Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1989, Qupperneq 13
FTMMTUDAGUR 7. SEPTEMBERT989.
13
dv Lesendur
Stöð 2
er 95,5%
dýrari en
Sjónvarpið
Markús örn Antonsson útvarps-
stjóri skrifar:
í DV hinn 1. september birtist frétt
um athygbsveröa úttekt sem blaða-
maður hefur gert á þróun áskriftar-
gjalds Stöðvar 2 og afnotagjalds Sjón-
varpsins á undangengnu ári. Saman-
burður leiðir í ljós að áskrift að Stöð
2 hefur hækkað um 33,5%, en afnota-
gjald Ríkisútvarpsins um 28,2% á
sama tímabili.
Forsendur, sem blaðamaður gefur
sér í frekari útreikningum, eru ekki
alls kostar réttar. Afnotagjald Ríkis-
útvarpsins er 1500 kr. á mánuði, en
áskriftargjald Stöðvar 2 er 1955 kr. á
mánuði. Með afnotagjaldinu greiða
notendur Ríkisútvarpsins fyrir þjón-
ustu Útvarpsins auk Sjónvarpsins.
Samkvæmt fjárlögum reiknast hlut-
ur Sjónvarpsins 1000 kr. af mánaðar-
gjaldinu, en hlutur Útvarpsins er 500
kr. á mánuði. - Útvarpið sendir út
tvær dagskrár til alls landsins og
næstu miða, og sameiginlega dag-
skrá í næturútvarpi. Fyrir þá þjón-
ustu er greitt með afnotagjaldinu.
Vill þetta oft gleymast og Sjónvarp-
inu eignað afnotagjaldið aö fuUu.
Þegar borin eru saman áskriftar-
gjöld Stöðvar 2 og Sjónvarpsins ein-
vörðungu lítur dæmið því þannig út:
1000 kr. á mánuði fyrir Sjónvarpið,
1955 kr. á mánuði fyrir Stöð 2. -
Áskriftargjald Stöðvar 2 er því 95,5%
hærra en Sjónvarpsins.
Blaðamaður DV hefur komist að
raun um að nýtt efni sé sent út í 239
klst. á Stöð 2, en í 235 klst. í Sjón-
varpinu. Verð notanda fyrir hverja
útsenda klukkustund í Sjónvarpinu
er því 4,25 kr. á móti 8,17 kr. hjá Stöð
2.
í tUefni af niðurlagi fréttarinnar
skal tekið fram að Ríkisútvarpið hef-
ur engar aðrar tekjur en af afnota-
gjöldum og auglýsingum, eins og
Stöð 2. Greiðendur afnotagjalda eru
74.000, þannig að tekjur Sjónvarpsins
af afnotagjaldi eru 74 miUj. kr. á
mánuði. Forráðamenn Stöðvar 2
hafa lýst því yfir að áskrifendur
stöðvarinnar séu 47.000. - Af því má
ráða að mánaðartekjur Stöðvar 2 af
áskrift séu 91,8 mUlj. kr. Reyndar
halda talsmenn Stöðvar 2 því fram
aö 60% af heUdartekjum á sjónvarps-
auglýsingamarkaði renni einnig til
þeirra.
Áðumefndar upplýsingar blaða-
manns DV eru býsna athygUsverðar
þó að byggöar séu á misskUningi að
hluta. Þær hljóta hins vegar að stuðla
að umræöu og umhugsun um eyðslu
eða aðhald í rekstri, fjölbreytni, gæði
og hlut innlends efnis í sjónvarps-
dagskrám. - Ríkisútvarpið fyrir hönd
Sjónvarpsins fagnar þessari umfjöll-
un, og vonar að staðreyndirnar fái
að tala jafnskýru máh framvegis í
dagblöðum.
„Samanburður leiðir i Ijós að áskrift
að Stöð 2 hefur hækkað um 33,5%,
en afnotagjald Ríkisútvarpsins um
28,2% á sama tímabili", segir grein-
arhöfundur.
LEITIN ENDAR
HJÁ OKKUR!
SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ:
Lada Samara ’88
beinsk., 3ja dyra,
grænn, ek. 12.000 km.
Verð 320.000.
beinsk., 5 dyra, hvítur,
ek. 8.000 km. Verð
1.200.000.
Mazda 323 1,3 LX
’87, beinsk., 5 dyra, _
hvítur, ek. 39.000 km.
Verð. 490.000.
Mazda 626 GLX
’88, beinsk., 5 dyra,
ljósbr., ek. 19.000 km.
Verð 980.000._
liSÉRLEGA
HAGSTÆTT
I VERÐ OG
GREIÐSLU-
KJÖR.
Mazda 323 turbo
4wd ’87, beinsk., 3ja
dyra, hvítur/grár, ek.
35.000 km. Verð
950.000.
Lancia Y10 Fila
’88, beinsk., 3ja dyra,
hvítur, ek. 8.000 km.
Verð 390.000.
Mazda 626
Sedan GLX ’87,
sjálfsk., 4ra dyra,
rauður, ekinn 42.000.
V. 720.000._______
Fjöldi annarra bíla
á staónum.
Opið laugardaga
frá kl. 12-16.
Mazda 323 1,3 ’85,
beinsk., 5 dyra, grænn, .
ek. 48.000 km. Verð
' 350.000.
BILABORG H.F.
FOSSHÁLSI 1.SÍMI 681299
Mazda 323 1,3 LX
’87, beinsk., 3ja dyra,
blár, ek. 44.000 km.
Verð 470.000.
Mazda 323 1,3 LX
’87, beinsk., 4ra dyra,
grár, ek. 16.000 km.
Verð 520.000.
Póstsendum
« huanBél
SPORTBÚÐIN
BÁRMÚLA 40, REYKJAVÍK, SÍMI 83555 - 83655
EIÐISTORGI 11, 2. HÆÐ, SELTJ. SÍMI 611055
FRÖNSKUNÁMSKEIÐ
ALLIANCE FRANCAISE
13 vikna haustnámskeið hefst mánudaginn 18. sept-
ember.
Kennt verður á öllum stigum ásamt samtalshópi og
í einkatímum. Innritun fer fram á bókasafni Alliance
Francaise, VESTURGÖTU 2 (gengið inn bakdyra
megin), alla virka daga frá 15 til 19 og hefst miðviku-
daginn 6. september. Henni lýkur föstud. 15. sept.
kl. 19.
Allar nánari upplýsingar fást í síma 23870 á sama
tíma.
Greiðslukortaþjónusta
UTSALA
Húsgögn, sófasett,
hornsófar og sófa-
borð.
Allt á að seljast
- Verslunin hættir -
NUTIÐ
HUSGOGN
Faxafeni 14, s. 680755.
SUÐURVER HRAUNBERG
S. 83730 BOLHOtT S. 79988
S. 83730
7T.
LOKAÐIR FLOKKAR
HAFIÐ SAMBAND STRAX
. íTd. .
í \
JCI22
lletskóli Bóru