Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1989, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1989.
Lesendur
Á Hótel Borg getur ekkert komið í staðinn fyrir hótel- og veitingarekstur," segir hér m.a.
Þingið má ekki taka Borgina
Gróa skrifar:
í lesendadálki DV hefur undanfariö
mátt sjá tilskrif um hugsanlega sölu
Hótel Borgar. Þar hafa menn skipst
í andstæöinga og fylgismenn þess að
Alþingi kaupi Borgina. í síöari hópn-
um er Kristinn Vigfússon sem skrif-
ar í DV nýlega. Hann segir þaö ódýra
lausn á húsnæðisvanda Alþingis „að
fá þama samastað fyrir innan við 200
milljónir"! - Og bætir svo við: „Hvað
halda menn að það kosti aö byggja
yfir alþingismenn?“
Ég vil fullyrða að mjög margir,
sennilega meirihluti þjóðarinnar,
eru þeirrar skoðunar að alls ekkert
þurfi að byggja yfir alþingismenn og
það þurfi því enga sérstaka „lausn“
að finna á húsnæðisvanda Alþingis.
Kristinn Vigfússon segir líka í bréfi
sínu að hann muni ekki betur en að
talaö hafi verið um að vel komi til
greina að halda áfram veitinga-
rekstri þótt Alþingi yfirtaki staðinn.
- Máfið er einfaldlega það að Hótel
Borg verður aldrei söm eftir að starf-
semi Alþingis er komin þar inn. Veit-
ingarekstur ekki heldur og ég efast
um að nokkur maöur gæti hugsaö
sér að njóta þar veitinga ef Alþingi
væri þar með starfsemi sína. Ég veit
heldur ekki betur en að skrifstofu-
stjóri Alþingis hafi nýlega látið þau
orð falla í fréttaviðtali að á Hótel
Borg sé rekstur hótels og veitinga
dauðadæmdur og þess vegna sé hús-
ið best til þess fahð að veita Alþingi
samastað!
Ég er líka þeirrar skoðunar að það
fólk sem er fylgjandi því að Alþingi
fái Hótel Borg fyrir samastað sé utan-
bæjarfólk sem ekki hefur mikla til-
finningu fyrir Borginni sem sögu-
legri og menningarlegri byggingu
þar sem hótel- og veitingarekstur
hefur ávaht verið og þar geti ekkert
annað komiö í staðinn. - Það getrn-
vel verið að borgarstjórinn í Reykja-
vík láti borgina kaupa hótehð og
væri það þá ekki nema af hinu góða.
Hann fengi áreiöanlega mikið fylgi
út á þá.ákvörðun.
Reiðarslag Ijóra eftir óvið-
jafnanlega skyldurækni
Þorv. Ari Arason hrl. skrifar:
Bæði í Morgunblaðinu og DV 20.
júlí sl. las ég andiát sýslunga míns,
Ljóra frá Hólum. í báðum blöðunum
var skrifað af djúpum tilfinningum
og'mikilh samúð. Þar hafði gengið
th feðra sinna glæsilegasti og vinsæl-
asti stóðhestur landsins, aðeins 8
vetra - andlát langt um aldur fram.
Hafði ég þá í huga að skrifa um
hann eftirmæh og leggja áherslu á
fómfýsi hans og skyldurækni - þó
með þeirri athugasemd að af öhum
afburðaverum mætti of mikils krefj-
ast. Ég komst hins vegar hjá eftir-
mælum mínum eftir einhver þau
bestu sem ég hefi lesið, nefnilega eft-
ir Dagfara í DV hinn 24. júlí sL, og
hvet ég fólk th að lesa þau. Samt
undrar mig (á þessum kvótatímum)
að hvorki Kvennahstinn, dýravernd-
unarfélög eða grænfriðungar og virt-
asti hrossaræktarráðunautur lands-
ins, Gunnar Bjarnason, skuli ekki
hafa látið mál þetta th sín taka með
ráðgjöf um að slíkt endurtaki sig
ekki.
Við andlátið var Ljóri búsettur að
Kirkjubæ en hafði áður verið lánað-
ur norður th Skagafjarðar um óá-
kveðinn tíma th ótakmarkaðra
skyldustarfa, sem hann án efa hefur
leyst með prýði.
Skagfirðingar eru djarfir th ásta
og óvilnir í þeim sökum. Án nokk-
urrar hvíldar við heimkomuna að
Kirkjubæ var Ljóra ætlað á fyrsta
sólarhring aða gleðja og fylla 28 kyn-
systur sínar - hvað hann mun hafa
gert. Of mikið má af öllu gera og
ekki mun Ljóra hafa verð kunnugt
um ljóðlínu þjóðskáldsins Hahgríms
Péturssonar „sá er sæll er gáir að
sér“, þótt hann hafi e.t.v. vitað hvatn-
ingu Nelsons „aö ætlast væri th að
hver gerði skyldu sína“.
Jafnvel þótt reiðarslag sé einhver
besti dauðdagi karlkynsvera (helst
hjá ástinni sinni) og sé sí og æ að
breiðast út á íslandi ér örugglega tími
th kominn að hehsuvemd manna og
dýra taki nú í taumana með fyrir-
byggjandi aðgerðum. Mætti í því
sambandi nefna að tímabært væri
fyrir landlæknisembættið að birta
vikulega í sjónvarpi kvikmyndastúf,
með varúð um að of mikið ástarlíf
„geti verið hættulegt og dauðdagi
fylgi því“ (sic!).
Blessuð sé minning Ljóra frá Hól-
um, sögunnar afkastamesta og
skylduræknasta stóðhests þessa
lands. Skyldi það ekki eiga jafnt við
menn og hesta: „Þeir deyja ungir sem
guðirnir elska"?
