Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1989, Blaðsíða 10
10
Útlönd
M|IÐVIífU.DAGUR l^. ^GÚSfT 1989.
DV
Óvissan aldrei meiri í
norskum stjórnmálum
Björg Eva Erifindsdóttrr, DV, Oídó:
Töluverö harka er komin í kosn-
ingabaráttuna hér í Noregi tæpum
mánuöi íyrir stórþingskosningar
11. september. Sjaldan hefur meiri
óvissa og óstöðugleiki ríkt í norsk-
um stjórnmálum. Ef Verkamanna-
flokkurinn og ríkissfjórnin tapa
fylgi og Gro Harlem Brundtland
verður að fara úr forsætisráö-
herrastólnum getur stjómarmynd-
un oröið vonlaust verk. Allt útlit
er fyrir að borgaralegu flokkamir
geti ekki myndað ríkisstjóm án
þess að Framfaraflokkur Carls I.
Hagen komi þar við sögu og slík
samsteypa er óhugsandi fyrir þessa
flokka.
Framfaraflokkurinn er svo langt
tíl hægri og svo ólíkur öllum öðrum
flokkum aö enginn hinna hefö-
bundnu flokka getur hugsað sér
samstarf við hann. Og nú hafa líka
flestir valið Hagen sem höfuöand-
stæðing sinn í kosningabaráttunni.
Carl L Hagen sjálfur virðist
hæstánægður með gang mála þvi
honum hefur tekist að gera sjáifan
sig að miðpunkti ailrar pólitískrar
umræðu. Eftir skoðanakönnunum
að dæma stendur hann með pálm-
ann í höndunum, meö flokk sem
er orðinn jafnstór eða stærri en
Hægri flokkurinn.
Druliusokkur
eöa forsætisráðherra
Hagen segist vera vinur litla sam-
viskusama mannsins. Hann vill
verða forsætisráðherra og berjast
gegn skattpíningu, opinbem
bmðli, ónauðsynlegum og lötura
ríkisstarfsmönnum og ekki síst
öörum sníkjudýrum samfélagsins
sem lifa hátt á kostnað skattgreið-
enda. Sem dæmi um slíkt nefnir
hann einstæöar mæður sem eign-
ast böm í gróðaskyni til að geta lif-
að á rikinu án þess að vinna Yfir-
lýsing Hagens um einstæðu mæð-
umar ofli mikli fjaörafoki bæði í
flölmiölum og hjá pótitískum and-
stæðingum hans. Hanna Kvanmo,
úr Sósíalíska vinstriflokknum,
sagði í þessu sambandi að orðið
„drullusokkur" væri of faliegt til
að nota um mann eins og Carl I.
Hagen.
Atvinnuleysi
Verkamannaflokkurinn notaði
hvert tækifæri til að taka veiferðar-
þjóðfélagið í hefld til umfjöllunar.
Arásir Hagens á velferðarþjóðfé-
lagið vom kærkomin tilefnú&rir
Verkamannaflokkinn til að beina
umræðunni inn á aðrar brautir en
atvinnuleysi, versnandi lífskjör,
biöraöir á sjúkrahús og önnur stór
vandamál sem ríkisstjómin á viö
aö etja. Eitt hundraö og þrjátíu
þúsund manns eru nú atvinnulaus
í Noregi og svo mikið atvinnuleysi
hefur ekki veriö í landinu síðastiiö-
in fimmtíu ár. Fyrir fjórum árum
lofaöi Gro Harlem aö koma at-
vinnuleysi niður fýrir þrjátíu þús-
und.
Hægri flokkurinn gerir harðar
atiögur að ríkisstjóminni vegna
atvinnuleysisins og bendir á aö
stöðnun ríki í þjóðfélaginu. Hann
segir rflósstjómina hafa stöðvaö
allan hagvöxt í landinu. Þó aö
margt af gagnrýni Hægri flokksins
eigi rétt á sér virðist enginn taka
eftir tilraunum flokksins til að
koma sér á framfæri. Jan P. Syse,
formaöur flokksins, hefur heldur
ekki veriö duglegur við að benda á
leiðir til úrbóta og hann hefur orð-
ið aö sætta sig við titilinn „mis-
heppnaður ilokksformaður“. Fáir
hafa trú á honum sem forsætisráð-
herraefiii. Og Hægri flokkurinn
hefur trúlega tapað svo miklu fylgi
aö þrátt fyrir stuðning Kristilega
þjóðarflokksins, Miðjuflokksins og
Vinstri veröur ekki hægt að mynda
ríkisstjóm án aöstoðar Framfara-
flokksins.
Ef Qro Harlem Brundtland verður að fara úr forsætisráðherrastólnum
I Noregl er talið að myndun nýrrar stjórnar geti reynst vonlaust verk.
