Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1989, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1989, Page 28
28 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1989. Andlát Elísabet Einarsdóttir, áður búsett á Linnetstíg 9b, lést á Hrafnistu, Hafn- arfirði, hinn 14. febrúar. Hálfdán Ólsen Guðmundsson lést í Borgarspítalanum 14. febrúar. Guðmundur Símonarson, Melabraut 5a, Seltjamarnesi, lést á heimili sínu þann 14. febrúar. Opinn fundur um menntunarmál fóstra Fóstrufélag íslands mun standa fyrir opnum fundi um menntunarmál fóstra í nútiö og framtíð í dag, fimmtudaginn 16. febrúar kl. 16-18 í húsi BSRB aö Grettis- götu 89. Tilefni fundarins er nefndarálit Fósturskólanefndar menntamálaráöu- neytisins, sem út kom í desember 1989. Flutt verða framsöguerindi og á eftir verða pallborösumræöur þar sem félags- menn geta borið fram fyrirspurnir um menntunarmál fóstra í nútíö og framtíð. Jarðarfarir Sigríður Ólafsdóttir kaupkona lést 6. febrúar sl. Jarðarfórin hefur farið fram í kyrrþey. Daði Magnússon, Krossholti 5, Kefla- vík, lést 11. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju laugar- daginn 18. febrúar kl. 14. Vigdís Bruun Madsen, Hringbraut 58, Hafnarfiröi, verður jarðsungin föstu- daginn 17. febrúar kl. 15 í Víðistaða- kirkju, Hafnarfirði. Kristjana H. Einarsdóttir Schmidt, Furugrund 66, verður jarðsett á morgun, föstudaginn 17: febrúar, kl. 10.30 frá Fossvogskirkju. Sveinbjörn Berentsson, Túngötu 1, Sandgerði; er lést 6. febrúar, verður jarðsunginn frá Hvalsneskirkju laugardaginn 18. febrúar kl. 14. Sigurður Gislason lést 7. febrúar. Hann fæddist á Patreksfirði 10. apríl 1910. Foreldrar hans voru Gísli Sig- urðsson og Kristjana Sigriður Páls- dóttir. Sigurður stofnaði Ávaxtabúð- ina og rak hana lengst af við Óðins- torg. Hann kvæntist Jósefínu Guðnýju Björgvinsdóttur en hún lést árið 1982. Utför Sigurðar verður gerð frá Fríkirkjunni í dag kl. 13.30. Tórúeikar Sverrir Stormsker á Hótel Borg Sverrir Stormsker heldur tónleika á Hót- el Borg í kvöld, fimmtudag 16. febrúar. Um það bil ár er nú síðan Stormsker hélt síðast opinberlega sólótónleika á höfuðborgarsvæðinu. Efnisskráin uppi- stendur af frumsömdum sálmum og bamagælum, sem Stormsker kyriar við eigin slaghörpuleik. Tónleikamir hefjast kl. 22, en húsið opnar kl. 21. Fundir Jöklarannsóknafélag Islands Aðalfundur félagsins verður haldinn að Hótel Lind, Rauðarárstíg, þriðjudaginn 21. febrúar kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuieg aðalfundarstörf, 2. Kaffidrykkja, 3. Sýnd- ar verða myndir Ingibjargar Sigurðar- dóttur úr ferðum félagsins 1957-1961. Digranesprestakall Aðalfundur kirkjufélagsins verður í safn- aðarheimilinu við Bjamhólastíg í dag, 16. febrúar, kl. 20.30. Að loknum aðalfundar- störfum flytur Soffia Eygló Jónsdóttir frásöguþátt. Kaffiveitingar. Áfram Forum Kvenféiagasamband ísiands og L.F.K. halda fund um konur og störf í dreifbýli að Hallveigarstöðum í kvöld, 16. febrúar kl. 20. Námskeid Kynlífsnámskeið Á næstunni fer Kynfræðslan af stað með tvö námskeið. Þann 16. febrúar nk. hefst fimm vikna námskeið fyrir konur, „Kyn- reynsla kvenna". Markmið námskeiðsins er að efla alhliða kynímynd kvenna, vel- líðan og þekkingu í kynferðismálum. í byriun mars verður síðan haldið nám- skeið fyrir foreldra barna og unglinga en foreldramir munu hittast tvisvar í viku, alls fjórum sinnum. Leiðbeinandi á báð- um námskeiðunum er Jóna