Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1989, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1989.
25
nann FH-inga. Björn og félagar höfðu talsverða yfirburði gegn íslandsmeisturunum
DV-mynd Brynjar Gauti
H-lið sem
ikið með“
vann Fram, 2-0, í Kaplakrika
halda sæti sínu í 1. deild.
Eins og liðið leikur í dag er það raun-
hæft markmið.
FH-ingar skoruðu eitt mark í hvorum
hálfleik. Þegar um stundarfj órðungur
var eftir af fyrri hálfleik skoraði Pálmi
Jónsson fyrir FH eftir byrjendamistök
í vörn Fram. FH-ingar höfðu fram að
því haft mikla yfirburði, sérstaklega á
miðjunni. í síðari hálfleik kom Ólafur
Kristjánsson, FH, í 2-0 með skoti sem
hafnaði í varnarmanni Fram og breytti
þannig um stefnu.
FH-ingar eru nú með 7 stig í 1. deild
og eru alls ekki líklegir .til að hafna í
neðri hluta 1. deildar. Þvert á móti get-
ur liðið komið á óvart og hefur í raun
þegar gert það. Guðmundur Hilmars-
son og Halldór Halldórsson voru bestu
menn FH í þessum leik en allir Framar-
amir voru furðuslakir.
Maður leiksins: Guðmundur Hilm-
arsson, FH.
Dómari Eyjólfur Ólafsson..........
-SK
rúlega lán-
larendanum
arösliöiö og tróna á toppnum
menn náðu forystunni og var um enn
eitt glæsimarkið á Hlíðarenda aö ræða.
Magni Blöndal Pétursson gaf fyrir
mark Víkings og Heimir Karlsson skall-
aði glæsilega efst í markhornið hjá
Guðmundi Hreiðarssyni.
Eftir markið fengu Hæðargarðsmenn
undirtökin og sóttu nær stanslaust það
sem eftir var leiksins en án árangurs.
Ámundi Sigmundsson átti hörkuskot
rétt yfir eftir þunga sókn og undir lokin
komst Júgóslavinn Goran Micic í upp-
lagt færi en Bjarni varði glæsilega upp
undir þverslánni. Þar fór síðasta tæk-
ifæri Víkinga og Valsmenn urðu guðs-
fegnir þegar flautað var til leiksloka.
Magni Pétursson og Bjami í markinu
voru einna bestir í liði Vals ásamt
Halldóri Áskelssyni og Heimi Karlssyni
sem voru oft skæðir í sókninni. I Vík-
ingsliðinu voru Ámundi Sigmundsson
og Andri Marteinsson bestir og þá var
Micic sprækur frammi.
Dómari: Ólafur Lárusson......frfrii
Maður leiksins: Magni Péturs Val.
-RR
íþróttir
Sigurjón í
Stjörnuna
Siguijón Guðmundsson,
hornamaðurinn snjalli, er
genginn til liðs við Sfjörnuna
á nýjan leik og spiiar meö
Garðabæjarliðinu í l. deild-
inni næsta vetur.
Siguijón hefur átt sinn þátt
í velgengni Stjörnunnar á
undanförnum árum en á síö-
asta vetri breytti hann til og
lék með Njarðvíkingum í 2.
deildinni.
„Það er gaman að vera kom-
inn í Stjömuna á ný og ég
held að hðið verði sterkt
næsta vetur. Allir sem vom
meö í fyrra halda áfram,
þannig að ég hef trú á því að
viö veröum í toppslagnum í
deildinni. Önnur deildin er
nokkuö frábrugöin þeirri
fyrstu og auk þess var erfitt
að keyra til Njarðvíkur á allar
æfingar," sagði Siguijón í
samtali við DV í gærkvöldi.
Breiddin hjá Stjömunni
eykst viö endurkomu Sigur-
jóns en í fyrra tefldu Garð-
bæingar fram ungu liði sem
kom mjög á ó vart - náöi þriðja
sætinu 11. deild og varð síðan
bikarmeistari. -VS
• Sigurjón Guðmundsson klæðist
StjÖrnubúningnum á ný næsta vetur.
