Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1989, Blaðsíða 28
28 Andlát Bjarni Daníelsson, Holtsgötu 13, ReyKjavík, andaðist að heimili sínu mánudaginn 10. apríl. Bjartmar Þorbergur Magnússon lést í Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaup- stað 10. apríl. Hrafhkell Elíasson frá Hailgeirsstöö- um, Jökulsárhlíð, Lagarási 23, Fellabæ, andaðist í sjúkrahúsinu að Egilsstöðum að kvöldi 9. apríl. Sigurgeir Guðbrandsson, bóndi á Heydalsá í Strandasýslu, andaðist í Landspítalanum 10. apríl. Jarðarfarir Daníel Stefánsson múrari, Reykja- hlíð 14, Reykjavík, verður jarðsettur frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 12. april kl. 13.30 (ath. breyttan tíma). Málfríður Sigurðardóttir, Kleppsvegi 52, er látin. Jarðarfórin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Valdís Þorgrímsdóttir lést 2. apríl. Hún var fædd 5. nóvember 1922 í Tjamarkoti í Biskupstungum, dóttir hjónanna Þorgríms Grímssonar og Guðrúnar Guðmundsdóttur. Eftirlif- andi eiginmaður hennar er Jón Mýrdal Jónsson. Þau hjónin eignuð- ust einn son. Útför Valdísar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Fundir Skotreyn Fræðslufundur verður í Veiðiseli, Skemmuvegi 14, í kvöld, 12. apríl, kl. 20.30. Dr. Sturla Friðriksson: Hafls og ís- bimir. Videomynd um ísbimi í Man- itoba, Kanada. Veitingar. Kvenfélag Kópavogs heldur félagsfund á morgun, fimmtudag, kl. 20.30 í Félagsheimilinu. Gestur fund- arins verður frú Kristín Gestsdóttir og mun hún sýna smáveislurétti. Konur mæti með hatta. Opinn fundur ITC Melkorku verður haldinn í kvöld, 12. apríl kl. 20 í Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi í Breiðholti. Stef fundarins er: Það þarf tvo til að deila - tvo sem hafa rétt fyrir sér. Á dagskrá eru m.a. pallborðsumræður, rætt verður um hvort verkfallsrétturinn sé úreltur. Heildarhæfhismat verður á fundinum fi-amkvæmt af félaga frá ann- arri deild innan ITC. Upplýsingar gefa Guðrún s. 46751 og Herdís s. 72414. Fund- urinn er öllum opinn. Mætið stundvís- lega. Digranesprestakall Kirkjufélagsfundur verður í safnaðar- heimilinu við Bjamhólastíg fimmtudag- inn 13. aprfl kl. 20.30. Hermann Lund- holm les sögu sem hann hefur þýtt úr Esperanto. Jóhanna Bjömsdóttir sýnir myndir. Kaffiveitingar. Helgistund. Tónleikar Tónleikar í Duushúsi HUómsveitin Stiftamtmannsvalsinn heldur tónleika í Duus húsi í Fisher- sundi, í kvöld, 12. aprfl og hefjast þeir um kl. 22.30. Einnig koma ffam tvær gestahljómsveitir. Miðaverö 300 kr. Tónlistfyrirhorn Þrettándu áskriftartónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands verða haldnir í Há- skólabíói fimmtudaginn 13. aprfl og hefj- ast kl. 20.30. Einleikari veröur breski homleikarinn Ifor James og hljómsveit- arstjóri Petri Sakari, aðalstjómandi Sin- fóniuhljómsveitarinnar. Efnisskráin verður óvenju fjölbreytt að þessu sinni, en flutt verða verkin: Sinfónía nr. 35 „Haffher" eftir Mozart, Konsert fyrir piccolohom eftir Neruda, Homkonsert eftir Gordon Jacob og Bachianas Brasi- leiras