Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1989, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1989, Side 7
MÁNUÖAGUR Sí JÚIit Í9á9.‘ .q 7 Fréttir Miklar lagfæringar standa nú yfir á Hóladómkirkju. DV-mynd Þórhallur Hóladómkirkja ber í rauða sandsteminum - miklar lagfæringar á kirkjunni standa yfir Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðarkrótd: Framkvæmdir standa nú sem hæst viö lagfæringar á Hóladómkirkju að utan og á næsta umhverfi hennar. Búið er að fjarlægja múrhúðina og stendur nú kirkjan ber í rauða sand- steininum. Byrjað er að múrhúða kirkjuna að nýju og einnig er unnið að endumýj- un á gijóthleðslum umhverfis kirkjugarðinn. Stefnt er að því að ölium frágangi við ytri umgjörð Hóladómkirkju verði lokið fyrir haustið. Kirkjubæjarklaustur: Upplýsingaþjónusta fyrir ferðamenn Valgeir L Ólafsson, DV, Kirkjubæjarklaustri: Um miðjan júní tók til starfa Upp- lýsingaþjónustan á Kirkjubæjar- klaustri og er þetta sjöunda sumarið sem hún er rekin í félagsheimilinu Kirkjuhvoh. Hún er opin frá kl. 10.00 til 16.00 alia daga vikunnar. Þangað getur fólk komið og fengið upplýsingar um staðinn og nágrenni hans í rituðu og mæltu máli. Þar eru seld veiðileyfi í nokkur vötn á svæð- inu, einnig er þar vísir að minja- gripaverslun þar sem m.a. em seldar lopapeysur. Nokkur dagblöð íslensk og erlend hggja frammi og getur fólk sest niður, flett blöðunum og fengið sér kaffisopa á meðan. Sú nýbreytni var einnig tekin upp nú í sumar að reka í tengslum við upplýsingaþjónushma leiktækjasal en þar eru m.a. billjarðborð, borð- tennis, bob og fleira. Upplýsingaþjónustan hefur um- sjón með tjaldsvæðinu á Kleifum. Umsjónarmaður Upplýsingaþjónust- unnar er Valgeir Ingi Ólafsson en sími hennar er 98-74621. Heimasími umsjónarmanns er 98-74645. Nýr skattstjóri á Austurlandi Emil Thoiarensen, DV, Eskifirði: Nýr skattstjóri tók til starfa hjá Skattstofu Austurlandsumdæmis fyrsta júní sl. Hann heitir Karl S. Lauritzson og er þrítugur Eskfirð- ingur. Foreldrar hans eru Björg Andrésdóttir og Lauritz Karlsson. Karl er viðskiptafræðingur að mennt og er að ljúka hagfræðinámi frá háskólanum í Lundi. Fráfarandi skattsijóri, Bjami G. Björgvinsson, lét af störfum 1. febrúar sl. Karl S. Lauritzson, skattstjóri Aust- urlands. DV-mynd Sigrún Minnisvarði Sigurður Ægisscm, DV, Djúpavogi: Á sjómannadaginn, 4. júní síðast- Brjóstmyndin af Eysteini Guðjóns- syni skólastjóra. DV-mynd SÆ afhjúpaður hðinn, var afhjúpuð hér brjóstmynd af Eysteini Guðjónssyni, fyrrverandi skólastjóra, er féll út af bát sínum þann 4. júní 1988 milli Þvottáreyja og lands og dukknaði, 39 ára gamall. Mikil leit var gerð á sínum tíma um allan sjó og fjörur hér eystra en lík hans fannst aldrei. Bijóstmyndina, sem er steypt í kopar, gerði Ríkey Ingimundardótt- ir, myndhöggvari í Reykjavík, en platan með áletruninni var unnin hjá Álfasteini í Borgarfirði eystri. Stöpullinn undir bijóstmyndinni er steyptur en klæddur svo með hvit- um skeljasandi til að minnast tengsl- anna við hafið. Minnisvarði þessi stendur í nýju skógræktinm rétt fyr- ir innan þorpið og horfir ásjóna myndarinnar út í Þvottáreyjar í Hamarsfirði. 1.500 MILUÓNIR KRÓNA RENNA í VASA KJÖRBÓKAREIGENDA UM MANADAMÓTIN í FORMI VAXTA OG VERDBÓTA Rétt einu sinni hafa Kjörbókareigendur ríkulega ástæðu til að gleðjast. Nú um mánaðamótin, leggst hvorki meira né minna en einn og hálfur milljarður króna í _ formi vaxta og verðbóta við innstæður Kjörbóka. En það er ekki allt talið enn: Standi innstæða á Kjörbók lengur en 16 mánuði reiknast afturvirk hækkun á vexti, og síðan aftur eftir 24 mánuði. Samkvæmt nýjum lögum um verðtryggingu verða bankarnirnú að breyta ákvæðum skiptikjarareikninga að hluta. Það er gert á þann veg að verðtryggingar- viðmiðunin gildir fyrir þann hluta innstæðu sem stendur óhreyfður heilt samanburðartímabil. Næsta samanburðartímabil er frá 1. júlí til 31. desember. Kjörbók Landsbankans, kjörin leið til sparnaðar. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.