Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1989, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1989, Page 15
MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ1989/ 15 HeUbrigðiskeriið f HoHandi Holland er eitt af þéttbýlustu löndum jaröarinnar. íbúar lands- ins eru 14,6 milljónir, þar af 570.000 innflytjendur, eða 4%. íslendingar eru sem kunnugt er um 2,5 á km- lands, Hollendingar eru 431 á km2 lands. Heilbrigðiskerfi Hollands er með því besta sem þekkist í hinum vest- ræna heimi. Meðalaldur hol- lenskra kvenna er 80 ár en karla 73 ár. Fyrir nokkru var ég á ferð í HoU- andi og kynntist UtUlega heUbrigð- isþjónustunni þar í landi. Stærstur hluti heUbrigðisþjónustunnar hef- ur þróast af einkaframtaki. Nær öU sjúþrahús og sjúkraþjónusta eru einkastofnanir. Þetta er þó ekki algUt. Segja má að í Hollandi sé ekkert ríkisheUbrigðiskerfi. Flestir lækn- ar og sérfræðingar starfa sjálf- stætt. HeUbrigðisstofnanir eru reknar án hagnaðar og heUbrigðis- þjónusta stendur öUum tU boða hvemig sem kjörum þeirra er ann- ars háttað. HeUdarkostnaður við heUbrigðis- þjónustuna nemur um 8,4% af þjóðartekjum sem er líklega um 1% meira en hjá okkur. Það merkUega er að um 95% kostnaðar við heU- brigðisþjónustuna í HoUandi eru greidd með tryggingariðgjöldum. Ég verð að játa að allt kom þetta mér nokkuð spánskt fyrir sjónir. Hjá okkur á íslandi og annars staðar á Norðurlöndunum og Bret- landi sér ríkið að mestu eða nær öUu leyti um heilbrigðisþjón- ustuna. HoUenska kerfið er í grundvall- Kjallaiiim Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður aratriðum öðruvísi. Það virðist standa sig vel hvað gæði snertir og nær tíl aUra en ekki bara fárra út- valdra. Hins vegar eru miklar um- ■ ræður þar í landi um kostnaðinn við heUbrigöiskerfið og fyrirhugaö- ar breytingar tíl þess aö ná honum niður. Flókið kerfi HeUbrigðiskerfið hollenska er mjög flókið. Uppbygging þess bygg- ir á margvíslegum reglugerðum ríkisstj ómarinnar annars vegar og hins vegar á einkareknum heU- brigðisstofnunum aö mestu. Tryggingakerfi greiðir kostnað- inn. Annars vegar er um að ræða sérstakan almannatryggingasjóð sem greiöir fyrir vist á hjúkrunar- heinúlum, vist á stofnunum fyrir fatlaöa og lengri dvöl á sjúkrahús- um t.d. Hins vegar eru ýmsar teg- undir tryggifigasjóða. Sérstakur heUsutryggingasjóður er en um 60% aUra hofienskra launþega eru skyldug að tryggja sig í honum, þ.e. þeir sem hafa minna en 50.000 hoUenskar flórínur á ári (1988). Iðgjaldið er 3,15% af tekjum, þó með hámarki. Síðan eru aðrir tryggingasjóðir sem einstakUngar tryggja sig hjá, aðaUega þeir launa- hærri, og auk þess tryggja opin- berir starfsmenn sig með sérstök- um tryggingasamningum. Verðlagning hinna ýmsu heU- brigðisstofnana er hin sama um aUt landið. Sérstök nefnd, „heU- brigðisþj ónustuverðlagsráð' ‘, ákveðiir leiðbeinandi verð sem tryggingasjóðirnir taka mið af í samningum sínum við heUbrigðis- þjónustuna. Eigi að síður skipuleggja ríki og sveitarfélög heUbrigðisþjónustuna og ákveða „staðsetningu“, t.d. sjúkrahúsa og hjúkrunarheimUa. Endurskipulagning Eins og öU kerfi hefur hoUenska heUbrigðiskerfið bæði kosti og gaUa. I mars 1987 sendi hin svo- nefnda „Dekker-nefnd" frá sér skýrslu um nauðsynlegar breyt- ingar. Kostir hollenska kerfisins eru taldir: MikU gæði heilbrigðisþjón- ustu, bæði er lýtur að þekkingu lækna og hæfni, tækni og tækja- búnaði og meðhöndlun