Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1989, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1989, Page 16
16 MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ 1989. Spumingin Lesendur Hver grillar á þínu heimili? Jón Bergur Torfason verkamaður: Mamma og ég. Við grillum stundum kótelettur og svoleiðis. Þóra Einarsdóttir verkakona: Pabbi gerir það. Hann sér um þetta sjálfur. Hrönn Ósk Óskarsdóttir sendill: Pabbi hitar upp. Annars hjálpumst við öll sex að í fjölskyldunni. Svavar Magnússon, Hitaveitu Reykjavíkur: Konan gerir það yfir- leitt. En hún vill frekar að ég kveiki upp í kolunum. Freyja Lárusdóttir starfsstúlka: Pabbi grlllar en mamma tekur til kjötið. Lúxushús Flugleiða á Kanaríeyjum: Boðið upp á sambýli við maura í drullu og skít - og 20% afslátt í næstu ferð! Okkur finnst ekki úr vegi að gefa lesendum DV kost á því að kynnast hvemig sú aðstaða er á Kanaríeyj- um sem Flugleiðir leyfa sér að selja í einum „glæsilegasta gististað sem völ er á þar“ eins og þeir segja sjálf- ir. Eftirfarandi lýsing er a.m.k. okkar reynsla á þeim „lúxus“. Við fórum tvenn hjón frá Akur- eyri til Kanaríeyjameð Flugleiðum í febrúar. Við höföum áður skoðað smáhýsin í Gran Barbakan, leist vel á húsin og pöntuöum okkur því slíkt hús til að búa í þar úti í 3 vik- ur. Hins vegar er skemmst frá því að segja að húsið, sem okkur var fengið til íbúðar í 3 vikur, var ekki mönnum bjóðandi. Maurar lifðu þarna kóngalífi um alla íbúðina, í homum og yfir hurðum og jafnvel var maurabú undir gleri málverks sem „prýddi“ stofuna. Á þremur Ijósaperum kviknaði ekki, sturtu- haus var ónýtur, þijú forstykki dottin af eldhúsinnréttingu, kappa- ljós í eldhúsinnréttingu laust svo við tókum það af og aftengdum svo enginn fengi í sig ráfstraum, veggir vora grútskítugir og með fótafor- um upp um allt, púðar í sófum rifn- ir svo sá í svampinn, rúmdýnur lágu lausar ofan á spónaplötu, svo bældar að það var stór laut í þeim, og á þessu átti maður að hvíla sig í 3 vikur. Þetta er nú lúxusinn sem við borguöum fyrir. Það ber hins vegar að taka fram að fararstjórn Flugleiða var að öðru leyti til fyrirmyndar, svo og nánasta umhverfi „lúxushúss" okkar og starfsfólk yfirleitt óað- finnanlegt. Það hefur gengið á ýmsu í sam- skiptum okkar við Flugleiðir eftir að heim kom enda viljum við ekki una því að greiða fuÚt verð fyrir þennan óþverra. Svar við bréfi okkar til Flugleiða, sem var dagsett 5. mars, barst ekki fyrr en um 10. apríl. Var okkur þar boðinn 20% afsláttur í næstu Kanaríeyjaferð. Það liggur alveg fyrir að við höf- um mjög takmarkaðan áhuga á að fara aftur með Flugleiðum til Kan- aríeyja. Eitt enn. Við fengum afslátt á flugi frá Akureyri til Reykjavíkur áður en við fórum út en fengum ekkert nema dónaskap framan í okkur þegar við fórum fram á sams konar afslátt frá Reykjavík til Ak- ureyrar að lokinni Kanarieyjaferð- Hverfisgata en ekki Laugavegur íbúi við Hverfisgötuna skrifar: Ástæðan fyrir skrifum mínum er þáttur Stöðvar tvö, Á faraldsfæti, sunnudagskvöldið 18. júní. í þessum þætti var rölt um Hverfis- götuna. í raun alveg ágætisþáttur nema í endinn, þá var fréttamaður- inn kominn upp að homi Rauðarár- stígs og Hverfisgötu. Hann sagði að hús gasveitustjórans (nú eru strætisvagnabílstjórar með aðstöðu þar), væri númer 125 og þar með síðasta húsið viö Hverfisgötuna. Hann hefði átt að kynna sér aðeins betur gatnakerfi Reykjavíkurborgar áöur en hann fór að fullyrða í sjón- varpi. Því í fyrsta lagi er Lögreglu- stöðin númer 113, þannig að hús númer 125 liggur ekki við hliðina á henni. Og í öðru lagi er hús númer 125, gamli Norðurpóllinn, fyrir ofan Rauðarárstíg við