Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1989, Page 2
2
'FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1989.
Fréttir_________________________________________________________
Veiðileyfi á gæs og rjúpu seld á sextán bæjum:
Veiðileyfi kostar
um þúsund krónur
„Þaö eru sextán bæir skráðir hjá
okkur sem selja veiðileyfi á gæs,
rjúpu eða hvorutveggja. Leyfið á
gæsina kostar 800-1000 krónur dag-
urinn en hvemig sem á því stendur
hefur ekki verið gefiö upp neitt við-
miöunarverð á rjúpnaveiðum," sagði
Tvær sorp-
böggunar-
stöðvar
reistar?
Svo gæti farið aö ekki verði
reist ein sorpböggunarstöö held-
ur tvær. Nú standa yfir viöræður
fulltrúa Sorpeyðingar höfuðborg-
arsvæðisins og Áburðarverk-
smiðjunnar í Gufimesi um bygg-
ingu böggunarstöðvar þar. Þá
hefur ekki verið gefrn upp öll von
um að önnur stöð veröi reist í
Hafnarfirði.
„Þaö yrði þá mjög fullkomin
gámamóttökustöð sem þar yrði
reist ef af verður,“ sagði Ög-
mundur Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Sorpeyöingar höf-
uöborgarsvæðisins, við DV.
„Þessi möguleiki hefur verið
ræddur og verður væntanlega
skoðaöur út firá hagrænu sjónar-
miði."
Forráðamenn Sorpeyðingar
höfuðborgarsvæðisins ræddu
síöast við fulltrúa Áburðarverk-
smiðjunnar í fyrradag. Veröur
stjóm verksmiöjunnar kölluð
saman innan skamms til að fialla
ura málið. Sá fundur hefur ekki
veriðdagsettur. -JSS
EyjaJQöröur:
Þrennt á
sjúkrahús
Þrennt var flutt. á sjúkrahús
effir harðan árekstur tveggja bíla
á mótum Norðurlandsvegar og
Eyjaíjarðarbrautar eystri í gær.
Fólkiö, sem var aUt í sama bíln-
um, er ekki alvarlega slasaö.
Tvennt var í hinum bílnum og
slapp þaö með minni háttar
meiösl.
Báöir bílamir em taldir ónýtir.
-sme
Margrét Jóhannsdóttir hjá Ferða-
þjónustu bænda.
Margrét sagði að sala slíkra leyfa
hefði tíðkast um nokkurra ára skeið
og væra þau seld á bæjum vitt og
breitt um landið. Einkum væru þaö
íslendingár sem keyptu þau en þó
slæddist með einn og einn útlending-
ur. í mörgum tilvikum kæmu menn
á sömu bæina ár eftir ár. Hefði það
iðulega sýnt sig að veiðimönnum
þætti gott að geta keypt gistingu,
fæði og leyfí á sama stað. Þá hefðu
þau nýmæli verið tekin upp á einum
þessara bæja að selja gistingu, fæði,
veiðileyfi og leiösögn í einum pakka.
Ekki kvaðst Margrét geta tjáð sig
um hversu mörg veiðileyfi á gæs og
ijúpu hefðu verið seld síðastliðið ár,
þar sem hún hefði engar tölur yfir
það. -JSS
Framkvæmdir eru þegar hafnar við húsnæðið sem íslensk getspá og íþróttasamband íslands hyggjast byggja í
Laugardalnum. DV-mynd S
Frjálst framtak býður ódýrara Lottóhús:
Alltof mörg atriði óljós
- segir framkvæmdastjóri íslenskrar getspár
„Varðandi útfærslu á þessu tilboöi
Frjáls framtaks era alltof mörg atriði
óljós til að hægt sé að taka afstööu
til þess,“ sagði Vilhjálmur Vilhjálms-
son, framkvæmdastjóri íslenskrar
getspár, er DV spurði hann álits á
tilboði Fijáls framtaks.
í tilboðinu segir: „Fijálst framtak
býður hér með íslenskri getspá og
íþróttasambandi íslands 2400 fm full-
búið húsnæði í nýju húsi í Smára-
hvammi með fullfrágenginni lóð fyr-
ir starfsemi þessara aðila fyrir 112
milljónir eða um 20 milljón króna
lægri fjárhæð en kostnaðaráætlun
fyrir fyrirhugaða húsbyggingu þess-
ara aðila segir til um. Miðast tilboð
Frjáls framtaks við afhendingu
fullfrágengins húss 1. desember 1990
og fullfrágenginnar lóðar fyrir 1.
