Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1989, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1989, Page 27
FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1989. 27 Fólk í fréttum Þórhallur Ásgeirsson Þórhallur Ásgeirsson, fyrrv. ráöu- neytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu, lét af störfum 1. febrúar sl. en hann varð sjötugur 1. janúar. Þórhallur fæddist 1. janúar 1919 í Rvík, var í námi í hagfræði í Stockholms Hög- skola 1937-1939 og Minnesotahá- skóla 1940-1942. Hann var fulltrúi í utanríkisráðuneytinu 1945-1947, ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðu- neytinu 1948-1989 og fulltrúi Norð- urlanda í stjóm Alþjóðagjaldeyris- sjópsins í Washington 1958-1962. Þórhallur var formaður verðlags- nefndar 1962-1972, nefndar er samdi frumvarp til laga um verðgæslu og samkeppnishömlur 1967-1969. Hann hefur verið formaður Hrafnseyrar- nefndar frá 1974 og samstarfsnefnd- ar um gjaldeyrismál frá 1980. Þór- hallur var aðalsamningamaður ís- lands og Efnahagsbandalags Evr- ópu 1971-1972 og hefur verið í bank- aráði Norræna fjárfestingabankans frá stofnun 1976. Þórhallur kvæntist 3. október 1943 Lilly Ásgeirsson, f. 2. júní 1919. Foreldrar hennar vom Sverre Knudsen, smiður í New York, og kona hans, Ragna Knuds- en, af norskum ættum. Börn Þór- halls og Lillyar eru Sverrir, f. 31. júlí 1944, efnaverkfræðingur hjá Orkustofnun, kvæntur Ingu Helga- dótturflugfreyju, Dóra, f. 6. sept- ember 1947, hjúkrunarfræðingur, gift Magnúsi B. Einarssyni, lækni á Reykjalundi, Ragna, f. 4. október 1950, ritstjóri Nýtt á nálinni, gift Flosa Kristjánssyni kennara, og Sól- veig, f. 19. júlí 1956, hjúkrunarfræð- ingur, gift Gunnari Jóakimssyni, viðskiptafræðingi hjá Síldarútvegs- nefnd. Systur Þórhalls eru Vala, f. 8. júní 1921, gift Gunnari Thorodds- en, d. 1983, forsætisráðherra, og Björg, f. 22. febrúar 1925, gift Páli Ásgeiri Tryggvasyni, sendiherra í Bonn. Foreldrar Þórhalls voru Ásgeir Ásgeirsson forseti og kona hans, Dóra Þórhallsdóttir. Ásgeir var son- ur Ásgeirs, kaupmanns í Rvík, Ey- þórssonar. Móðir Ásgeirs Eyþórs- sonar var Kristín, systir Sigríðar, langömmu Þórhildar Þorleifsdóttur alþingismanns. Kristín var dóttir Gríms, prófasts á Helgafelli, Páls- sonar, bróður Margrétar, langömmu Margrétar, móður Ólafs Thors. Móðir Ásgeirs Ásgeirssonar var Jensína Matthíasdóttir, smiðs í Holti í Rvík, bróður Sigríðar, ömmu Rögnvaldar Sigurjónssonar píanó- leikara. Matthías var sonur Mark- úsar, prests á Álftamýri, Þórðarson- ar, stúdents í Vigur, Olafssonar, lög- sagnara á Eyri, Jónssonar, ættfóður Eyrarættarinnar, langafa Jóns for- seta. Móðir Matthíasar var Solveig Pálsdóttir skálda, prests í Vest- mannaeyjum, Jónssonar, bróður Önnu, langömmu Þorsteins Erlings- sonar skálds. Móðir Solveigar var Guðrún, systir Styrgerðar, langömmu Eyjólfs, afa Guðrúnar Helgadóttur, forseta sameinaðs þings. Guðrún var dóttir Jóns, b. á Brekkum í Holtum, Filippussonar, bróður Rannveigar, konu Bjarna Sívertsens riddara, langömmu Matthíasar, afa Matthíasar Á. Mat- hiesen alþingismanns. Móðurbróðir Þórhalls var Tryggvi forsætisráðherra. Dóra var dóttir Þórhalls biskups Bjarnarsonar, prófasts og skálds í Laufási, Hall- dórssonar, prófasts á Sauðanesi, Björnssonar, prófasts í Garði í Kelduhverfi, Halldórssonar, bróður Árna, langafa Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Systir Björns var Björg, ættmóðir Kjarnaættarinnar. Bjöm var sonur Halldórs, b. á Æsu- stöðum, Björnssonar, b. á Löngu- mýri, ívarssonar, bróður Guð- mundar, afa Skáld-Rósu, og Sigríð- ar, langömmu