Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1989, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1989, Síða 32
44 MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ 1989. Andlát Benedikt Bogason, verkfræðingur og alþingismaöur, lést 30. júní í Land- spítalanum. Anna Elísabet Ólafsdóttir lést 30. júní í Landspítalanum. Jarðarfarir Einar Guðmundsson, Njálsgötu 38, Reykjavík, verður jarðsunginn.frá Fossvogskirkju í dag, 3. júlí, kl. 13.30. Jarðarför Finnboga Hermanns Sig- urðar Sigurðssonar frá Sæbóli í Að- alvík fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 3. júlí, kl. 13.30. Útför SofBu E. Ingólfsdóttur, Hringbraut 65, Reykjavík, fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 4. júlí nk. V kl. 13.30. Fanney Guðmundsdóttir Camphaus- en, Dvalarheimili aldraðra, Seljahlíð, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 4. júh kl. 10.30. Anna Sigurbjörg Leópoldsdóttir, Tunguseh 8, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 4. júh. Sigríður Ingveldur Sigurðardóttir, Ölduslóð 27, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 4. júh kl. 15. Kristín H. Þórhallsdóttir lést 26. júní sl. Hún var fædd 17. janúar 1931. Eft- irlifandi eiginmaður hennar er Rögn- valdur Sigurðsson. Þau hjónin eign- uðust eina dóttur. Áður hafði Kristín eignast son. Útfor hennar verður gerð frá Áskirkju í dag kl. 15. Tilkyimingar Húnvetningafélagið Sumarferð félagsins verður farin dagana 15. og 16. júlí nk. Gist í Þórsmörk. Upplýs- ingar í símum 41150, 681941 eða 671673. Félag eldri borgara Farin verður dagsferð laugardaginn 8. júlí nk. um Hvalfjörð, Borgames og Bif- röst, Grjótháls, Þverárhlið, Kalmanns- tungu, Húsafell, Hraunfossa, Hálsasveit, Reykholt og Dragháls til Reykjavíkur. Upplýsingar á skrifstofu félagsins s. 28812. Doktorsritgerð Jóns Karlssonar Þann 8. mai sl. varði dr. Jón Karlsson doktorsritgerð sína við Læknadeild Gautaborgarháskóla í Svíþjóð. Ritgerðin nefnist „Charonic Lateral instabihty of the ankle joint. A clinical, radiological and experimental study". Ritgerðin fjall- ar um áverka á ökklalið og viðgerðir á þeim, einkum liðabandaáverka utanvert á ökklanum, sem er algengasti áverki sem íþróttamenn verða fyrir. Sýnt er fram á að nýjungar í skurðaðgerðum gefa betri og öruggari langtímaárangur en eldri aðferðir. Dr. Jón Karlsson er fæddur 1953, sonur hjónanna Láru M. Benediktsdóttur og Karis M. Jónssonar frá Klettstíu í Norðurárdal. Hann lauk kandídatsprófi frá læknadeild Háskóla íslands 1978. Hann hefur síðan 1981 dval- ið við framhaldsnám í bæklunarskurð- lækningum við Östra sjúkrahúsið í Gautaborg og við Gautaborgarháskóla. Hann hlaut sérfræðiréttindi í bæklunar- skurðlækningum bæði í Svíþjóð og á ís- landi 1986. Hann hefur fyrir utan dokt- orsritgerð sína ritað fjölmargar visinda- greinar um bæklunarskurðlækningar. bæði í islensk og erlend læknatimarit Hann starfar nú sem sérfræðingur viC bæklunarskurðdeild Östra sjúkrahúss- ins í Gautaborg, Ferðalög Útivistarferðir Miðvikudagur 5. júli kl. 8 Þórsmerkur- ferð. Dagsferð og til sumardvalar. Kl. 20 kvöldganga um Hjalla að Myllulækjar- tjöm. Brottfór frá BSÍ, bensínsölu. Purk- ey Breiðafjarðareyjar 7.-9. júli. Sjáumst. Ferðafélag ísland Miðvikudagur 5. júli: Kl. 8 Þórsmörk - dagsferð. Kl. 20 Gálgahraun - kvöldferð. Létt rölt um Gálgahraun á Álftanesi. Verð kr. 400. Brottför í ferðimar er frá Umferðarmið- stöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir böm. t MINNINGARKORT Brýr og ræsi krefjast sérstakrar varkárni. Draga verður úr hraða og fylgjast vel með umferð á móti. Tökum aldrei áhættu! mÉumferðar Vráð Fréttir Á föstudaginn útskrifaði Iðnskólinn í fyrsta sinn snyrtifræðinga sem tekið höfðu sveinspróf í snyrtingu. -JAK/-GHK Ólafsvlk: Aflakóngskeppni trillu- karia á handfæraveiðum „Ég er í hærri kantinum af þeim sem stunda handfæraveiðar héðan frá Ólafsvík. Ég er búinn að fiska um 43 tonn af þorski síðan 10. apríl. Við erum tveir að bítast um aflakóng- stignina, sá sem hefur aflað meira en ég er búinn að fá 47-Á8 tonn,“ seg- ir Marteinn Árnason sem gerir út Magnús Ámason SH 38, 9,5 tonna smábát. „Maður er svo sem aldrei ánægður með þaö verð sem maður fær fyrir fiskinn. Ég legg inn hjá Fiskiðjunni Bylgjunni og fæ landssambandsverð, sem er ákveðið meðalverð, fyrir afl- ann. Þegar vertíðin byrjaði fékk ég 35-36 krónur fyrir hvert kíló af slægðum þorski en það hækkaði ný- lega upp í 40 krónur. Gæftir hafa verið ágætar, það fiskast betur núna en í fyrra en fiskiríið er mun lakara en í hitti- fyrra. Þá fiskaði ég 80 tonn á vertíð- inni og var hæstur þeirra sem gerðu út á handfæri það árið frá Ólafsvík. Hver túr tekur tvo daga, ég hgg úti eina nótt en þeir sem gera út á minni bátana landa hins vegar daglega. Þeir fiska líka mun minna, viö erum ekki nema þrír eða fjórir sem höfum fiskað svipað og ég en æth við séum ekki um 40 sem gerum út á trillur og aðra smábáta héðan. Æth maður verði ekki á hand- færum þangað til í september þá skiptir maður yfir á línu og rær með hana fram í desember. Við getum vahð um hvort við tök- um kvóta eða banndagakerfið. Ég valdi banndagakerfið og því verð ég að stoppa 10. desember, ef ég hefði vahð kvótakerfið hefði ég getað feng- ið 95 tonna kvóta og nýtt hann eins og mér sýndist. Ég taldi hins vegar að banndagakerfið hentaði mér bet- ur,“ sagði aflakóngurinn Marteinn að lokum. -J.Mar Marteinn Arnason frá Olafsvik. Hann er búinn að fiska 43 tonn af þorski á handfæri siðan í apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.