íbúðarkaup komu okkur á hrakhóla
Fyrrverandi íbúðareigandi skrifar:
Ég er einn þeirra sem var að basla
í því að kaupa mér íbúð. Það var
gert á vordögum 1983. Var mikh
vinna lögð í að reikna greiðslubyrði
á ársgrundvelli miðað við tekjur. Síð-
an voru tekin lán. Til þess þurfti
veðrétti, sem ég hafði enga, svo að
þeir nánustu hjálpuðu til og íbúðin
var keypt.
Haustið 1983 ríður holskeflan yfir.
Vísitalan tekin úr sambandi af laun-
um en lánskjaravísitalan látin halda
sér. Ég hélt íbúðinni í 2 ár en þá
missti ég allt og meira th. Nú er ég
á hrakhólum með fjölskylduna og ég
er að reyna að greiða cif lánum sem
hvíla á eignum ættingja. Ekki stend-
ur steinn yfir steini, taugamar búnar
og aht í voðanum.
Maður er búinn að endursendast á
milh lögmanna, þingmanna og ann-
arra aðila en ekkert er hægt að gera.
Ekki er vænlegt að láta gera sig upp
því þá lendir allt á þeim sem síst
skyldi.
Það hefði maður þó átt að gera því
þeir sem þannig fara að virðast kom-
ast best af. Það sést best á þeim aðha
sem ég hef átt viðskipti við í sam-
bandi við íbúðarkaup mín. Sá maður
lét gera sig upp og rekur nú fyrir-
tæki ásamt öðrum manni sem er
búinn að fá dóm. En ekkert er hægt
að gera því fyrirtæki þetta er á nafni
einhvers annars.
Við, sem lendum í svona málum,
getum ekkert snúið okkur. Lögmenn
fást ekki th að taka að sér mál okk-
ar. Ástæðan sennhega sú að við get-
um ekki borgaö nóg því öh launin
fara í greiðslur sem sífellt fara hækk-
andi.
Um hvað erum við að tala þegar
við tölum um traust þjóðfélag? Er þá
átt við fals og svik? - Á hveiju er
fólk að hneykslast þegar fólk flytur
úr landi? Er það ekki einmitt að forða
sér frá þessu sjúka þjóðfélagi þar sem
það horfir fram á vonleysi og eigna-
missi? - Ég óska engum þess að lenda
í shkum hörmungum sem ég og allt-
of margir aðrir hafa lent í. Vonandi
er betri framtíð framundan fyrir
okkur öll og þá sem á eftir koma...
Gámavagn m/sturtum
Tilboð óskast í gámavagn með tilheyrandi gámum,
burðargeta 8,2 t. Vagninn er til sýnis á lóð Sorpeyð-
ingarstöðvar Suðurnesja v/Hafnaveg og selst í því
ástandi sem hann er. Upplýsingar gefur stöðvarstjóri
á staðnum og í síma 92-11088 milli kl. 8 og 17.00.
Sorpeyðingarstöð Suðurnesja
Miðskólinn, Fríkirkjuvegi 1
sími 68 97 92
Umsóknir um skólavist fyrir 9-1 2
ára börn ber að senda til:
Miðskólans
Pósthólf 234
121 Reykjavík
Almennur lögtaksúrskurður
„Hér með úrskurðast að lögtök mega fara fram til tiyggingar eftirtöldum
vangoldnum opinberum gjöldum, álögðum 1989 á einstaklinga og lögað-
ila á Eskifirði og í Suður-Múlasýslu, að liðnum 8 dögum frá birtingu jaessa
úrskurðar.
Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, eignaskattur, útsvar, aðstöðugjöld, sérstakur
eignaskattur, vanskilafé staðgreiðslu eindagað fram til júllloka 1989, vinnu-
eftirlitsgjald, slysatryggingagjald atvinnurekenda skv. 20. gr., kirkjugarðs-
gjald, atvinnuleysistryggingagjald, sérstakur skattur á skrifstofu- og verslun-
arhúsnæði, iðnlána- og iðnaðarmálagjald, launaskattur, slysatryggingagjald
vegna heimilisstarfa, iðgjöld sveitarfélaga til atvinnuleysistryggingasjóðs
skv. 14. gr. laga nr. 64/1981, aðflutningsgjöld, skráningargjöld skipshafna,
skipaskoðunargjald, lestagjald og vitagjald, bifrelðaskattur, þungaskattur
samkvæmt ökumælum og fast gjald, skoðunargjald bifreiða og slysatrygg-
ingagjald ökumanna 1989, framlög hreppa til sýslu og sýsluvegasjóðs
1988, framlag hreppa til sjúkrasamlags Suður-Múlasýslu, áfallinn og
ógreiddur söluskattur eindagaður til júníloka 1989, þar með talið af skemmt-
unum, svo og vegna viðbótar og aukaálagninga söluskatts og sekta vegna
fyrri tímabila, skipulagsgjald af nýbyggingum. Þá nær úrskurðurinn til við-
bótar og aukaálagningar framangreindra opinberra gjalda vegna fyrri tíma-
bila.
Lögtök fara fram án frekari fyrirvara en að ofan greinir á kostnað viðkom-
andi gerðarþola en á ábyrgð Gjaldheimtu Austurlands."
Eskífirði 16. ágúst 1989
Sýslumaður Suður-Múlasýslu
bæjarfógeti á Eskifirdi.
Sigurður Eiríksson
9.00 - 22.00
Laugardaga, 9.00 - 14.00
Sunnudaga, 18.00 - 22.00
ER SMÁAUGLÝSINGA
BLAÐIÐ
SÍMINNER