nr. 2 eftir Villa-Lobos. Það skiptast þvi á klassísk verk Mozarts, nútímaverk Nemda auk suður-amerískrar, stemm- ingar Villa-Lobos og unnendur homleiks verða vart sviknir í homkonsert Gordon Jacobs. Tilkyimingar Flóamarkaður F.E.F. Félag einstæðra foreldra heldur flóa- markað í Skeljanesi 6, Skeijafirði, tvo næstu laugardaga kl. 14-17. Komið og gerið góð kaup. Námsstefna Fyrir milligöngu Emu Bryndísar Hall- dórsdóttur, Endurskoðun og reikiússkil hf., sem er aðili að Arthur Young Inter- national, mun aðalhöfundur bókarinnar, G. Steven Burrill, halda námsstefnu um þetta efni og þróun mála í Bandaríkjun- um. Efni bókarinnar verður kynnt og skýrt og fyrirspumum svarað. A náms- stefnunni mun G. Steven Burrill einnig ræða um fjármögnun og þróun hátækni- og liftækniiðnaðar í Bandaríkjunum en hann sér um árlega útgáfu bókar um þau þróunarmál. Námsstefnan verður haldin 17. aprfl nk.í húsnæði Stjómunarfélags- ins í Ánanaustuum 15 og stendur ffá kl. 14-18. Þátttaka tilkynnist Stjómunarfé- laginu í síma 621066. Lj'ósmyndasýning á Mokka Um síðustu helgi opnaði Eiríkur Guð- jónsson Ijósmyndasýningu á Mokkakaffi við Skólavörðustíg. Hann sýnir þar 25 svarthvítar ljósmyndir sem skiptast í þijá meginflokka eftir viðfangsefnum: myndir teknar í Hljómskálagarðinum sumarið 1981 þar sem steinar og gróður gefa tilefni tfl margvíslegra leikja með form, myndir teknar á Homströndum 1987 og sýna mannvistarleifar í eyði- byggð, og loks myndir frá Kúbu þar sem viðfangsefnið er iðandi mannlíf. Eiríkur fæddist í Reykjavik 1954 og hefur verið áhugaljósmyndari frá unglingsárum. Hann hefur m.a. tekið ljósmyndir fyrir leikhús. Þetta er fyrsta sýning hans. Mini-golfmót Opna Coca Cola mótið í Mini-golfi verður haldið í minigolfsalnum að Armúla 20, nk. laugardag, 15. aprfl, kl. 11 f.h. Keppt verður í tveggja manna liðum með tvö- fóldu útsláttarfyrirkomulagi (það er að lið þarf að tapa tveimur leikjum til að detta úr keppni). Glæsileg verðlaun verða veitt fyrir þijú fyrstu sætin, ásamt meiri- háttar verölaunum fyrir að fara braut 11 holu á höggi. Öll verðlaun verða veitt af Coca cola. Hægt verður að skrá sig fram á síðasta dag eða til kl. 11 á laugardag. Upplýsingar og skráning í síma 678120. i uvjui i yuiuui lutjiiini oa ... íslensk tónverkamiöstöð hefur í sam- vinnu við Tónmenntakennarafélag ís- lands gefið út hefti með íslenskum lögum fýrir bamakór og ber það nafnið Fagurt galaði fuglinn sá... Fjórtán lög eru í heftinu og eru þau valin af Þórunni Bjömsdóttur, tónmenntakennara og stjómanda Bamakórs Kársnesskóla. Auk íslenskra þjóðlaga í útsetningu fyrir bamakór em í heftinu verk eftir þá Átla Heimi Sveinsson, Emil Thoroddsen, Jón Ásgeirsson, Jón Nordal, Þorkel Sigur- bjömsson og Þorstein Valdimarsson. Fagurt galaði fuglinn sá... er tfl sölu í íslenskri Tónverkamiðstöð, Freyjugötu 1, Reykjavik. ÞAKKARÁVARP Hjartans bestu þakkir til ykkar allra er gerðuð mér 70 ára afmælisdaginn minn, 20. mars 1989, að ógleymanlegum gleðidegi. Lifið heil, vinir