Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1989, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1989, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1989. 25 Iþróttir Fljúgandi start hjá Gumma Torfa - skoraði 3 mörk 1 æfmgaleikjum með St. Mirren og leikur gegn Rangers á morgun „Mér hefur vegnaö mjög vel í æfingaleikjum aö undanfömu og þetta er greinlega allt saman að smella saman og ég er bjartsýnn á framhaldið. Eins og staðan er á þessari stundu em 99% líkur á því að ég leiki með St. Mirren gegn Glas- gow Rangers á opnunardegi úrvalsdeildarinnar á Ibrox á morgun. Atvinnuleyfið er í höfn og þetta er aðeins spuming rnn formsatriði í pappírsvinnu hvað varðar leyfið sjálft. Þetta ætti að vera orðið tryggt fyrir hádegi á morgun,“ sagði Guðmundur Torfason, landsliðs- maður og leikmaður með skoska félaginu St. Mirren, í samtali við DV í gærkvöldi. St. Mirren. Guðmundur hefur þegar skorað þrjú gegn Rangers á Ibrox á morgun. Simamynd/Glasgow Herald Guðmundur Torfason fékk undan- þágu til að leika tvo æfingaleiki í vikunni og stóð sig framúrskarandi vel. Fyrri leikurinn var gegn 2. deildar höinu Queens Park en það félag á stærsta leikvang Skotlands, Hampden Park. St. Mirren sigraði í leiknum, 2-1, og skoraði Guð- mundur bæði mörk St. Mirren í leiknum. Guðmundur lét ekki þar við sitja og skoraði eitt mark í 5-1 sigri St. Mirren á 1. deildar liðinu Kilmamock í fyrradag. Guðmund- ur lagði að auki tvö mörk upp í leiknum. „Virkilega ánægjulegt að skora mörkin“ „Það var virkilega ánægjulegt og jafnframt þýðingarmikið fyrir mig að skora mörk í þessum tveimur leikjum. Ég er á eftir hvað æfingu snertir miðað við aðra leikmenn liðsins en ég er samt í þokkalegu formi. Það er um fátt armað talað hér í Glasgow þessa dagana en knattspymuna sem hefst á morg- un. Stemmningin fyrir leik okkar gegn Rangers á Ibrox er rosaleg. Blöðin eru uppfull af fréttum vegna leiksins en brotið verður blað í sögu skoskrar knattspymu þegar Maurice Johnston gengur inn á Ibrox í búningi Rangers. Johnston verður fyrsti kaþólikkinn sem leik- ur með félaginu en fram að þessu hafa aðeins mótmælendur leikið með liðinu,“ sagði Guðmundur ennfremur í samtalinu. Skoskir fjölmiðlar spá því að bar- áttan komi til með standa á milli Rangers, Celtic og Aberdeen. Hi- bernian, Hearts og St. Mirren era einnig sögð koma sterkari til leiks en undanfarin ár og geti sett strik íreikningin. -JKS Sovéski landsliösmaðurinn Igor Belanov er aö öllum lík- indum á leiö til vestur-þýska liösins Borussia Mönc- hengladbach. Framkvæmdastjóri þýska liðsins Helmut Grahoff vonast fastlega eftir því aö Belanov gangi til liðs við félagið í nóvember og skrifi undir þriggja ára samning við Borussia Mönchengladbach. Belanov, sera er 28 ára að aldri, hefur veriö undir smásjánni h)á mörgum frægum knattspyrnufélögum í V-Evr- ópu um nokkurt skeið. Belanov var kosinn knattspyraumaður ársins í Evr- ópu 1986 og heftirá sínum knattspvrnu- ferli leikið með Dimamo Kiev sem er margfaidur meistari í Sovétríkjunum. Ef af samnhigum verður, sem allt bendir til, verður Belanov annar Sovét- maðurinn sem gengur til liðs við félag í Vestur-Þýskalandi á skömmum tíma. Fyrr í þessum mánuði festi 2. deiidar félagið Sclialke 04 kaup á Alexander Borodyuk frá Dinamo Moscow. -JKS Mr-IBKíkvðM 13. uml'erö í l. deild íslandsmótsins í félög er í bullandi failhættu og má því búast við hörkuviðureign á Akureyrar- velli. • í 2. deild verða flórir leikir í kvöld í 12. umferð keppninnar. Selfoss og Stjam- an leika á Selfossi, Völsungur og Einherji og ÍBV á Ólafsfirði. Allir leikirair heflast kl.20. -JKS „Mo“Johnston tekinn í sátt? O „Mo“ John- ston eins og hann kemur skopteiknurum fyrir sjónir i Skot- landi. Johnston verður fyrsti ka- þólski leikmað- urinn til að leika með Rangers í 116 ára sögu fé- lagsins. - allt vitlaust hja Glasgow Rangers Enn er ekki komin á kyrrð í Glas- gow eftir að Graeme Souness, fram- kvæmdastjóri Glasgow Rangers, keypti Maurice Johnston til félagsins frá franska hðinu Nantes. Ástæðan er sú að Johnston er kaþólskrar trú- ar og knattspymumaður sem játar kaþólska trú hefur aldrei áður leikið í aðalliði Glasgow Rangers í þau 116 ár sem liðin eru frá stofnun félagsins. Vægt er til orða tekið þegar sagt er að allt hafi orðið vitlaust meðal stuðningsmanna Rangers er fréttist af kaupunum. Og ekki hnnir látum enn. Nú hafa alls 40 stuðningsmenn liðsins skilað inn ársmiðum og mjög margir hafa gefið út yfirlýsingar þess efnis að á heimavöll Rangers komi þeir ekki á meðan kaþólikki klæðist búningi félagsins. Það eru ekki einungis unnendur Rangers sem eru æfareiðir. Stuðn- ingsmenn Celtic, erkióvinarins, eru ekki mjög brosmildir þessa dagana þegar nafn Johnstons ber á góma. Hann var nefniiega búinn að skrifa undir samning við Celtic þegar Sou- ness komst með puttana í máhð og forráðamenn Celtic misstu af feitum bita. Um þetta aht saman segir Maurice Johnston: „Ef áhangendur Rangers vilja að hðið verði það besta í Evrópu verða þeir að samþykkja nýja leik- menn hvort sem þeir eru kaþólskrar trúar eða ekki. Ég veit að þessi fé- lagaskipti eiga eftir að hafa vandræði í för með sér en stjórn Rangers hefur fuhvissað mig um að allt verði í besta lagi. Þrátt fyrir að ég hafi aldrei get- að séð það fyrir mér að ég léki með Rangers bíð ég vægast sagt spenntur eftir að leika íneð hðinu.“ Graeme Souness hefur beðið áhangendur Rangers að gefa John- ston tækifæri. Hann segir: „Mo Johnston er besti sóknarmaður Évr- ópu um þessar mundir og við erum mjög ánægðir meö að hafa fengið hann til Ibrox.“ • Þrátt fyrir mikil og neikvæð við- brögð margra vegna komu John- stons til Rangers er ekki útilokað að hann verði tekinn í sátt. Á laugardag lék hann í hði Rangers í æfingaleik gegn Tottenham. 35 þúsund áhorf- endur, sem sáu leikinn, stóðu upp úr sætum sínum er Maurice Jo- hnston hljóp inn á leikvanginn og hylltu þann kaþólska. Os svo er að sjá hvort Johnston nær að skora gegn Guðmundi Torfasyni og félög- um í St. Mirren á morgun. -SK • Maurice Johnston ásamt framkvæmdastjóra Celtic og eiginkonu sinní þegar leit út fyrir aö Johnston færi til Celtic.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.