Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1989, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn.
Vélsmiðjan
01 Olsen
gjaldþrota
Vélsmiðjan 01 Olsen í Njarðvík
óskaði í vikunni eftir gjaldþrota-
skiptum hjá bæjarfógetanum í Kefla-
vík.
Að sögn Jóns Eysteinssonar, bæj-
arfógeta í Keflavík, verður kveðinn
upp úrskurður um gjaldþrot fyrir-
tækisins hjá embættinu i dag.
Þann 9. mars síðastliðinn óskaði
Vélsmiðjan 01 Olsen eftir greiðslu-
stöðvun til þriggja mánaöa vegna
slæmrar lausafjárstöðu. Greiðslu-
stöðvunin var framlengd um tvo
mánuði 9. júní síðastliðinn. Ekki
reyndist unnt að bjarga rekstri fyrir-
tækisins á þessum tíma.
01 Olsen hf. er þekkt fyrir fram-
leiðslu sína á Olsens-gálganum sem
er sjálfvirkur sleppibúnaður.
DV hafði samband við Karl Olsen,
forstjóra 01 Olsen, en hann vildi ekki
tjá sig um gjaldþrotið að svo stöddu.
-J.Mar
Æðsta stjóm ríksins:
Mest fram úr
* fjárlögum
Æðsta stjóm ríkisins fór mest fram
úr fjárlögum á fyrstu sex mánuðum
þessa árs af stofnunum ríkisins. Al-
þingi, ríkisstjóm, forsetinn og Hæsti-
réttur eyddu um 55 milljónum meira
en áætlaö var, eða um sem nemur
19 prósentum. Samkvæmt skýrslu
Ríkisendurskoðunar munar þar
mest um framúrakstur Alþingis.
Fast á hæla stjórnarinnar kemur
sjálft fjármálaráðuneytið með um 18
prósent umfram fjárlög. Það eyddi
um 260 milljónum umfram heimildir.
Landbúnaöarráðuneytið fór um 17
prósent fram úr áætlun, dómsmála-
ráðuneytið um 13 prósent og við-
** skiptaráðuneytið um 8 prósent. Heil-
brigðisráðuneytið eyddi um 5 pró-
sentum umfram áætlanir og sjávar-
útvegsráðuneytið og menntamála-
ráðuneytiðum3prósentum. -gse
Ríkissjóður:
2,1 milljarður
til lyfjakaupa
Ríkissjóður mun verja um 2,1 millj-
arði króna til kaupa á lyfjum í ár og
er þetta umtalsverð hækkun frá
fyrra ári. Þetta gefur Ríkisendur-
skoðun tilefni til að benda sérstak-
lega á í skýrslu sinni um afkomu rík-
issjóðs að forsendur tveggja síðustu
fjárlaga um niðurskurð á þessum lið
hafi ekki náð fram að ganga. -gse
LOKI
Þessir kallar hefðu vafalaust
sett bann á Lindbergh líka!
Texaco
kaupir 28%
hlutafjár
IOIís
„Ég get aðeins sagt aö ég er ham-
ingjusamur maður,“ sagði Óli Kr.
Sigurðsson, forstjóri Olís, í samtali
við DV í morgun. Síðustu daga hafa
ítarlegar viðræður farið fram milli
Olís og bandaríska olíufélagsins
Texaco um kaup þess á hlut í Olís.
DV hefur fyrir því heimildir að full-
trúar Texaco hafi ákveðið að kaupa
28% hlutaljár í Olís og að nú sé að-
eins eftir aö ganga frá samkomulag-
inu milli Óla Kr. og Texaco.
„Það er samkomulag milli mín og
þeirra að segja ekkert um það sem
okkur hefur farið á milli. Ég get því
hvorki játað þessu né neitað," sagði
Óli Kr. „Ég get aðeins sagt að þessar
viðræður hafa veið mjög skemmti-
legar og okkur gengur ágætlega en
það er ekkert samkomulag í höfn
enn.“
„Við höfum lítillega fylgst með
þessum viðræðum," sagði Sverrir
Hermannsson, bankastjóri Lands-
bankans, í samtali við DV. „Þeir eru
að auka hlutafé sitt og það er þeirra
mál. í dag höfum við fyrsta fund
okkar með olísmönnum eftir að stað-
an breyttist og þá fáum við að sjá
hvaðhangirþarnaáspýtunni." -GK
Lögreglan rannsakar sprengingu í skemmtibáti:
Tveir menn hafa veriö_ hand-
teknir af lögreglunni á ísafirði,
grunaðir um að hafa valdið spreng-
ingu um borð i skemmtibátnum
Gusti þar sem hann var á siglingu
við Snæfellsnes 30. júlí.