Fangar í herfangelsi á Filippseyjum myrtu fimm gisla, þar af unga ástralska konu, Jacqueline Hamill (fyrir miðju),
í gær. „ Simamynd Reuter
I kjölfar blóðbaðsins á Filippseyjum:
Tuttugu lágu í valnum
FUippseyskar hersveitir réðust til
inngöngu í herfangelsi á suðvestur-
hluta Filippseyja í gær eftir að fangar
þar höfðu nauðgað og myrt ástralsk-
an trúboða, myrt níu ára barn og
þijá aðra gísla, allt konur, sem þeir
höíðu í haldi. Fangamir sextán, sem
tóku þátt í gíslatökunni, voru skotnir
til bana af hermönnum. Tíu gíslar
sluppu heilir á húfi.
Fangarnir töku gíslana á sunnudag
en þá héldu trúboðinn, Jacqueline
Hamill, og meðlimir trúflokks hans
biblíustund í fangelsinu í Davo, um
þúsund kílómetra suðaustur af Man-
ila. Fangarnir hótuðu á mánudag að
myrða Hamill ef yfirvöld gengju ekki
að kröfum þeirra um bifreið og und-
ankomu úr prísundinni. Morðinu
frestuðu þeir eftir að yfirvöld kváð-
ust mundu taka kröfur þeirra til at-
hugunar.
En í gær reyndu fangarnir að
skjóta sér leið út úr fangelsinu og
notuðu gíslana sér til hlífðar. Leyni-
skytta Kersins skaut til bana leiðtoga
fanganna og þeir hörfuðu aftur inn
í fangelsið. Skömmu síðar heyrðust
skothljóð innan úr fangelsinu. Einn
gísl, sem slapp lifandi, sagði að fang-
amir hefðu nauðgaö konunum.
Þegar ljóst var að fjórir gíslar höfðu
verið myrtir ákvað herinn að láta til
skarar skríða.
Þetta er í annað skipti á átta mán-
uðum að gíslataka í herfangelsi á
Filippseyjum endar með slíku blóð-
baði. í janúar létust átján þegar til
skotbardaga kom í fangelsi í Zambo-
anga. Sextán fangar voru skotnir til
bana.
Reuter
34 létust í flugslysinu
Tveir Japanir voru meðal þeirra inni, sem var af Antonov-24 gerð, af úr slysinu.
34 sem létu lífiö þegar kínversk voru 40 manns. Kínverska dagblaðiö skýrði frá
farþegaflugvél skall niöur í á eftir Dagblaðið sagði að vélin hefði því að 18 hinna látnu hefðu setið í
misheppnað flugtak frá flugvellin- verið á leiö til Nanchang í suður- fremri hluta vélarinnar sem fór á
um í Shanghai í gær, að því er hluta Kína þegar hún þeyttist kafíánaumeitthundraðmetrafrá
Dagblað alþýöunnar i Peking stjórnlaust út i nærhggjandi á. Sex flugbrautinni. Ekki kom upp eldur
skýröi frá í morgun. manns úr áhöfn vélarinnar og 26 í flugvélinni, aö sögn blaösins, og
Fyrstu fréttir af slysinu skýrðu Kinveijar voru meöal hinna látnu engin sprenging varö. Embætt-
ekki frá því hvort einhverjir út- auk Japananna tveggja. Embætt- ismenn á flugvellinum sögðu að
lendingar hefðu veriö um borð og ismenn i Shanghai sögöu að þeir verið væri að rannsaka orsakir
þar var ýmist sagt aö 33 eða 18 heföu verið starfsmenn Mitsubishi slyssins.
manns hefðu farist Um borð í vél- 1 borginni. Sex manns komust lífs Reuter
Afleiðingar Tsjemobylslyssins:
Vanskapaðir kálfar
Þegar vísindamenn rannsökuðu
plöntur, sem finnast í nágrenni
Tsjemobyl kjamorkuversins í sov-
éska lýöveldinu Úkraínu, fundu þeir
risavaxin tré með barr tífalt stærra
en venja er. Þetta kom fram í skýrslu
vísindamanna frá Hvíta Rússlandi
sem skýrt var frá í fréttum Tass.
Bæði fura og greni í næsta ná-
grenni við verið virðast vera hvað
verst stödd vegna geislavirkni. Mikil
geislavirkni fannst einnig á botni
vatnslóna í nágrenni versins og í
dýmm sem í vatninu lifa.
Kjarnorkuslys varð í Tsjernobyl í
apríl árið 1986. Þrjátíu og einn lét líf-
ið í slysinu. Margir höföu skýrt frá
því að gróður og dýralíf í nágrenni
versins bæri merki geislavirkni en
embættismenn vísuöu þvi á bug og
kölluðu slíkar frásagnir bábiljur ein-
ar.
Hvaö varðar dýralíf á svæðinu seg-
ir í frétt Tass að mesta geislavirkni
hafi fundist í villisvínum, refum og
kanínum. „Enn hafa vísindamenn-
irnir ekki fundið nein merki afbrigði-
legrar hegðunar sem rekja má til
geislavirkni,“ sagði í Tass.
Áður hafði verið skýrt frá því að á
býli í fimmtíu kílómetra fjarlægð frá
verinu hefði fæðst afmynduð dýr,
höfuðlausir kálfar og vanskapaðir
gTÍSÍr. Reuter
Hvernig sem á stendur
Vlð erum á vakt
allan sólarhrínginn
\ HREVRLL /
68 55 22
(&
€_k