Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1989, Blaðsíða 27
27
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1989.
DV
Páll Halldórsson
Páll Halldórsson, formaður BHMR,
hefur verið í fréttum DV vegna
verkfalls og samningaviðræðna
BHMR. PáU er fæddur 4. ágúst 1950
í Rvík og lauk dipl. phys. prófi í
eðlisfræði í háskólanum í Göttingen
í Þýskalandi 1979. Hann hefur verið
eðlisfræðingur frá 1979 hjájarðeðl-
isfræðideild Veðurstofunnar og hef-
ur unnið við áhættumat með tilhti
til mannvirkjagerðar. Páll var í
stjóm Æskulýðsíylkingarinnar
' 196&-1970ogkjararáðiFélagsísl.
náttúrufræðinga frá 1986 og samn-
inganefnd frá vorinu 1987. Hann
hefur verið í launamálaráði BMHR
síðan haustið 1987 og formaður
BHMR frá mars 1988. Páll hefur
samið yfirhtsrit um Skagafjarðar-
skjálftann 1984 og ritumjarð-
skjálftaáhættu. Páll kvæntist 12.
september 1972 Sólveigu Ásgríms-
dóttur, f. 30. janúar 1947, sálfræðingi
á unglingageðdeild Landspítalans
við Dalbraut. Foreldrar Sólveigar
era Ásgrímur Albertsson gullsmið-
ur, fyrrv. skrifstofustjóri Utvegs-
bankans í Kópavogi, og kona hans
Anna Jóhannsdóttir. Dóttir Páls og
Sólveigar er Hallgerður, f. 29. ágúst
1974. Systur Páls eru Ásta, f. 6. mars
1955, fatahönnuður í Rvík, gift Ein-
ari Erlendssyni ljósmyndafræðingi,
EhnÝrr, f. 22. júní 1958, hjúkrunar-
fræðingur í Rvík, og Ólöf Eir, f. 4.
september 1969, nemandi.
Foreldrar Páls eru Halldór B. Stef-
ánsson, verslunarmaður í Rvík, og
kona hans, Hallgerður Pálsdóttir
verslunarmaður. Halldór er sonur
Stefáns, verkamanns í Stykkis-
hólmi, Halldórssonar, beykis og
skálds í Hafnamesi í Fáskrúðsfirði,
Halldórssonar Halldórssonar Hah-
dórssonar, b. í Krossgerði á Beru-
fjarðarströnd, bróður Gísla, langafa
Málfríðar, móður Jóhannesar
Gmmarssonar, formanns Neyt-
endasamtakanna. Gísh var einnig
langafi Garðars, fóður Guðmundar
alþingismanns. Hahdór var sonur
Halldórs, b. í Krossgerði, Gíslason-
ar, bróður Áma, langafa Guðmund-
ar, afa Emils Bjömssonar prests.
Annar bróðir Gísla var Brynjólfur,
langafi Gísla, langafa Ólafs Davíðs-
sonar, framkvæmdastjóra Félags
ísl. iðnrekenda. Systir Halldórs var
Margrét, langamma Eysteins Jóns-
sonar, fyrrv. ráðherra. Móðir Stef-
áns var Elísabet Brynjólfsdóttir, b.
á Karlsstöðum á Beruij arðarströnd,
bróður Helgu, móður Benedikts
Þórarinssonar kaupmanns, afa
Johns Benedikz læknis. Brynjólfur
var sonur Jóns, b. í Hvammi, Jóns-
sonar og konu hans, Guðnýjar Þor-
steinsdötttu-, b. á Þorvaldsstöðum,
Erlendssonar, b. á Ásurmarstöðum,
Bjamasonar, ættfóður Ásunnar-
staðaættarinnar, langafa Guðrúnar,
langömmu Hallgríms, föður Geirs
seðlabankastjóra.
