Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1989, Blaðsíða 14
14 Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SÍMI (1 >27022 - FAX: (1)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 900 kr. Verð í lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. Landflótti Inn á ritstjórn DV berast stööugt sögusagnir um vax- andi fólksflótta úr landi. Erfitt er aö henda reiður á slík- um sögum meðan formlegar tilkynningar um búferla- flutninga berast seint og illa en samkvæmt heimildum úr erlendum sendiráöum er fjöldi fyrirspurna um flutn- inga, atvinnuhorfur og aðstæður í öðrum löndum mik- ill og stöðugur. Kunnugir líkja þessu ástandi við árin í kringum 1970 þegar landflótti var hvað mestur á síðari árum. Á sama tíma og þessi tíðindi berast fullyrða sérfræð- ingar, sem hafa að atvinnu að spá í atvinnuþróun og efnahagsmál, að atvinnuleysi muni fara vaxandi með haustinu og giska á að allt að fimm þúsund manns verði án fastrar vinnu á útmánuðum. Atvinnuleysi er nú þeg- ar fyrir hendi og ef marka má útht og horfur mun ástandið versna þegar kemur fram á haust. Ekki er ólíklegt að atvinnuhorfur og þær blikur, sem eru á lofti í efnahagsmálum, séu aðalorsakir þess að fólk leiti út fyrir landsteinana. Fólk flýr ekki land af ævintýraþrá. Fólk tekur sig ekki upp frá vinnu og heim- ili með börn og buru í leit að óvissu. Það þarf átak og því fylgir mikil röskun að flytjast milli landa. Það gerir enginn ótilneyddur. Hitt er annað að fólk verður að bera sig eftir björg- inni. Það lifir enginn á loftinu. Lífskjör hafa verið góð í landinu síðustu áratugina og í lífsgæðakapphlaupinu er erfitt að snúa við og sætta sig við lakari kost. Hér líður enginn skort á við þá fátækt og eymd sem algeng er í þriðja heiminum eða til jafns við sultarlíf fyrr á öldinni, en velmegun og velferð undanfarinna ára leyfir ekkert undanhald frá lífsgæðunum. íslendingar eru góðu vanir og hafa til þess unnið. Kaldhæðni örlaganna er sú, að ytri aðstæður, þjóðar- framleiðsla og þjóðartekjur eru áfram með því besta sem þekkist. Samdrátt og svartsýni má rekja til okkar eigin verka, slæmrar stjórnunar, sundrungar og óbilgirni. Undirstöðuatvinnugreinum eru ekki sköpuð skilyrði til heilbrigðs rekstrar, verðbólga, vextir og valdabarátta drepa allt í dróma, nauðungaruppboð reka menn út á gaddinn, óhóf ríkir í ríkisrekstri, skattpíning er yfir- þyrmandi og nú síðast er lögreglan send út af örkinni til að stöðva atvinnufyrirtæki vegna vanskila. Er nokk- ur furða þótt uggur setjist að? Látum vera þótt efnahagur þrengist um stundarsakir eða lífskjör versni. Þjóðin getur meira að segja afborið vonda ríkisstjórn einhverja mánuði enn ef hún sér fram á betri tíma. En þegar ekkert er fram undan nema áframhaldandi vonleysi, áframhaldandi rugl og ráðleysi, áframhald- andi skattahækkanir, launaskerðingar og stopul at- vinna, þá endar vonleysið í uppgjöf og flótta. Uppgjöf andans, kvíði í hjarta og örvænting hugans er miklu alvarlegri hlutur en skammtíma skipbrot. Það má alltaf fá annað skip og annað fóruneyti. En þegar þjóðin er um það bil að gefast upp á framtíðinni og sér ekki aðra útgönguleið en flýja af hólmi er ástæða til að hafa áhyggjur. Þá er örvæntingin meira en tímaspursmál. Hvað með æskuna sem á að erfa landið og skuldim- ar? Hvar er forystan