mínir! ÁSGERÐUR GÍSLADÓTTIR ' » ' I ' \ I I J MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1989. Laxahafbeit Tilefnið er athugasemd Össurar Skarphéðinssonar um hafbeit, efni sem ég hef ætíð haft og hef enn mikinn áhuga fyrir. Ég birti raunar 15 bls. yfirlitsgrein um þetta efni í 11. tbl. Ægis 1983. Það sem fer hér á eftir er fyrst og fremst ætlað sem fróðlegt innlegg. Össur segir í fyrr- nefiidu útvarpsviðtali: „Það hefúr engin þjóð náö eins miWum ár- angri í hafbeit og íslendingar. Við stöndum þar framar en allar aðrar þjóðir, en hafbeit er samt sem áður í dag afskaplega lítUI hluti heildar- framleiðslu í fiskeldi og verður það áfram. En þetta er grein þar sem við getum skarað fram úr og eigum að leggja rækt við.“ Athugasemdir mínar ísland hefur sérstöðu að því leyti að það er eina landið á norðurslóð- um þar sem laxveiði er bönnuð í sjó. Því verða endurheimtur að öðru jöfnu miklu betri á sleppistöð- um við íslandsstrendur en í nokkru öðru landi. Þetta þýðir þó ekki að hafbeit sé ekki stunduð í öðrum löndum, enda er svo gert í ríkum mæh, eins og rakið verður hér á efdr. Þegar virkjanir í sænskum laxám skerða hrygningarsvæði ánna er viðkomandi rafmagnsfyrirtækjum gert að bæta skeröingu sjógöngu- seiða, sem virkjanimar valda, með því að framleiða og sleppa í ámar nægilegum íjölda hafbeitarseiða til að bæta skaðann. Einhvers staðar hef ég séð að áætlað sé að um 70% af öllum laxi Eystrasalts eigi upp- runa sem hafbeitarseiði framleidd í Svíþjóð. Þessi sænska hafbeitar- iðja hefur verið stunduð í meira en hálfa öld og munu meðalendur- heimtur seiðanna nálægt 15%, stundum um 10%, stundum um 20%. Endurheimtur íslenskra hafbeit- arstöðva hafa alla jafha verið léleg- ar, einkum í Kollafj arðarstöðinni eða á vegum hennar, þegar undan er skilinn árangur af tilraun dr. Jónasar Bjamasonar, er hann framkvæmdi fyrir um áratug, en þá urðu endurheimtur 20%. Haf- beitarstöðvar Vogalax á Vatns- leysuströnd og Lárósstöðvarinnar á norðanverðu Snæfehsnesi hafa þó náð betri árangri en Kohafjarð- arstöðin. Svíþjóð og ísland em einu Atlantshafslöndin sem stunda haf- beit að nokkm ráði. Fá má meiri afrakstur Áður en við víkjum að hinni stór- fehdu hafbeit á Kyrrahafi skulum við til viðmiðunar hafa í huga að heildarlaxafjöldi, sem að jafnaði veiðist árlega við ísland, er um 50.000 fiskar er vega samtals um 200 tonn og er þá ekki meðtalinn haf- beitarlax. Um hinar 5 laxategundir í Kyrra- KjaUarinn Björn Jóhannesson verkfræðingur hafi er það að segja að nær allur lax, sem nýttur er til matar, er veiddur í sjó en ekki í fersku vatni. En að sjálfsögðu er nægilegum fjölda hleypt í ámar tíl að hrygna og viðhalda stofninum. En þjóðim- ar sem búa við Kyrrahaf - Banda- ríkjamenn, Kanadamenn, Japanir og Rússar - hafa fyrir alhöngu sannreynt að fá má miklu meiri afrakstur af laxveiðum í sjó ef lax- inn, sem er á leið í ámar, er nýttur til framleiðslu hafbeitarseiða held- ur en að hann fái að hrygna í ánum og náttúran sé síöan látin sjá um uppeldi