Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1989, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1989, Side 14
14 MÁNUDAGUR 3. JÚLl 1989. Frjálst.óháÖ dagblað Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (1)27022-FAX: (1)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 900 kr. Verð I lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. Spurning um handafl Ríkisstjórnin beitir nú handafli til aö keyra niður raunvexti, það eru vextir umfram verðbólgustig. Lítum á, hvað gerzt hefur að undanfornu. Ríkisstjórn- in gaf Seðlabanka og bankakerfmu í heild i síðasta mánuði fyrirmæh um, að raunvextir bankanna lækk- uðu um 1 til 1,25 prósent. En vextir hafa samt verið mjög lágir undanfarna mánuði, að tiltölu. Raunvextir almennra skuldabréfa hafa lengst af árinu verið nei- kvæðir, það er undir verðbólgustigi. Jafnvel vextir á verðtryggðum kjörum nálguðust núhpunktinn, eftir að ríkisstjórnin breytti grunni lánskjaravísitölunnar. Bankarnir lækkuðu í síðasta mánuði raunvexd um 0,25 til 0,5 prósent, að kröfu ríkisstjómarinnar. Því hefur þar til nú enn vantað upp á, að krafa ríkisstjórnarinnar yrði uppfyht. Krafan er sú, að það gerist nú um þessi mánaðamót. Raunvextir hafa að undanfomu rokkað nokkuð til. En ríkisstjórnin hefur þegar gert talsvert, til þess að raunvextir hafa lækkað. Þetta hefur verið gert með því, sem sumir ráðherrar éins og Jón Sigurðs- son viðskiptaráðherra vom vanir að kaha handafl, það em beinar fyrirskipanir frá ríkisstjórninni. Bankar hafa ekki getað látið vexti fara eftir framboði og eftir- spurn flármagns. Og samhliða lækkun útlánavaxta fylg- ir auðvitað lækkun vaxta á innlánum. Lítum á, hvað ríkisstjómin er að gera með þessu. Hún er að skerða sparifé landsmanna. Hún segist vera að hjálpa þeim, sem eiga í erfiðleikum vegna hárra vaxta á lánum þeirra. Ríkisstjórnin hefur nú ítrekað gengið gegn spariQáreig- endum. Greinilegt er, að ríkisstjórnin ætlar með hand- afli að styrkja þá, sem yngri em og skulda meira, í trássi við hagsmuni hinna eldri. Ríkisstjómin gengur hvað eftir annað gegn hinum eldri borgurum. Gamla fólkið hefur reynt að spara og stendur að miklu leyti undir þeim sparnaði, sem er í þjóðfélaginu. Handafl rík- isstjómarinnar hefur því þá dökku hUð, að gengið er gegn spamaði hinna eldri. Ríkisstjómin hefur beitt sér gegn hinum öldmðu á fleiri en einu sviði. í ársbyijun tók gUdi gífurleg hækkun eignaskatta, hvort sem fólk viU kaUa það ekknaskatta eða eitthvað annað. Með þessum hækkunum var með óréttlátum hætti gengið gegn gamla fólkinu. Eignaskattar vom of háir fyrir. Með hækkun eignaskatta var vegið að þeim, sem höfðu sparað eftir að hafa greitt tekjuskatta af tekj- um sínum. Nú heggur ríkisstjómin 1 sama knérunn. Taka ber undir með þeim, sem benda á, að nú stefnir í upptöku spamaðar gamla fólksins og annarra spar- enda. Eins og að framan var lýst, hafa raunvextir verið að nokkm neikvæðir. í það stefnir enn frekar. Og vilja ábyrgir menn í raun, að þær aðstæður skapist á ný, að raunvextir verði neikvæðir og sparendur gjaldi sUkan toU til skuldara? Svo virðist vera. Þeir