Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1989, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1989, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 12. APRlL 1989. 25 Lífsstm Hvemig er best að þrífa marmara? Marmari er vinsæll í borðplötur í eldhús, baðherbergi og ekki síst stofuborð. Marmari eða granít? Steiíiefní eru ekki síður notuð. í borðplotm- og á gólf en viður ýmiss konar. Vinsæluststeinefna í borðplötur eru marmari og granít. En hver er munurinn á þessum tveimur tegundum og hvor hentar betur? Granít og marmari eru ipjög ólíkar steintegundir. Granít er djúpberg, stórkomótt storkuberg ur feldspati, kvarsi og glimi sem harðnar mjög hægt Marmari er aftur á móti kalksteinn sem myndast við setlög. Miðað við mælikvarða demants, sem er liarðastur allra steintegunda og hlýtur mælieininguna 10, fær granít raælieininguna 6-7 en marraari 3-4. Granít er þar af leiðandi töluvert harðara en marmari og þolir betur hnjask. Eðlisþyngd teggja er mjög svip- uð og ekki ura mikinn byngdar- mun að raröa. Yfirborðsmunur í útliti er auðvelt að greina i sundui’ þessar tvær tegundir, marraari hefur æðótt yfirborð en granít kornótt. Hægt er að fá bæði marmara og granit í ijölda lita þó aö ljósir hbr, hvitt, grátt og brúnleitt, seu allajafna vinsælastir. Þá eru dekkri litir, til að raynda svart og grænleitt, mun dýrari en ijós- ir, munurinn getur veriö allt að þrefaldur. Ástæöan er raeiri framleiðslukostnaöur dekkri lita og meira affaU í ffamleiðslu. Þar sem marmari er mun mýkri en granít rispast hann frekar. Marmari er einnig skítsæknari og blettast frekar. Granít heldur gljáa sínum vel, mun betur en mannari sem oft er keyptur matt- ur því þannig heldur hann sér betur í tímans rás. Þá ber einnig að haía í huga að margir litir í mai-mai'a upplitast í sóiarljósi. Á góff, veggi og borð Bæði rnarraari og granit eru notuð á gólf, veggi og borðplötur. Kostnaöur er mismunandi eftir notkun, fullunnin, 3 sentímetra þykk steinplata á borð kostar mn 20 þúsund krónur á fermetra að meðaltali. Þá er reiknað með skurði eftir máli og öEum frá- gangi, þ. á m. ísetningu. FHsar eru ódýrari en þar getur einnig veriö um mikinn mun að ræöa. Þær kosta frá tæpum 3.000 krónum upp í tæplega 9.000 krón- ur á fermetra. Grarnt er að jaín- aði dýrara en marmari og getur munað mn 15-20 prósentum. SíðastUðin ár hafa vinsældir graníts aukist töluvert hér á landi og hefur kostnaðannunurinn á því og marmara minnkað mikið. Marmari hefur löngum verið vinsæU í borðplötur, á gólf og aðra fleti í eld- húsum, á baðherbergjum og í stofum. En þó að marmaraplötur séu harðar viðkomu eru þær gljúpar ekki síður en viðarplötur og geta komið í þær skorur. I tímans rás munu því fest- ast í þeim ýmis óhreinindi sem erfitt getur reynst að ná úr. Það ber að hafa í huga að hinir ýmsu hreinsUegir eru mjög misgóðir á marmara. Litarmunur getur orðið eða marmarinn rispast sé hann gljá- fægður. Við hreinsun borgar sig því að hreinsa fyrst blett þar sem Utið ber á, s.s. við horn, áður en stór flöt- ur er hreinsaður. Heilræði TU að ná óhreinindum af marmara- plötum, sem sápulögur vinnur ekki á, er gott að nota ammoníakshreinsi- lög og fremur harðan bursta. Nagla- bursti er í flestum tilfeUum of harður tíl nota á marmara og eru burstar með gerviþráðum ýmiss konar betur tíl þess fallnir. Þá getur sítrónusaíi reynst góður tíl að ná fóstum blettum. Skerið sítr- ónuna í tvennt, stráið salti í sár ann- ars helmingsins og nuddið varlega yfir blettinn. Þvoið af með sápu og vatni. Myglublettum á marmara er best að ná af meö blöndu af vatni, klór og sápu. Á erfiðari bletti, s.s. þá sem koma í kringum baðkör og sturtu- klefa, er best að nota sérstakan hreinsUög sem ætlaður er tíl að hreinsa myglubletti. Heimatilbúinn hreinsilögur Fitu- og oUubletti sem og sótbletti getur reynst erfitt að fjarlægja af marmaraplötum sé