Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1989, Blaðsíða 3
FÖ.S.TUDAGUjt 30.4ÚNÍ 1989 Fréttir Raunvextir á verðtryggðum kjörum miklu lægri en áður - breytingin á lánskjaravísitölunni hefur keyrt vextina niður Bankarnir eiga aö senda Seöla- bankanum vaxtatilkynningar í dag þar sem koma á fram raunvaxta- lækkun. Ríkisstjórnin krafðist þess fyrr í mánuðinum að raunvextir bankanna lækkuðu um 1 til 1,25 pró- sent. Þrátt fyrir þessa kröfu ríkisstjóm- arinnar hafe vextir verið mjög lágir undanfama mánuði. Raunvextir al- mennra skuldabréfa hafa lengst af þessu ári verið neikvæðir og um tíma umtalsvert. Jafnvel vextir á verð- tryggðum kjörum hafa nálgast núll- punktinn eftir að ríkisstjórnin breytti grunni lánskjaravísitölunn- ar. Fyrir tíu dögum lækkuðu bankarn- ir raunvexti um 0,25 til 0,5 prósent. Það vantar því enn 0,5 til 1 prósent raunvaxtalækkun upp á svo krafa ríkisstjórnarinnar verði uppfyllt. Raunvextir hækkuðu nokkuð í þessum mánuði. Þá náðu raunvextir á almennum skuldabréfum að verða jákvæðir í fyrsta skipti síðan í jan- úarlok. Frá 21. júní hafa raunvextir á þessum bréfum verið um 2,8 pró- sent sé miðað viö verðbólgu sam- kvæmt eldri grunni lánskjaravísi- tölunnar. Hér er tekið mið af hækk- un vísitölunnar einn mánuð fyrir og einn mánuð eftir þann mánuð sem vextirnir gilda. Frá sama tíma hafa raunvextir á þriggja mánaða víxlum verið já- kvæðir um 7,4 prósent miðað við sömu verðbólguviðmiðun. Þetta eru mun hærri raunvextir en hafa verið á víxlum allt þetta ár þó þeir hafi ekki verið jafnhagstæðir lántakend- um og skuidabréfin. Raunvextir á skuldbréfum, sem verðtryggð eru með hinni nýju láns- kjaravísitölu, eru einnig að ná sér á strik. Ef miðað er við eldri grunn lánskjaravísitölunnar hafa þessi bréf borið um 4,7 prósent raunvexti frá 21. júni þó skráðir vextir þeirra séu hærri, eða 7,8 prósent. Raunvextir á þessum bréfum hafa farið allt niður í 0,9 prósent frá því nýja lánskjara- vísitalan var tekin upp. Það er því vart hægt að bera raunvexti á þess- um bréfum saman við þau kjör sem þau báru fyrir áramót. Þó algengt sé að álíta skráða vexti á verðtryggðum skuldabréfum raun- vexti verður það að teljast hæpið. Nýja lánskjaravísitalan er fyrst og fremst sérstök viðmiðun við fjár- skuldbindingar en ekki hlutlaus verðmæhng eins og gamla vísitalan var. Þegar gamla vísitalan er notuð til þess að reikna út raunvexti á verð- tryggðum kjörum, sem bundin eru nýju vísitölunni, kemur glögglega í ljós hversu feikileg vaxtaiækkun fólst í upptöku nýju vísitölunnar í byijun ársins. Frá mars til maí voru raunvextir á þessum bréfum ekki nema tæpt 1 til tæplega 2 prósent. Hér á síðunni er birt línurit sem sýnir raunvexti víxla, almennra skuldabréfa og verðtryggðra bréfa síðustu tólf mánuði. Eins og sjá má af því hækkuðu vextir nokkuð 21. júní eftir langt tímabil lágra og jafn- vel neikvæðra vaxta. í dag eiga bank- amir síðan að senda Seðlabankanum vaxtatfikynningar þar sem þessi hækkun verður að hiuta til dregin tfi baka. -gse Á þessu línuriti má sjá raunvaxta- þróun undanfarna tólf mánuði. Mið- að er við vegið meðaltal vaxta sem skráðir eru 21. hvers mánaðar. Þeir eru siðan bornir saman við þriggja mánaða hækkun gömlu lánskjara- vísitölunnar; einn mánuð aftur og einn fram fyrir þann mánuð sem vextirnir giltu. % Raunvextir síöustu tólf mánuöi ij S[eljum síðustu ^^NISSAN SUNNY COUPÉ, árgerð 1989, með veruleg- um afslætti. • 1600 cc • Sjálfskipting 9 Aflstýri Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 - sími 674000 € Við verðum með stórgóða sýningu um helgina á uppsett- um tjöldum, tjaldvögnum og alls kyns viðlegubúnaði í miklu úrvali. Gott verð. Ath.: □ Stærri tjöldum var öllum breytt miðaö við íslenskar aðstæður. □ Viðgerðarþjónusta á öllum okk- ar tjöldum. □ Vel heppnuð útilega hefst hjá okkur. Dallas, 4ra og 6 manna tjald Ægistjöld OPIÐ UMHELGINA Laugardag kl. 11-16 Sunnudag kl. 12-16 Verið velkomin! Göngutjöld Lapland, 4ra manna SEGLAGERÐIN ÆGIR Eyjarslóð 7 - sími 621780

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.