Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1989, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1989.
25
LífsstOl
Til að forðast lekavandamál:
Brýnt að hafa
augun opin
Nú er brýn ástæöa til aö undirbúa
sig fyrif komandi hláku. Það getur
bæði rignt á vinnutíma og að nóttu
til - því er betra að hafa rennur og
niðurfoll í lagi. Á síðastliðnum vik-
um hefur mikið borið á því að lands-
menn hafi lent í vandræðum vegna
lekavandamála og vatnselgs. Orsak-
irnar eru mikil snjókoma víðast
hvar. Snjór og krap hefur hlaðist við
rennur og niðurföll. Einnig hefur
snjór hlaðist töluvert á þök með litl-
um halla og orsök leka má rekja til
margra slíka tilfella. Þannig hleðst
snjórinn upp við svokallaða lágbáru
(bárujámsins) og smýgur inn í rauf-
ar og naglagöt - af þessu stafar leki.
DV hafði samband við Kristinn Sig-
urjónsson hjá Reykjavíkurborg sem
hefur annast úttektir á skemmdum
vegna leka í umhleypingunum að
undanförnu. Hann segir aö brýn
ástæða sé fyrir íbúa húsa að moka
af flötum þökum, þar sem því er
hægt að koma við. „Þakrennur eru
mjög víða stíflaðar," segir hann. „Oft
hleðst snjórinn langt upp eftir þak-
inu frá rennunum og þá byrjar að
leka inn á milli raufanna í bárujárn-
inu þegar hlánar. Þetta er erfitt að
eiga við þar sem bratt er. En það er
hægt að koma í veg fyrir leka með
því að sporna við þessu.
Auk þess er brýnt að fólk moki frá
niðurföllum og athugi í framhaldi af
því að þau séu ekki stífluð, eins og
oft vill verða. Það frýs nefnilega í
niðurföflum án þess að íbúar geri sér
Heimilið
grein fyrir því - það er ekki nóg að
moka bara frá þeim. Best er að nota
heitt vatn til þess að losa krapastífl-
ur. Þetta verður allt aö vera opið
þegar hlánar svo ekki fari illa.
Vandamál vegna leka sem stafar af
vatni utan frá eru mjög mörg,“ sagði
Kristinn.
Leki víða frá svölum
Nokkrir lesendur hafa haft sam-
band við DV vegna leka inn í hús.
Algengt er að slíkt stafi af vatni sem
safnast fyrir á svölum, þar sem
steypt er allan hringinn - þá kemst
vatnið aðeins í burtu í gegnum niður-
fall. í því sambandi má nefna dæmi
um íbúa á efstu hæð í fjölbýhshúsi,
sem kom heim úr vinnunni og30 cm
hátt vatnsborð hafði safnast fyrir á
svölunum. Þarna lak inn í stofu í
gegnum svalahurð og skemmdist
parket töluvert. Orsökin var stíflað
niðurfall og tóku því aðeins efstu
svalirnar við vatnsflaumnum af þaki
hússins.
Önnur dæmi má nefna um svalir
þar sem „lón“ myndast við svipaðar
aðstæður og getur þá lekið með
kverkum við veggi niður á næstu
hæð. Einnig getur töluverð hætta á
leka skapast við útveggi þar sem
sprungur eru í veggjum. Ekki þarf
stóra sprungu til að vatnið smjúgi
inn í hús. Það er því full ástæða fyr-
ir fólk að reyna að hafa niðurföll og
rennur í lagi og búa sig sem best
undir komandi hláku.
Til gamans má geta þess að einn
viðmælenda DV, maður kominn af
léttasta skeiði, sagðist ekki hafa orku
til þess að losa stíflur úr rennum og
moka. Hafði hann þá samband við
krakka sem komu og hjálpuðu þeim
gamla við moksturinn. Ekki vildu
Þar sem rennur stíflast safnast snjór og klaki upp eftir þakinu. Við svokall-
aða neðri báru smýgur snjór gjarnan inn að innra þaki og orsakar það
leka. Þetta á einnig við um þök með litlum halla - þar safnast snjór upp og
því ástæða til að moka þar. DV-mynd KAE
krakkarnir fá peninga fyrir. Ástæð- fyrir þá að vita til þess að ekki myndi
an var sú að þeir búa á hæðinni fyr- leka niður til þeirra.
ir neðan og sögðu að það væri nóg -ÓTT
Oftast hægt að stjóma
snjóbræðslukerfi
- ofnar, mannshöndin og stýrikerfi hafa áhrif
Hægt er að auka hitastig vatns i snjóbræðslukerfi um stundarsakir með
þvi að skrúfa frá ofnum innanhúss. DV-mynd KAE
Snjóbræðslukerfi koma að góðum
notum víðast hvar þar sem þeirra
nýtur við. En fæst snjóbræðslukerfi
virka þannig að þau haldi bílastæði
eða gangstétt alveg snjólausum, þar
sem þeirra nýtur við. Oftast er u.þ.b.
30 gráðu heitt bakrennslisvatn frá
húsum látið duga, enda kostar þá
reksturinn við kerfið ekkert auka-
lega.
