Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1989, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1989.
Leið til betri heilsu:
stundir á
líkamsrækt
15
Skokk nýtur vaxandi vinsælda, enda heilsusamlegt.
Átta
vikuí
Tiltölulega skammt er síðan þeir
sem lögðu það í vana sinn að
skokka um götur og garða þóttu
dálítið undarlegir eða í besta lagi
að þeir væru að sýnast.
Enn undarlegra þótti það fólk
sem uppvíst varð að því að fara í
líkamsræktarstöðvar og stunda
„vaxtarrækt".
Þetta er sem betur fer liðin tíð
og sífellt fjölgar þeim sem iðka ein-
hverja líkamsrækt sér til andlegrar
og líkamlegrar heilsubótar.
En hvað er það sem veldur því
að fólk fer að stunda líkamsrækt
og hvað hefur þetta fólk út úr öllu
puðinu?
Sjálfur hef ég öðlast nokkra
reynslu á þessu sviði sem ég ætla
að segja frá hér ef það mætti verða
einhverjum hvatning.
Gott að synda
Sem unglingur og ungur maður
æfði ég engar íþróttir. Eg lærði að
vísu að synda og stundaði göngu-
ferðir og útreiðar. Heilsan var góð
nema hvað ég leið allt frá ungl-
ingsárum af þrálátum höfuðverk.
Undir fertugt fór lífsbaráttan svo
að hafa sínar afleiðingar og stressið
kom tii sögunnar. Höfuðverkurinn
versnaði, þrálát vöðvabólga kom í
axlirnar, ég fékk magabólgur og
átti erfitt með svefn.
Læknirinn ráðlagði mér að synda
og það gerði ég samviskusamlega
tvisvar til þrisvar í viku í nokkur
ár. Það hjálpaði en mér fannst ég
ekki fá út úr þ ví nægilega þj álfun.
Betra að skokka og lyfta
Svo var það árið 1981 að ég upp-
götvaði skokkið.
Síðan hefi ég skokkað reglulega
þrisvar til fjórum sinnum í viku,
l'A til 2 km í hvert sinn.
En það var erfitt í fyrstu. Það var
talsvert átak að fara í æfingagall-
ann og drífa sig út og hlaupa af
stað í augsýn nágrannanna. Fyrst
Kjallarinn
Hákon Sigurgrímsson,
framkvæmdastjóri
Stéttarsambands bænda
í stað fór ég helst ekki af stað fyrr
en farið var að skyggja. Svo komu
harðsperrurnar og hræðilegir
strengir í kálfana.
En ég var ákveðinn í að gefast
ekki upp og fljótlega fór árangur-
inn að koma í ljós, meiri veilíðan
og betri heilsa.
Stundum fór ég niður á Kópa-
vogsvöll og skokkaði þar. í þá daga
stóö við völlinn lítill skúr þar sem
höfð voru þrekþjálfunartæki. Ég
fór smám saman að venja komur
mínar í skúrinn og fikta í tækjun-
um. Ég varð mér úti um bók um
líkamsrækt og brátt fór ég að
stunda þessar æfmgar reglulega
með skokkinu.
Eg hef nú stundað slíkar æfingar
með skokkinu fjórum til fimm
sinnum í viku í rúm tvö ár. í þeim
fmnst mér ég fá þá þjálfun sem ég
þarfnast og ekkert sem ég hef reynt
er jafnafstressandi. Vöðvabólgurn-
ar eru horfnar, höfuðverkurinn
gerir nær aldrei vart við sig og
svefninn er ekki vandamál lengur.
Ég tel mig því geta með góðri
samvisku ráðlagt öðru fólki að
reyna þetta sama.
Én hvað þarf til og hvemig á að
bera sig að?
Að búatil tíma
Algengasta viðbáran er að fólk
hafi ekki tíma. Það er í flestum til-
fellum rétt; tíminn er ásetinn og
það verður að finna hann. Eitthvað
annað verður að víkja. Ég nota
u.þ.b. 8 klst. í líkamsrækt á viku.
Þetta hefur aðallega komið niður á
bókalestri og sjónvarpsglápi.
Vissulega sakna ég þess að hafa
ekki tíma til að lesa meira en hins
vegar fæ' ég meira en nóg af lestri
í vinnunni og því er gott að gera
eitthvað allt annað í frítímanum.