Hallgerður er dóttir Páls, af-
greiðslumanns í Rvík, Þóroddsson-
ar, sjómanns á Sjávarbakka í Am-
ameshreppi í Eyjafirði, Símonar-
sonar. Móðir Páls var Hallgerður
Pálsdóttir, b. á Skeggsstöðum í
Svarfaðardal, Jónassonar. Móðir
Páls var Hallgerður Sigurðardóttir,
systir Þóm, móður Jóhanns, langaf-
a Guðjóns B. Ólafssonar, forstjóra
SÍS, Hafliða Hallgrímssonar sehó-
leikara, Þórunnar Ashkenazy og
HaUdórs, föður fréttamannanna
Atla Rúnars og Jóns Baldvins HaU-
dórssona. Móðir HaUgeröar yngri
var Elin Bjömsdóttir, b. og smiðs í
Enni í Viðvíkurhreppi, Gunnlaugs-
sonar, b. á Narfastöðum, Bjömsson-
ar, prests í Hvammi í Laxárdal,
bróður Þorgríms, langafa, Bryn-
hfidar, ömmu Jóns L. Ámasonar
stórmeistara. Bjöm var sonur Ar-
nórs, prests á Bergsstöðum, Ámas-
sonar, biskups á Hólum, Þórarins-
sonar. Móðir Áma var Ástríöur
Magnúsdóttir, prófasts í Hvammi í
Hvammssveit, Magnússonar, bróð-
ur Áma prófessors. Móðir Ástríðar
var Sigríður Jónsdóttir, systir Páls
Vídalín, lögmanns. Móðir Bjöms í
Hvammi var Margrét Bjömsdóttir,
prests í Bólstaðarhhð, Jónssonar,
föður Kristínar, langömmu Vigdísar
Finnbogadóttur. Björn var einnig
faðir Ehsabetar, langömmu Sveins
Fólk í fréttum
Páll Halldórsson.
Bjömssonar forseta, Jóns Þorláks-
sonar forsætisráðherra og Þórunn-
ar, móður Jóhanns Hafstein forsæt-
isráðherra. Móðir Gunnlaugs var
Helga Eiríksdóttir, prests á Staðar-
bakka, Bjamasonar, föður Jóns, afa
Jóns Þorlákssonar forsætisráð-
herraoglangafaSigurðarNordal. •
Móðir Elínar var HaUdóra Magn-
úsdóttir, b. í Enni, Gunnlaugssonar
og Helgu Jónsdóttur, b. í Stóra-
gerði, Vigfússonar. Móðir Jóns var
Valgerður Jónsdóttir, b. á Skeggs-
stöðum Jónssonar, ættföður
Skeggsstaðaættarinnar.
Afrnæh
Bæring Þ. Þorbjömsson
Bæring Þorbjöm Þorbjömsson, sjó-
maður frá ísafirði, nú til heimiUs
að Miðvangi 41 í Hafnarfirði, er átta-
tíu og fimm ára í dag.
Bæring fæddist að Steig í Veiði-
leysufirði í Grunnavíkurhreppi.
Hann flutti þaðan fjögurra ára með
foreldrum sínum til Bolungarvíkur.
Eftir rúmt ár í Bolungarvík var
hann sendur til föðurafa síns, Guð-
mundar Þorvaldssonar, og konu
hans, Svanborgar, að Kjaransvík á
Ströndum en stuttu síðar komu for-
eldrar Bærings að Kjaransvík og
bjuggu þar í tvíbýh með Guðmundi
og Svanborgu. Á tíunda árinu fór
Bæring til Hesteyrar til hjónanna
Eiríks Benjamínssonar og Elísabet-
ar Halldórsdóttur. Þar ólst hann upp
og gekk í skóla til fimmtán ára ald-
urs. Frá Hesteyri flutti Bæring svo
til foreldra sinna að Steinólfsstöðum
í VeiðUeysufirði en þangað fluttu
þau frá Kjaransvík. Eftir rúmt ár á
Steinólfsstöðum missti hann móður
sína og flutti þá tU Hnífsdals með
föðurömmu sinni og systkinum.
Hann var þar í eitt ár og fór síöan
í vinnumennsku til Einars Guð-
laugssonar að Kolsá í Jökulfjörðum
þar sem hann var í þijú ár. Hann
fór svo aftur í Hnífsdal og þaðan til
Frímanns Haraldssonar á Horni þar
sem Bæring var í önnur þijú ár.
Hann bjó síðan í Hnífsdal næstu tíu
árin og stundaði sjóinn á árabátum
og stærribátum.
Bæring keypti sér árabát 1928 sem
hann nefndi Unu, setti í hann vél
og sótti fast á honum öU vor, sumur
og haust, allt til ársins 1986. Á stríðs-
árunum sótti hann aUan ársins
hring.
Bæring kvæntist 30.3.1929 Ólöfu
Jakobsdóttur frá Aðalvík. Þau hófu
sinn búskap í Hnífsdal og bjuggu
þar til 1939 en fluttu þá til ísafjarð-
ar. Þar vann Bæring við fiskverkun
á vetuma, lengst af í Hraðfrystihúsi
Norðurtangans.
Þau hjónin fluttu síðan til Hafnar-
fiarðar 1974 þar sem þau em búsett
ídag.