Þegar snjóar mikið verður manns-
höndin oftast að koma nærri og
hjálpa tfl, sérstaklega þar sem um-
fangsmiklar lagnir eru. Snjó kyngir
oftast niður þegar hiti er við frost-
mark. Það er eins og gefur að skilja
einmitt þá sem þarf að moka.
Að sögn Jóns Sigurjónssonar verk-
fræðings, sem hefur reynslu af hita-
lögnum af þessu tagi, er það yfirleitt
spurning um kostnað hve árangur á
að verða mikill. Hann segir að bak-
rennslisvatn sé engan veginn nægi-
legt þegar snjókoma er mikil - það
verði oftast að moka líka, sérstaklega
við stór kerfi.
„Þessu er hins vegar hægt að
stjórna með því að útvega sér stýri-
tæki í hitakerfi hússins. Með því
móti er vatni spýtt inn á snjó-
bræðslukerfið í framhjáhlaupi, án
þess að það fari í gegnum húsið,“
segir hann. „En ég held að fæstir séu
tilbúnir til að bæta við kostnaði
umfram hitaveitureikning heimil-
isins. Til að halda svæðum algerlega
snjólausum, þarf að kosta til á að
giska 300 kr. á ári fyrir hvern fer-
metra þess svæðis sem lögnin er.“
Hiti bakrennslisvatns aukinn
- Er hægt að auka heitavatns-
streymið í snjóbræðslukerfi þegar
mikið snjóar?
„Já, það er hægt með því að skrúfa
t.d. alveg frá einum litlum ofni inn-
anhúss. Þannig hækkar hitastig bak-
rennslisins. Þá fer heitt vatn framhjá
innanhússkerfinu og beint út í snjó-
bræðslukerfið - þá hækkar hitastigið
þar. Virknin eykst eftir því sem
skrúfað er frá fleiri ofnum.
Annars held ég að snjóbræðslu-
kerfi virki prýðilega þar sem kerfin
eru ekki of stór. Lagnir eru víða of
umfangsmiklar til að bakrennslis-
vatn anni því aö bræða snjóinn nægi-
lega á þeim - það má kalla þetta yfir-
hönnun. Ef eingöngu er lagt í göngu-
stíg aö húsi þá ætti það að duga. Mér
finnst að fólk ætti að láta bílastæðið
mæta afgangi. Þetta er kannski sér-
viska, en mér finnst mikilvægara aö
fólk komist klakklaust að útidyrum,
gestir sem heimilisfólk.“
-ÓTT
Snjóbræðslukerfi anna því sjaldnast að bræða allan snjó, þá þarf að hjálpa
til.
Snjóbræðslukerfl:
Gjarnan kvartað vegna
hitaveitureikninga
Hjá Hitaveitu Reykjavíkur fengust
þær upplýsingar að töluvert hafi bor-
ið á því að húseigendur hafi snúið
sér til stofnunarinnar og kvartað yfir
háum reikningum. Hreinn Frí-
mannsson yfirverkfræðingur segir
að orsökin sé í mörgum tilfellum sú
að heitt vatn rennur um leiðslur
snjóbræðslukerfa þegar síst skyldi.
„Ef fólk vill að snjóbræðslukerfi
virki þannig að það bræði allan snjó
verður að kosta peningum til þess,“
segir Hreinn. „Ég geri ráð fyrir að
10 þúsund krónur séu nærri lagi á
ári í aukakostnað fyrir eitt bílastæði
- þá er heitu vatni beinlínis veitt í
þau með þar til gerðum útbúnaði.
En það ber að hafa í huga að ef
eingöngu á að nota bakrennslisvatn,
þá verður helst að styðjast við
ákveðna reglu. Hver fermetri snjó-
bræðslukerfis á að svara fil 10-20
fermetra hússins sem um er að ræða.
Þannig myndi 10-20 fermetra lögn í
bílastæði t.d. samsvara 100 fermetra
húsnæði. Er þá gert ráð fyrir að 30
gráðu heitt bakrennslisvatn myndi
anna því að bræða það mesta við
lögnina. Oft eru settar of strangar
kröfur, en mér finnst að fólk ætti að
geta sætt sig við að planið hjá því sé
ekki alveg autt - nota bara bak-
rennslisvatnið."
-ÓTT
Æskilegt að geta tæmt kerfið
Æskilegt er aö hægt sé að tæma þenslu vegna frosts.
leiðslur snjóbræöslukerfis ef svo Tfl aö hægt sé að leiða vatnið út
bregöur viö að hitaveituvatn fer af, ef svona bregður við verður tæm-
t.d. í rafmagnsleysi. Leiöslur geta ingarstútur að vera fýrir hendi. f
farið illa ef frýs í þeim og er mest þessum tilfellum er sett loft á kerf-
hættan við tröppur og þar sem ið. Óráölegt er að framkvæma slikt
leiðslur hafa verið steyptar inn í nema með aðstoð pipulagiúnga-
stéttir og við bílastæöi. í slíkum manns.
kerfum er sjaldnast gert ráð fyrir -ÓTT