hliðina á Fiskversl- un Haíliða, ef einhver væri þá nær. Sem sagt, fyrir ofan Rauðarárstíg eru fimm hús sem tilheyra Hverfis- götu og fyrir ofan þau tekur svo Laugavegur við. Það eru engin skil þarna á milli, en Hverfisgata 125 er merkt með stóru skilti. Ég veit að margir íbúar þessara húsa hafa hringt upp á Stöð tvö og kvartað yfir þessu en ekki hefur enn, mér vitanlega, komið leiðrétting á þessu í sjónvarpinu. Það er víst nógu Hús þau er standa við Hverfisgötuna fyrir ofan Rauðarárstíg eru oft talin tii Laugavegar. erfitt fyrir þá sem búa í þessum fimm húsum að skýra fyrir fólki hvar þeir búa (allir halda aö þetta sé Laugaveg- urinn), þó svo aö sjónvarpið sé ekki að skýra alþjóð frá því aö þetta sé Laugavegurinn. Eriendu kartöflurnar dýrar inni. Það gerðist hins vegar síðar að Ólafur Briem, deildarstjóri við- skiptaþjónustu Flugleiða, bauð okkur slíkan afslátt og fylgdi sög- unni að þetta væri lokatilboð fyrir- tækisins. Sjálfsagt voru Flugleiðamenn sviknir um það sem þeim var selt og þeir endurseldu okkur, það dreg ég ekki í efa. En er réttlætanlegt að það bitni á okkur með þessum hætti? Tilboðið um 20% afslátt í næstu Kanaríeyjaferð okkar er svo ekki til annars en að hlæja að því og Flugleiðum til lítils sóma. Sigurður Jónasson Ellen Pétursdóttir Þorgrímur Magnússon Ragna Þórarinsdóttir Svar Flugleiða: Erfitt þegar svona kemur fyrir DV leitaði svara hjá Ólafi Bri- em, deildarstjóra viðskiptaþjón- ustu Flugleiða, viö ásökunum þeim er komu fram í bréfi hjón- anna frá Akureyri, Kannaðist Ólafur við máliö en sagði að það væri afskaplega lítið sem Flug- leiðir gætu gert í málinu. Ferðin hafði verið keypt í gegn- um ferðaskrifstofu á Akureyri og hefði henni verið faliö að semja við hjónin á ákveðnum grund- velli. Þeim grandvelli hefði verið hafiiað án þess að Ijóst væri hvað farið væri fram á. Aðbúnaður hússins í Gran Bar- bakan væri hlutur sem hvorki flugfélagið né ferðaskrifstofan hefði yfirráð yfir. Það væri af- skaplega erfitt þegar svona lagað kæmi upp á því mat manna á hlutunum væri misjafnt. Hjónun- um hefði verið boðinn 20% af- sláttur í næstu Kanaríeyjaferð og þar stæðu máhn enn. Lukkutríóið: Usti yfir vinnings- hafana Nýjar búlgarskar kartöflur eru dýrari en íslenskar. Árni Gunnarsson hringdi: Það hefur mikiö verið rætt og ritað að undanfórnu um hversu ódýrar erlendu kartöflumar yrðu. Nú var það svo að mér var gengið inn í verslun eina um daginn og rakst þar á tveggja kílóa poka af búlgörsk- um kartöflum á 185 krónur. Við hlið- ina á þeim voru þessar gömlu, góðu, íslensku, einnig tvö kíló í poka, á 135 krónur. Gat ég ekki betur séð en þær erlendu væru dýrari en þær íslensku en ekki öfugt eins og mikið er búið að hamra á. Ég varö mjög hissa á þessu og er það augljóst að nú ætla einhveijir sér að græða. Það er einhver stétt sem alltaf græðir á almenningi. Hlýtur álagningin að vera rosaleg á kartöfl- ununum. Annars er maður löngu hættur að skilja verðlagið hérna. Mig langar svona í lokin að geta þess að í Bretlandi fást 5 kíló af kart- öflum á eitt pund, eða um 91 krónu. Lilja Ólafsdóttir hringdi: Sú var tíð að dregið var í Lukkutríóinu á Stöð tvö. Nú hef- ur því verið hætt. Ég er með þá ábendingu hvort ekki væri hægt að birta lista yfir vinningshafa annaðhvort í blöðum eða í sjón- varpi. Brúðuviðgerð- armaður gefi sig fram P.Á. hringdi: Ég þarf bráðnauðsynlega að ná sambandi við brúðuviðgerðar- manninn Jón Kristinsson. Því miður hef ég ekki númerið hans en vonast til að hann sjái þetta og gefi sig fram við DV. Ég væri einnig mjög þakklát ef aðrir þeir sem gera viö brúður gæfu sig fram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.