Bæring og Ólöf eignuðust fiögur
böm: Guðrún, f. 24.12.1928, húsmóð-
ir í Hafnarfirði, ekkja eftir HaUdór
Einarsson netagerðarmann, d. 16.4.
1979; Margrét, f. 13.7.1931, húsmóðir
í Bandaríkjunum, ekkja eftir Tom
Lawler, d. 1981; Kristinn, f. 12.7.
1937, rafvirkjameistari í Svíþjóð,
kvæntur Bryndísi Sigurðardóttur
sjúkraUða, og Ólafur, f. 9.10.1943,
d. 20.11.1982, sjómaður, átti Öldu
Aðalsteinsdóttur hjúkrunarfræöing
sem búsett er í Garðabæ. Stjúpsonur
Bærings er Ásgeir Valhjálmsson, f.
16.6.1927, framkvæmdastjóri í
Garðabæ, kvæntur Sigurlínu Kristj-
ánsdóttur ljósmóður.
Bæring átti sex alsystkini, þijá
bræður og þijár systur. Systkiiú
hans: Guðmundur PáU, f. 8.6.1906;
Jón Marías, f. 22.4.1907; Stefán Pét-
ur, f. 12.1.1910; Sigríður Bjargey, f.
12.9.1914; EUn Guömundína Frið-
gerður, f. 18.5.1915, og Friðrikka
BetúeUna, f. 14.6.1918. Þá á hann tvo
hálfbræður, samfeðra, Albert og
Sigurð. Systkinin em öU á lífi nema
EUnogJón.
Foreldrar Bærings vom Þorbjöm
Guðmundsson, f. 1882, b. í Kjarans-
vík og að Stemólfsstöðum, og kona
hans, Guðrún Albertína, f. 22.11.
1880, húsmóðir.
Þorbjöm var sonur Guðmundar,
b. í Kjaransvík á Ströndum og á
Álfsstöðum, Þorvaldssonar, b. á
Hrafnsfiarðareyri, Jónssonar Gísla-
Bæring Þorbjöm Þorbjörnsson.
sonar.
Guðrún var dóttir Jens, b. í Tröð
í Álftafirði og á Eiði, Kolbeinssonar,
b. í Þemuvík og á Galtarhrygg,
Magnússonar, á Garðsstöðum, Kol-
beinssonar. Móðir Jens var Guð-
björg Einarsdóttir, vinnumanns í
Vigur og í Þemuvík, Jónssonar, b.
að LaugabóU í Ögurhreppi, Bárðar-
sonar í Amardal, IUugasonar, for-
föður Amardalsættarinnar.
Móðir Guðbjargar var María
Svarthöföadóttir, b. á Garðsstöðum,
HaUgrímssonar, Jónssonar, bróður
Ólafs, lögsagnara á Eyri í Skutuls-
firði, ættföður Eyrarættarinnar og
langafa Jóns forseta. HaUgrímur
var sonur Jóns, b. að Skarði í Skötu-
firði, Sigurðssonar.
Móðir Guörúnar Albertínu var
Guðríður Torfadóttir, b. á KerUnga-
stöðum í Grunnavík, Torfasonar.
Bæring tekur á móti gestum í dag,
eftir klukkan 18, í Gaflinum í Hafn-
arfirði.
Gunnar S
Gunnar Sigurösson deUdarsfióri,
Gnoðarvogi 58, Reykjavík, er fimm-
tugurídag.
Gunnar fæddist að Hjaltastað í
Hjaltastaðaþinghá í Norður-Múla-
sýslu, en ólst upp til sautján ára ald-
urs að Gagnstöð í sömu sveit. Hann
stundaði nám við Alþýðuskólann að
Eiðum 1953-56, lauk prófi frá Sam-
vinnuskólanum aö Bifröst 1960 og
stundaði nám í vátryggingum við
Swiss Insurance Training Centre í
Zúrich 1971. Gunnar hefur auk þess
sótt námskeið við Tryggingaskóla
SIT svo og ýmis styttri námskeið
erlendis á sviði vátrygginga.
Gunnar hefur unnið hjá Sam-
vinnuhreyfingunni frá ársbyijun
1957, fyrst hjá Kaupfélagi Héraðs-
búa á EgUsstöðum, til ársloka 1960,
og síðan hjá Samvinnutryggingum
í Reykjavík frá ársbyijun 1961.
Gunnar er nú deUdarstjóri Endur-
tryggingadeUdar.
Kona Gunnars er Lilja Ólafsdóttir
framkvæmdastjóri, f. 28.3.1943.
