Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1989, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1989, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1989. Fréttir Hræðilegt óréttlæti - segir Lilja Kristinsdóttir á Ólafsfirði sem á í baráttu við Lífeyrissjóð sjómanna Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Okkur finnst þetta hræöilegt 'óréttlæti og sjálfsagt að segja frá þessu til að fólk viti sína stöðu,“ seg- ir Lilja Kristinsdóttir á Ólafsfirði um baráttu sína við að fá greiðslur úr Lífeyrissjóði sjómanna fyrir dóttur sína en bamsfaðir hennar, sem var sjómaður, lést um svipað leyti og barnið fæddist. „Dóttir okkar eignaðist bam með sjómanni sem dó um svipað leyti og barn þeirra fæddist. Maðurinn hafði greitt í lífeyrissjóð sjómanna en þar sem hann hafði verið í námi frá því í haust hafði hann ekki greitt í hfeyr- issjóð síðustu mánuðina áður en hann dó. Reglur sjóðsins munu vera þannig að hafi viðkomandi aðili ekki greitt til sjóðsins síðustu 6 mánuðina áður en hann dó hefur enginn af hans fólki rétt á neinum greiöslum úr sjóðnum. Lífeyrissjóður borgar barnahfeyri, sem svo er kallaður, en þá eru borg- aðar mánaðarlegar greiðslur með börnum manna sem greitt hafa til viðkomandi lífeyrissjóðs. Þetta ákvæði er hins vegar látið falla niður hafi viðkomandi maöur ekki greitt til sjóðsins síðustu 6 mánuðina áöur en hann dó. Mér skilst hins vegar að ef menn deyja frá ógreiddum lífeyrissjóðslán- um þurfi eftirlifandi ættingjar að standa skil á greiðslum af þeim. Sjóö- irnir ætlast til þess að afkomendur taki á sig greiðslur af lánum en hins vegar hefur enginn afkomenda manns, sem deyr og hefur ekki greitt til lífeyrissjóðs í stuttan tíma, neinn rétt. Mér finnst þetta óréttlátt, ekki bara vegna dóttur okkar, heldur ann- arra sem í þessu lenda og sennilega hefur fólk ekki hugmynd um hvernig þessi mál eru. Menn eru að greiða í lífeyrissjóð til þess að tryggja bæði sig og fólkið sitt ef eitthvað kemur fyrir. Fólkið, sem vinnur við þessa sjóði, er jafnvel undrandi á þessu um leið og það er að segja manni frá þessu. Mér finnst engin ástæða th annars en að vekja athygli á þessu óréttlæti. Hvað myndi t.d. gerast ef sjómað- ur, sem hefði greitt í lífeyrissjóð, færi í Stýrimannaskólann og hugsaði ekki út í þessi mál og eitthvað kæmi síðan fyrir hann? Og hvað með sjó- mann sem lenti í veikindum í 6-7 mánuði og borgaöi ekki í sjóðinn á meðan? Æth það sé ekki full ástæða fyrir fólk að athuga þessi mál svo það viti stöðu sína,“ sagði Lilja. DV hafði samband við Lífeyrissjóð sjómanna vegna þessa máls. Ragn- heiður Kristjánsdóttir, sem þar varð fyrir svörutn, sagðist kannast við umrætt mál. Hún vildi hins vegar ekkert tjá sig um málið en vísaði á lögfræðing sjóðsins sem mun vera í sumarleyfi og ekki koma til starfa fyrr en í næstu viku. Slippstöðin á Akureyri: Geir A. Guðsteinsson, DV, Dahrilc Höfnin á Dalvík dýpkuð DV-mynd Geir Undanfarnar vikur hefur dýpkun- arprammi unnið við að dýpka höfn- ina og má gera ráð fyrir að allt að 50 þúsund rúmlestum af leir og gijóti hafi verið mokað upp úr höfninni og losaðar á sundinu milh Dalvíkur og Hríseyjar. Þessar framkvæmdir voru orðnar mjög aðkallandi því að stærstu skip, sem hingað leituðu, áttu orðið í erf- iðleikum með að athafna sig nema á stórstraumsfjöru og er þar meðtalinn stærsti togari staðarins, Björgvin EA. Við þessa framkvæmd verður nýting á viðleguplássi, bæði við norð- ur- og suðurkant hafnarinnar, til muna betri. Kostnaður við þessa framkvæmd er áætlaður um 25 millj- ónir króna. Dýpkunarpramminn hélt héðan til lítihegrar dýpkunar við höfnina á Árskógsssandi og þaðan th Akur- eyrar þar sem nú er verið að dýpka á hafnarsvæði Slippstöðvarinnar hf. Unnið við dýpkun Dalvikurhafnar. Verkefnastaðan mjög ótrygg Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það er búið að veramjög mikið að gera hjá okkur í sumar en því miður dregur mjög úr verkefnum þegar kemur fram á haustið og sannast að segja er úthtið fyrir vet- urinn ekki bjart,“ segir Gunnar Skarphéðinsson, starfsmanna- stjóri Shppstöðvarinnar á Akur- eyri. Gunnar sagði að í vetur væri ekk- ert stórverkefni