Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1989, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1989, Blaðsíða 7
.FÖSTODAGUK 30. JÚNÍ 1989. 7 Fréttir Flóabáturinn Baldur hf.: Dráttur á afhendingu nýju ferjunnar - skaðabótakröfur í athugun „Það er spurning hvemig við stöndum lagalega gagnvart skipa- smíðastöð Þorgeirs og Ellerts á Akra- nesi. Stjóm fyrirtækisins mun vænt- anlega taka ákvörðun um hvort mál verður höfðað á hendur fyrirtækinu vegna þeirra tafa sem hafa orðið á afhendingu nýju ferjunnar fyrir Flóabátinn Baldur hf.,“ segir Guð- mundur Lámsson, framkvæmda- stjóri hlutafélagsins sem gerir út flóabátinn Baldur. „í upphafi stóð til að afhenda nýju ferjuna í mars. Þá vora gerðir við- bótarsamningar við skipasmíðastöð- ina um breytingar á upphaflegri hönnun feijunnar en samkvæmt þeim átti að afhenda hana 30. apríl en nú er ljóst að ferjan verður ekki fullbúin fýrr en um miðjan septemb- er. Sá dráttur, sem orðinn er á af- hendingu feijunnar, hefur komið sér illa fyrir rekstur fyrirtækisins. Það er ljóst að við töpum viðskiptum á þessu sumri vegna þessa. Það er einnig slæmt fyrir fyrirtækið að allt það kynningarefni, sem það hefur látið frá sér fara um áætlunarsigling- ar feijunnar og þá möguieika hún býður upp á varðandi skoðunarferð- ir, hefur verið sett fram með svo miklum fyrirvara að það hafa verið marklaus plögg. Til að mynda var allt það kynningarefni, sem við send- um frá okkur síðasthðið haust, mið- að við að nýi flóabáturinn yrði í áætlunarsiglingum á Breiðafirði í sumar.“ Smíði nýja flóabátsins fer fram samkvæmt útboði. Þegar samið var um smíði bátsins í mars 1987 var áætlað að báturinn kostaöi 156 millj- ónir en inn í samningum var fyrir- vari um hækkanir vegna ófyrirsjá- anlegra kostnaðarhækkana á smíða- tímanum. í dag er áætlað að báturinn kosti um 220 milljónir fullbúinn. Nýi báturinn verður 40 metra lang- ur og 9 metra breiöur og hann á að geta flutt 20-25 bíla af öllum stærð- um. „Það er búið að selja gamla Bald- ur. Við erum með tilboð frá Dýpkun- arfélaginu sem við erum svo gott sem búnir að taka,“ segir Guðmundur að lokum. -J.Mar Háu launin hjá rikinu? Skammast mín ekkert fyrir launin mín Hermann Jónsson með 19 punda laxinn sem hann veiddi í Grettisstreng á maðk, tveir 19 punda hafa veiðst fram að þessu i ánum i sumar. DV-myndir G.Bender Laxá 1 Leirársveit: - segir flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni I kjölfar birtingar hsta yfir launa- hæstu starfsmenn ríkisins vakna at- hyghsverðar spumingar um hvaða einstaklingar era á bak við stöðu- heitin á hstanum og þá ekki síður hverjir era þar ekki. Flugstjórar og flugvirkjar era á hstanum og má telja nær fuhvíst að þar sé um að ræða starfsmenn Land- helgisgæslunnar. Einn flugstjóra gæslunnar sagði 1 viðtali við DV að hann kannaðist að vísu ekki við þessi háu laun á sínum launaseðh en hins vegar teldi hann sig hafa ágætis kaup. „Ég skammast mín ekkert fyr- ir launin mín sem era þau sömu og aðrir flugmenn fá,“ sagði hann. Á hstanum er einn forsætisráð- herra sem á síðasthðnu ári þáði nær þrjár mihjónir í laun hjá ríkinu. Þetta ár sátu tveir forsætisráðherrar en líklega er þama um Þorstein Páls- son að ræða, því áreiðanlegar heim- ildir segja að Steingrímur sé í sæti 116 á hstanum yfir launahæstu ríkis- starfsmenn. Sjö ráðuneytisstjórar eru á hstan- um og hefur hver þeirra haft að meðaltah um 3,4 núlljónir í árslaun. Ráðuneytisstjórar eru þrettán talsins - ráðuneytin tólf og Hagstofan - svo einhveijir sex era þar hafðir út und- an. Aðeins tveir sendiherrar ná 3,4 milljónum í árslaun. Tveir prófessorar ná 3,3 mihjónum í árstekjur. Ólafur Ragnar Grímsson, núverandi