Ingibjörg Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur og kyn- fræðingur. Skráning og nánari upplýs- ingár fást hjá Gulu línunni í s. 623388. Tilkyimingar Tónleikar í Bæjarbíói Fimmtudagskvöldiö 16. febrúar verða haldnir tónleikar í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði. Tónieikarnir hefjast kl. 20.30 og fram koma hljómsveitimar Ný dönsk, Ex og Laglausir. Þá kemur ljóð- skáldið Sjón og flytur frumsamin ijóð. Tónleikamir ganga undir nafninu Fjarð- ar-Rokk '89 og vonast aðstendendur til að þetta verði árviss viðburður. Tveir fiðlukonsertar Síðara misseriþessa starfsárs hjá Sinfó- níuhljómsveit Islands hefst með þremur ólíkum verkum þar sem fram koma þau György Pauk og Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikarar. Hljómsveitarstjóri verður Petri Sakari, aðalhljómsyeitarstjóri Sin- fóníuhljómsveitarinnar. Á efnisskrá tón- leikanna í Háskólabíói fimmtudaginn 16. febrúar kl. 20.30 verða þijú verk: Konsert fyrir tvær fiðlur í d-moll eftir J. S. Bach; Fiðlukonsertinn „Chain II" eftir Lut- oslavsky og Sinfónía nr. 4 eftir Bmckn- er. Fiðlukonsertinn eftir Bach er nánast kammerverk, eingöngu er spilað á strengjahijóðfæri og sembal, dæmigert fyrir barokktímann. Því næst verður fluttur Fiðlukonsertinn „Chain 11“ eftir Lutoslavsky sem er jafndæmigert nú- tímaverk og að lokum verður flutt Sin- fónía nr. 4, „Rómantíska sinfónian", eftir Bruckner. György Pauk leikur einleik í fiðlukonsertinum eftir Lutoslavsky en saman leika þau Guðný Guðmundsdóttir í konsertinum eftir Bach. Bókmenntaviðburður í Bíókjallaranum í kvöld, fimmtudaginn 16. febrúar, munu níu ljóðaskáld lesa úr verkum sínum í Bíókjallaranum undir skemmtistaðnum Tunglinu, Lækjargötu 2. Skáldin eru Þór Eldon, Dagur Sigurðarson, Þorri, Bragi Ólafsson, Einar Melax, Magnús Gezzon, Pálmi Öm Guðmundson, Olafur Engil- bertsson og Gísli Þór Gunnarsson. Flest skáldin munu lesa upp úr nýlegum bók- um sínum eða væntanlegum verkum. Upplesturinn er til heiðurs aldursforset- anum, Degi Sigurðarsyni, sem er nú í stuttri heimsókn hér á landi. Húsið opnar kl. 21 en skemmtunin hefst stundvíslega kl. 22. Allir velkomnir. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, dóttur, móður, tengdamóður, ömmu og systur, Jenneyjar Sigrúnar Jónasdóttur, Borðeyri. Erling Ottósson Björn Ottósson Alda Ottósdóttir Jónas Ingi Ottósson Ottó Björnsson Sigriður Magnúsdóttir Gunnhildur Höskuldsdóttir Sigríður Gísladóttir Halldór Þorvaldsson Helena Jónsdóttir Sigurður Þór Ottósson Malan ísaksen Heimir Ottósson Maibritt Hansen barnabörn og systkini Fréttir DV Það fraus hver dropi segir Friðrik Jóhannsson, skipstjóri: Líkamshiti Gísla kom- inn niður í 32 gráður Siguijón J. Sigurðsson, DV, fsafiröi: Skipsbrotsmönnunum af Kol- brúnu, þeim Haraldi Guðmundssyni og Gísla Jóni Kristjánssyni, var bjargaö á síðustu stundu um borð í Óskar ÍS að kvöldi þriðjudags. „Þetta atvikaðist þannig að ég var staddur við Prestssker í ísafjarðar- djúpi þegar vélarbilun varð í bátn- um. Ég kallaði á aðstoð og var Kol- brún fyrsti bátur til að koma. Þá var minn bát að reka upp í Prestssker. Þeir náðu til okkar og drógu okkur út fyrir Æðey. Þá tók rækjubáturinn Gissur hvíti við og dró okkur inn Skutulsfjörö. Kolbrún hélt við hlið okkar þessa leið. Þegar við vorum komnir í Prestsbugtina undan Hrað- frystihúsi Norðurtanga ákváðum viö að losa bátana í sundur sökum veð- urs. Ég gat siglt fyrir eigin vélarafli þá leið sem eftir var til hafnar. í þann