Hafk mennirnir veriö í gæslu lög-
reglunnar, annar á ísafiröi en hinn
í Bolungarvik, í á annan sólar-
hring. Var talið aö þeir gætu kall-
ast á ef þeir væru báðir í gæslu á
ísafirði. Eftir aö hafa veriö leiddir
fyrir dómara tók hann sér frest til
að úrskuröa um hvort mennirnir
yrðu settir í gæsluvarðhald.
Yfirheyrslur yfir mönnunum
stóðu yfir i gær og i morgun en
frestur dómara til gæsluvaröhalds-
Mennimir tveir voru á leið með
skemmtibátinn Gust frá ísafiröi til
Reykjavíkur þar sem kaupendur
aö bátnum munu hafa beöiö þeirra.
Þeir höfðu viðkomu í Ólafsvík og
skömmu eftir brottfór þaöan varð
sprenging i bátnum meö þeim af-
leiðingum að kviknaöi í honum.
HöfiSu mennimir ekki haft sam-
band við Tilkynningarskyldu eða
strandstöð og því var ekki vitað um
ferðir þeirra fyrr en þeir komu
Báturinn Gustur kominn á land í afsvík.
Rifi. DV-mynd Árni Bátinn rak aö SvÖrtuloftum og
var síðan bjargað á flot og til Rifs.
úrskurðar rennur út á hádegi og Báturinn mun vera metinn á 4-5
síðdegis í dag. miHjónirkróna. -hlh
André-Georges Lafitte, fimmtugur Frakki, blés ógurlega er hann steig út
eftir tíu og hálfrar klukkustundar langt flug frá Orkneyjum við Skotland.
Hann segist ekki vita hvort hann hitti Eppo Numan í dag. DV-mynd Hanna
Fá flugkappamlr ekki að halda áfram?
Danir setja
bann á Eppo
- Lafitte segist vera með bréf upp á vasann
Um hálfáttaleytið í gærkvöldi steig
Frakkinn Lafitte út úr smáflugvél
sinni eftir tíu og hálfrar klukku-
stundar langt flug frá Orkneyjum til
Reykjavíkur. Flugfar hans telst vera
í sama þyngdarflokki og svifdreki
Eppo Numans, sem kom til Reykja-
víkur í fyrradag, þrátt fyrir að far-
kostur Lafittes líti að öllu leyti út
eins og flugvél.
Lafitte lagði upp í ferðina frá Dijon
sl. sunnudag og kom við í Calais,
Blackpool, Edinborg og Kirkwall á
Orkneyjum. Hann sagði í samtali við
DV í gærkvöldi að hann ætlaði eins
og Eppo Numan að reyna að freista
þess að komast alla leið til New York.
En nú er komið babb í bátinn. Eppo
Numan hefur fengið tilkynningu
þess efnis frá dönskum flugmálayfir-
völdum að hann fái ekki að halda
áfram ferð sinni um Grænland nema
í fylgd traustrar flugvélar eða gegn
tryggingu. Lafitte segist hins vegar
hafa skriflegt leyfi til flugsins til
Grænlands og New York.
Björn Björnsson hjá Flugmála-
sfjórn sagði við DV í morgun að
dönsk flugmálayfirvöld hefðu farið
fram á aö hvorki Lafitte né Eppo
yrði leyft að fljúga yfir danskt yfir-
ráðasvæði. Allar líkur benda því til
að flugkappamir fari ekki lengra að
sinni. ÓTT
- sjá einnig bls. 2
Veörið á morgun:
Sól skín á
borgarbúa
Á morgun verður norðaustan-
átt um mestallt land, víðast kaldi
eða stinningskaldi. Rigning eða
súld á Norður- og Austurlandi en
þurrt að mestu og öllu bjartara
veður á Suður- og Vesturlandi.
Hitinn veröur 8-14 stig.
Kgntucky
Fried
Chicken
Kjúklingursem bragö eraö.
Opið alla daga frá 11-22.
Til 140 staða
í 77 löndum
ARNARFLLJG
túí
KLM
Lágmúla 7, Austurstræti 22
® 84477 & 623060