Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1989, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1989.
13
Lesendur
Bænda-
útvarp
Sigmar Magnúss. Ytra-Skjóli skrif-
ar:
Ný útvarpsstöö er það fáránlegasta
sem ég hef heyrt um um dagana. Nú
þegar eru sex eða sjö útvarpsstöðvar
starfandi og er nýbúið að sameina
tvær helstu stöðvarnar, Stjörnuna
og Bylgjuna. Mig hefur lengi dreymt
um fleiri útvarpsstöðvar en Ríkisút-
varpið og Rás 2 til að hlusta á hér í
sveitinni en ekki hefur mér orðið að
ósk minni enn sem komið er. En
höfuðborgarbúar virðast fá nýja stöð
á hverju ári þó svo að þær séu rekn-
ar meö bullandi tapi.
Nýja stöðin, sem heitir Á rás og er
að sjálfsögðu einungis á hlustunar-
svæði borgarbúa, mun leigja tækin
og afla fjár með auglýsingum. Býst
ég við að tæki sem slík kosti að
minnsta kosti á við góða hryssu. Við
hér í sveitinni auglýsum aðeins á
RÚV og rás 2. Útvarpsstöðvarnar á
landsbyggðinni hafa ekki orðið að
sameinast, eins og þær í borginni,
vegna fjárskorts. En stöðvarnar á
landsbyggðinni eru að hluta til ríkis-
reknar svo ekki skortir peninga.
Hvers vegna er ekki búið að setja
útvarp bænda á laggirnar þar sem
aðeins bændur starfa og vinna? Ég
er viss um aö til eru menn innan
bændastéttarinnar sem geta rekið
útvarp. Til dæmis er hægt að stofna
hlutafélag með þeim hætti að bænd-
ur eigi 70% og ríkið eða einhver
bankinn 30%. Veit ég um ýmsar
svona reknar útvarpsstöðvar bænda
á Norðurlöndunum og hafa þær gef-
ist vel.
Ég skora hér með á bændur og
annað landsbyggðarfólk að safna
hlutafé og setja á laggimar útvarps-
stöð bænda. Með kveðju og ósk um
góðan sauðburð.
TILBOÐ A KILOPAKKMINGIIM:
KR. 497,50
Aður kr. 67É50
Hugsjón frækornasalans
G.G skrifar:
Ég vil ekki láta hjá líða að lýsa
undrun minni á framkvæmd þess
fyrirbæris sem kallað er ÁTAK til
LANDGRÆÐSLU. Varla eru margir
á móti því að gert sé átak til land-
græðslu einmitt nú þegar athygli
fólks hefur verið vakin á þeirri stað-
reynd að landið er að blása á haf út.
Þegar fyrst var tilkynnt um samtök
nokkurra einstaklinga, sem ætluðu
að beita sér fyrir átaki í landgræðslu,
höfð við þá viðtöl og myndir birtar
af þeim í dagblöðum og sjónvarpi
dáðist maður að þeirri hugsjón sem
lægi að balíi. Ekki síst þegar sást að
þarna fóm mikiir áhrifamenn í ís-
lensku þjóðfélagi, forstjórar og fram-
kvæmdastjórar landsþekktra sam-
taka og fyrirtækja. Enda stóð ekki á
viðtölum í fjölmiðlum og auglýsing-
um. Það var bara eins og Lionsmenn
væru á ferðinni með rauða fjöður.
Þetta vom sko engar kvenfélagskerl-
ingar að bisa við söfnun fyrir rann-
sóknartækjum á eitthvert sjúkra-
húsið. Nei, þetta var sko karlagengi
sem átti vísan aðgang að fjölmiðlun-
um til að auðvelda þeim að ná at-
hygh almennings.
En tilgangurinn var til góðs og öfl
gremja eða öfundsýki í garð karla-
veldisins hjaðnaði, þótt undir niðri
kraumaði hálfgert ergelsi yfir því
hvað konur eru illa settar við að
koma sínum söfnunarmálum í
brennidepil. Þarna púla þær ár eftir
ár í alls konar söfnunarstandi og
safna yfirleitt jafnmörgum þúsund-
um á sama tíma og karlafélögin safna
milljónum, þótt líknarmálið sé af
svipuðum toga.
En hvað kemur svo á daginn með
fyrrnefnt ÁTAK TIL LAND-
GRÆÐSLU? Maðurinn, sem er í for-
svari fyrir peningasöfnuninni, mun
mjög sennilega nota peningana, sem
inn koma, til að kaupa frækorn af
sjálfum sér! Það hefur nefnilega
komiö í ljós, eftir því sem segir í les-
endabréfum dagblaðanna, að Land-
græðslan ku hafa gert samning við
ákveðið fyrirtæki um að kaupa af því
frækorn til að sá við landgræðsluna.
Og eigandi fyrirtækisins er enginn
annar en maðurinn sem er í forsvari
fyrir ÁTAKI TIL LANDGRÆÐSLU.
Er þetta nú ekki hámark siðleysis-
ins?
Ég er ekki viss um að þessi stað-
reynd hafi náð eyrum almennings
eins og auglýsingamar frá þessum
virta karlahópi. Þess vegna vek ég
athygli á þessu hér. Hugsjón fræ-
komasalans felst sem sagt í því að
geta selt meira fræ frá fyrirtæki sínu.
25% VERÐLÆKKll
í \0KKRA DAGA!
MARGVERÐLAUNAÐllR
Lögtök
Að kröfu gjaldheimtustjórans, f.h. Gjaldheimtunnar í Reykjavík, og sam-
kvaemt fógetaúrskurði, uppkveðnum 6. þ.m. verða lögtök látin fara fram
fyrir vangoldnum opinberum gjöldum utan staðgreiðslu sem féllu í gjald-
daga 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí og 1. júní 1989.
Lögtök til tryggingar framangreindum gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og
kostnaði, verða hafin að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýs-
ingar verði tilskildar greiðslur ekki inntar af hendi innan þess tíma.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík, 6. júní 1989.
TVOFALDUR
álaugardag
handa þér, ef þú hittír
á réttu tölumar.
Láttu þínar tölur ekki
vanta í þetta sinn!
Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511