Sonur Gunnars og Lilju er Gaukur
Gunnarsson, f. 29.3.1964, afgreiöslu-
maður í Reykjavík, í sambýh með
Þórdísi P. Eyfeld verslunarmanni.
Systkini Gunnars em HaUdór,
verktaki á EgUsstöðum, en hann
átti þrjú börn með fyrri konu sinni,
Dóru Guömundsdóttur, sem er lát-
in, og er seinni kona hans Kristbjörg
Sigurðardóttir; Karl HUdálf, iðnrek-
andi í Hveragerði, kvæntur Svein-
björgu Jónsdóttur og eiga þau þrjú
böm; Sigríður Sólveig, sjúkrahúss-
starfsmaður á EgUsstöðum, gift
Björgvin Víði Guðmundssyni og
eigaþautvöböm.
Foreldrar Gunnars: Sigurður
Guðnason, b. að Gagnstöð í Hjalta-
staðaþinghá, f. 1909, d. 1961, og kona
Gunnar Sigurðsson.
hans Sólveig Gunnarsdóttir, f. 1916,
nú búsett á EgUsstöðum.
Foreldrar Sigurðar voru Guðni
Sigmundsson og HaUdóra Gríms-
dóttir.
Sólveig er dóttir Gunnars, b. í
Dölum, Magnússonar, b. á HroU-
laugsstöðum, Einarssonar, b. og
smiðs á Bóndastöðum, Rafnssonar.
Móðir Magnúsar var Aðalborg
Jónsdóttir, b. á Víkingsstöðum,
Þórðarsonar, b. á Eyjólfsstöðum,
Eyjólfssonar. Móðir Gunnars var
Sólveig Sigfúsdóttir, b. á GUsár-
vaUahjáleigu, Pálssonar.
Móðir Sólveigar var Guðný, dóttir
Rustikusar, b. á HroUlaugsstöðum,
Jónssonar og Ingunnar Þorvalds-
dóttur, b. í Dölum Stefánssonar, b.
í HaUberuhúsum, Bóasonar, prests
í Grímsey, Sigurðssonar. Móðir Bóa
var María, dóttir Sörens Kristjáns-
sonar, b. að Ljósavatni, og Guðrún-
ar Þorvaldsdóttur, prests á Hofi í
Vopnafirði, Stefánssonar, prófasts
og skálds í Vallanesi, Ólafssonar,
prófasts og skálds á Kirkjubæ í
Tungu, Einarssonar, prófasts og
skálds, í Heydölum.
Til hamingju með daginn
Sigríður Skarphéðinsdóttir, ______________________
Hlíðarfossi,Ytri-Torfustaðahreppi. ca ára
ÞærhaldauppáafinæhðaðheimU- Ol o_________________
i Þunðar.
85 ára
Eysteinn Einarsson,
Nýbýlavegi 34, HvoUireppi.
Eggert Magnússon,
Túngötu 46, Tálknafiarðarhreppi.
80 ára
Kristin Magnúsdóttir,
Kárastíg 6, Reykjavík.
Jónina Þórðardóttir,
Brekastíg 10, Vestmannaeyjum.
75 ára
Eyjólfur Vajgeirsson,
Krossnesi, Ameshreppi.
Sveinbjörn Jóhannsson,
Aðalgötu 11, Árskógshreppi.
70 ára
Tvíburasysturnar: Þuriður Skarp-
héðinsdóttir,
Fomhaga 11, Reykjavík, og
Sigurveig Kristófersdóttir,
Múlakoti 1, Hörgslandshreppi.
Krístján Krisfiánsson,
Sæbóh 40, Eyrarsveit.
Jóninna Pálsdóttir,
Húnabraut 24, Blönduósi
Sigurgeir Angantýsson,
Víöimýri 6, Sauðárkróki.
Ingunn Erna Einarsdóttir,
Baldursbrekku 18, Húsavík.
40 ára
ViJborg Jóhannesdóttir,
Sunnubraut 13, Keflavík.
Jakobina B. Jónsdóttlr.
HæðargÖtu 4, Njarðvikum.
Pétur Árni Carisson,
Óðinsgötu 14A, Reykjavík.
Kristín Pálsdóttir,
Miðholti 8, Akureyri.
Sveininna Ásta Bjarkadóttir,
Hólagötu 47, Vestmannaeyjum.
Svava Guðmundsdóttir,
Öldugötu 14, Seyðisfirði.
Sveinn Georg Georgsson,
Brekkubraut 5, Keflavík.
Susan Jane Eddy,
Fjarðargötu 8, Mngeyri.