Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1989, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1989.
5
Fréttir
Verðstöðvunin:
Samdráttur
helmingaði
verðbólguna
í tilkynningu frá hagdeild fjár-
málaráðuneytisins kemur fram að
hækkun á óbeinum sköttum nú um
áramót hefur leitt til um 1 prósent
hækkunar framfærsluvísitölunnar.
Það er fiórðungur af þeirri hækkim
sem átt hefur sér stað á meðan verð-
stöðvun hefur gilt undanfama fimm
mánuði. ,
Hagdeild íj ármálaráöuneytisins
telur að gengisbreytingar á verð-
stöðvunartímanum og kostnaðar-
hækkanir erlendis hafi geflð tilefni
til verðhækkana er jafngilda um 4,5
prósent hækkun á framfærsluvísi-
tölu. Vegna samdráttar og aukinnar
samkeppni hefur þessi hækkun hins
vegar ekki orðið nema um 1,5 til 2
prósent. Innflytjendur og smásalar
hafa því tekið á sig rúman helming
og allt upp í tvo þriðju af þessum
hækkunum.
Ef gert er ráð fyrir að sama hafi
gerst vegna skattahækkananna má
segja að verðhækkunartilefni þeirra
hafi getað leitt til um 2,25 til 3 pró-
sent hækkunar á framfærsluvísitölu.
Það er sambærileg hækkun og tfi
dæmis hagdeild Alþýðusambandsins
spáði um áramót.
Um 1 til 1,5 prósent af hækkun
framfærsluvísitölunnar má rekja til
annarra orsaka en skattahækkana,
gengisbreytinga og hækkana erlend-
is.
Þegar tekið er tillit til mats fjár-
málaráðuneytisins á áhrifum sam-
dráttar og aukinnar samkeppni á
verð á innflutningi og sambærilegra
áhrifa vegna skattahækkana má
draga þá ályktun að framfærsluvísi-
talan hefði hækkað um 8 til 9 prósent
á verðstöðvunartímanum ef ekki
væri fyrir samdrátt í þjóðfélaginu og
aukna samkeppni vegna hans.
-gse
Samninganefhd ríkisins:
Átta konur inn
fimm karlar úft
Ólafur Ragnar Grímsson fjármála-
ráðherra hefur skipað átta konur í
stað fimm karla í Scimninganefnd rík-
isins. Áfram sitja í nefndinni fiórir
fulltrúar úr gömlu nefndinni. Einn
þeirra, Indriði H. Þorláksson hag-
sýslustjóri, verður eftir sem áður for-
maður nefndarinnar.
Aðrir sem halda sæti sínu í nefnd-
inni eru Birgir Guðjónsson, skrif-
stofustjóri hjá Launaskrifstofu ríkis-
ins, Sigrún Ásgeirsdóttir, deildar-
stjóri hjá sömu skrifstofu, og Þor-
steinn Geirsson, ráðuneytisstjóri í
dómsmálaráðuneytinu.
Nýju fulltrúarnir eru Arndís Stein-
þórsdóttir, deildarstjóri í sjávarút-
vegsráðuneytinu, Arnhildur Ásdís
Kolbeins, deildarstjóri á Launaskrif-
stofu ríkisins, Ásta Lára Leósdóttir,
launaskrárritari hjá sömu skrifstofu,
Berglind Ásgeirsdóttir, ráðuneytis-
stjóri félagsmálaráðuneytisins, Guö-
rún Ásta Siguröardóttir, deildar-
stjóri í fiármálaráðuneytinu, Guðríð-
ur Þorsteinsdóttir, starfsmannasfióri
Ríkisspítalanna, Inga Svava Ingólfs-
dóttir, starfsmannastjóri Pósts og
síma og Kristrún ísaksdóttir, deild-
arsérfræðingur í menntamálaráðu-
neytinu. -gse
SUS með
hvalafund
Samband ungra sjálfstæðismanna
efnir til opins fundar um hvalveiðar
íslendinga í dag kl. 17. til 19. Fundur-
inn verður haldinn á Hótel Borg und-
ir yfirskriftinni: „Hvalveiðar - mark-
aðir, vistfræði, sjálfstæði“.
Ámi Sigfússon, formaður SUS,
flytur ávarp. Erindi flytja: Jóhann
Sigurjónsson, Tómas Ingi Olrich,
Halldór Ásgrímsson og Theódór
Halldórsson.
-SMJ
Ginsana sigrast á þrautum og þreytu.
í flókinni stöðu,
skerpir Ginsana einbeitinguna
Nú á sérstökum tilboðskjörum
Viö úrlausn flókinna verkefna reynir á
andlegan jafnt sem líkamlegan styrk.
GINSANA eflir kraft og þrek, eykur afköst,
vinnur gegn þreytu og gerir fólk hæfara til aö
standast betur hverskyns álag og streitu.
GINSANA er náttúruafurö sem hjálpar
mannslíkamanum til aö hjálpa sér sjálfur.
SÉRSTAKT TILBOÐ
í tilefni af heilsuviku í Kringlunni sem
hefst föstudaginn 10. febrúar, býður
Heilsuhúsið uppá GINSANA hylki og
næringarvökva á sérstökum tilboðskjörum.
Tilboöiö stendur til 15. mars eöa meðan
birgðir endast.
TILBOÐ1. Þú kaupir kassa með 30
GINSANA-hylkjum á aöeins kr. 723, og
færð í kaupbæti glas af MULTIVIT
fjölvítamlnum og steinefnum, sem annars
mundi kosta þig kr. 339.
TILBOÐ 2. Þú kaupir flösku af GINSANA
TONIC (næringarvökvi) fyrir aöeins kr. 723,
og færö í kaupbæti glas af MULTIVIT
fjölvítamínum og steinefnum.
TILBOÐ 3. Þú kaupir kassa meö 100 hylkjum
af GINSANA fyrir aðeins kr. 2.067, og færð
í kaupbæti glas meö 180 töflum af MULTIVIT
fjölvítamínum og steinefnum, sem annars
mundi kosta þig kr. 768.
BÆTT HEILSA - BETRA LÍF
HDheilsuhúsið
Skólavörðustlg 1A sími 22966 og Kringlunni 8-12 slmi 689266
Jafn hæfilegur hraði
sparar bensín og mmnkar
slysahættu. Ekki rétt?
yUMFERÐAR
RÁÐ
Endurski
í skam