Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1989, Blaðsíða 5
5
FÖSTUDAGÚR 30. JÚNÍ 1989.
Ljósmyndar
náttúruna
v> ......... ii y
Nafn: Hjálmar R. Bárðarson
Aldur: 71 árs
Starf: Lðggilt gamalmenni
„Ljósmyndunin er eiginlega mín
laxveiðisegir Hjálmar R. Bárð-
arson, fýrrum siglingamálastjóri.
„Áhuginn er meðfæddur og um
fermingu var ég að mynda ailt
milli himins og jarðar á æsku-
stöðvunum á !saflröi.“
Hjálmar gaf nýlega út sína
sjöttu bók ura náttúru íslands. í
henni er þaö Hvítá, frá upptökum
til ósa, sem er viðfangsefnið í
máli og myndura. Tvær fyrstu
bækur Hjálmars voru af ólíkum
toga; hin fyrri hét Flugmál ís-
lands og var Gullpehnaritgerð í
MR og önnur var Ijósmynda-
kennslubók sem gefin var út í
Danraörku á stríðsárunum.
Aö loknu stúdentsprófi sumar-
ið 1939 fór Hjálraar 1 langferö,
með Ijósmyndatækin á bakinu,
frá Grunnavík, um Jökulfirði,
Homstrandir og suður til Hólma-
víkur.
„í þá daga var enn byggð á þess-
um slóðum og þessar vikur sem
ég ferðaðist þama um var allt
vinnufært fólk í heyskap. Klyfj-
aður maöur á rölti um hábjarg-
ræðistímann var áiitinn annaö-
hvort trúboði eða bóksölumaður.
Ég neyddist tfi að skilja tjaldið
eftir því útbúnaðurinn var nógu
þungur án þess. Svefhstaðimir
vom ýmist undir beru lofti, með
segldúk að skjóli, eða á heimil-
um.“
Langargöngur með
miklar byrðar
Á þessum Ðmmtíu árum hefur
öll aðstaöa Hjálmars breyst tál
batnaðar. Hann á góðan jeppa
sem hann getur auöveldlega sofiö
í, hefUr bílasíma og öll tæki em
fullkomnari. Samt verður hann
oft að ganga langar vegalengdir í
leit að myndefni og ljósmynda-
tækin em um 25 kíió.
Hjálmar iærði skipaverkfræði í
Danmörku, sfarfaði sem skipa-
verkfræöingur þar og síðar hér
heima, og var siglingamálstjóri
þegar hann iét af störfúm fyrir
þremur árum. Hann er giftur
danskri konu, Else, og þau ferð-
uðust mikið saman fyrstu árin
eftir heirakomuna.
„Ég á henni mikið að þakka og
hún hefur sýnt mér mikla þolin-
mæði þegar mestur hluti fri-
stundanna hefur farið í ritstörf
og Ijósmyndun.“
En Hjálmar hefur ljósmyndað
fleira en fegurð landsins. Fyrir
nokkrum árum kom út bókin
Fuglar íslands en í henni em Ijós-
myndir Hjálmars af öllum ftigi-
um landsins.
Fáfarnir staöir og fjöifarnír
Bókin um Hvítá var um fjögur
ár í vinnsiu, hann athugaöi allt
vatnasvæði Hvítár, myndaði,
skráöi staöi og ritaði allan text-
ann.
„Gífurleg vinna liggur að baki
þessari bók enda er vatnasvæði
Hvítár alls 6.100 km2. Margir
þeirra em þekktir cg ftölfamir
eins og Gidlfoss, Þingvellir og
Geysir. Aðrir em fáfamari og
ekki hægt að feröast um þá nema
fótgangandi.
-JJ
Fréttir
Mikið magn af afLa hefur flust milli landshluta 1 kvótakerfinu:
Norðlendingar auka afla
sinn á kostnað annarra
Sunnlendingar hafa misst mestan afla
Aflatilfærsla innan
Kvótakerfisins
| Bolfiskur H ?lid, □ Skelfiskur
loöna
VESTFIRÐIR
NORÐURLAND EYSTRA
VESTURLAND
-6.356
AUSTFIRÐIR
-3.402
REYKJANES
SUÐURLAND
Frá því að kvótakerfið var tekið
upp árið 1985 hefur hlutdeild Norður-
lands eystra í þeim afla sem kemur
á land hérlendis stóraukist.
í fyrra var þar landað um 275 þús-
und tonnum eða um 31 þúsund tonn-
um meira en árið 1985. Þetta er um
12,5 prósent aukning á sama tíma og
landahir hérlendis jukust ekki nema
um rúm 2 prósent.
Á sama tíma hefur oröið mikill
samdráttur á Norðurlandi vestra.
Þar var í fyrra landaö um 20 prósent
minna magni en árið 1985.
Afli jókst hins vegar í öllum öðrum
landshlutum að Vesturlandi undan-
skildu þar sem hefur orðið um 3,4
prósent samadráttur.
Á þessu tímabili hafa landanir er-
lendis stóraukist eða mn 37 prósent.
Tæplega 20 þúsund meiri
bolfiskur á Norðurlandi eystra
Eins og fram hefur komið í DV eru
Vestfirðingar mjög reiðir yfir minnk-
andi hlutdeild sinni í heildarkvóta
landsmanna. Þegar landanir í fyrra
eru bomar saman við árið 1985 kem-
ur í ljós að þeir koma mun betur út
en til dæmis Sunnlendingar og Vest-
lendingar.
Ef gert er ráð fyrir að landshlutarn-
ir hefðu haldið hlutdeild sinni í því
aflamagni sem landað er hér má
segja að frá 1985 hafi um 19.961 tonn
af bolfiski flust til Norðurlands
eystra. Á sama tíma hafa um 2.098
tonn flust til Reykjaness, um 1.957
tonn til Noðurlands vestra og um 246
tonn til Vestfjarða.