sem getur leitt bæði æskuna og þjóðina til þeirrar velsældar sem hún á skilið? Er svo komið fyrir íslensku þjóðinni að hún verði að flytja á Jótlandsheiðar til að fleyta fram lífinu? Er hvergi vonar- glæta? Ellert B. Schram 'FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ1989 Fáninn er tákn alls þess sem Bandaríkjamenn eru stoltir af. Fánafárið mikla Hæstiréttur Bandaríkjanna er ein af þremur jafnréttháum valda- stofnunum stjómkerfisins og ein styrkasta stoð þess. Hæstiréttur er ekki aðeins dómstóll, hann túlkar stjómarskrána og setur alríkis- þinginu og forsetanum skorður og ákveður hvað þingið og forsetinn geta gert og hvað ekki. Sem slíkur hefur dómstólhnn gífurleg áhrif á aiit bandarískt þjóðlíf. Öll löggjöf mótast af því sem hæstiréttur leyf- ir og telur í samræmi við stjómar- skrána. Hæstiréttur getur ógilt hvaða lög sem er og alríkisþingið getur ekki sett lög sem stangast á við túikun hæstaréttar. Dómstóllinn hefur í áranna rás verið mörgum forsetum þungur í skauti. Þannig ógilti hæstiréttur fjöldamörg lög sem Franklin Ro- osevelt setti á kreppuárunum á fjórða áratugnum, haim knúði Eis- enhower til að beita hervaldi til að framfylgja lögum sem bönnuðu aðskihiaö kynþátta í skólum og hann úrskurðaöi að Nixon yrði að hiíta viija þingsins og aíhenda því segulbandsupptökur sínar sem leiddu til þess að Nixon varð að segja af sér. Það skiptir því megin- máh hvemig hæstiréttur er sam- settur. í honum sitja níu menn, skipaðir tíl lífstíðar, óháðir þingi og forseta. Á síðustu áratugum hefur meiri- hluti réttarins verið fijálslyndur og verið talinn til vinstri við ríkj- andi stjómarstefnu. En á síðustu árum, einkum í stjórnartíö Reag- ans, hefur oröiö breyting á. Hann skipaði þijá dómara, aiia íhalds- sama, og þar með hefur rétturinn breytt um stefnu og er nú tahnn túlka stjómarskrána í meginatrið- um í sama anda og þeir íhaldssömu repúblíkanar sem hafa ráðið Bandaríkjunum síöan 1980. Það er þess vegna ennþá meira áfall en ella fyrir George Bush og skoðanabræður hans að sjálfur hæstiréttur hefur löggilt athæfi sem bandarískur almenningur tel- ur einhveija mestu óhæfu sem hugsanleg er, að brenna banda- ríska fánann. Öll bandaríska þjóðin er nú í uppnámi út af þessu og vel er hugsanlegt að stjómarskránni verði breytt vegna þessa máls. Aö brenna og vanviröa Hæstiréttur hefur alla tíö túlkað mjög stranglega ákvæði stjómar- skrárinnar um rétt þegnanna til málfrelsis og tjáningarfrelsis og segir að ákvæði þar um gildi um- fram öll önnur lög alríkisþings og þinga einstakra ríkja. En með því að úrskurða að gefnu tilefni að lög- legt sé að brenna bandaríska fán- ann í pólitískum mótmælum, það sé hluti af því tjáningarfrelsi sem stjómarskráin vemdar, hefur dómstóllinn komið við slíka tilfmn- ingakviku í Bandaríkjamönnum að óvíst er að sá úrskurður verði lát- inn standa. Þetta gengur þvert á álit alls almennings því að banda- Kjallariim ' Gunnar Eyþórsson ríski fáninn er heilagri en allt sem heilagt er í augum þeirra flestra. Hjá sumum er fáninn eins konar helgimynd, sagt hefur verið aö trú á fánann sé einu sameiginlegu trú- arbrögð Bandaríkjanna. Fáninn er tákn alls þess sem Bandaríkjamenn em stoltir af. Þjóðsöngurinn, The Star Spangled Banner, er um fánann og þjóöemis- kennd og þjóöremba Bandaríkja- manna birtist