og lækn- ingu sjúklinga. HeUbrigðisstofnan- ir eru vel dreifðar um landið og þær eru aðgengilegar fyrir aUa. GaUar eru einkum flókin fjár- mögnun og margbrotið trygginga- kerfi. Núverandi kerfi er ekki taUð hvefja tryggingasjóðina nægUega til að auka afköst og hagkvæmni. Meginþema þessa kerfis var að halda kostnaði niðri. Tækin til þess hafa aðaUega verið reglugerðir frá ríkisstjórninni sem verða æ um- deUdari. Dæmi má nefna t.d. fækk- un legurúma, sem sífeUt er á dag- skrá, reglugerðir um laun lækna og áhrif á fjárfestingu og rekstrará- ætlanir. Þessi reglugerðastjómun er talin munu fljótlega reka sig á múra al- menningsáUts og vart verða póUt- ískt framkvæmanleg. HoUendingar hyggja því á breytingar sem eiga að byggja meira á aðhaldi, árvekni og fjárhagslegri ábyrgð þeirra sem annast heUbrigðisþjónustuna og þeirra sem reka tryggingasjóðina. Reyndar kaUa þeir þetta að styrkja áhrif markaðsaflanna. Með því að gera meiri kröfur til ábyrgðar allra hlutaðeigandi verði þörfm fyrir reglugerðir ríkisins stórlega minnkuð. Tryggingasjóðimir eiga að keppa hver við annan á markaðnum. Það á að leiða tíl þess að sjóðirnir leiti hagkvæmustu samninga við heU- brigðisþjónustuna. Þannig tengist heUbrigðisþjónustan og heUbrigð- isstofnanimar beint markaðskerf- inu. Vandamálin framundan í Hollandi, sem og flestum Evr- ópulöndum, er aldurssamsetning þjóðarinnar að breytast. Stööugt stærri hluti þjóðarinnar er yfir 65 ára aldri, eöa 11,8%. Á næstu ámm mun þessi tala hækka og fljótlega ná 13%. Meðal þeirra vandamála sem heUbrigðiskerfið þarf að leysa er þvi hve hratt þjóðin eldist. Þetta leiðir af sér stöðugt aukna þörf fyr- ir elliheimUi, hjúkmnarheimili. En jafnframt veldur það HoUending- um áhyggjum hve kostnaöur vex hratt við lækningastofnanir. Mikl- ar umræður eru um hlutfallið miUi lækninga og umönnunar. Legurými á hollenskum sjúkra- húsum er 3,4 rúm á 1000 íbúa og þeir stefna að þvi að fækka rúmum, ná tölunni niður í 3,0 rúm á 1000 íbúa. Mundi það ekki þýða um 750 legurúm á sjúkrahúsum á íslandi? Ég hygg að fleimm en mér komi á óvart hvernig HoUendingar leysa þessi mál. Ekki sé ég fyrir mér ís- lendinga fara að dæmi þeirra. En miklu fleiri þjóðir en ég hugði búa við einkarekstur að miklu leyti í heUbrigðisþjónustu. T.d. em 80% sjúkrahúsa í Japan einkarekin. Guðmundur G. Þórarinsson „Heilbrigðisstofnanir eru vel dreifðar um landið og þær eru aðgengilegar.. Á að innsigla íjármálaráðuneytið? Nú efndi fj ármálaráðuneytið tíl harkalegra innheimtuaðgerða vegna áætlaðs og vangoldins sölu- skatts. Auðvitað er nauðsynlegt að reyna að skapa reglusemi í inn- heimtu hjá opinberum aðUum. En fyrr má nú vera djöflagangurinn. Állt þetta hefði mátt gera með manneskjulegri hætti en þessari aðfór með tilheyrandi fjölmiðla- glamri. Sé um vafaatriði að ræða varðandi vangoldinn söluskatt geta aöUar t.d. komið sér saman um að skipa gerðardóm sem kæmist að bráðabirgðaniðurstöðu á einum eða tveimur dögum. Úrskurður gerðardóms um frekari dómsmeð- ferð, eða lokun fyrirtækis, er bráðabirgðaniðurstaöa en sú að- ferð sem sæmandi er í réttarríki. Hvað svo sem öfi lög um sölu- skatt segja byrjar 60. gr. stjómar- skrárinnar svo: „Dómendur skera úr öUum ágreiningi um embætt- istakmörk yfirvalda." Það ætti því tvimælalaust að vísa ruddalegri málsmeðferð fj ármálaráðuneytis- ins til dómstóls og fá tafarlaust úrskurð í því hversu langt kerfið má ganga í ruddaskap í innheimtu söluskatts. Hvað um fjármála- ráðuneytið? Framkvæmdavaldið hefur verið duglegt við að eyða fjármunum umfram heimildir undanfarin ár. Hvað segir stjórnarskráin? 