Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1989, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1989.
5
Það voru margir leigubilar við Hreyfilshúsið á miðvikudagskvöld. Samt
voru fáir bílar í aksfri. Ástæðan var sú að vel á annað hundrað bílstjóra
sat heitan fund um málefni félagsins. DV-mynd JAK
Einar Geir Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri:
Þetta er heima-
tilbúinn vandi
„Ég kannast ekki við þessa sam- ur þú að sé meint með því?
skiptaöröugleika nema þá eftir aðal- „Eg geri ráð fyrir að þeir hafi talið
fundinn. Þá var felld tillaga stjórnar- að peningar yrðu teknir út ef ég færi.
innar um að selja hluta eigna félags-
ins. Eftir það urðu einhveijir erf-
iðleikar en engir fram að þeim tíma.
Auðvitað kemur fyrir að menn deila.
Þaö er bara eðlilegur hlutur. Það eru
kannski kallaðir samstarfsörðug-
leikar ef framkvæmdastjóri hefur
skoðanir. Ég er ekki tilbúinn til að
sitja í stól framkvæmdastjóra ef ég
má ekki hafa skoðanir á málefnum
félagsins," sagði Einar Geir Þor-
steinsson, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Hreyflls, þegar hann
var spurður um ásakanir stjórnar
félagsins um erfitt samstarf við
hann.
Stjómin hefur líka sagt að Einar
Geir hafi gefið rangar upplýsingar
um stöðu félagsins.
„Ég veit ekki hvað það á að vera.
Ársreikningar félagsins lágu fyrir 1.
apríl. Endurskoðendur félagsins
höfðu farið yfir reikningana og skrif-
að upp á þá. Ég kannast ekki við að
ég hafi gefið villandi upplýsingar um
stöðuna. Þeir ættu að upplýsa hvað
það er sem er svona villandi.“
- Þeir segja einnig að það hafi þurft
að tryggja innlánsdeildina. Hvað tel-
Það gerðist víst. Ég veit ekki hversu
það er mikið. Enda kemur það mér
í sjálfu sér ekkert við.
Slæm staða Hreyfils er vegna
heimatilbúins vanda. Á árinu 1987,
þegar stefndi í halla, vildi ég að stöðv-
argjöld yrðu hækkuð. Stöövargjöldin
voru þá 20 þúsundum lægri en á
Bæjarleiðum. Ég vildi hækka gjöldin
en það var ekki hlustað á það. Nú á
að bjarga sér með því að selja eignir
og éta undan sér. Reksturinn kostar
alltaf sitt og hann verður að standa
undir sér. Þetta er einfalt mál. En
allt þetta tal um hallarekstur er bara
heimatilbúinn vandi sem er tilkom-
inn vegna þröngsýni manna sem
valist hafa til forystu fyrir þetta fé-
lag. Halhnn í fyrra var aðeins 1,9
milljónir á reglulegri starfsemi. Það
er allt og sumt,“ sagði Einar Geir.
- Hvernig þykir þér að lesa ummæli
stjórnarinnar eftir átján ára starf
fyrir Hreyfil?
„Mér er svo sem rétt sama. Svona
skeytasendingar eru gjörsamlega út
í loftið. Það snertir mig ekki nokkum
hlut,“ sagði Einar Geir Þorsteinsson.
-sme
Hvammstangi:
Fjórir vildu vinna
- af 20 sem voru á atvmnuleysisskrá
Þórhailur Asmundsson, DV, Norðurl. vestra;
„Nýverið var um 20 konum á at-
vinnuleysisskrá boðin atvinna, af
þeim höfðu aðeins fjórar samband
við atvinnurekanda. Nú eru ungling-
ar allt niður í 13 ára aldur ráðnir í
vinnu, þó hefur ekki tekist að ráða í
störf sem auglýst hafa verið. Það er
alvarlegt mál, sem vara verður við,
ef reynt er að misnota atvinnuleysis-
tryggingakerfið."
Svo segir í nýlegu fréttabréfi
Hvammstangahrepps þar sem fjallað
er m.a. um atvinnulífið. Horfur í
þeim efnum eru nú mun betri en í
upphafi árs á Hvammstanga. Tekist
hefur að tryggja áframhaldandi
rekstur fyrirtækja er stóðu tæpt og
í sumum tilfellum hefur starfsemi
þeirra aukist. Fjögur fyrirtæki hafa
nú fengið fyrirgreiðslu Atvinnu-
tryggingarsjóðs og Byggðasjóðs.