mund er ég var að ljúka við að draga vírinn inn var mér litið í átt að Kol- brúnu og sá hvað var að gerast. Kol- brún var þá komin á hliðina og fór síðan á hvolf. Mitt fyrsta verk var að láta yita í talstöðina hvað var að gerast. Ég setti síðan á fulla ferð að þeim. Ég vissi að þeir voru í flotgöll- um en var hræddur um að þeir myndu festast undir bátnum. Raunin varð reyndar sú að Gísli komst ekki út úr stýrishúsinu fyrr enn báturinn var kominn á hvolf. Ég sigldi hlé- megin við þá svo bátinn ræki ekki yfir þá. Það gekk vel að drösla þeim inn fyrir en þeir voru orðnir mjög kaldir. Líkamshiti Gísla var kominn niður í 32 gráður,“ sagði Friðrik Jó- hannsson, skipstjóri á rækjubátnum Óskari ÍS. - Voru þeir lengi í sjónum? „Ég missti tímaskynið og get því ekki sagt til um það. Það hafa kannski verið fimm til tíu mínútur. En þeir voru orðnir kaldir.“ - Telur þú að ísingin hafi valdið þessu óhappi? „Ég get ekkert sagt um það. Hún hefur örugglega átt stóran þátt í því hvemig fór. Ég veit hvernig báturinn hjá mér var orðinn. Það fraus hver einasti dropi sem kom inn,“ sagði Friðrik Jóhannsson. Verðlækkun á minkaskinnum Verðlækkun hefur orðið á minka- skinnum. Lægra verð hefur fengist fyrir minkaskinn á skinnauppboðinu sem nú stendur yfir í Kaupmanna- höfn en fékkst á sama stað í desemb- er. Nemur lækkunin að jafnaði um 5 prósent. Framboð minkaskinna í heiminum í fyrra var 35 milljónir skinna en er nú 41 milljón. Þetta aukna framboð veldur verðlækkun- inni. -JGH Ragna Róbertsdóttir. Sigurður Örlygsson. Tumi Magnússon. Mermingarverðlaimin 1989: Fimm myndlistar- menn tilnefndir DV hefur fengið þær upplýsingar frá nefnd þeirri, sem tilnefnir ís- lenskan myndlistarmann til menn- ingarverðlauna blaðsins, að nú standi valið á milli fimm aðila sem allir stóðu fyrir framúrskarandi listsýningum á síðasta ári. „Ragna Róbertsdóttir er ofarlega á blaði hjá okkur en hún hélt gagn- merka skúlptúrsýningu að Kjarv- alsstöðum," sagði Aðalsteinn Ing- ólfsson, formaður dómnefndar, en í henni eru, auk hans, Hringur Jó- hannesson myndlistarmaður og Ríkharður Hördal forvörður. „Sama má einnig segja um Sigurð Örlygsson sem kom mörgum á Kristján Davíðsson. óvart með risastórum myndum sem voru mitt á milli málverka og skúlptúrs. Við erum líka skotnir í því sem Tumi Magnússon, ungur og bráð- efnilegur listmálari, hefur verið að gera að undanförnu. Hann var meðal annars með sýningu í Nor- ræna húsinu á síðasta ári. Brynhildur Þorgeirsdóttir heitir listakona sem gert hefur góða hluti upp á síðkastið. Hún var með sýn- ingu í Gallerí Svart á hvítu í fyrra sem okkur fannst öllum mikið til um. Loks er á lista hjá okkur gamla kempan Kristján Davíðsson sem færist allur í aukana með aldrin- um. Sýning hans í Gallerí Borg var leiftrandi af listrænni innlifun og lífsfiöri.“ Því má reikna með að myndlist- amefndin muni verðlauna ein- hvern listamann úr þessum hópi. Áður hafa eftirtaldir aðilar eða samtök hlotið Menningarverðlaun DV fyrir myndlist: Gallerí Suðurgata 1 (1979), Rík- harður Valtingojer myndlistar- frömuður (1980), Sigurjón Ólafsson myndhöggvari (1981), Ásgerður Búadóttir veflistakona (1982), Helgi Þorgils Friðjónsson listmálari (1983), Jóhann Briem listmálari (1984), Jón Gunnar Árnason mynd- smiður (1985), Magnús Kjartansson myndlistarmaður (1986), Gunnar Öm listmálari (1987) og Georg Guðni listmálari (1988). -hlh Brynhildur Þorgeirsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.