Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1989, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1989, Qupperneq 4
4 MÁNUDAGUR 3, JÚLÍ 1989. Fréttir 33 ára Kínverji í konuleit: Biður íslenskt bakarí um að f inna handa sér konu „Ég er Kínveiji. Ég er ekki giftur. Mig langar að giftast útlendri konu sem hefur öðruvísi andlit og talar annað tungumál en ég. Viö erum af ólíku þjóðemi, en að elskast og gift- ast er betra en að giftast konu hér heima. Hjálp!“ Á þennan hátt hefst bréf 33 ára gamals Kínverja, hr. Gong Janguo, sem býr í Peking. Gong er að leita sér að konu og hefur ákveðið að róa á fjarlæg mið. Bréfið er dagsett 20. júní og er sent „stærstu brauðgerð á íslandi“. Bréfið lenti í póstkassa Brauðs hf. sem síöan sendi DV bréf- ið. Þeir hjá Brauði segjast ekki taka að sér hjónamiðlun, hvorki hér né erlendis. Bréfið sem Gong Janguo sendi stærstu brauðgerð á íslandi i von um að brauðgerðin kæmi honum í kynni við íslenska konu. Á laugardaginn fékk Arnarflug nýja vél í innanlandsflugið. Er vélin af gerð- inni Dornier 228-201 og tekur 19 manns í sæti. Hefur hún fengið verðlaun fyrir farþegarými. Er flugþol vélarinnar 2600 km og þarf hún mjög stuttar flugbrautir sem gerir hana hentuga fyrir islenskar aðstæður. Kemur flugvél- in beint frá Þýskalandi en flugmenn hennar voru Norðmennirnir Geir Jo- hnsen og Tommy Fjeld sem sjást á þessari mynd. DV-mynd JAK Starfsáætlun Noröurlanda samþykkt: Samstíga þróun innri markaðar í Evrópu Kínveijinn virðist hafa tekið það ráð að senda nokkrum fyrirtækjum á íslandi bréf í von um að komast í kynni við íslenska konu. DV er kunnugt um að „stærstu vefnaðar- verksmiöjunni“ á íslandi hefur einn- ig borist bréf ffá þessum örvænting- arfulla Kínveija. Gong segist vera vel launaður túlk- „Vegna áróðursherferöar for- manns Landssambands íslenskra út- vegsmanna til að fá í sínar hendur úthlutun leyfa fyrir gámafisk, sem utanríkisráðuneytið hefur hingað til- séð um, vill útflutningsnefnd Félags íslenskra stórkaupmanna ítreka það álit sitt að þessi útflutningur skuli vera fijáls." ur og með hreina sakaskrá. Hann lýsir sér sem hæverskum og vin- gjamlegum manni sem hefur gaman af kvikmyndum. Konan, sem hann leitar sér aö, á að vera 25-35 ára, falleg, hæversk og virða karlmanninn. Henni á að geðj- ast að Kína og tala ensku. „Ég vonast til að giftast fallegri - segja stórkaupmenn Þannig hefst tilkynning sem út- flutningsnefndin sendi frá sér í gær. í þessari nefnd eru margir af stærri útílytjendum á gámafiski. Nefndin segir að ef einhver sljóm- un þurfi að vera á þessum útflutn- ingi þá lýsi hún stuöningi við núver- andi fyrirkomulagi. Hún telji hins vegar ekki koma til greina að af- útlendri konu til að hætta að vera piparsveinn. Því hef ég skrifað skrif- stofu ykkar. Vona ég að þið komið bréfi minu til kvenna. Hjálpiö mér aö finna konu og kynna okkur. Ég vonast til að vinna fleiri góð verk fyri'r Kína og ykkar fallega fólk. Kveðja, Gong.“ henda Landssambandi íslenskra út- vegsmanna þetta vald. Nefndin bendir á að Landssam- bandið sé í raun stéttarfélag sem hafi forréttindi og tekjur sem slíkt. Fijálsir útflytjendur bjóði þjónustu sína hins vegar án allra kvaða og forréttinda. -gse Starfsáætlun norrænu ráðherra- nefndarinnar um Norðurlönd og Evrópu frá 1989 til 1992 var samþykkt á fundi samstarfsráöherra Norður- landanna fyrr í mánuðinum. Segir í fréttatilkynningu frá skrif- stofu Norðurlandamála að viðhorf Norðurlandanna til Evrópubanda- lagsins móti nú mjög allt starf nor- rænu ráðherranefndarinnar. Nor- ræn samvinna á sér nú stað á nær öllum þeim sviðum sem innri mark- aður Evrópubandalagsins mun ná til. Segir að norrænt samstarf verði að vera samstíga þeirri þróun innri markaðar í Evrópubandalaginu sem mun eiga sér stað næstu þrjú ár. í fyrmefndri starfsáætlun er lagð- ur grunnur aö þeim ákvörðunum sem norræna ráðherranefndin þarf að taka á næstu árum til að styrkja stöðu Norðurlandanna gagnvart þró- uninni í Evrópu. í starfsáætluninni er sérstök áhersla lögð á verkefni þar sem ætla má að árangur evrópskrar samvinnu nýtist í norrænu samstarfi og á þau svið þar sem norræn sam- vinna getur haft áhrif á þróunina í Evrópu. Staifsáætlunin er byggð upp af 82 verkefnum sem skipt er í kafla undir yfirskriftum eins og: Norrænn mark- aður, samgöngur og flutningar, menningar- og menntamál, réttindi Norðurlandabúa ásamt