seiðanna. Hér skulu nefnd nokkur dæmi. Haustið 1981 fór ég í kynnisferð til Washingtonfylkis á vestur- strönd Bandaríkjanna og til Al- aska. í nágrenni Seattleborgar heimsótti ég tvær mjög afkasta- miklar seiðaeldisstöðvar sem fram- leiddu aðahega silfurlaxseiði (coho lax) til hafbeitar. í Suðaustur-Alaska heimsótti ég stöð sem tók þetta haust um 100 mihjónir laxahrogna í klak, aðal- lega bleiklax en nokkuð af blálaxi (chum laxi). Daginn sem ég dvald- ist í stöðinni var 6 mihjónum hrogna komið fyrir í klak. Vegna hafbeitar í Alaska er áætlað að lax- veiði í hafinu aukist um 1 milljón laxa á ári. Eftir nokkru aö slægjast Japanir leggja mikla áherslu á framleiðslu blálax sem er mjög verðmætur þar í landi. Með því að fara rétt með hafbeitarseiði þessar- ar tegundar telja þeir að auka megi endurheimtur frá um 1% fyrir náttúrleg seiði í 4% fýrir hafbeitar- seiði. Því reyna Japanir að ná sem mestu af þeim laxi sem gengur í ámar og kreista til klaks. Svo dæmi sé nefnt þá veiddust árið 1975 16 milljónir blálaxa sem áttu uppruna í hafbeitarseiðum. Japanir telja að kostnaðurinn við að framleiða til hafbeitar þróttmikil blálaxaseiði sé um 4% af verðmæti þess fuhvaxna lax er síðar skilar sér. Dr. Donaldson, fyrrverandi próf- essor við háskólann í Seattle, heimskunnur vísindamaður og lærifaðir fyrrverandi og núverandi veiðimálastjóra okkar, fræddi mig m.a. á því í umræddri kynnisför að á eyjunni Sakhahn, sem hann heimsótti í boði Sovétstjómarinnar (Rússar hirtu eyjuna af Japönum í lok síðari heimsstyxjaldarinnar), væra sett í klak árlega um 1200 milljónir bleiklaxahrogna og væri afraksturinn að jafnaöi um22 millj- ónir laxa eða 44.000 tomi á ári. Þetta er rúmlega 400 sinnum meiri laxa- fiöldi en árleg hehdarveiði okkar. Þegar dr. Donaldson heimsótti Sak- halin stöðina vom þar 43 menn við hrognatöku. Fyrmefnd staðhæfing Össurar um að engin þjóð hafi náð eins miklum árangri í hafbeit og íslend- ingar og að þar stöndum við framar en ahar aðrar þjóðir er því fiar- stæða! Að lokum þetta: Yrðu úthafsveið- ar Færeyinga og Grænlendinga minnkaðar frekar frá því sem nú er, og helst aflagðar með öhu, þá er það trúa mín að með réttu og vönduðu eldi og meðferð sjógöngu- seiða mætti að meðaltah fá um 20% endurheimtur hafbeitarseiða hér við land. Byggi ég þessa ályktun m.a. á fyrmefndum árangri dr. Jónasar Bjamasonar og hinum stórkostlega árangri sem náðst hefur á Kyrra- hafssvæöinu, að vísu með aðrar tegundir en Atlantshafslax. Með slíkum árangri myndu íslendingar væntanlega standast fyllilega sam- keppni við hvers konar framleiðslu á Atlantshafslaxi, hvar svo sem væri. Það er því eftir nokkm að slægjast um vandaða hafbeitar- starfsemi hér við land. Bjöm Jóhannesson . þá er það trúa mín að með réttu og vönduðu eldi og meðferð sjógöngu- seiða mætti að meðaltali fá um 20% endurheimtur hafbeitarseiða hér við land.