Bojan bjargaði
málunum fyrir Þór
- kom inn á og jafnaði gegn ÍBK, 1-1
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum:
„Það má segja að þetta hafi verið
sanngjörn úrslit. Þeir voru betri í
fyrri hálfleik en við í þeim síðari.
Þetta var baráttuleikur en við erum
með liðið í mótun og ég hef trú á að
þetta fari að koma hjá okkur. Það er
samt öruggt að við föllum ekki nið-
ur,“ sagði Nói Bjömsson, fyrirliði
Þórs, eftir 1-1 jafntefli Keflvíkinga
og Þórsara á Suðurnesjum í gær-
kvöldi. Leikurinn fór fram á gra-
svellinum í Keflavík og var þetta
fyrsti grasleikurinn þar í sumar.
Keflvíkingar komu mjög ákveðnir
til leiks og spiluöu Þórsara oft sund-
ur og saman en norðanmenn reyndu
mikið af löngum sendingum og þar
af leiðandi voru miðjumenn Þórs
ekki mikið með. Keflvíkingar fengu
strax undirtökin á miðjunni og á 9.
mínútu náöu þeir forystunni með
glæsilegu marki Kjartans Einarsson-
ar. Kjartan fékk boltann eftir þvögu
og lagði hann faUega í homið hjá
Baldvini Guðmundssyni, markverði
Þórs, sem átti enga möguleika á að
veija.
Stuttu seinna átti Kristján Kristj-
ánsson hörkuskot sem Ólafur Pé.t-
ursson, markvörður ÍBK, varði vel.
Um miðjan fyrri hálfleik braust Val-
þór Sigþórsson skemmtilega inn fyr-
ir vörn Þórsara en varnarmaður
greip í hann og hélt honum. Keflvík-
ingar vildu vítaspymu en dómarinn
sá ekkert athugavert við þetta
lúmska brot varnarmanns Þórs.
Gestirnir vom sterkari eftir leik-
hléið og það virtist allt annað Þórslið
vera komið inn á völlinn. Þegar 7
mínútur voru liðnar af seinni háif-
leik jöfnuðu Þórsarar. Hinn júgó-
slavneski Bojan Tanevski, nýkominn
inn á sem varamaður, skoraði eftir
góða sendingu frá Ólafi Þorbergs-
syni. Skömmu síðar björguðu Kefl-
víkingar á markteig eftir hættulega
sókn Þórsara. Á lokamínútum náðu
Keflvíkingar aðeins að snúa vöm í
sókn og á síðustu mínútunni varði
Baldvin glæsilega frá Kjartani Ein-
arssyni. Mörkin uröu ekki fleiri og
liðin deildu með sér stigum.
Keflvíkingar spiluðu vel í fyrri
hálfleik og léku þá skynsamlega en
í þeim síðari var hreint fát á liðinu.
Bestu menn vom Ólafur Pétursson
markvörður, sem hefur staðið sig vel
í undanfomum leikjum, og einnig
áttu þeir Kjartan og Ingvar Guð-
mundsson góða spretti.
Þórsliðið var mun sterkara í síðari
hálfleik en í þeim fyrri. Þá fóm
miðjumenn liðsins að vera með í
leiknum en þeir duttu alveg út í fyrri
hálfleik. Bojan Tanevski átti ipjög
góðan leik og náði að hressa liðið við
eftir að hann kom inn á. Birgir Karls-
son átti einnig góðan dag og Luca
Kostic var sterkur og einnig stendur
Nói Björnsson alltaf fyrir sínu.
Dómari: Eysteinn Guðmundsson
íWr
Maöur leiksins: Ólafur Pétursson,
ÍBK
• Sævar Jónsson, varnarmaöurinn sterki hjá Val, á hér í höggi við Víkinginn Atla Einarsson í leik liðanna á Hlíð-
arenda í gærkvöldi. Valsmenn sigruðu í leiknum, 1-0, og eru efstir í 1. deildinni. DV-mynd Gunnar