Sigurðar Nordal. Móðir Þórhalls var Sigríður Einars- dóttir, b. í Saltvík á Tjörnesi, Jónas- sonar og konu hans, Sigríðar Vig- fúsdóttur, b. í Naustavík, Þorsteins- sonar. Móðir Sigríðar var Kristín Sæmundsdóttir, prests á Stað í Kinn, Jónssonar, prests í Mývatns- þingum, Sæmundssonar, b. á Brúnastöðum í Fljótum, Þorsteins- sonar, b. á Stóru-Brekku, Eiríksson- ar, ættfóður Stóru-Brekkuættarinn- ar. Móðir Dóru var Valgerður Jóns- dóttir, b. á Bjarnarstöðum í Bárðar- dal, Halldórssonar, b. á Bjarnar- stöðum, Þorgrímssonar, bróður Jóns, langafa Kristjáns Eldjárns for- seta. Móðir Halldórs var Vigdís Hallgrímsdóttir, b. í Hraunkoti í Þórhallur Asgeitsson. Reykjadal, Helgasonar, ættföður Hraunkotsættarinnar. Móðir Val- gerðar var Hólmfríður Hansdóttir, b. í Neslöndum við Mývatn, Þor- steinssonar, bróður Halldóm, langömmu Snæbjarnar, afa Arn- ljóts Björnssonar prófessors.'Móðir Hans var Þóra Jónsdóttir, systir Helgu, langömmu Hjartar, langafa Ólafs Ragnars Grímssonar. Afmæli Erling Sigurðsson Erling Sigurðsson offsetprentari, Þrastarhólum 10, Reykjavík, er fer- tugurídag. Erling fæddist í Reykjavík og átti þar heima þar til hann varð fimm ára en flutti þá með foreldrum sín- um á Selfoss þar sem hann ólst upp eftirþað. Hann hóf nám í prentiðn 1967 í Prentsmiðju Suðurlands á Selfossi og tók sveinspróf í prentiðn 1971. Þá flutti hann til Reykjavíkur og hóf störf hjá Hilmi jafnframt því sem hann hóf nám í offsetprentiðn. Hann lauk prófi í offsetiðn 1973 og starfaði hjá Hilmi til ársins 1978 en hóf þá störf hjá Prentstofu Guðmundar Benediktssonar í Kópavogi þar sem hann starfaði til 1983. Þá hóf hann störf hjá Prenttækni í Kópavogi og starfar þarenn. Sambýliskona Erhngs er Sólveig Mangúsdóttir húsmóðir, f. 26.7.1952. Erhng og Sólveig eiga tvær dætur. Þær em Bára Hhn, f. 26.10.1975, og Svava Huld, f. 23.3.1979. Erhng á tvo bræður. Þeir eru Böð- var Helgi Sigurðsson, lyfjafræðing- ur hjá Farmaco í Garðabæ, og Alm- ar Sigurðsson, offsetskeytingamað- ur í Reykjavík, og rekur hann offset- þjónustuna Litsjá í Reykjavík. ForeldrarErhngs: Sigurðurlngi- mundarson, húsgagnasmiður á Sel- fossi, f. 4.12.1918, og kona hans, Svava Sigurðardóttir, verkamanns í Reykjavík, Böðvarssonar, f. 18.10. 1927. Sigurður er sonur Ingimundar, útvegsb. og formanns á Strönd á Stokkseyri, Jónssonar, b. í Klauf í Landeyjum, Brynjólfssonar, b. á Fornusöndum undir Eyjafjöhum, Þórðarsonar. Móðir Sigurðar var Ingibjörg Þor- steinsdóttir, b. á Sandprýði á Stokkseyri, Oddssonar, b. áFljóts- hólum, Oddssonar, b. á Fljótshólum, Hinrikssonar, b. í Brandshúsum, Þorkelssonar, b. á Hrútsstöðum, Hjartarsonar, b. á Syðra-Velli Andr- éssonar, Guðmundssonar, b. á Hól- um, Ormssonar, b. og skipasmiðs á Hólum, Indriðasonar. Móðir Ingibjargar var Jóhanna Jónsdóttir, b. í Vöðlakoti í Gaul- verjabæ, Vigfússonar, b. í Hrúts- staðahjáleigu, Jónssonar, b. í Galt- arholti á Rangárvöllum, Guðnason- ar, b. í Gerðum í Landeyjum, Filipp- ussonar. Móðir Jóhönnu var Bóthildur Erling Sigurðsson. Jónsdóttir, yngra, b. í Tungu í Flóa og síðar á Eystri-Loftsstöðum, Ól- afssonar, b. og hreppstjóra á Eystri- Loftsstöðum, Vemharðssonar, b. á Vestri-Loftsstöðum, Ögmundsson- ar, b. á Vestri-Loftsstöðum, Magn- ússonar, b. á Skúmsstöðum á Eyrar- bakka, Sveinbjörnssonar, b. á Skúmsstöðum, Geirmundssonar, lögréttumanns á Háeyri, Jónssonar, prests í Hruna, Héðinssonar. Móðir Jóns í Tungu var Sesselja Aradóttir, b. í Götu á Stokkseyri, Bergssonar, hreppstjóra í Bratt- holti, Sturlaugssonar, ættföður Bergsættarinnar. Magnús Kr. Sigurðsson Magnús