ekki brugðist við á skjótan hátt. í tilfellum þegar slíkir blettir hafa náð að festast getur reynst vel að leggja þar tíl gerðan bakstur á blettinn. um hálftommu þykkan, og hylja hann með plast- filmu. Slika bakstra er hægt að útbúa á einfaldan hátt heima fyrir. Sem grunnefni er tilvaUð að nota gifs og blanda svo hreinsiefni saman við hann. Hvítar eldhúsrúUur, sem tætt- ar hafa verið í mjórar ræmur, geta einnig reynst gott grunnefni. Útbúið deig, svipað að þykkt og venjulegt kökudeig, með því að blanda hreinsUegi saman við grimn- efnið. Hreinsiefnið er mismunandi eftir blettum en tíl að hreinsa sýru- bletti, s.s. appelsínusafa, vín o.þ.h., er þjóðráð að blanda ammoníaki eða klór saman við grunninn. A fitu- bletti, tU að mynda smjör, er gott að nota aseton en á sótbletti geta bökun- arsóti og klór, blandað saman við grunnefnið, reynst drjúgt hreinsi- efni. Sé bletturinn mjög gamali er best að láta baksturinn liggja í um tvo sólarhringa áður en plastfilman er fjarlægð. Látið síðan baksturinn þoma að mestu og fjarlægið varlega. Hreinsið vel með vatni. Blettir, sem látnir hafa verið óá- reittir lengi, geta verið mjög fastir og því getur reynst nauösynlegt að endurtaka hreinsunina oftar en einu sinni. Hreinsið reglulega Reglubundin hreinsun og bón geta komið í veg fyrir að óhreinindi setj- ist á marmaraplötur og haldið yfir- borðinu fallegu og hreinu lengur en ella. TU er sérstakt marmaravax sem best er að nota tU að bóna marmara- fleti. Varist að nota olíur eða mjúkt bón á marmara því það gæti fram- kallað Utarmun. Skorur og rispur geta komið í marmara. í hágljáamarmara borgar sig að leita tU fagmanna en ef marm- arinn er orðinn mattur er hægt að nota vatnspappir til að shpa yfir- borðið. En notið ekki sUkan pappír á marmara sem enn heldur gljáa. -StB Eins og sést á þessari mynd er yfirborð marmara æðótt. DV-myndir Brynjar Gauti Vorhreingemingar í baðherbeiginu Vorhreingemingar eru nú hafnar á mörgum heinúlum. Hér á eftir koma nokkur góð ráð sem gott er að grípa til við hreinsun í baðherbergj- um. Hafa ber í huga að fletir taka mis- vel við hreingemingu, Utamismunun getur átt sér stað, fletir rispast eða blettast. Því er ráðlagt að hreinsa fyrst blett þar sem Utið ber á áður en ráðist er í að hreinsa stóra bletti. Baðkarió hreinsað Á markaðnum er til hreinsUögur sem hreinsar af baðkörum föst óhreinindi vegna kísUs í vatni. Þessi lögur er íslensk framleiösla sem fæst í bygginga- og heimUisvömverslun- um. KísUhreinsUögur þessi er gerður tíl að hreinsa flísar, postulín (glerung á baðkörum), krómað og ryðfrítt stál. Heimilið Berið löginn á rakan flöt með klút. Látið standa í um 5 mínútur en var- ist að efnið þomi. Nuddið síðan blett- inn með grófum klút eða með göml- um uppþvottabursta. Tuskur duga alla jafna ekki þar sem um er að ræða bletti sem hafa náð að festast vel. Þar sem sýra er í þessum hreinsi- legi er ráðlagt að henda burstanum eða klútnum eftir notkun. SkoUð síð- an vel með vatni. Sé bletturinn ipjög gamall þarf oft fleiri en eina yfirferð. Varist að láta efnið snerta húð og berið hanska og hlífðargleraugu. Blettahreinsun Ljósa bletti á baðkörum og vöskum má oft ná úr með sítrónu. Skerið sítr- ónu í tvennt og nuddið öðmm hlut- anum á blettinn. SkoUð með vatni. Ryðbletti má fjarlægja með blöndu af bóraxi og sítrónusafa. Óhreinindabletti af flísum má íjar- lægja með blöndu af ammoníaki, ed- iki, matarsóta og vatni. Notið hálfan boUa af ammóníaki og ediki í fimm lítra af vatni en fjórðung úr boUa af matarsóta. Skolið vel á eftir. Baðtækin missa oft gljá sinn með mikiUi notkun og fá leiðinlega skán. TU að fá aftur faUegan gljáa á tækin er gott að hreinsa þau með tusku vættri í steinoUu. -StB Baðherbergið er eitt mest notaða herbergiö í íbúðinni. Þvi er nauösynlegt að hreinsa það reglulega. DV-mynd KAE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.