í fánahyllingum í tíma og ótíma. George Bush vissi þetta flestum betur, hann hélt þrisvar framboðsfundi í fánaverk- smiðjum í kosningabaráttunni og eitt af því sem hann fann Dukakis mótframbjóðanda sínum til foráttu var að hann hefði beitt neitunar- valdi sem ríkisstjóri í Massachu- setts til aö ógilda lög sem áttu að skylda skólaböm til að hefja hvem skóladag með fánahyllingu. Það er ekki nema von að almenn- ingi blöskri að það skuh löglegt aö brenna fánann. En þaö má aðeins í pólitískum tilgangi, öll vanvirðing við fánann varðar annars þungum refsingum. Til dæmis er nú fyrir dómstólum í Chicago mál konu einnar sem tróð fánann undir fót- um á nýhstasýningu þar sem fáninn var hafður sem gólfdregih. Hún á yfir höfði sér 1000 dohara sekt og eins árs fangelsi. Hún var nefnilega ekki í neinum pólitískum mótmælum heldur sýndi fánanum lítilsvirðingu. Á þessu vih hæsti- réttur gera skýran greinarmun. Að breyta stjórnarskránr.i Þessum úrskurði vilja Bush og skoðanabræöur hans ekki una og þegar er hafinn undirbúningur að þvi að breyta stjómarskránni til að óghda niðurstöðu hæstaréttar. Stjómarskránni hefur verið breytt 26 sinnum frá upphafi, síðast 1971 þegar kosningaaldur var lækkaður í 18 ár. Þá verður þingið í Was- hington fyrst að samþykkja breyt- ingartihögu við stjórnarskrána með tveimur þriðju atkvæða og síö- an verða tveir þriöju hlutar ríkis- þinganna 50 að samþykkja breyt- ingima. í fréttum frá Bandaríkjunum seg- ir aö svo mikih hiti sé í mönnum vegna þessa máls og svo margir stjómmálamenn sjái þama áhættulausa leið til að afla sér vin- sælda og atkvæða að líklegt megi telja aö stjórnarskrárbreyting sem ógildi þennan úrskurð hæstaréttar verði samþykkt. Hægri sveifla Þessi viðbrögð við fánamáhnu ættu að sýna aö Bandaríkjamenn hta óvirðingu viö fánann óbhðum augum. Það ghdir líka um fána annarra ríkja. Þeir ölvuðu vamar- hðsmenn, sem vora aö skera niður fána hér á landi 17. júní, verða ekki teknir neinum vettlingatökum hjá bandarískum yfirvöldum. En meirihluti hæstaréttar í Bandaríkjunum hefur annars ekki gengið í berhögg við vilja stjómar- innar undanfarið, þvert á móti er nú rannin upp sú tíð sem íhalds- samir repúblíkanar hafa lengi þráð, að hæstiréttur er þeirra meg- in í skoðunum á þjóðlífinu. Þetta hefur meðal annars birst í því að hæstiréttur hefur verið að þynna út fyrri úrskurði í kynþáttamálum, aðallega hvað varðar rétt minni- hlutahópa til forgangs um atvinnu í samræmi við flölda þeirra í hverju samfélagi. Þau lög hafa lengi verið eitur í beinum repúblíkana og hvít- ir menn víða hta á þetta sem kyn- þáttamismunun gegn sér. í fjölda mála hefur rétturinn túlk- aö stjómarskrána mun þrengra og í meira samræmi viö stefnu íhalds- manna en áöur á síðustu áratug- um. Þetta mun hafa víðtæk áhrif á næstu árum þvi að hæstiréttur í Bandaríkjunum er miklu meira póhtískt afl en tíðkast í öðram ríkj- um. Núverandi samsetning hæsta- réttar er verk Ronalds Reagans og hann getur verið ánægður með þá stefnu sem rétturinn hefur tekið enda þótt hann sé nú sagður miður sín eins og fleiri vegna úrskurðar- ins í fánamálinu. Gunnar Eyþórsson. „Hjá sumum er fáninn eins konar helgimynd, sagt hefur veriö að trú á fánann sé einu sameiginlegu trúar- brögö Bandaríkjamanna.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.