Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1989, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1989. 3 dv Fréttir Mörg þingmál sljórnarinnar óafgreidd Þinglok verða á Alþingi laugardag- inn 6. maí samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Mikið af málum ríkis- stjómar em enn óafgreidd, en í fyrradag var síðasti frestur til að leggja fram mál sem afgreiða á fyrir þinglok. Rikisstjórnin hefur gert óformleg- an lista yfir þau mál sem hún vill að séu afgreidd og er ljóst að þau munu sum hver verða mikil deilumál. Um helgina lágu 23 stjómarfrumvörp fyrir neðri deild en 14 fyrir neðri deild, en rúmlega 20 stjórnarfmm- vörp vom lögð fram í fyrradag. Mestar deilur vekur án efa hús- bréfafrumvarpið og fnunvarp sjáv- arútvegsráðherra um úreldingarsjóð fiskiskipa sem lagt var fram í gær. Einni umræðu er lokið um húshréfa- frunivarpið og er gert ráð fyrir að það komi frá félagsmálanefnd neðri defidar í næstu viku. Þá er dómsmálaráðherra með um- deilt mál í gangi sem er um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði. Þetta mál erfði Halldór frá Jóni Sig- urðssyni en mikil andstaða var við það meðal sjálfstæðis- og framsókn- armanna í fyrra þegar það var lagt fram. Þá endaði það í milliþinga- nefnd. Forsætisráðherra er enn með frumvarp sitt um launavísitölu í fyrri deild. Menntamálaráðherra ætlar ekki að leggja fram nýtt útvarpslagafrum- varp núna og þá ætlar hann að geyma frumvarp um kvikmynda- stofrnm, grunnskóla og listaháskóla. Hann sagðist þó hafa nokkur mál sem hann ætlaði að láta ljúka núna og þar á meðal frumvarp um fram- haldsskóla og þjóðarhókhlöðu og endurbætur menningarbygginga. Félagsmálaráðherra er með tvö flókin frumvörp í gangi fyrir utan húsbréfafrumvarpið en það er frum- varp um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og meðfylgjandi frum- varp um tekjustofna sveitarfélaga. Landbúnaöarráðherra var iðinn við að senda frumvörp inn á þing í fyrradag og birtust þar meðal annars frumvörp um Hagstofnun landbún- aðarins, skógvemd og skógrækt og breytingu á lögum um innflutning búfjár. Fyrir átti hann meðal annars búræktarlög á Alþingi. Viðskiptaráðherra er með í gangi lög um viðskiptabanka og sparisjóði sem em í seinni deild. Þá er hann einnig í gangi með frumvarp um hlutafélög. Utanríkisráöherra er eini ráðherr- an sem ekki bíður með frumvarp til afgreiðslu. -SMJ Ekkert loforð umfastgengi „Forsætisráðherra og fjármálaráð- herra lýstu því yfir við gerð samning- anna að gengið yrði ekki fellt í bráð. Okkur var hins vegar neitað um lof- orð um að það yrði ekki gert á samn- ingstímanum. En það var kveðið mjög sterkt aö orði um að gengis- felling yrði ekki nema í nauð ræki og svo er ekki nú,“ sagði Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, mn yfir- lýsingu Halldórs Ásgrímssonar sjáv- arútvegsráðherra um að gengissig væri óumflýjanlegt. „Við spyrjum hvort menn æth að gefast upp á þeirri leið að taka raun- hæft á málum með tilliti til einstakra fyrirtækja og atvinnusjónarmiða í byggðarlögum, það er að líta upp úr meðaltölum, eða hvort menn ætli að halda sig við hrossalækningar geng- isfelhnganna og dæla verðbólgu yfir allt þjóðfélagið. Gengisfelling færir peninga frá launafólkinu til atvinnu- rekenda og þá jafnt til þeirra sem standa vel og þeirra sem standa illa. Við viljum koma í veg fyrir atvinnu- leysi en til þess þarf að beita raun- hæfum aðgeröum. Sagan hefur margsannað að gengisfelling er ekki leið til þess,“ sagði Ógmundur. gse Til þess að kynnast landi og þjóð er nauðsynlegt að leita út fyrir borgirnar. Á bílaleigubíl, með lestum eða rútum, siglandi eftir skurðum og síkjum eða jafnvel gangandi. Norður-England og þjóðgarðarnir Lake District, North York Moors, Yorkshire Dales og Peak District búa yfir heillandi ósnortinni náttúrufegurð ásamt ijölskrúðugu jurta- og dýraríki sem löngum hafa heillað göngugarpa og náttúruunnendur. \ Cornwall. Að aka milli litlu ftskiþorpanna á Cornwallskaganum er eins j \ og að skjótast aftur í aldir. Myndræn fegurð t.d. Clovelly, Lynton og jj \ Lynmouth er ógleymanleg og Jamaica-kráin á Bodmin Moor er jafn 1\ dulúðug og í samnefndri sögu Daphne de Maurier. Suður-England hefur sannarlega margt að bjóða þeim sem njóta vilja sólar og skemmtunar. Einkar milt loftslag, ljós strandlengja, pálmatré og annar suðrænn gróður hafa gert suðurströndina að einum vinsælasta sumarbaðstað í norðanverðri Evrópu. Wales. Óvíða er að finna jafnmarga sögufræga kastala og kastalarústir og í Wales. I grasi grónum hlíðunum, innan um sauðfé á beit eða sitjandi við i lítið vatn með stöng, gætirðu haldið að þú værir eina manneskjan í \ heiminum. Skotland. Skosku hálöndin hafa árum saman dregið að ferðamenn, með hinu dularfulla Loch Ness, undurfagra Loch Lomond og hinu sérstæða Great Glen, ekki síður en hinir heimsþekktu skosku golfvellir. Leitaðu ekki langt yfir skammt. Fáðu nánari upplýsingar hjá söluskrifstofum Flugleiða, Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringlunni, eða hjá ferðaskrifstofum og umboðsmönnum um land allt. FLUGLEIDIR BRESKA FERÐAMÁLARÁÐIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.