Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1989, Side 36
FR É 1 T /V S KOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsíngar - Ás tkrift - Dreifing: Sími 27022
Rannsókn vegna mannsláts:
Lögregla hefur
yfirheyrt marga
** Rannsóknarlögregla ríkisins er að
rannsaka lát manns á fertugsaldri.
Maðurinn lést um hádegi á laugar-
dag. Hvers vegna Rannsóknarlög-
regla hefur yfirheyrt marga aðila
vegna þessa máls - vildi Bogi Nilsson
rannsóknarlögreglustsjóri, en hann
fer með rannsóknina, ekki segja til
um. Bogi varðist allra frétta af máh
þessu. Hann sagði að erfitt hefði ver-
ið að yfirheyra suma þeirra sem
teknir hafa verið fyrir vegna þess að
viðkomandi hafi ekki verið í ástandi
til að gefa skýrslur.
Samkvæmt heimildum DV var
maðurinn með talsverða áverka á
höfði og er tahð að þeir hafi verið
banamein hans. Grunur er um að
** ráðist hafi verið á manninn og hon-
um veittir áverkar sem urðu honum
að bana. Maðurinn mun hafa nefnt
nafn eins manns, sem hugsanlega er
einn árásarmannanna, áður en hann
lést.
Bogi Nhsson vhdi ekki segja th um
hvort búið væri að handtaka ein-
hvem vegna rannsóknarinnar.
-sme
Hella:
Brotist inn í
Grillskálann
Brotist var inn í Grhlskálann á
Hehu aðfaranótt föstudags. Talsvert
á annað hundrað þúsund krónum
var stohð. Rannsóknarlögreglan og
lögreglan í Rangárvahasýslu fara
með rannsóknina.
Þetta er flórða innbrotið í Rangár-
vahasýslu á skömmum tíma. Fyrst
var brotist inn í bensínafgreiðslu á
Hvolsvelh og síðan í tvær verslanir
Kaupfélags Rangæinga, á Hvolsvehi
og Rauðalæk, sömu nóttina. Öh inn-
brotineruóupplýst. -sme
Þjóðhagsstofiiun:
Enn hættir
sérfræðingur
Benedikt Valsson, sérfræðingur
Þjóðhagsstofnunar í sjávarútvegi,
hefur ráðið sig sem hagfræðing hjá
Farmanna- og fiskimannasamband-
inu. Benedikt hefur mörg undanfarin
ár séð um afkomuútreikninga sjáv-
arútvegsins fyrir Þjóðhagsstofnun.
Stóll hagfræðings Farmanna- og
fiskimannasambandsins hefur verið
Sfuður aht frá því að Bolh Héðinsson
lét af störfum fyrir nokkrum árum.
-gse
LOKI
Er ekki þar með komin ný
tegund af minkaskinnum
- reyklituð?
Marglr í unglingavinnunm óhressir viö fyrstu útborgun:
15 ára unglingar
borga skatta en
16 ára sleppa
„Af hverju borgum við skatt
meðan þau sem hafa meira í laun
og eru eldri borga engan skatt?"
Þessi spuming vaknaði hjá mörg-
um 14 og 15 ára unglingum sem
voru að fa útborgað um mánaða-
mótin, í fyrsta skipti í sumar.
Samkvæmt lögum um tekju- og
eignarskatt eiga unglingar, sem
verða 14 og 15 ára á árinu, aö greiða
6 prósent af tekjum sínum í skatt
sem skiptist í 4 prósent tekjuskatt
og 2 prósent úts var. Unghngar, sem
verða 16 ára á árinu, eru hins veg-
ar skattlagöir eins og fuhorönir og
njóta því persónuafsláttar. Þeir
hafa töíuvert hærra kaup en 14 og
15 ára unglingar en greiöa hins
vegar engan skatt.
Að sögn skattayfirvalda eru lögin
svona og ekki hægt að svara spum-
ingunni hvers vegna þó sú spura-
ing brenni á vörum margra ungl-
inga í unglingavinnunni.
14 ára unglingar vinna oftast
hálfa vinnu og fa þá á mánuði rúm-
ar 11 þúsund krónur. Um 660 krón-
ur fara í skatt.
15 ára unglingar vinna fulla
vinnu. Þeir hafa rúmlega 25 þús-
und krónur á mánuði og greiða
rúmlega 1500 krónur í skatt.
