Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1989, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1989, Side 8
32 >831 í'UOAnV'VRO’1 FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1989. Nýja árið ætlar að fara heldur ró- lega af stað því aðeins ein ný mynd kemur inn á listann að þessu sinni. Það er Barnasprengjan sem sýnir vel þann áhuga sem kvikmynda- framleiðendur fengu á barnaupp- eldi á síðasta ári. Fyrsta myndin, um karlana þrjá og barnið, varð til að vekja áhugann á þessum nýju leikurum sem eru yfirleitt frekar ódýrir starfskraftar. Uistinn féll niður í síðustu viku vegna áramó- tauppgjörs en eigi að síður hafa orðið furðu litlar breytingar á hon- um þann hálfa mánuð sem liðinn er. DV-LISTINN 1. (2) Three Men and a Baby 2. (1) Suspect 3. (5) Rambo III 4. (3) Shakedown 5. (6) The Principal 6. (-) Baby Boom 7. (9) Batteries not Included 8. (7) The Untouchables 9. (4) Best Seller 10. (8) Nuts 2 Ævintýraferð Fífils AN AMERICAN TAIL Útgefandi: Laugarásbió. Leikstjóri: Don Bluth. - Bandarísk, 1986. - Sýningartími 78 min. Leyfð öllum aldurshópum. An American Tail er sönnun þess að teiknimyndir er hægt að gera fyrir alla flölskylduna. Þótt minnstu börnin hafi kannski fyrst og fremst gaman af þá snertir þetta. hugljúfa ævintýri strengi í hjörtum fullorðinna. í byijun kynnumst við músafjöl- skyldu í Rússlandi sem er að und- irbúa flutning til Bandaríkjanna. Þegar skipið, sem þau férðast með, nálgast fyrirheitna landið fellur yngsti fjölskyldumeðlimurinn, Fíf- ill, fyrir borð og er taliö að hann hafi drukknað. Fífill bjargast aftur á móti á land og þá byrjar ævintýraferð hans í leit að fjölskyldu sinni. Hann kynn- ist bæði góðum og illum verum en eins og í öllum ævintýrum er endir- inn góður fyrir aðalpersónu okkar. Það er óhætt að segja að í An American Tail séu atriði fengin að láni úr frægum sögum. Tii að mynda lendir Fífill htli hjá óþverranáunga sem neyðir margar Utlar mýs til að stela fyrir sig. Minnir óneitanlega á Öliver Twist. Fleiri atriði mætti taka til. í heild er An American Tail hin skemmtilegasta teiknimynd. Þekktir leikarar lána raddir sínar, má þar nefna Dom DeLuise, Madel- ine Kahn, Nehemiah Persotf og Christopher Plummer. -HK í undralandi Hættulegur leikur WHO’LL STOP THE RAIN. Útgefandi: Steinar. Leikstjóri: Karel Reisz. Aðalhlutverk: Nick Nolte, Tuesday Weld, Michael Moriarty og Anthony Zerbe. Bandarisk, 1978- Sýningartimi 122 mín. Who’ll Stop The Rain er ein af þess- um gæðakvikmyndum sem hafa á einhvern hátt orðið útundan og það var ekki fyrr en löngu eftir að hún kom á markaðinn að farið var að fjalla um hana almennt. Þegar myndin var gerð 1978 nefndist hún Dog Soldiers eftir samnefndri verðlaunaskáldsögu. Þetta nafn gekk ekki og var henni seinna dreift í Evrópu undir nafn- inu Who’ll Stop The Rain og vakti strax athygli þar. Kannski skiljan- lega vegna þess að leikstjórinn, Karel Reisz, er breskur og einn af ahra bestu leikstjórum á Bret- landseyjum. Who’ll Stop The Rain er mögnuð kvikmynd sem fjallar um klaufa- lega aðferð ungs hermanns, sem Wfto'/JStopThel&iti m NDlTf • ‘RjFSCAV WflC - MiCHAcL WmW vfims&mmr ,,, ANTHOKV ,W -, - iMMm RDSMHðÍ . v1*«K -T S T\í . ,,,,,.,x ,,,, , fSj^jjf $*)#, •*#**»»í&i , I ■$.' Hoitetf&httt ekki þolir stríðið í Vietnam, til að gera eitthvað af viti. Það sem hann gerir er að smygla heróíni til Bandaríkjanna og fær hann vin sinn, sem er háseti á flutningaskipi, tfl að flytja efnið fyrir sig. Vinurinn Ray Hicks, sem er sjóaðri í líflnu og hefur fengist við ýmislegt ólöglegt, er fljótur að fmna að ekki er aUt eins og á að vera við heimkomuna. Ásamt eiginkonu hermannsins leggur hann á flótta eftir endilangri Kaliforníu með allt heróínið og virðast þau eiga litla möguleika því þeir sem elta þau eru harðsvíraðir glæpamenn þótt þeir séu lögreglu- menn að atvinnu. Karel Reisz hefur gert eftirminni- lega og áhrifamikla kvikmynd sem bæði sýnir okkur hvernig stríð get- ur gjörsamlega eyðilagt siðferðis- kennd manna og á hinn bóginn sýnir okkur í tilfelli eiginkonunnar hve auðvelt er að ánetjast heróíni. Leikur er í heild mjög góður og er sama hver á í hlut. Who’U Stop The Rain er bæði spennandi kvikmynd og raunsæ þótt söguþráðurinn sé öfgakenndur. -HK ★★‘/2 ®D Hártogun HAIRSPRAY Útgefandi: Skifan Leikstjóri og handritshöfundur: John Waters. Aðalhlutverk: Sonny Bono, Ruth Brown, Divine, Debbie Harry og Rick Lake. Bandarísk 1988. 