1. gr. „Ekkert gjald má greiða af hendi, nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum." Greinarhöfundur tók sæti sem alþingismaður á sl. ári. Eitt af því fyrsta sem ég gerði var að spyijast fyrir um það í kerfinu hvar heim- ildirnar fyrir fjáraukalögunum sl. ár væru. Engin svör. En mánuði eftir að ég hætti að spyrja voru lögð á borðið frumvörp til fjáraukalaga fyrir árin 1979,1981,1982,1983,1984, 1985,1986 og 1987. Maður missti Úr slag á staðnum. Síðan hef ég verið að gagnrýna meðferð fjáraukalaga í vaxandi mæli. 25. maí sl. skrifaði ég fjár- málaráðherra bréf og óskaði þess að frumvarp til fjáraukalaga fyrir Kjallariim Kristinn Pétursson alþingismaður árið 1989 yröi lagt fram í upphafi þings í haust. Skriflegs svars var óskað innan 30 daga. Ekkert svar hefur borist frá fj ármálaráðuneyt- inu. Hvað ætli fjármálaráðherra varði annars um eitthvert röfl í þing- manni um stjórnarskrá landsins? Hann er önnum kafinn við að inn- sigla fyrirtæki vegna vanskila á áætluðum söluskatti. Hvaö skyldi fjármálaráðherra varða um rétt fyrirtækisins eða borgarans um að fá deiluefni leidd fyrir dómstóla? Hann varðar ekkert meira um það en að svara bréfi frá alþingismanni um fjáraukalög og stjórnarskrá. Svoleiðis smáatriði trufla lítið ánægjuna við innsiglisherferðina. En hvað svo þegar fjárlögin verða búin í nóvember? Á þá að innsigla fjármálaráðuneytið? Hver á að gera það? Ég held að fjármálaráðherra væri rétt að líta sér nær. Það er ágætis mál að innheimta ógreiddan sölu- skatt. Það skal viðurkennt. En að- ferðin og ruddaskapurinn er fyrir neðan allar hellur. Svo ekki sé nú talað um skort á virðingu á réttar- fari og dómsmeðferð. Allt þetta er hægt að framkvæma án alls þessa djöflagangs og fjölmiðlafárs. Jón og séra Jón Hvers vegna er verðbólgan? Hvers vegna er allur rekstur á von- arvöl og á í erfiðleikum með að greiða söluskatt o.fl.? Svar: Vegna þess að fram- kvæmdavaldið virðir ekki stjórnar- skrá landsins. Það er kominn tími til að sauma að kerfisófreskjunni sjálfri og byrja þá einmitt í fjármálaráðuneytinu. Um sl. áramót var búið aö greiða úr ríkissjóði um 100 milljarða króna umifram fjárlög* Upphæðin jafngildir 130 Ólafsfjarðarjarð- göngum eða rúmlega 200 nýjum skuttogurum. Af hverju stafar svo verðbólgan og vitleysan öll? Þetta er stærsti hluti skýringar- innar. Framkvæmdavaldið virðir ekki stjórnarskrá landsins. Síðan eru fyrirtækin og einstaklingarnir hundeltir en þau eiga m.a. í erf- iðleikum vegna óstjórnar og óráðs- íu framkvæmdavaldsins. Þegar fjárlög eru búin í nóvember fer framkvæmdavaldið „á yfirdrátt í Seðlabankanum" (á fagmanna- máli). Kerfið prentar bara falska seðla (greiðslur úr ríkissjóði án heimildar) og borgar út í gúmmí- tékkum - og þynnir út gjaldmiðil landsins og verðbólgan fer í gang. Þegar kerfið hefur sett verðbólg- una af stað upphefst vitleysisgang- urinn. Sparifé rýmar, spákaup- mennska fer í gang með ofijárfest- ingu í fasteignum, bílum, ísskáp- um, myndbandstækjum o.s.frv. Vextir hækka, verðbólgan magnast og gengið fellur. Þar sem gengis- skráning fer þannig fram að kerfið sjálft ákveður gengi, þá leitast kerf- ið við að draga gengisleiðrétting- una á langinn til að hylma yfir ósómann og á þennan hátt