Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1989, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1989, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1989. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð i lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Stóri bróðir góði í tilraunum ríkisstjórnarinnar til ofstjórnar og óhófs- afskipta í þjóölífmu má sjá rauðan meginþráð, sem kem- ur hvað eftir annað fram í vef efnahagsaðgerða hennar, þótt hann sé að öðru leyti ruglingslegur og geri for- stjóra Sambandsins sjóveikan. Um þetta má taka dæmi. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að greiða niður rafmagn til fiSkvinnslustöðva. Niðurgreiðslan nemur að meðal- tali um 25% af rafmagnsverðinu og á að minnka heildar- útgjöld fiskvinnslufyrirtækja um 0,5% að meðaltali. Útreikningur niðurgreiðslunnar verður afar ílókinn. Með þessu er ríkisstjórnin að veita fram læk, sem síðar getur orðið að stóru fljóti. Fyrirmyndin er sótt úr stjórn ríkisins á landbúnaði, sem gerður hefur verið að varanlegum öryrkja í atvinnulífinu. Með niðurgreiðsl- unni á að koma í veg fyrir grisjun í greininni. Ríkisstjórnin er í öðru lagi að velta fyrir sér að bæta skaða fyrirtækja, sem verða fyrir barðinu á hvalveiði- stefnu sjávarútvegsráðherra. Ætlunin er að múta bönk- um til að veita rækjuverksmiðjum afurðalán til að end- urmerkja vöruna fyrir nýja markaði í stað hinna töpuðu. Rækjustuðningurinn er gott dæmi um stigmagnað þrep í ofstjórn ríkisins. Fyrst setur stjórnin fyrirtækin á höfuðið með hvalveiðistefnu sjávarútvegsráðherra. Síðan hættir hún ekki við þá stefnu, heldur stigmagnar tjónið með því áð greiða það úr vasa skattgreiðenda. í þriðja lagi er ríkisstjórnin að koma upp nýjum millj- arðasjóði hlutafjár til að taka við fyrirtækjum, sem eru of illa á vegi stödd til að fá peninga úr hinum nýlega milljarðasjóði atvinnutryggingar. Markmiðið er, að eng- in fyrirtæki gefi upp öndina á landsbyggðinni. Þetta er líka dæmi um stigmögnun. Fyrst gerir ríkis- stjórnin útflutningsfyrirtæki gjaldþrota með því að neita þeim um eðlilegt verð fyrir erlendan gjaldeyri, sem þau afla. Eftir langvinna fastgengisstefnu þjóðnýtir hún svo líkin með því að láta opinbera aðila kaupa hlut í þeim. í raun hefur þetta svo skemmtileg hliðaráhrif. Til dæmis verður hinn nýi Hlutafjársjóður að skuldbinda sig til að verðtryggja í sex ár allar skuldir Kaupfélags Dýrfirðinga við Samband íslenzkra samvinnufélaga og að greiða allar skuldirnar að sex árunum liðnum. Fjórða dæmið er, að ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja hálfum milljarði úr ýmsum sjóðum til að auðvelda loðdýrabændum að framleiða og flytja út skinn, sem seld eru fyrir kvartmilljarð króna á ári. Hin opinbera aðstoð er því meiri en árlegt framleiðsluverðmæti. Þetta er eitt alvarlegasta dæmið um stigmögnun á óhófsafskiptum ríkisins. Fyrst ginnir ríkið bændur til að fara út í loðdýrabúskap, þótt fróðir og reyndir menn hafi varað við offorsi í þeim efnum. Þegar allt er komið í hönk, bjargar ríkið fórnardýrum sínum fyrir horn. Árum saman hefur verið vitað, að loðdýrabúskapur er að verða ríkisrekin byggðastefnugrein á Norðurlönd- um. Árum saman hefur líka verið vitað, að herferðir gegn notkun skinna voru að ná árangri í Vestur-Evrópu og mundu síðan gera það í Norður-Ameríku. Engin skilyrði voru til mikillar útþenslu loðdýra- ræktar hér á landi. En Stóri bróðir lét. ekki að sér hæða. Með fé skattgreiðenda að baki sér ákvað ríkið að byggja upp loðdýrarækt með handafli. Það situr nú uppi með rústir, sem eru verri en hinn hefðbundni landbúnaður. Þetta eru dæmi um, að ofstjórn og óhófsafskipti ríkis- ins skaða atvinnulífið fyrst og að svo mætir ríkisstjórn- in vandanum með því að reisa velferðarríki fyrirtækja. Jónas Kristjánsson Finnar hafa tekið þátt í friðargæslusveitum Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1955. Finnland aðili að Evrópuráðinu Hinn 1. febrúar sl. samþykkti Evrópuráðið með öllum greiddum atkvæöum aðild Finnlands að ráð- inu. Ráðherranefndin hafði óskaö eftir umsögn þings Evrópuráðsins, en loks hafði Finnland ákveðið að sækja um aðild. Á þinginu ríkti mikil ánægja yfir þátttöku Finn- lands. Finnland tekur formlega sæti í ráðinu á fundi þess í maí. Það var líka ánægjulegt að inn- ganga Finnlands skyldi vera á 40 ára afmæli Evrópuráðsins en Evr- ópuráðið var stofnað 1949. Það var kominn tími til að Finn- land kæmi með. Nú þarf ekki leng- ur að lýsa Evrópuráðinu sem „öll lýðræðisríki Evrópu" nema Finn- land. Utanríkisstefna Finna Stundum hefur veriö sagt aö ut- anríkisstefna Finnlands hvíli á þrem meginundirstöðum (Le Monde 9/7 ’88): 1) Hlutleysi. 