90 mín. Öllum leyfð. Það er undirrituðum illgleyman- legt þegar Waters skaut upp kollin- um á kvikmyndahátíð hér fyrir nokkrum árum og sýndi afurð sína, Bleika flamingóa. Sú mynd var með eindæmum en var fyrir fá- visku og misskilning meðhöndluð sem menningarfyrirbæri. Að sönnu hefur Waters notiö mikillar hylli í heimaborg sinni, Baltimore, þar sem hann hefur verið talinn frumkvöðull í kvikmyndagerð. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að hann hefur hingað til lagt sig eftir smekkleysu einni og seilst ótrúlega langt í viðleitni sinni. Hefur hinn nýlátni og íturvaxni Divine leikið þar stórt hlutverk. Hér er Waters hins vegar furðu stilltur og tekst bara ágætlega upp í ljúfri endurminningasatíru um rokktímann. Myndin er á margan hátt mjög frumstæð en hefur eigi að síður sjarma fáránleikans auk þess sem hún er skemmtilega illa leikin. -SMJ ★ !4 Uppgjöf leikara SURRENDER Útgefandi: Myndbox Leikstjóri og handritshöfundur: Jerry Belson. Framleiðandi: Golan-Globus. Aðalhlutverk: Sally Field, Michael Caine og Steve Guttenberg. Bandarisk. 1987. 93 mín. Öllum leyfð. Michael Ccúne hefur gefist upp sem leikari og hugsar eingöngu um að afla sér fjár út á nafnskírteinið. Þá er gott að ganga til liðs við frændurna Golan/Globus enda er þeim ekkert heilagt. Fátt gott kem- ur frá þeim og svo er einnig hér. Þrátt fyrir þrjá „fræga“ leikara er fátt sem prýðir þessa mynd. Úr því að þetta á að heita gamanmynd duga tvö glott ekki til að afla henni hylli. Af myndinni geisla leiðindi, hvort sem á í hlut leikstjóri, hand- ritshöfundur (sem er einn og sami maðurinn) eða leikararnir frægu. Andleysi verður grafskrift þessar- ar myndar. -SMJ Boxleitner, David Warner og Cindy Morgan. Bandarisk 1982. 92 mín. Öllum leyfð. Þessi mynd fékk mikla umflöllun þegar hún var framleidd af Walt Disney fyrirtækinu fyrir sex árum. Hún þótti boða nýja tíma í vinnslu kvikmynda enda mikið til unnin í tölvu og á þar að auki að gerast inni í einni slíkri. Þó að þróunin hafi ekki orðið eins hröð og margir töldu eftir að Tron var gerð hefur tölvutæknin að sjálfsögðu sett mark sitt á kvik- myndagerð. Á neikvæðan hátt, segja sumir því fégráðugir fram- leiðendur hafa tekiö upp á þeim óskunda að hta svarthvítar perlur. En það eru aðrir sálmar. Þrátt fyrir fáránlegan söguþráð, sem að töluverðu leyti byggist á tölvufantasíu og ótrúlegri sviðs- mynd, er myndin forvitnilega á að horfa. Þaö er þó fyrst og fremst umgerðin sem vekur eftirtekt og á Tron án efa eftir að komast í kvik- myndasöguna fyrir hana. -SMJ TRON Útgefandi: Bergvik. Leikstjóri og handritshöfundur: Steven Lisberger. Framleióandi: Donald Kus- hner. Aðalhlutverk: Jeff Bridges, Bruce Steinar hf.: Gróskumikil útgáfa Meðal kvikmynda, sem væntaniegar eru á myndband á næst- unni frá Steinum hf., er Wall Street. Ráðgert er að gefa út á árinu yfir 100 titla hjá Steinum hf. Fyrirtækið er umboðsaðfli fyrir tvo af stærstu kvikmyndaris- unum, Warner Brothers og CBS/FOX. Útgáfu er skipt í þrjá flokka. Fyrst eru það kvikmyndir sem sýndar hafa verið í kvikmynda- húsum hérlendis og erlendis. í öðru lagi kvikmyndir sem framleiddar eru fyrst og fremst fyrir sjónvarp og í þriðja lagi endurútgáfa sígildra kvik- mynda sem ekki hafa verið fá- anlegar á íslandi nema þá ótext- aðar. Janúarútgáfa Steina hf. er fjórtán titlar og má nefna myndir á borð við Baby Boom, Gardens of Stone og Wall Stre- et. Þá má geta útgáfu á þremur kvikmyndum með Clint East- wood þar sem hann er í hlut- verki Dirty Harry. Athyglisverðustu kvikmynd- ir fyrir unnendur góðra mynda eru sjálfsagt hin magnaða kvik- mynd John Huston, Under The Volcano, og síðasta kvikmynd Bob Fosse, Star 80 - tvær úr- valsmyndir tveggja látinna leikstjóra sem skráðu nafn sitt á spjöld kvikmyndasögunnar. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.