Þú þarft að fá þér góða skó til að
skokka á. Þú þarft líka að fá þér
æfingagalla og góðan vindgalla. Þú
þarft ekki að fjárfesta í þessu öllu
í einu. Þú getur t.d. pantað þetta í
jólagjöf og afmælisgjöf frá fjöl-
skyldunni.
Svo er það veðrið
Það þýðir ekkert að bíða eftir
góðu veðri, þú verður bara að drífa
þig út, hvernig sem viðrar. Veðrið
er sárasjaldan svo vont að þú kom-
ist ekki leiðar þinnar og það er
mjög hressandi að koma út í rokið
ef maður er vel búinn. Eina afsök-
unin er þegar allt er á kafi í snjó
og svellum eins og var í vetur. Þá
getur þrekhjólið í æfmgastöðinni
bjargað miklu.
Gott að vera einn
Mörgum finnst nauðsynlegt að
hafa félaga á skokkinu og í æfinga-
stöðinni. Láttu það hins vegar ekki
aftra þér frá að byrja þótt þú hafir
ekki félaga. Þaö er líka gott að vera
einn. Þá getur þú notað tímann til
að hugsa.
Láttu ekki aðra trufla þig. Þú ert
að þessu fyrir sjálfan þig. Allir hafa
einhvern tíma verið byrjendur,
líka þeir sem lengst eru komnir í
æfingastöðinni. Þeir eru líka allir
að æfa sjálfs sín vegna og heilsunn-
ar eins og þú.
Ekki gefast upp
Það er aldrei of seint að byrja.
Þú ættir samt að ráðfæra þig við
lækninn þinn.
Gættu þess að fara ekki of geyst
af stað, einkum ef þú ert í lítilli
þjálfun. Ef þú ferð í þrekþjálfun
skaltu fara þangað sem þú getur
fengið góða tilsögn. Sjálfur hef ég
góða reynslu af Æfingastöðinni við
Engihjalla í Kópavogi þar sem ég
hef æft upp á síðkastið. Þú skalt
líka taka vel eftir hvemig þeir fara
að sem lengra eru komnir. Umfram
allt, farðu rólega af stað. Þú getur
samt verið viss um að þú færð
harðspermr og alls konar eymsli.
Notaðu það ekki sem afsökun til
að hætta.
Haltu áfram.
Hákon Sigurgrímsson
„En ég var ákveðinn 1 að gefast ekki
upp og fljótlega fór árangurinn að
koma í ljós, meiri vellíðan og betri
heilsa.“
Koníak og eðalvín
Það er eflaust að bera í bakkafull-
an lækinn að fara að fjalla um
brennivínsmáhð. En ég get ekki
stillt mig, eins og svo fjölmargir
aðrir, að rita örfáar línur um þetta
skemmtilega og eftirtektarverða
mál.
Þjóðin stórhneyksluð
Mál þetta gerði fyrst vart við sig,
eins og öllum er í fersku minni, það
er að segja að undanteknum þeim
örfáu er telja sig ekki hafa neitt
shkt til að bera sem kalla má ferskt
minni, er Magnús Thoroddsen, for-
seti Hæstaréttar, varð opinberlega
uppvís að því að hafa keypt óhóf-
lega mikið magn af áfengi á inn-
kaupsverði. Öll þjóðin var meira
og minna stórhneyksluð á þessu
athæfi og ekki voru viðbrögð
Magnúsar, er fréttamenn spurðu
hann út í mál þetta, til að draga
úr hneykslun manna. Magnúsi
blessuðum var síðan gert að segja
upp starfi sínu af siðferðilegum
ástæðum, þótt ekki væri sýnt að
hann hefði brotið neitt af sér í laga-
legum skilningi. Gaman væri að
því ef ætti að fara að reka alla
embættismenn, sem brotið hafa af
sér siðferðilega. Fróðlegt yrði að sjá
hveijir þá sætu eftir!