vinnumark- aðsmálum, umhverfismál, vinnuum- hverfi, neytendamál og upplýsinga- mál. Starfsáætlunin verður endurskoð- uð í desember í ár og árlega fram til 1992. Jón Sigurðsson viðskipta- og iðnað- arráðherra er formaður ráðherra- nefndarinnar og hefur hann afhent Henning Christophersen, varafor- manni ráðs Evrópubandalagsins, starfsáætlunina. -hlh -hlh Útflutningsleyfi á ísfiski: Alls ekki til útvegsmanna í dag mælir Dagfari Burt með prestinn Tugthús eru almennt notuð til þess að loka það fólk inni sem er hættulegt umhverfi sínu. Lögregl- an stingur óróaseggjum í fangelsi, fylhbyttum i gæsluvarðhald og svo eru ótíndir glæpamenn dæmdir til fangelsisvistar um lengri eða skemmri tíma þegar afbrot hafa sannast á þá. Það er gert í hegning- arskyni vegna þess að flestum finnst það takmörkun á frelsi sínu að þurfa að sitja í einangrun bak við lás og slá. Fangelsi eru sem sagt notuð til þess að loka fólk inni. Nú hefur þaö óvenjulega gerst að sakadómur hefur tekið um það ákvörðun að meina einum tíltekn- um einstaklingi aögang að fangels- um. Sérstakur úrskurður hefur verið birtur þar að lútandi og mun það gert í þágu réttaröryggis. Hér er um að ræða sjálfan fangelsis- prestinn, sem hefur ekki lengur aðgang að fangelsunum. Hann þyk- ir þar óæskilegur, aðallega vegna þess að hann ku hafa slæm áhrif á fangana og segir þeim meira en hann hefur leyfi til. Vepjulega héldi maður að fang- elsisprestur hefði það hlutverk að ræða við fangana um guðstrúna og flytja þeim skilaboð að ofan. Guð hefur ekki aðgang að fangelsum nema í gegnum umboðsmenn sína hér á jörðinni og fangelsisprestur hefur verið ráðinn í það hlutverk, sjálfsagt í samráði við umbjóðanda hans, enda veitir ekki af aö boða guðsorðið meðal þeirra óláns- manna sem gista í fangelsum og fá ekki einu sinni að tala við annað mennskt fólk, hvað þá sjálfan guö, nema þá í gegnum aðra. Nú hefur sem sagt komið í ljós að fangelsispresturinn í Reykjavík hefur spjallað um fleira en kristn- ina og kirkjuna við fangana. Prest- urinn er sakaöur um að bera á milli fanga hvers kyns upplýsingar um sakargiftir þeirra og samræma vitnisburð þeirra sín í milli. Fangi númer eitt fær þá að vita nákvæm- lega hvað fangi númer tvö er að segja við lögregluna og getur þann- ig komist hjá því aö bera rangan eða gagnstæðan vitnisburö í yfir- heyrslunum þar sem verið er aö sannprófa sannleiksgildi fram- burðarins. Samkvæmt þessu er fangelsis- presturinn nokkurs konar njósnari innan fangelsismúranna og leiðir fangana inn á réttar brautir þegar þeir eru orðnir tvisaga í yfirheyrsl- unum. Þetta kemur sér auövitað vel fyrir fanga sem þurfa að segja satt og rétt frá en þetta mun koma lögreglurannsókninni í bobba þeg- ar presturinn samræmir vitnis- burðinn í þágu hinna sökuðu. Ekki hefur verið sagt frá því hvort at- beini prestsins sé að ráði guðs eða hins heilaga anda, en sjálfsagt má reikna með að hann hafi aflað sér heimildar frá umbjóðanda sínum til aö flytja boöin á milli fanganna úr þvi hann reynist svona tung- ulipur við skriftimar. Þetta hefur sem sagt orðiö til þess að prestinum er meinaður aðgang- ur að fangelsunum og föngunum og á meðan verða þeir síðamefndu án allra bænarstunda og guðsoröa. Ábyrgð salcadóms er mikil þegar fangar em sviptir þessum mann- réttindum enda er sama hvers kon- ar réttarfar ríkir í þjóðlöndum heimsins. Alls staöar þykir það sjálfsagt mál að leyfa fóngum að eiga stund með guði sínum og flytja honum kveðju á hinstu stund. Hér á íslandi er þessu snúið við og í stað þess aö loka fólk inni í dýfliss- um em kveðnir upp dómar þar sem fólki er meinaður aðgangur að fangelsum. Og það meira aö segja prestum og sálusorgumm! Dagfari vorkennir eiginlega prestinum meira heldur en föngun- um. Fangarnir geta áreiðanlega hf- að þaö af aö fara meö bænimar sínar sjálfir og einir, en það er vita- skuld erfitt að vera fangelsisprest- ur þegar maöur fær ekki að heim- sækja fangelsin. Ekki vill prestur- inn aö fangarmr ljúgi í vitnaleiðsl- um og nú stendur hann ráðþrota gagnvart þeirri óheppni að fan- garnir segja hver sína sögu og allir halda að þeir séu að skrökva til aö fegra málstað sinn. Þessu hefur fangelsispresturinn alltaf getaö af- stýrt í þágu sannleikans og þess guðs, sem hann þjónar. Nú er góð ráð dýr fyrir blásaklausa fanga sem ekki hafa neinn fangelsisprest til að leiða sig á braut sannleikans. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.