Kr. Sigurðsson, fv. flugaf- greiðslumaöur, Smáratúni23, Keflavík, er áttatíu og fimm ára í dag. Magnús fæddist í Keldudal í Hegranesi í Skagafirði en var kom- ungur er faðir hans lést og ólst því upp hjá fósturforeldrum að Axlar- haga í Akrahreppi. Fósturforeldrar hans voru Eiríkur Magnússon og Kristín Sveinsdóttir. Magnús stxmdaði sem unglingur öh almenn landbúnaðarstörf. Hann stundaði nám við Alþýðuskólann að Hvítárvöllum í Borgarfirði í tvö ár og settist síðan í Samvinnuskólann í Reykjavík en þaðan lauk hann prófi 1931. Hann starfaði síöan viö Kaupfélag Hehissands 1933-34, var fangavörö- ur í Reykjavík frá 1936-48, rak veit- ingastofuna Bjarg frá 1948-51 og matvöruverslunina Sæborgu frá 1951-52. Magnús var starfsmaður í flug- þjónustu varnarhðsins á Keflavík- urflugvelli frá 1952-54 og starfsmað- ur á sama stað hjá íslensku Flug- málastjórninni frá 1954-62. Hann hóf síðan störf hjá Loftleiðum á Keflavíkurflugvelli 1962 og starfaði þar áfram hjá Flugleiðum þar th hann lét af störfum fyrir aldurs sak- ir. Magnús kvæntist 21.12.1935 Bene- diktu Valgerði Hallfreðsdóttir, f. 9.4. 1904, frá Bakka í Geiradal í Reyk- hólahreppi. Foreldrar Benediktu vom Hallfreður Eyjólfsson, b. í Geiradal, og Kristrún Jónsdóttir. Magnús og Benedikta misstu tvö börn í frumbemsku. Dóttir Magnús- ar utan hjónabands er Sigrún, hús- móðiríKeflavík. Magnús á tvær systur sem báðar eru á lífi. Þær eru Sigurlína, hús- freyja í Skagafirði, og Sigríður, hús- móðiríGrindavík. Foreldrar Magnúsar vom Sigurð- ur Hannesson, vinnumaður á Frostastöðum í Skagafirði, og kona hans, María Jónsdóttir frá Lágmúla á Skaga. Sigurður var sonur Hannesar, b. Magnúa Kr. Sigurðsson. í Dæli í Sæmundarhlíð, Ásmunds- sonar, b. á Skálahnjúk, Þorleifsson- ar, b. í Mörk í Laxárdal fremri. Móðir Ásmundar var Sigríður Jóns- dóttir. Móðir Hannesar var María Jónsdóttir, b. á Stapa í Tungusveit Guðmundssonar. Móðir Sigurðar var Kristín Guðmundsdóttir frá Höfðahólum á Skagaströnd. Svava Knstin Sigurðardóttir Svava Kristín Sigurðardóttir, starfsmaður á Keflavíkurflugvelh, Norðurgötu 20, Sandgerði, er sjötug ídag. Svava fæddist á Fagurhóh í Dan- gerðiogólstþarupp. Eiginmaður Svövu er Henrik Jó- hannesson, verkstjóri hjá varnar- liðinu á Keflavíkurflugvehi, for- maður Færeyingafélagsins á Suður- nesjum, f. í Súnnleá á Suðurey í Færeyjum, 1.9.1920. Kjörbörn Svövu og Henriks eru Henrik Henriksson, f. 13.10.1952 og Sólrún María Henriksdóttir, f. 13.7. 1958. Foreldrar Svövu voru Sigurður Einarsson, verkstjóri hjá Lofti Loftssyni, f. í Tjarnarkoti í Miðnes- hreppi 12.2.1878, og kona hans, Sig- ríður Jónsdóttir, f. á Seljalandi í Fljótshverfi í Austur-Skaftafells- Svava Kristín Sigurðardóttir. sýslu, 26.9.1889. Þau hjónin, Svava og Henrik, taka á móti gestum í Félagsheimilinu í Sandgerði laugardaginn 18.2. klukk- an 15.00. Til hamingju meó daginn Hringbraut 65, Reykjavík. Pétur S. Ólafsson, Bragagötu 21, Reykjavík. 75 ára Jóhannes Guðjónsson, Grettisgötu 77, Reykjavík. Birna Ásmundsdóttir Olsen, Smyrlahraum 22, Hafnarfiröi. 70 ára 40 ára Þorsteinn Eiríksson, Teigaseh 1, Reykjavík. Árni Eyvindsson, Hegranesi 11, Garðabæ. 60 ára Magnús H. Valgeirsson, Vikurbraut 54, Grindavík. Valgarð Valgarðsson, Skólabraut 18, Hólmavík. Hildur H. Pálsdóttir, Melasíðu 101, Akureyri. Guðrún Björgvinsdóttir, Suðurhólum 6, Reykjavík. Guðlaugur Tómasson, Greniteigi 30, Keflavík. 50 ára Sigvaldi Friðgeirsson, Tilmæli til afmælisbarna Blaðið hvetur afmælisböm og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi þremur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.