Þessi afli kemur að stærstum hluta
frá Suðurlandi. í fyrra vantaði um
15.691 tonn upp á bolfiskaflann á
Suðurlandi til þess að sá landshluti
héldi hlut sínum í heildaraflanum.
Vestiendingar töpuðu um 6.356 tonn-
um og Austfirðingar um 2.216 tonn-
um.
Vestfirðingar hafa misst
þorsk en fengið ufsa
Gagnrýni Vestfirðinga beinist
einkum að þorsk- og grálúðukvóta.
Þar virðast þeir hafa nokkuð til síns
máls. Miðað við hlutdeild Vestfirð-
inga í afla þessara fisktegunda árið
1985 má segja að í fyrra hafi vantað
um 3.183 tonn af þorski og 3.247 tonn
af grálúðu til þess að þeir héldu sín-
um hlut í heildaraflanum. Hins vegar
hættu Vestfirðingar sér þetta tap upp
með því að auka hlutdeild sína í öðr-
um bolfisktegundum og þá sérstak-
lega ufsa og ýsu.
Sunnlendingar koma einnig verr
út þegar löndun á þorski og grálúðu
er skoðuð. í fyrra vantaði þá um 9.620
tonn af þorski og 327 tonn áf grálúðu
til að halda sínum hlut.
Fréttaljós
Gunnar Smári Egilsson
Vestlendinga vantaði í fyrra um
5.910 tonn af þorski til þess að halda
sínum hlut en þeir veiddu hins vegar
um 718 tonn af grálúðu umfram hlut-
deild sína frá árinu 1985.
Á sama tíma hafa Norðlendingar
eystri aukið sinn hlut um hvorki
meira né minna en 13.424 tonn af
þorski. Þeir veiddu líka um 478 tonn-
um meira af grálúðu í fyrra miðað
hlutdeild þeirra frá 1985. Mest af grá-
lúðuaflanum hefur flust til Reykja-
ness eða um 6.780 tonn og þangað
fóru líka um 1.229 tonn af þorski.
Austfirðingar juku sinn hlut í
þorski en töpuðu grálúöuafla til ann-
arra.
Norðlendingar eystri
bæta við sig á öllum sviðum
Ástæðan fyrir því að hlutdeild
Norðurlands vestra hefur minnkað
mest í heildaraflanum er að í fyrra
kom tæplega 30 þúsund tonnum
minna af. loðnu til löndunar þar.
Heildaraflatap þeirra nemur þvi um
42,4 þúsund tonnum.
Á sama tíma misstu Vestlendingar
um 8,4 þúsund tonn og var það að
langstærstum hluta bolfiskur. Á
1 heildina htið hafa Vestfirðingar
einnig misst spón úr sínum aski en
það skýrist fyrst og fremst af þvi að
í fyrra var landað um 9,5 þúsund
tonnum minna af loðnu fyrir vestan
en hlutfallið frá 1985 segir til um.
Norölendingar eystri hafa aukið
sína hlutdeild á öllum sviðum. Þeir
lönduðu eins og áður sagði tæplega
20 þúsund tonnum meira af bolfiski
en sem nam hlutdeild þeirra frá 1985.
Við það bættust síðan um 7,7 þúsund
tonn af síld og loðnu sem landað var
á Norðurlandi eystra umfram hlut-
deild þeirra árið 1985.
Fimm íslensk fyrirtæki á sýningu 1 Seoul:
Sjávarafurðir og ull
kynnt í Suður-Kóreu
„Það er orðið ljóst að fimm íslensk
fyrirtæki kynna framleiðslu sína á
þessari sýningu í Seoul og að það
verða sjávarafurðir og ullarvörur
sem kynntar verða. Fyrst og fremst
eru það sjávarafurðimar sem vonir
em bundnar við því þó allar þessar
vörur eigi möguleika er reiknaö með
að útflutningur á sjávarafurðum geti
orðið í mun meira magni en annað,“
sagði Ingjaldur Hannibalsson, fram-
kvæmdastjóri útflutningsráðs, í við-
tah við DV í morgun.
Fyrirtækin, sem taka þátt í sýning-
unni í Seoul, eru Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna, SÍS, Marbakki, Sölu-
stofnun lagmetis og Álafoss. Sýndar
verða frystar, ferskar og niðursoðnar
sjávarafurðir og ullarvörur.
íslendingum var boðið að taka þátt
í þessari sýningu og er þeim séð fyr-
ir sýningarsvasði án endurgjalds.
Kóreumenn leggja jafnframt til
nauðsynlegustu húsgögn á sýningar-
svæðið.
Sýningarbás íslensku fyrirtækj-
anna verður hannaður hér heima og
efniviðurinn í hann fluttur út til sam-
setningar á sýningunni sjálfri.
„Við fluttum út vörur til Kóreu
fyrir um sextíu milijónir króna á síð-
asta ári,“ sagði Inggjaldur, „og ég tel
að það geti aukist mikið. Það er mik-
ill uppgangur í Kóreu og lifskjör
batna þar hratt.
Samhhða sýningunni ætlum við að
reyna að koma Islandi að í fjölmiðl-
um þama eins og hægt er. Haldin
verða sérstök kynningamámskeið
um ísland. Linda Pétursdóttir verður
þama í einn dag og við reiknum með
að við hana verði tekin sjónvarpsvið-
töl. Þá munum við hafa móttöku fyr-
ir væntanlega viðskiptavim og
kynna þeim nánar íslenska fram-
leiðslu.“
-HV