fer fram eignaupptaka í útflutnings- og samkeppnisiðnaði o.fl. Það væri nær fyrir fjármálaráðu- neytið að líta sér nær. Fjármála- ráðherra var oft minntur á það af undirrituðum á sl. þingi að leggja fram fmmvarp til fjáraukalaga fyr- ir árið 1988 en það var allt hunsað. Einnig nú er bréf, sem greinar- höfundur skrifaði og óskaði eftir skriflegu svari fyrir 25. júní, huns- að. Fjármálaráðherra er nú þegar kominn fram úr fjárlögum þessa árs. Það verður að skapa þá venju að stjórnarskrá landsins sé virt. Sé frumvarp til fjáraukalaga lagt fram á haustdögum fyrir sama ár verða alþingismenn og þjóðin öll meðvit- uð um það sem er að gerast í ríkis- fjármálum. Þetta er grundvallarat- riði númer eitt! Það þýðir ekkert fyrir fjármála- ráðherra að segja að allir séu jafnir fyrir lögum ef hann hefur ekki kerfið sjálft meðtalið. Það er alvar- legra að framkvæma í bága við stjórnarskrá landsins en að trassa að greiða söluskatt án þess að það sé verið að mæla með því. Hér er gamla sagan um Jón og séra Jón. Þetta er algjörlega óþolandi og skapar auðvitað fyrirlitningu á kerfinu og ekki að ástæðulausu. Að komast upp með að borga út- flytjendum í fólskum seðlum í stað- inn fyrir alvörupeninga finnst mér brjóta í bága við 67. gr. stjórnar- skrárinnar um „friðhelgi eignar- réttarins og ekki megi gera eigur upptækar nema greiða fullt verð fyrir“. Hver er annars munurinn á því að prenta falska seðla og þvinga fyrirtæki til þess að taka við þeim eða trassa að borga söluskatt? Var ekki verið að halda því fram að alhr ættu að vera jafnir fyrir lög- um? Eiga ekki allir að vera jafnir fyrir stjórnarskránni? Maður er svo að segja orðlaus. Ég reyndi þó í vetur að skrifa for- setum Alþingis bréf og óskaöi þess að öll starfsemi Alþingis yrði tekin til endurskoðunar. Það var túlkað sem „þingmaður kærir vinnuað- stöðu“. Allt rangtúlkað og afbakað og látið hta svo út að mig hafi van- hagað um einhverja snobbaðstöðu. Nú er það í tísku að tala illa um alþingismenn. Sama hvað þeir gera. Hvað gerum við? Það er bara ein almennileg lausn til. Hún er sú að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn því einungis meirihlutastjórn þess flokks getur komið hér á þolandi ástandi. Allt annað verður hrossakaup og kák. Alveg sama hversu margar álykt- anir Ásmundur og Ögmundur sam- þykkja. Lífskjör munu halda áfram að versna jafnt og þétt með svona rugludalla eins og nú sitja við stjómvölinn. „Við viljum engar gengiskoll- steypur,“ segir forsætisráðherra þegar lagfæra þarf gengið til sam- ræmis við óstjómina í efnahags- málum. „Maður úti í bæ“ segir honum hræðilegar sögur á hverjum degi. „Fjármagnsmarkaðurinn er ófreskjan,'1 segir maðurinn. En stjórnmálamaðurinn, sem skapar vitleysuna, er ekki ófreskjan! Stjómmálamaðurinn, sem skapar alla vitleysuna, á að vera í finni veislu! „Þetta er þessum íjár- magnseigendum að kenna.“ Svona er málflutningurinn. Það er sorglegt að fjölmiðlar landsins virðast lítinn áhuga hafa á stjórnarskránni. Það er sú kjöl- festa sem mun reyna á á næst- unni. Stjómarskrá landsins er þokkalega góð. Verði hún sett í öndvegi og Sjálfstæðisflokkurinn fái meirihluta er von um batnandi tíð, fyrr ekki. Kristinn Pétursson * Á núgildandi verðlagi frá 1979. „Það þýðir ekkert fyrir Qármálaráð- herra að segja að allir séu jafnir fyrir lögum ef hann hefur ekki kerfið sjálft meðtalið.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.