fjármálaráöherra, sem var prófessor viö HÍ á síöasta ári, mun ekki vera annar þeirra. Þorkeh Guðmundsson, yflrflug- virki Landhelgisgæslunnar, sagðist ekkert óánægður með laun sín en hann hefði til þessa ekki verið að bera þau saman viö laun annarra „Ég hef ekki séð þennan hsta,“ svar- Vigdís í opin- bera heimsókn il Kanada Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, hefur þegið boð land- stjóra Kanada, Jeanne Sauvé, um að koma í opinbera heimsókn tíl Kanada dagana 29. júlí th 8. ágúst næstkomandi. Hefst heimsóknin á Nýfundnalandi þar sem meðal annars verða skoðað- ar minjar um landafundi norrænna manna fyrir um þúsund árum. Þá liggur leiðin th Hahfax á Nova Scotia og Ottawa þar sem hátíðleg móttöku- athöfn verður á flugvellinum. Mun forseti eiga þar fundi með landstjóra og forsætisráðherra Kanada. Daginn eftir flýgur forseti th Tor- onto þar sem hún hittir íslendinga og Vestur-íslendinga eins og hvar- vetna í heimsókninni. Að morgni 2. ágúst verður flogið th Edmonton í Alberta-fylki og þaðan th Markervihe þar sem skáldið Step- han G. Stephansson bjó. Fjórða ágúst heimsækir forseti Manitobaháskóla og veitir viðtöku heiðursdoktorsnafnbót við hátíðlega athöfn. Þar verður einnig skoðað ís- lenskt bókasafn og opnuð sýning á íslenskum handritum sem Stofnun Áma Magnússonar hefur lánað. Þá verða heimsóttar íslendinga- byggðir við Winnipegvatn, þar á meðal Gimh. 7. ágúst, síðasta dag heimsóknar- innar, verður haldið upp á hinn ár- lega íslendingadag í hundraðasta sinn í Gimli. Þar munu íslendingar og Vestur-íslendingar frá Kanada og nærliggjandi fylkjum Bandaríkjanna koma saman. Er reiknað með tugum þúsunda hátíöargesta. -hlh aði hann, aðspurður hvort hann væri einn flugvirkjanna sem þar era thnefndir. Á hstanum er einn aöstoðarskóla- meistari og einn framhaldsskóla- kennari. Ekki tókst að nálgast það hver aðstoðarskólameistarinn er en telja má líklegt að kennarinn launa- hái starfi við tæknisviö skóla þar sem mikið er kennt í öldungadehd. Ekki er óalgengt að kennarar, sem starfa að miklu leyti við þessar „fullorðins- dehdir", hafi mun hærri laun en tíðkast meðal almennra kennara. Loks er svo á hstanum einn al- þingismaður sem einnig er háskóla- kennari. Að minnsta kosti þrír þing- menn kenndu við HÍ á síðasta ári. Það era þau Júlíus Sólnes, Kjartan Jóhannsson og Kristín Einarsdóttir. HV Stærsti laxinn það sem af er sumrinu - 19 punda lax veiddist á maðk „Þetta var feiknabarátta en stóð yfir í stuttan tíma, kannski tíu mín- útur, laxinn tók í Laxfossinum og rauk niður í Grettisstrenginn,“ sagði Thuhn Johansen í samtali við DV. Hann setti í fyrrdag í boltafisk í Laxá í Leirársveit og missti hann. „Fiskur- inn tók rauða franese og gamanið stóð stutt yfir en var skemmthegt samt,“ sagði Thuhn. Hollið sem hætti í fyrrakvöld veiddi á tveimur dögum 19 laxa, nokkra þeirra á flugu. Hermann Jónsson veiddi stærsta laxinn í ánni, 19 punda fisk í Grettisstreng, og hafa því veiðst tveir svo stórir í sumar, hinn í Þverá í Borgarfirði. Það er Vaðstrengurinn sem hefur gefið flesta laxa eða 38 en næst kem- ur Laxfossinn með 33 laxa. En enginn lax hefur veiðst fyrir ofan Laxfoss eim. í gærkveldi vora 98 laxar komnir á þurrt, lax númer eitt hundrað hefur veiðst í morgun. -G.Bender AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKfRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* 10.000 GKR. SKÍRTEINI 1977-2. fl. 10.09.89-10.09.90 kr. 6.431,67 1978-2. fl. 10.09.89-10.09.90 kr. 4.108,81 1979-2. fl. 15.09.89-15.09.90 kr. 2.678,58 Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, júní 1989 SEÐLAB ANKIÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.