“ Áskorun til skotveiðimanna Tími farfuglanna er runninn upp. Nú eru farfuglamir, stórir og smáir, á leið eða komnir yfir hafið, tfl varpstaða og sumar- heimkynna hér á landi eða með viðkomu hér á leið enn lengra norður á bóginn. Af gefnu tflefni vill Skotveiðifélag íslands vinsamlegast hvetja alla skotveiðimenn að virða óskráðar siðareglur og íslensk lög, sem banna dráp gæsa á vorin. Sér- stök athygli er vakin á helsingjum, sem hafa hér viðkomu á leið sinni til Græn- lands, en rannsóknir sýna að stofninn má ekki við frekari afiöÚum en orðið er. Veiðimenn - það er í okkar þágu að virða lög og rétt. Ljóðakvöld { kvöld, 12. apríl, kl. 20.30 verður haldið ljóðakvöld í listasal Nýhafnar að Hafnar- stræti 18 en þar stendur nú yfir sýning á lágmyndum eftir Ingibjörgu Jónsdóttur. Að venju koma fram bæði þekkt og óþekkt skáld, sem sjaldan hafa kveðið sér hljóðs, og einnig skáld sem hafa getið sér góðan orðstír í gegnum tíðina. Þau sem lesa úr verkum sínum eru Nína Björk Ámadóttir, Þorgeir Þorgeirsson, Hans- f ína Ingólfsdóttir, Einar Már Guðmunds- son, Friðrik Guðni Þorleifsson, Gunnar Kristinsson, Guðrún Guðlaugsdóttir, Björg Einarsdóttir, sem flytur áður óbirt ijóð eftir Oddnýju Kristjánsdóttur í Feijunesi, og Elísabet Jökulsdóttir. Kynnir er Ari Gísli Bragason. Kaffiveit- ingar em í hléi. Myndakvöld Ferða- félags íslands Miðvikudaginn 12. aprfl verður mynda- kvöld á vegum F.í. í Sóknarsalnum, Skip- holti 50a, og hefát kl. 20.30 stundvíslega. Á dagskrá verður: 1. Siguröur G. Tómas- son útvarpsmaður sýnir myndir og kort frá Reykjanesskaga og spjallar um fá- famar slóðir. Ferðafélagið skipuleggur dagsferðir um ReyKjanesskaga allt árið um kring og ætti áhugafólk um göngu- ferðir ekki að láta þessa sýningu og spjall Sigurðar ffamhjá sér fara. 2. Þorvaldur Öm Ámason og Jóhanna B. Magnús- dóttir segja í máli og myndum frá skíða- gönguferð Ferðafélagsins um síðustu páska. Ferðinni var heitið til Land- mannalauga en vegna ófærðar var snúið við og haldið til Þórsmerkur á gönguskíð- um. Þau segja frá þessari ævintýralegu ferð. Kafiiveitingar í hléi. Aðgangur kr. 150. Allir velkomnir félagar og aðrir. Það er þess virði að fræðast um eigið land og um leið kynnast feröum Ferðafélagsins. Gölluð neyðarskot í haglabyssur Komið hefur í ljós að hluti sendingar af neyðarskotum í haglabyssur er gallaður. Skotin em af gerðinni „Starlight" og ætl- uð í haglabyssur nr. 12. Sendingin kom tfl landsins í septembermánuöi sl. og hafa skotin verið seld í sportvöm- og skotfæraverslunum. Skothylkin em úr plasti í skærum rauögulum lit. Þau vom seld i fimm stykkja pökkum merktum framleiðandanum F. Feistel GmbH & Co. KG„ Þeir, sem hafa slík skot undir hönd- um og hafa keypt þau í septembermánuði sl. eða síðar, em beðnir að skila þeim til söluaðila og munu þau þá veröa endur- greidd. Tekið skal fram að gallinn er ekki þess eðlis að skotin séu hættuleg, en þau geta veitt falskt öryggi. Tapaðfundið Kolsvartur kettlingur, u.þ.b. mánaða, sennilega högni, fannst í Skipholti. Hann er mjög gæfur. Upplýsingar í síma 609230 eða 22067 á kvöldin (Rúna).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.