Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1988, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1988, Page 8
44 LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1988. Bflar Hlraunabíninn Renault Mégane: Lúxusbíll framtíðar- innar frá Renault? Bíll með rennihurðum, án hand- fanga, sem opnast með íjarstýringu. Þetta er aðeins sýnishorn af því sem einn „Frakkanna þriggja", sem var til sýnis á bílasýningunni í París á dögunum, hafði upp á að bjóða. Þetta er tilraunabíllinn Mégane frá Re- nault. Margir tilraunabílar hafa komið fram á sjónarsviðið undanfarið, bæði frá Ford, Toyota og Volvo, en nú síð- ast vorú það Oxia frá Peugeot, Activa frá Citroen og Mégane frá Renault, sem stálu senunni á Parísarsýning- unni. Bíllinn „man“ hvernig við vilj- um sitja í útliti er hann alls ekki frábrugð- inn öðrum tilraunabílum,... og þó. Það eru engin hurðahandfóng! Dyrnar eru opnaðar með fjarstýr- ingu - Eins gott að hún bili ekki á stæðinu fyrir utan stórmarkaðinn. Hvað viðkemur bílastæðum myndu margir fagna því hvernig hurðirnar á bílnum opnast þegar við leggjum í þröngt stæði þvi bíllinn er með rennihurðum bæöi að framan og aft- an. Fremri hurðimar renna fram en þær aftari aftur. Auövelt er aö setjast inn eða renna sér út því sætin snúast 60 gráður út á viö til að gera okkur auðveldara um vik. Sérstakur búnaður sér um það að stilla sætin rétt fyrir okkur því hann „man“ hvernig við viljum sitja og stilltum sætið síðast. Um leið og við lokum hurðunum snúast sætin aftur í upprunalega stöðu. Þegar ökumaðurinn sest undir stýri setur hann fjarstýringuna á sérstakan stað og þar með er þjófa- vörnin frátengd. Sérstakir púðar framan á aftursæt- inu sjá um að hvíla fótleggina þegar við setjumst niður. Vilji farþeginn í framsætinu frekar ræða við þá sem sitja í aftursætinu en horfa fram á veginn snýr hann bara sætinu sínu í hálfhring og horfir aftur í bfiinn. Mjög fullkominn fjarskipta- og hljómflutningsbúnaður er í bflnum. Fjarskiptabúnaðurinn, Atlas, er hannaður í samvinnu við TDF. Með honum er hægt að hafa samband við gagnabanka og fá aðrar upplýsingar um umferð og veður, auk þess sem skjárinn gefur upplýsingar um ástand bíls og vélar. Þá er bíllinn búinn hljómflutnings- kerfi frá Philips með tíu hátölurum, alls 300 vött að styrkleika. Þegar farþegi í aftursæti vill hafia sér aftur getur hann fengið 35 sentí- metrum meira pláss því hægt er að renna afturendanum, eða nánar til- tekið afturrúðunni á bílnum, til, bæði til að gefa farþegunum meira pláss en einnig tfi að búa til meira rými fyrir farangur því ef mikfil far- angur er meðferðis er hægt að draga út „skúffu", sem fóst er við afturstuð- arann, og fá enn meira pláss, hálf- gerðan „vörupall“. Þeir sem skrifað hafa um bfiinn eftir sýninguna í París hafa ekki enn haft möguleika á að reyna hann í akstri en 3,0 lítra vélin, V6, sú sama og er í lúxusbílnum Renault 25, gefur 250 hestöfl, með forþjöppu, millikæli fyrir loftið og beinni innspýtingu eldsneytis. Það vekur athygli að vélin nær hámarksafköstum þegar við 2.000 snúninga. Þetta mikla vélarafl gerir sitt til þess að reiknaö er með því að há- markshraði bílsins sé í kringum 255 km/klst. Bílhnn er með fjórhjóladrifi og jafnframt fjórhjólastýri. Það skal undirstrikað að hér er um tilrauna- bíl að ræða. Enginn evrópsku bíla- framleiðendanna hefur enn ákveðið að feta í fótspor Japana og koma með Hurðirnar eru rennihurðir, bæði að framan og aftan. Nokkuð sem er hagkvæmt i þrengslum. fjórhjólastýri í bráð. Að vísu kom berlega í ljós hjá Citroen á Parísar- sýningunni með Activa-bílnum að þeir vilja láta reikna með sér í hönn- un fjórhjólastýris á næstunni. Bæði sjálfskiptur og bein- skiptur Mégane er bara með tvö fótstig, bremsu og bensíngjöf, en samt getur ökumaðurinn valið hvort hann vill hafa bílinn sjálfskiptan eða bein- skiptan því hann er búinn sérstakri rafstýrðri skiptingu sem kalfast Valeo. Ef hann velur beinskiptingu notar hann lítið handfang viö hliðina á stýrinu í staðinn fyrir kúphngsped- alann í gólfinu á venjulegum bílum. Mégane er með sjálfstillandi fiöðr- un, ekki svo ósvipaðri þeirri sem Citroen hefur verið að þróa undan- farið. Fjöðrunin skiptir sjálfvirkt, aht eftir því hvemig vegurinn er á hverjum tíma. Að sjálfsögðu er bíllinn með ABS- hemlalæsivörn. Þá er hann einnig búinn nýja Michehnbúnaðinum sem fylgist með loftþrýstingi í hjólbörð- unum á hveijum tíma. Hvað ætla framleiðendur Renault sér með þessum tilraunabíl? Það hef- ur komið fram í París í sambandi við frumsýningu bílsins á bílasýning- unni í Porte de Versailles. Að hluta til er bílhnn runninn úr þeim farvegi sem orðið hefur tfi við tilraunir í sambandi við hönnun nýs arftaka lúxusbílsins R 25. Jafnframt þessu hefur Renault verið að skoða hönnun nýs lúxusbíls sem keppt gæti við bíla eins og Rohs Royce og Mercedes Benz. Með Mégane hafa framleiðendur Renault sýnt og sannað að reikna má með þeim í fremstu röð á næstu árum. Þegar dyrnar opnast snúast framsætin 60 gráður út á við, á móti þeim sem ætlar að setjast inn. Hvert sæti er með takkaborði þar sem halla þess og hitastigi er stýrt, auk hurðaopnunarinnar innan frá. Renault Mégane - nýr tilraunabíll án hurðarhandfanga, en með fjarstýringu á hurðaopnun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.