Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1989, Blaðsíða 26
26
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1989.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði . . .
Tom Cruise
gengur flest í haginn þessa dag-
ana - að minnsta kosti í leiklist-
inni. Hins vegar hafa ýmsar kvik-
myndatökur sett mark sitt á hann
ef marka má nýjustu fréttir. Fyr-
ir nokkru var hann við tökur í
Thailandi og smitaðist af slæm-
um hitabeltissjúkdómi. Sjúk-
dómur þessi á það til að taka sig
upp hvenær sem er og verður
leikarinn þá að leggjast fyrir. í
þessum veikindum nýtur hann
fómfúsrar hjúkrunar eiginkon-
unnar Mimi Rogers.
Sylvester
Stallone
flúði nýlega úr fangelsi í New
Jersey. Ekki hafði kappinn neitt
til saka unnið sem kostaði hann
þessa fangavist, heldur var hann
að kynna sér aðbúnað vegna
kvikmyndar. Ýmsum gæti dottið
í hug að ástæða flóttans væri
slæmur aðbúnaður en því er ekki
að heilsa. Samfangamir gerðu
grín að hetjunni og töluðu í hálf-
kæringi um Brigitte og nýja kær-
astann, fótboltahetjuna Mark
Gastineau.
Glenn Close
er orðin þekkt sem þessi fallega
en illkvittna kona. Auðvitað er
hún ekki svona í einkalífinu held-
ur lifir venjulegu fjölskyldulífi.
Nýlega sagði hún frá því að einn
stærsti kosturinn við bameignir
væri að nú væri hún ekki lengur
flatbijósta. Sjö vikum eftir bams-
burðinn hófust tökur á kvik-
myndinni Dangerous Liasions
þar sem hún leikur markgreifafr-
úna de Mertuil. Þar klæðist hún
tísku 18. aldar þegar kjólamir
vom flegnir niður á barm.
Það fengu fleiri koss en sigurvegarinn. Hér gengur þokkadís á röðina og kyssir alla þátttakendur í bak og fyrir.
Eiður Eysteinsson, 18 ára Reykvíkingur, var valinn herra Island síðastliðið
fimmtudagskvöld. Margar urðu til að fagna glæsilegasta manni á landinu
Herra ísland ásamt foreldrum sinum, Eysteini Arasyni og Valdfsi Ragnars- og hér hafa tvær yngismeyjar komist að. Ekki var laust við að töluvert af
dóttur. varalit væri i andliti sigurvegarans þegar yfir lauk.
Herra ísland 1989
Þyngsta hljóm-
sveit heims
Breska hljómsveitin Mammoths
eða Loðfílaniir sem heimsótti ísland
á dögunum vakti óskipta athygh
þungarokksaðdáenda og er eitt laga
þeirra félaga þegar komiö inn á vin-
sældalista rásar 2.
Þessir fjallmyndarlegu piltar státa
af þvi að vera þyngsta hljómsveit
heims og vega þeir samanlagt um
eitt tonn sem þýðir að meðalþyngdin
er rúm 166 kíló.
Söngvari hljómsveitarinnar var
óneitanlega þeirra þrekvaxnastur
að öðrum ólöstuðum. Megingjörðin
skartar mynd af loðfil i samræmi við
nafn sveitarinnar.
Bassaleikari Loðfílanna ranghvolfir
augunum af innlifun.
Rúmlega 100 börn voru í kirkjunni. DV-mynd SÆ
Sameiginleg barnaguðs-
þjónusta í Heydalakirkju
- böm og unglingar komu frá sex stöðum á Austfjörðum
Sigurður Ægiason, DV, Djúpavogi;
Á pálmasunnudag var mikið um
að vera í Heydalakirkju í Breiðdal
því rúmlega hundrað böm og ungl-
ingar voru þar saman komin úr Fá-
skrúðsfirði, Stöðvarfirði, Breiðdal,
af Berufjarðarströnd, Djúpavogi og
úr Álftafirði í fylgd sinna presta.
Var þama um að ræða tflraun ná-
grannaprestakallanna til samstarfs
og þótti guðsþjónustan takast ágæt-
lega. Séra Gunnlaugur Stefánsson
þjónaði fyrir altari og gat þess við
bömin að trúlega væri þama saman
kominn stærsti kirkjukór á Aust-
fjörðum þá stimdina og létu bömin
ekki sitja við orðin tóm, heldur
sungu af þjartans lyst svo að heyrð-
ist langa vegu. Eiginkona Gunn-
laugs, séra Sjöfn Jóhannesdóttir, er
þjónar á Fáskrúðsfirði í veikindafor-
fóllum séra Þorleifs Kristmundsson-
ar, las fyrir bömin sögu, en Djúpa-
vogsklerkur ofanritaður sá um tón-
listina.
Eftir guðsþjónustuna var boðið upp
á hressingu í félagsheimilinu í
Breiðdal og síðan ekið heim á leið.
Vísast mun framhald verða á þessari
samvinnu nágrannaprestanna enda
var fastmælum bundið að hittast
næst í kirkjunni á Djúpavogi.