sem ætla að beita sér fyrir neikvæðum raun- vöxtum, notfæra sér ýmiss konar rök. Þeir segja til dæmis, að ríkið verði að stýra vöxtum með handafU, af því að fj ármagnsmarkaðurinn sé fákeppnismarkað- ur, það er að fáir veiti flármagn. Þessi rök em óréttlát. Innan þeirra marka, sem um ræðir, á ftjáls samkeppni að ríkja. En vissulega ber jafn- framt að opna fyrir erlent flármagn, sem gerði markað- inn betur búinn. HandafUð nú á engan rétt á sér. Haukur Helgason sisaa&sM# Sjálfstæðismenn ættu að íhuga hvort ekki væri rétt að neita að greiða gjöld til Ríkisútvarpsins. Ríkisútvarpið ræðst á SjáHstæðisflokkinn Ríkisútvarpið er að tvennu leyti ólíkt öðrum fjölmiðlum. Það aflar ekki tekna með því að selja þjón- ustu sína þeim, sem vilja kaupa, eins og Stöð tvö og DV, heldur eru eigendur útvarpstækja neyddir til að greiða því talsverða fjárhæö ár- lega, 18 þús. kr. í öðru lagi og ein- mitt af þessari ástæðu hefur það víðtækari skyldur lögum sam- kvæmt en aðrir fjölmiðlar. Það veröur að vera útvarp allra lands- manna, þar eð alhr landsmenn þurfa að greiða fyrir þjónusta þess, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Það má til dæmis alls ekki halla á menn eöa flokka í frétta- flutningi. Því miður hefur Ríkisút- varpiö hrapallega brugðist þessum skyldum. Það er greinilega andvígt Sjálfstæðisflokknum og stefnumál- um hans. Afmælismálið Þetta kom glögglega í ljós, þegar Sjálfstæðisflokkurinn átti sextíu ára afmæli 25. maí síöastliðinn. Margt má áreiðanlega segja mis- jafnt um þennan gamla og virðu- lega flokk, en ekki það, að hann skipti ekki máli. En hver var aðal- frétt Ríkissjónvarpsins um afmæ- hð þá um kvölchð? Hún var, að í Pressunni, vikulegum blaðauka Alþýðublaðsins, hefði birst leyni- skýrsla um það, hversu leiðinlegur flokkurinn væri! „Fréttin" var fáránleg. Skýrsla þessi var tæplega tveggja ára göm- ul og ekki meiri leyniskýrsla en svo, að Þjóðviljinn hafði fyrir löngu birt úr henni aht það, sem hann taldi bitastætt. Efni skýrslunnar hafði verið rætt hispurslaust á tveimur flokksráðsfundum, sem fréttamenn höfðu haft fuhan að- gang að. Þessi „frétt“ hafði auk þess birst í öðrum fjölmiðli, svo að Ríkissjónvarpið þurfti að sækja hana sérstaklega þangað. Annað- hvort var sá, sem bar ábyrgð á fréttinni, fullkominn auh eða and- stæðingur Sjálfstæðisflokksins - eða það, sem sennilegast var, hvort tveggja. Ráðstefnumálið Óneitanlega fékk Sjálfstæðis- flokkurinn heldur kaldar afmælis- kveðjur frá „útvarpi allra lands- manna“ - væntanlega þá líka út- varpi sjálfstæðismanna. Liðu nú nokkrir dagar. Þá hélt flokkurinn sérstaka ráðstefnu um framtíðina. Sjónvarpið sagði vitaskuld frá henni. Hvert var þar aðalatriðið? Vandlega var þagað um það, að í setningarræðu sinni fór Davíð Oddsson borgarstjóri hörðum orð- um um fréttaflutning Ríkisút- KjaUarinn Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson lektor varpsins. Hitt var gert að stórfrétt, aö Árdís Þórðardóttir rekstrar- hagfræðingur hefði gagnrýnt flokkinn í erindi sínu. Svo lá á að koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn, að þess var ekki