Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1989, Síða 31
I
MÁNUDAGUR 3. JTJLÍ 1989.
43
Meiming
Dr. Harvey Milkman, prófessor í sálfræöi:
Fjolbreytni og sveigjan
leiki eru mikilvægust
„í meðferð ungra fíkniefnasjúkl-
inga er mikilvægast að bjóða upp á
sem fjölbreytilegasta möguleika og
að sveigjanieiki innan hvers með-
ferðarúrræðis sé sem mestur. Það að
einbiína á einstakar aðferðir og
ósveigjanleiki verða til þess að með-
ferðarúrræðin gagnast aðeins mjög
fáum,“ sagði dr. Harvey Milkman,
prófessor í sálfræði, frá Denver í
Bandaríkjunum í viðtaii við DV.
Dr. Milkman er sérfræðingur á
sviði meðferðar eiturlyfjasjúklinga
og kom hingað til lands í boði Menn-
ingarstofnunar Bandaríkjanna og
samstarfsnefndar ráðuneytanna um
aögerðir í fíkniefnavandamálinu.
„Við sem störfum að þessum mál-
um verðum að taka mikið tillit til
persónuleika og persónueinkenna
hvers einstaklings sem kemur í með-
ferð,“ sagði dr. Milkman. „Við verð-
um að spyrja okkur að hvernig við
ætlum að bregðast við ef einstakiing-
ur neitar áð gangast xmdir einhveija
grundvallarþætti meðferðarmódels-
ins hjá okkur. Við verðum að hafa
sveigjanleika tii að fmna leið fyrir
viðkomandi við slíkar aðstæður.
Jafnframt verðum við aö hafa víð-
sýni til að sjá og viðurkenna að við
getum ekki hjálpað öllum sjálf.
Það er mjög margt sem verður að
íhuga fyrirfram, vera reiöubúinn að
mæta í meðferð þessara ungmenna.
Við viljum gjaman taka þau úr um-
hverfi sínu, einangra þau í hæfilegri
fiarlægð frá þéttbýh meðan verið er
að stíga fyrstu skrefin í enduruppeldi
þeirra. Að meðferð lokinni þurfa þau
hins vegar aö fara aftur út í þjóð-
félagið og þá getur þeim verið mikil
hætta búin ef þau fá ekki sérstakan
undirbúning í þeim efnum.
Þetta má gera á ýmsa vegu. Þau
þurfa að fá að fikra sig skref fyrir
skref inn í samfélagið að nýju og
vera undir eftirliti á meðan svo þau
misstígi sig síður.
Þá hefur það sýnt sig að það hjálp-
ar mikið ef hægt er að skapa með-
ferðartímanum sérstöðu í lífi þeirra
- gera meöferðina að sérstakri upp-
lifun. Mikil tengsl við náttúruna,
vinna við uppbyggingu umhverfis,
allt sem tengist jákvæðum þáttum
tilverunnar er mjög gott í þessu til-
liti. Jafnframt ailt sem getur gert
meðferðiria að „rituali" þannig að sú
ákvörðun að neyta ekki framar fíkni- *
efna verði þeim eiður sem af trúar-
legum eða öðrum ástæðum verður
erfitt að brjóta “
Dr. Milkman kom hingað af ráð-
stefnu í Hollandi, þar sem fiallað var
um fíkniefnavandamál.
„Hollendingar eru ákveðnir að
meðhöndla fikniefnamál sem heil-
brigðismál en ekki afbrotamál,"
sagði dr. Milkman, „og telja sig ná
betur tökum á þeim þannig. Ég er
að sumu leyti sammála þeim um að
þetta séu heilbrigðismál.
Það verður auðvitað hver þjóð að
taka sína eigin afstöðu til þessa. Ég
held að flestir séu þó sammála um
að þeir unglingar, sem ánetjast hafa
fíkniefnum, eigi ekki heima í fangels- -
um. Það þarf aö koma við endur-
hæfingu og enduruppeldi sem ekki
verður veitt innan fangelsisveggja.
HV
Li
Dráttarbáturinn að draga Marianne Danieisen úr Njarðvikurhöfn. DV-myndir Ægir Már
Strandskipið komið til Póllands
Guðlaugur Guðmundsson og Finnbogi Kjeld.
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum;
Allar horfur eru á að danska flutn-
ingaskipið Marianne Danielsen, sem
náðist af strandstað í Grindavík' í
vetur, sigh undir erlendum fána þeg-
ar það kemur úr viðgerð frá Póhandi
sem mun taka 60 daga. Enskur drátt-
arbátur dró skipið til Póllands eftir
að unnið hafði verið við að þétta botn
þess í Njarðvíkurhöfn í tvo mánuði.
Skráður eigandi er Lyngholt s/f í
Vogum en aðaleigandi þess er Guð-
laugur Guðmundsson húsasmiður sá
er skipulagði björgun Marianne,
sæhar minningar. Finnbogi Kjeld
hefur mikinn hug á að kaupa skipið
og reka það með erlendri áhöfn.
Flestir sem tóku þátt í björguninni
tóku á sig nokkra fiárhagslega
áhættu sem fólst í því að greiðslur
fóru mikið eftir því hvort björgunin
lánaðist. Tíu milljónir kostaði að
koma skipinu til Póllands með öllu,
m.a. dráttarbátnum, sem kostaði
tvær og hálfa milljón krónur.
■Y T'raði, öryggi og góð þjónusta er for-
f—S senda þess að geta boðið flutn-
A. JL ingaþjónustu sem stendur undir
nafni.
Daglegt flug milli Vestfjarða og Reykjavík-
ur og áætlunarflug innan fjórðungs.
Viðkomustaðir eru: Suðureyri, Flateyri,
Ringeyri, Bíldudalur, Patreksfjörður og
ísafjörður.
Hraðsendingar okkar komast alla leið.
Fljótt og örugglega.
NY AFGREIDSLA
Á REYKJA VÍKUR-
FLUGVELU
SÍMI62 n 00
m/mmgggÞ
EnfVIn
AFGREIÐSLA ÍSAFIRÐI SlMI 94-42 00
AFGREIÐSLA REYKJAVlK SlMI 91-62 42 00
Kodak
Express