Síðan hefur margur vatnsdrop-
inn ratað leið sína til sjávar og
ýmis ný kurl komið til grafar. Sér
Kjallarinn
Einar Jón Eyþórsson
verslunarmaður
grefur gröf, stendur einhvers stað-
ar, en athyglisverðasta kurlið í gröf
þessari verður að teljast áfengis-
kaup forsætisráðherra, Steingríms
Hermannssonar. Á sex mánaða
tímabili, í utanríkisráðherratíð
Steingríms, er uppvíst að hann hef-
ur fest kaup á 180 flöskum af áfengi,
á sömu kjörum og Magnús Thor-
oddsen og það ekki neinum slor-
spíra heldur dýrustu og bestu teg-
undum af koníaki og eðalvínum.
Enda er það gott, því Steingrímur
hermir að hann hafi notað áfengi
þetta til að halda veislur heima hjá
sér og það mega nú líkast til ekki
vera neinar slor/eislur.
Ekki treystandi _
Rétt er að minnast þess og hafa
það í huga að ein ástæðan fyrir því
að slitnaði upp úr síðustu ríkis-
stjórn var einmitt sú að Þorsteinn
Pálsson, þáverandi forsætisráð-
herra, neitaði að lyfta glasi með
þeim félögum Steingrími Her-
mannssyni og Jóni Baldvin
Hannibalssyni. Svo engan skyldi
undra þótt vínið fljóti ef það er ein
af meginforsendum stjórnarsam-
starfsins.
„Ef mér er ekki tréystandi til að
halda veislur, er mér ekki treyst-
andi fyrir starfi mínu,“ sagði Stein-
grímur Hermannsson er hann var
inntur eftir áfengiskaupum þess-
um.
Ég hef ekki orðið þess heiöurs
aðnjótandi að vera boðið í veislu
til Steingríms, þannig að ég 'get
ekki dæmt um það hversu Vel hon-
um fara veisluhöldin úr hendi.
Steingrímur Hermannsson er
forsætisráðherra í þeirri ríkis-
stjórn er nú situr og þar af leiðandi
í æðsta embætti innan þeirra vé-
banda. í stjórnartíð þessarar ríkis-
stjórnar hefur heldur hallað undan
fæti. Verðbólgan stefnir nú hrað-
byri í það að ná þijátíu prósenta
markinu, erlendar skuldir eru gíf-
urlegar og stefnir í nýtt íslandsmet
með sama áframhaldi. Fjárlög eru
komin 2,1 milljarð umfram út-
gjaldaáætlanir og gat upp á 1 millj-
arð á ríkissjóði. Spá Þjóðhagsstofn-
unar bendir til þess að hagvöxtur
eigi enn eftir að minnka og at-
vinnuleysi að aukast. Ríkisstjórnin
kemur á atvinnubótavinnu í fyrsta
skipti síðan 1969. Fyrirtækin hafa
sjaldan ef þá nokkum tímann búið
við jafnerfiða rekstrarafkomu og í
tíð þessarar ríkisstjórnar.
Ein flaska á dag
Ég ætla mér ekki að dæma um
það hversu góður veisluhaldari
Steingrímur Hermannsson er, en
það getur hver fyrir sig dæmt um
, það hversu góðan hann telur Stein-
grím í starfi.
Það er erfitt að fullyrða að það sé
óeðlilegt að Steingrímur kaupi að
meðaltali eina flösku á dag. Það er
ekki gott fyrir leikmann að áætla
hvað getur tahst eölilegt magn af
áfengi þegar svona fínar veislur eru
annars vegar, en best væri auðvitað
að ekkert áfengi þyrfti að veita.
Það er því ekki hægt að vera að
lasta Steingrím blessaðan fyrir
þessi áfengiskaup og það eílaust
gott mál ef það stæði eitt út af fyrir
sig. En því láni er ekki að fagna.
Steingrímur Hermannsson forsæt-
isráðherra mun hafa borið vitni
fyrir borgardómi í máli ríkisvalds-
ins gegn Magnúsi Thoroddsen, þess
efnis að hann kannaðist ekki við
að hafa keypt áfengi á innkaups-
verði. Nú er Steingrímur þjóð-
kunnur orðinn fyrir minnisleysi
og því rökrétt að álykta að þetta sé
bara smágleymska hjá honum
blessuðum, nema þetta sé bara ein-
hvers konar „black out“.
Einar Jón Eyþórsson
„Sér grefur gröf, stendur einhvers stað-
ar, en athyglisverðasta kurlið í gröf
þessari verður að teljast áfengiskaup
forsætisráðherra, Steingríms Her-
mannssonar.“