2) Góð samskipti viö Sovétríkin. 3) Þátttaka í hinum vestræna heimi, vestrænt efnahags- og stjórnmálakerfi. Fræg eru orð J.K. Paasikivis, for- vera Kekkonens á forsetastóli, um nauðsyn þess að halda góðum sam- skiptum við Sovétríkin, landfræði- leg og söguleg rök gerðu það óhjá- kvæmilegt. Finnland hefur end- umýjað vináttusamninginn við Sovétríkin frá 1948 þrisvar, (1955, 1970 og 1983) í hvert skipti til 20 ára og án breytinga. Finnar hafa í rúma fjóra áratugi lagt áherslu á að styrkja hlutleysis- stefnu sína. Kjarni stefnunnar hef- ur verið að halda sig utan hemað- arbandalaga og hafa góð samskipti við allar þjóðir. Finnland hefur að sjálfsögðu tekið þátt í samstarfi Evrópuþjóðanna. Þannig hefur Finnland tekið þátt í ýmsu starfi Evrópuráðsins þótt það væri ekki meðlimur. í Norðurlandaráði hafa Finnar mikið starfað síðan þeir gengu í ráðið 1955. Þeir gerðust aðilar að OECD 1969, störfuðu með EFTA frá 1961 en gerðust fullgildir aðilar 1986. Aðild að Evrópubanda- laginu hygg ég að sé ekki á dagskrá fremur en hjá íslendingum. Hjá Sameinuðu þjóðunum hefur Finnland gegnt veigamiklu hlut- verki. Finnland gerðist aðili að Sameinuðu þjóðunum 1955. Frá því ári hafa 23.000 Finnar gegnt þjón- ustu í ýmsum friðargæslusveitum. Þessa stundina erp finnskir her- menn í friðargæslusveitum í Líb- anon, á Kýpur, á Sínaískaga, á Gólanhæðunum, í Afganistan, • á KjaUarinn Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn landamærum íran og írak og í Kashmir. Gert er ráð fyrir að Finnar fái 5 fulltrúa hjá Evrópuráðinu og 5 varafulltrúa. í því sambandi má geta þess að ísland hefur 3 aðalfull-, trúa og 3 varafulltrúa. Varafulltrú- ar taka yfirleitt fullan þátt í störf- um Evrópuráðsins. Þátttaka Finnlands í Evrópuráðinu er mjög mikilvæg. Hún er sem fyrr segir öllum Evrópuþjóðunum, sem starfa í ráðinu, mikið gleðiefni. Ekki skal getum að því leitt hér hvers vegna Finnar sækja um aöild nú. Það getur hver giskað fyrir sig. En ljóst er að „þíðan“, sem nú gengur yfir Austur-Evrópu, hefur gífurleg áhrif og vonandi varanleg. Finnar eru í hópi þeirra þjóða sem best tengsl og samvinnu hafa við austantjaldslöndin. Finnar eru meðal þeirra þjóða sem best skilja og þekkja austantjaldsþjóðirnar. Einmitt það er ómetanlegt fyrir þá þróun sem vonandi er framundan. Tími vaxandi samskipta austurs og vesturs, aukinna viðskipta og tengsla á sem ílestum sviðum virö- ist framundan. í þeirri framtíð, sem hillir undir og menn vona að verði að veruleika, getur hlutverk Finna orðið stórt. baráttan um störfin harðnar. í Austur-Vestur Evrópubúar eru svo önnum kafn- ir við að undirbúa hinn sameigin- lega innri markað, sem á að verða veruleiki 1992, að þeir hafa ekki gefið gaum sem skyldi að því sem er að gerast austan tjaldsins. Þróun innri markaðarins tekur ekki mið af „opnuninni í vestur". Ferðafrelsi hefur verið aukiö mjög í sumum Austur-Evrópulönd- um. Málin hafa tekið nýja stefnu. Áður stóðu menn í biðröðum og biðu jafnvel árum saman til að fá ferðaleyfi vestur um. Nú virðast biðraðirnar hafa færst vestur yflr. Biðin er eftir vegabréfsáritunum Vesturlanda. Til dæmis ferðuöust 4 milljónir Ungverja til Vestur- landa á síðasta ári en aðeins 1 millj- ón 1987. Austur-Evrópubúar gætu aukið þrýstinginn á vinnumarkaðnum í Evrópu, ef svo fer sem horfir, og nærri þrjátíu ár höfum við gagn- rýnt Berlínarmúrinn. En hafa menn velt fyrir sér afleiðingunum þegar hann „verður rifinn“? Innri markaður Evrópubanda- lagsins 1992 er auðvitað tímamark- andi mál. En þáttaskilin sem gætu orðið í Austur-Evrópu gætu orðið langtum áhrifaríkari. í Póllandi, Ungverjalandi og Tékkóslóvakíu eru öfl fólksins að verki. Fái þessi þróun að vera frjáls, án utanaðkomandi áhrifa, opnast allar dyr í austur. Samtímis því sem þessi lönd munu sækjast eftir erlendri fjárfestingu til þess að vekja og efla efnahagslíf sitt eft- ir doða miöstýringar mun fjöldi Austur-Evrópubúa streyma inn á atvinnumarkað iðnríkjanna. Innan Evrópubandalagsins er innganga Tyrklands rædd í alvöru þótt ekki sé hún á næsta leiti. Hvernig mun það Evrópubandalag bregðast við frændum sínum í Pól- landi, Ungverjalandi og Tékkósló- vakíu? Einhvern tíma var sagt: „Dagsins glymja hamarshögg, heimurinn er í mótun“. íslendingar þurfa allra hluta vegna að beina sjónum sínum yfir hafið og fylgjast með þróuninni. Guðmundur G. Þórarinsson „Tími vaxandi samskipta austurs og vesturs, aukinna viöskipta og tengsla á sem flestum sviöum virðist framund- an.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.