ágúst 1991, greiðslu byggingarkostn-
aðar á byggingartíma og byggingar-
vísitölu 145,3 stig. Tilboð þetta er
bindandi og gildir til 15. september
1989 kl. 12.00 og fellur það úr gildi
hafi það ekki verið samþykkt fyrir
þann tíma eða viðræður um það
hafnar.“
„Við fengum þetta tilboð í gær, rétt
fyrir kl. 15. Nokkrir þeirra aðila sem
þurfa að taka afstöðu til þess hafa
enn ekki fengiö það í hendur," sagði
Vilhjálmur við DV í gær. „En við
getum spurt okkur hvort við mynd-
um stökkva á þetta tilboð ef við hefð-
um þegar ákveðið að byggja hús og
værum þegar byijaðir að grafa, eins
og nú hefur gerst. Þá vilja sérsam-
böndin vera staðsett í Laugardaln-
um. Loks er gert ráð fyrir að þetta
húsnæði sé greitt upp á einu ári. Slík-
ir fjármunir liggja ekki á lausu hér
hjá okkur. En ég hugsa að menn eigi
eftir að skoða þetta og að byggingar-
nefndin ræði þetta á næsta fundi sín-
um sem haldinn verður á mánudag-
inn.“ -JSS
til London
Sex þingmenn dvelja nú úti í
London á vegum alþjóðlegra
þingmannasamtaka. Formaður
íslenskunefndarinnar er Geir H.
Haarde en aörir eru: Sighvatur
Björgvinsson, Geir Gunnarsson,
Júlíus Sólnes, Ólafur Þ. Þórðar-
son og Kristín Einarsdóttir. Þing-
mennirnir koma heim á föstudag.
-SMJ
Ung hjón í
vandræðum í
Ung hjón eru búin að vera tvær
nætur í Héðinsfiröi. Hjónin ætl-
uðu aöeins að vera eina nótt. í
gær gerði leiðinlegt veður og
snjóaði í fjöll. Ættingjar fólksins
óskuðu þess aö svipast yrði um
eftir þeim. Leitarmenn frá Ólafs-
firöi náöu talstöðvarsambandi
við fólkið þar sem það var í skýli
Slysavamafélagsins. Sambandið
var slæmt en eftir því sem næst
verður komist er talið að maöur-
inn sé með hita og ekki ami ann-
að aö þeim.
Til stendur að sækja fólkið í
dag. Menn vonast til að komast
sjóleiðina en þar sem talsverð
kvika er era menn vonlitir um
að það takist. Ef maöurinn reyn-
ist mikið veikur er allt eins reikn-
að með aö þyrlu þurfi til að sækja
hjónin.
Um sex tíma ganga er frá Ólafs-
firði yfir í Héðinsfjörð. Hjónin
munu ekki áður hafa fariö þessa
leið. -sme
Larsen
í heimsókn
Danski stórmeistarinn góð-
kunni, Bent Larsen, mun koma
hingað til lands í skákleiöangur
síðar í mánuðinum. Larsen ætlar
að tefla fiöltefli á Akureyri og í
Kringlunni. Einnig teflir hann
við bankamenn. Þá ætlar hann
að tefla á næsta helgarskákmóti
sem verður í Keflavík dagana 22.
0125. september. * -SMJ
Verðköraiun á skólavörum:
Ranglega var farið með verð á
blýöntum I verðkönnun DV á
skólavörum sem birtist í blaðinu
í gær. Hiö rétta er að blýantar
kosta 9 krónur í Pennanum og
þar kosta stök plastumslög 7
krónur. Einnigfásttvöfáldir ydd-
arar í Pennanum og kosta 55
krónur. .pá
w Ólafur Ragnar Grímsson um hallann á ríkissjóði:
Akvarðanir ríkisstjórnar en
ekki óstjórn í ríkisfjármálum
Þrátt fyrir að nú stefni í tæplega
5 milljarða halla á ríkissjóði hafa
rekstrargjöld ríkisins minnkað að
raungildi um 3 prósent á fyrstu sjö
mánuöum ársins miðað við sama
tíma í fyrra að því er Ólafur Ragn-
ar Grímsson fjármálaráðherra
sagöi á fundi í gær þar sem hann
kynnti afkomu ríkissjóðs á fyrstu
sjö mánuðum ársins.
Á sama tíma og rekstrargjöld, þaö
er laun og annar rekstrarkostnað-
ur ráðuneyta og ríkisstofnana, hef-
ur dregist saman um 3 prósent hafa
tilfærslur úr ríkissjóði aukist um
2,2 prósent að sögn ráðherra. Þar
af vega lífeyristryggingar, niður-
greiðslur og tilfærslur til atvinnu-
veganna mest. Raunaukning á
þessum tilfærslum á eftir að verða
meiri á seinni hluta ársins þar sem
flkisstjórnin tók ýmsar ákvarðanir
um slikar tilfærslur í tengslum við
kjarasamninga í vor og þær vega
því ekki eins þungt á fyrri hluta
ársins og þeim síðari.
í máli Ólafs Ragnars kom fram
að sá halli, sem nú er kominn á
ríkissjóðs, er fyrst og fremst vegna
ákvaröana sem ríkisstjómin hefur
tekið. Hér er ekki um að ræða óráð-
síu í ríkisrekstri. Á fyrstu sjö mán-
uðum ársins hefur dregið úr hraða
á fjölgun stöðugilda og dregið úr
yfirvinnu.
Á fyrstu sjö mánuðunum fjölgaði
stöðugildum um 300 samkvæmt
þeim upplýsingum sem Ólafur
lagði fram. I nýlegri skýrslu Ríkis-
endurskoöunar segir hins vegar að
ný stöðugildi séu 386. í fjárlögum
er heimilað að fjölga stöðugildum
um 400. Á fyrstu sjö mánuðum síð-
asta árs fjölgaði þeim um 676.
-gse