjórnarinnar til að taka á launamálum opinberra starfsmanna og kröfum þeirra um bætt kjör. Fyrir verkalýðfélögin er um að ræða prófstein á mátt þeirra í lengri verkfollum sem gætu fylgt í kjölfarið næstu vikur. Eftir að viðræður ríkisstjómar- innar og opinberra launþega á fostudaginn var fóm út um þúfur telja verkalýðsfélögin sig hafa feng- ið vind í seglin. Þau eru mörg og kröfur hinna mismunandi starfs- greina mjög misjafnar. Búast má við röskun á ferðum lesta og strætisvagna í dag og allan daginn verða kröfugöngur, vinnu- stöðvanir og smærri verkföll hjá ýmsum hópum. Eitt stærsta verka- lýðsfélagið kallar þetta fram- kvæmdadag starfsgreinanna og búast má við að embættismenn, kennarar og starfsmenn póstþjón- ustunnar auk flugfélaganna Air Inter og Air France hlýði kallinu. Á fimmtudaginn verða svo hefö- bundin verkföll að undirlagi sex verkalýðsfélaga, verkfall hjúkr- unarkvenna heldur áfram og á laugardaginn verða þær með kröfugöngur um allt land. Reyndar má búast við mikilli göngugleði alla vikuna, sérstaklega í París. Lestarstarfsmenn hafa endurvakið verkfallsnefnd sína sem þekkt varð í desemberverkfallinu 1986 þegar samgöngur lömuðust í lengri tíma. Sumir hópar opinberra starfs- manna hafa þegar náð samningum svo sem flugmenn, fangaverðir, lögreglumenn og flugumferðar- stjórar. Hjúkrunarkonur hafa ver- ið rúmar tvær vikur í verkfalli og þrátt fyrir að ríkisstjómin hafi lýst yfir skilningi á kröfum þeirra og reynt að koma til móts við þær og þrátt fyrir að þreytu sé farið að gæta í röðum verkfallsmanna, sem sjá um að lágmarksþjónustu á sjúkrahúsum sé haldið uppi sam- hliða verkfallinu, sér ekki fyrir endann á aðgerðum. Verkalýösfélögin, sem misstu af lestinni í máli hjúkrunarkvenna, því þær hafa skipulagt allar að- gerðir sjálfar, vilja ekki að tekið sé fram fyrir hendur þeirra og því má að nokkru leyti skýra þessa viku sem sýningu á mætti félag- anna og aövörun til ríkisstjórnar- innar sem heldur fast við aðhalds- stefnu sína. Hjónin Geoffrey Gait, 31 árs, ög Ruth, 26 árs, björguðust án teljandi meiðsla úr slysinu ásamt syni sínum, Ric- hard, sem er átta mánaða gamall. Símamynd Reuter Mannleg mistök kunna að hafa valdið slysinu Þoka, flugmannsmistök eða mis- skilningur milli flugtums og flug- manns kunna að vera ástæður þess að farþegaþotan frá Uganda fórst í aðflugi að Leonardo da Vinci flug- velli í Róm í gær. Þrjátíu og einn fórst í slysinu. Björgunarsveitir fundu svarta kassann í braki vélarinnar sem fleytti kerlingar á húsþökum áður en hún þeyttist inn í skóg og varð alelda. Samgöngumálaráöherra Ítalíu, Giorgio'Santuz, lét strax hefia rann- sókn á flugslysinu og ráðherra sam- göngumála í Uganda er kominn til ftalíu til að aðstoða við rannsóknina. Flugvélin, sem var á leið frá Lon- don til Uganda, reyndi tvisvar að lenda en þurfti að hætta við. Það var í þriðja sinn sem vélin lækkaði flugið allt of fljótt og skall niður þegar hún átti um einn kílómetra ófarinn að flugbrautinni. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.