16 ára unglingar í bæjarvinnunni
fá greitt samkvæmt Dagsbrúnar-
taxta. Mánaðarkaup fyrir dag-
vinnuer þá um 37þúsund. Af þeirri
upphæð greiða þessir unglingar
engan skatt Það finnst þeim yngri
yfirleitt óréttlátt
Að sögn Skúla Eggerts Þórðar-
sonar hjá embætti ríkisskattstjóra
era einstök tilfelh þar sem 14 og
15 ára unglingar koma betur út úr
þessari skattlagningu, tílfehi þar
sem launin eru töluvert há. Það sé
þó undantekning. Með lengri
skólagöngu komi þessi skattheimta
verr út en hjá unglingum með
skattkort.
Hann bætti því við að einstaka
sveitarfélög fehdu niöur útsvars-
þáttinn, 2 prósent, til að hýran ent-
ist betur hjá unglingunum.
-hlh
Um helgina var haldið skátamót á Ulfljótsvatni. Var þar saman kominn hópur hressra krakka sem höfðu það eitt
að markmiði að skemmta sér hið besta. Og eins og alltaf á skátamótum þurfti ýmsum verkum að sinna eins og
myndin sýnir. DV-mynd JAK
Veðrið á morgun:
Suðvestlæga
áttin áfram
Suðvestlæg átt verður áfram ríkj-
andi um allt land. Skýjað verður
um landið vestanvert og smáskúr-
ir. Austantil á laUdinu verður aftur
á móti bjart veður. Hiti verður 9-12
stig vestantil en mun hlýrra annars
staöar, aht upp í 16 stig norðaustan-
lands upp úr hádeginu.
Reykjavík:
Tvær kærðu
nauðgun
Maður um þrítugt er í gæsluvarð-
haldi vegna rannsóknar á nauðgun-
arkæra. Það var kona um tvítugt sem
kærði hann. Hún segir manninn hafa
nauðgað sér í íbúðarhúsi í austurbæ
Reykjavíkur aðfaranótt síðasthðins
laugardags. Rannsóknarlögregla rík-
isins óskaði eftir gæsluvarðhaldi og
hefur manninum verið gert að sitja
inni í viku.
Önnur kona um tvítugt kærði
mann á svipuðum aldri fyrir að hafa
nauðgað sér í íbúð í Breiðholti. Kon-
an hefur dregið kæruna til baka -
þar sem hún reyndist ekki á rökum
reist. -sme
Blönduós:
Á tvö hundruð á
vélhjóli og grun-
aður um ölvun
Lögreglan á Blönduósi tók síðdegis
í gær ökumann á vélhjóh fyrir að aka
á 194 kílómetra hraða. Maðurinn var
stöðvaður rétt við Blönduós. Hann
er granaður um ölvun við akstur.
Lögreglan stöðvaöi 50 ökumenn
fyrir að aka yfir hámarkshraða í
Húnavatnssýslum um helgina.
Fimm ökumenn voru teknir grunað-
ir um ölvun við akstur. Þetta er
þriðja helgin í röð sem svo margir
era teknir fyrir hraðakstur. Fyrir
viku vora 56 teknir og helgina áður
voru 53 teknir.
Vegalögreglan lenti í árekstri á
blindhæð þegar verið var að veita
vélhjólamönnum eftirfór. Ekki uröu
slys á fólki og bílarnir skemmdust
ekki mikið. -sme
Sex teknir ölv-
aðir við stýrið
í nágrenni Selfoss var gífurleg
umferð um helgina. Voru sex teknir,
grunaðir um ölvun við akstur og 21
var tekinn fyrir of hraðan akstur.
Taldi lögreglan á Selfossi þetta vera
eins og gengi og gerðist á sumrin.
Eitthvað var um smáárekstra og
bíll valt á Mosfellsheiði. Var einn
maður í bílnum og voru meiðsli hans
minniháttar. -GHK
Albert afhendir
trúnaðarbréf
Albert Guðmundsson sendiherra
hefur afhent Juan Carlos I. Spánar-
konungi trúnaðarbréf sitt sem sendi-
herra Islands á Spáni með aðsetur í
París. Átti athöfnin sér stað á mið-
vikudag. -hlh