Stöðfirðingur játar íkveikju
Rúmlega fertugur Stöðfirðingur
hefur játað að hafa kveikt í fisk-
vinnsluhúsi Færabaks og vinnuskúr
á Stöðvarfirði. Manninum hefur ver-
ið gert að sitja í gæsluvarðhaldi til
12. júní. Hann verður væntanlega í
gæsluvarðhaldi til 12. júní.
Á undanfórnum árum hafa orðið
nokkrir brunar á Stöðvarfirði.
Ástæða þykir til þess að yfirheyra
manninn um hvort hann hafi komið
þarviðsögu. -sme
_____________________________________Fréttir
Fréttablað stjómar Hreyfíls:
Gagnrýni á fram-
kvæmdastjórann
Stjórn Samvinnufélagsins Hreyfils
fer nokkuð hörðum orðum um fyrr-
verandi framkvæmdastjóra félags-
ins, Einar Geir Þorsteinsson. Stjórn
Hreyfils segir að á undanfornum
árum hafi verið nokkur stirðleiki í
samskiptum stjórnar og fram-
kvæmdastjóra. Stjórnin segir að við
þessa samskiptaörðugleika hafi ekki
lengur verið hægt að una.
Eftir aðalfund félagsins var farið
fram á það við framkvæmdastjóra
að hann kæmi með raunhæfar tiÚög-
ur til úrbóta. Framkvæmdastjórinn
skilaði sjö tillögum, eftir því sem sagt
er í Hreyflls-fréttum. Þær voru þess-
ar: Ekki stofna til nýrra útgjalda,
minnka auglýsingar, leigja út hús-
næði sem stendur autt, efla innláns-
deild, hækka stöðvargjöld, fjölga bíl-
stjórum á stöðinni og stuðla að já-
kvæðara umtali um Hreyfú.
Stjórninni þóttu allar tillögur
framkvæmdastjórans ágætar - nema
ein. Það er hækkun stöðvargjalda.
Orðrétt segir stjórn félagsins: „Ljóst
var af greinargerð framkvæmda-
stjóra að hann gerir sér engan veginn
grein fyrir þeim vanda sem félagið
er í. Hann treystir á það að breyting-
ar á utanaðkomandi aðstæðum verði
til þess aö vandinn leysist af sjálfu
sér.“
Stjórnin segir ennfremur að hún
hafi ekki treyst sér til að taka á vanda
félagsins með Einar Geir sem fram-
kvæmdastjóra. Samkomulag var um
að Einar Geir fengi greidd sex mán-
aða laun. í fréttabréfinu segir: „Þetta
þótti stjórninni nauðsynlegt tfl þess
að hafa tíma til að tryggja innláns-
deildina fyrir því að mikið yrði úr
henni tekið þegar kæmi til starfsloka
Einars á stöðinni. Enda kom í ljós
eftir á að þessi ráðstöfun var nauð-
synleg."
-sme
TORFÆRUKEPPNI
HELLU
Verður haldin laugardaginn 10. júní kl. 14.00
m Akið ekki
utan vega!
Frítt fyrir
12 ára
og yngri
NYTT „KEPPT VERÐUR I DRULLUSPYRNU”
Allir bestu keppnisbílar landsins.
Nýir keppnisbílar yfir 400 hestöfl.
Aðgöngumiðinn gildir sem 15% afsláttur af Rancho
vörum í Bílabúð Benna.
Góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna
iiilkiiitiiiiiiiiiiiiniiiii li 1111 iiii iiii 11111| | ii 1111 iiii i iii 111 iiii 11
:
:jj:
1
§
•}>•
:jj:
:jj:
::
»${*
:jj:
:5{:
•}>•
•}>•
•}>•
:j:
ag
•}>•
-*Bíldbú6
Benna
Aukahlutir Varahlutir Sérpantanir
Vagnhöfða 23-112 Reykjavik - Simi 91-685825
Œ
ar- i
ZLlimii))
Flugbjörgunarsveitin
Hellu
AKIÐ EKKI UTAN VEGA!
opnunartíma
okkar!
Mánudaga-fimmtudaga kl. 9-20
Föstudaga kl. 9-21
Laugardaga kl. 10-18
Sunnudaga kl. 11-18
M í HAFNARFIRDI
REYKIA W VIKURVEGI22 SIMI53-100