framundan eins og stöðin hefði haft undanfama vetur. Þá er smíði á togveiðibát langt komin en hann bjargaði miklu varðandi vinnu í stöðinni sl. vetur. Smíðin er komin það langt að ekki verður haldið áfram fyrr en bátur- inn hefur verið seldur og eigandinn verður þá haíður með í ráðum um framhaldiö. „Ég vona, þrátt fyrir þetta ástand, að ekki muni þurfa að koma th uppsagna hjá okkur. Við höfum farið mjög varlega í mannaráðn- ingar að undanfórnu og maður vonar að úr þessu muni rætast," sagði Gunnar. Slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli leggja nú land undir fót og keppa á Norðurlandamóti flugvallaslökkviliða sem fer fram í Osló og hefst 17. ágúst. Þeir á Keflavikurflugvelli voru valdir fulltrúar íslands eftir sigur á Hafnfirðingum og Reykvíkingum. DV-mynd S Húnaver: Hundrað dags- verk í rusla- hreinsun Magnús Ólafœan, DV, A-Húit: Það var feikimikið af alls konar rusli á mótssvæöinu við Húnaver verið safnað saman og verður trúlega selt vitji eigendurair munanna ekki. - Það hafa ekki farið undir 100 þegar samkomugestir voru farnir dagsverk í það að hreinsa rusl af eneinnigvarþarnamikiðaffatn- samkomusvæðinu eftir verslun- aöi,svefnpokum,tjö]dumogfleiri armannahelgina, sagði Sigurjón munum sem fólk skildi eftir. Því Guðmundsson á Fossura í sam- sem nýtanlegt er af þessu hefur taii við DV. Sandkom Þaðerekkiað- einshérálandi somúlfúðgetur risíðútaf prestum þar semsókninlog- ar nánast í deil- um.SHktásér stað í lítilli sókníDan- mörku um þessar mundir, Sóknar- nefndinni er uppsigað viðprest sinn og vill losna við hann með þ ví aö efna tíl prestkosninga. Prestur hefur hins vegar ákveðiö að sitja sem fastast. Þá datt einhvctjum saihaðarstjórn- armeðlíma Jtað snj állræðt í hug að notfæra sér lög og reglugerðir út í ystu æsar. Útkoman ttr þeim spekúla- sjónum varð sú aö öil safnaðarstjórn- in segði sig úr dönsku þjóðkirkjunni. Samkvæmt lögum þar í landi verður að hálda prestkosningar ef enginn safnaðarstjómarmeðlima erí þjóð- kirkjunni. ErútlitfjTir að safnaðar- stjórn fái þannig vhja sínumfram- gengt. Svo er bara að vona að menn muni aö skrásíg i þjóðkirkjunaá ný. Þetta er öllu snjallara fyrirkomulag, h vaða söfnuður sem nú á í hlut, en aö þurfa að vera með deilumálin inni á gafli !\já fógeta í tíma og ótíma. Kaupfélagiðí Borgarnesi er meösérstaka deildþarsem \onireru boðnarálágu verði. NefnLst þessideild kaupíéiagsins KB-bónusog hefúr nafngiftin ekki beint falliö í kramiðhjá Jóhannesi, kaupmannií Bónus, sem finnst þeir í Borgarnesi vera frekar andlausir að nota s vona nafhið hans. KEAá Akurey ri mun vera að setj a á stofn ódýrari verslun undir nafninu Netto en verslun á Laugavegi 30 í Reykjavík mmt bera það nafn. Hvernig eigandi Netto í Reykjavíkbregst við er ekki gott að vita. Góðkunningi Sandkoms hafði velt þessu nafnaveseni fy rir sér og setti eftirfarandi samam Einkennið við einkageira, sem allir vita, sjá og heyra, er arðseminnar árátta, auðsöfnun og barátta. En kaupfélögin úti í kulda krókna vegna hárra skulda. Hlt er að vita vanda þann, vilja margir leysa hann. Auðveidast er öliu’breyta, eitthvað verða þau aö heita. Stelum bara næsta naihi náungans svo salan dafni. ViðraÆurvið Borgaraílokk- innuminn- gönguístjórn- ina hafacitt- hvaðveriðí gangi. Davíð Oddsson va ■ ekkertaðskafa afþvíþegar hann lýsti áliti sínu á þessu brölti og sagði eitthvað á þá leiö að þessari til- raun Borgaraflokksmanna mietti likja við það þegar dauður maður fremdiharakiri. Sagðiborgarstjóri fróðlegt að verða vitni að slíku ef af yrði. Svo mun vera um fleiri. Gár- ungi sagði Sandkomi að „þær fimm manna leifar Borgaraflokksins", sem enn eru tórandi, ganp nú almennt undir nafhinu “kviðristu kvintett- inn". Sandkomsrit arihefurfregn- aðaðsntokka- sjáifsalinn, sá eini.áBolunga- víksébilaður oghafiverið Itaðnokkuð lengi. Haft ást- sjúkirkarl- menn þar vestra þ ví lent i stökustu vandræðum eftir lokun apóteksins. Ekki er að sjá að veruleg breyting hafi oröið á fólksfjöida í Bolungavík síðustu árin en menn bíöa spermtir eftirþví að sjáhvortmannflölda- kúrvanfariekkiaörísa! Umsjðn: Haukur L. Hauksaon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.