gætt, hvað var raunar fréttnæmt í erindi Árdísar. Það var, að gagnrýni hennar kom úr aht annarri átt en venjan hefur verið á síðustu misserum. Hún taldi flokkinn ekki hafa sinnt at- vinnufrelsi og einkaframtaki nægi- lega vel, en aðrir hafa einmitt deilt á flokkinn fyrir hið gagnstæða! Fjögur önnur mál Þessar tvær furðulegu ekki-frétt- ir eru engar undantekningar. Haustið 1988 birtist um það stór- frétt í Ríkissjónvarpinu, að Ingi- björg S. Gísladóttir, borgarfuhtrúi Kvennalistans, hefði skrifað um það grein í málgagn Kvennahreyf- ingarinnar, aö Davíð Oddsson borgarstjóri væri ráðríkur úr hófi fram og embættismenn borgarinn- ar honum aht of undirgefnir. Nú veit ég ekki, hverjum embættis- menn borgarinnar ættu fremur að hlýða við vepjulegar aðstæður en löglega og lýðræðislega kjömum borgarstjóra. En hvað í ósköpunum var fréttnæmt við nöldur borgar- fulltrúans? Svipaðar „ásakanir" um ráðríki hafa dunið á Davíð Oddssyni í mörg ár. Og auðvitaö var tíminn fyrir fréttina vahnn þannig, að borgarsfjón var staddur erlendis og gat því ekki svarað fyr- ir sig. Vont er sjónvarpið, en hljóðvarp- ið sýnu verra. Það hefur hvað eftir annaö gengið erinda æstustu vinstri hópa í landinu. Nægir að nefna þrjú dæmi. Haustið 1987 birti hljóðvarpið stórfréttir dag eftir dag um leyniskýrslur, sem áttu að sýna, að íslenskir ráðamenn hefðu staðið í óeðlilegu sambandi við bandaríska leyniþjónustumenn. Heimildarmaður var norskur rót- tæklingur, Dag Tangen, en eins og hljóðvarpsmönnum var fullkunn- ugt um, löngu áður en þeir hættu fréttaflutningi af málinu, gat hann ekki lagt fram nein gögn máh sínu tíl staðfestingar. Haustið 1984 fór hljóðvarpið hamforum, á meðan það einokaði fréttaflutning í landinu vegna verkfahs opinberra starfsmanna. Er vinnubrögðum þess stuttlega lýst í bók Jóns Stein- ar Gunnlaugssonar, Deilt á dómar- ana. Og sumarið 1980 birti hljóð- varpið stórfréttir um það, að er- lendir sérfræðingar teldu kjam- orkuvopn geymd á Keflavíkurflug- velh. Þegar nánar var að gáö, voru þetta engir sérfræöingar, heldur venjulegir bandarískir vinstri- sinnar, og urðu þeir að viður- kenna, að þeir hefðu ekkert fyrir sér um máhð! Mælirinn fullur Ég veit ekki, hvað starfsmönnum Ríkisútvarpsins hefur gengið til með síöustu gusu sinni framan í Sjálfstæðisflokkinn og forystu- menn hans. Getur verið, að þeir séu eins og óknyttadrengir í skóla að prófa, hversu langt þeir megi ganga? Eða að þeir trúi því, að leið- togar flokksins séu skapleysingjar, sem láti bjóða sér aht. Éða að þeir geri ráð fyrir, að þeim Steingrími, Jóni Baldvin og Ólafi R. hafi tekist að gera Sjálfstæðiflokkinn th fram- búðar áhrifalausan í íslenskum stjómmálum? Hvað sem því líður, mun mörgum sjálfstæðismönnum vafalaust finnast mæhrinn fuhur. Ef þessi ósköp halda áfram, þá hljóta þeir að velta því fyrir sér, hvort ekki sé rétt að bindast sam- tökum um að neita að greiða gjöld th Ríkisútvarpsins. Má skylda menn th að aðstoða óvini sína við að ráðast á sig? Hannes Hólmsteinn Gissurarson „Vont er sjónvarpið, en hljóðvarpið sýnuverra.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.