Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1989, Page 16
16
FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1989.
íþróttir
Sagt
eftir
leikinn
Ulf Kirsten:
„Þessi sigur er mikil uppreisn
fyrir okkur eftir slæmt gengi aö
undanfömu. Við erum komnir í
slaginn um annað sætið og ég trúi
þvi að við getum fariö alla leið í
úrslitakeppnina á Ítalíu eftir
þessi úrslit,“ sagði Ulf Kirsten,
sóknarmaöurinn skæði (númer
9) í austur-þýska liöinu, í samtali
viðDV eftir leikinn.
,íg var hissa á hve illa íslenska
liðið lék, það skapaði sér ekki
umtalsvert marktækifæri allan
leikinn. Viö sáum leik þess í
Austurríki á myndbandi og þar
sýndi það allt aðra knattspymu,"
sagði Kirsten.
Guðni Bergsson:
„Ég fer að halda að við séum með
einhvem sálfræðilegan
„komplex“ gagnvart Austur-
Þjóðverjum. Þeir ná sér aldrei
betur á strik en gegn okkur,“
sagöi Guöni Bergsson.
„Þessi leikur kennir okkur að
það má ekki slaka á eitt andar-
tak, ekki missa einbeitinguna
eina einustu mínútu, þá fer illa.
Okkur gekk vel í byijun siöari
hálfleiks, vorum farnir aö sækja
meira og gleymdum þá vamar-
leiknum. Það veröur að taka hlut-
ina í réttri röð, byggia út frá
sterkri vöm og beita skyndisókn-
um. Maður verður að biðjast af-
sökunar eftir svona leik.“
Sigurður Grétarsson:
„Þetta var ekki okkar dagur og
ég veit eiginlega ekki hvers
vegna. Það var ekki af neinni
einni ástæðu sem þetta fór
svona,“ sagöi Sigurður Grétars-
son.
„Þeir léku mjög skynsamlegan
vamarleik og það var virkilega
erfitt að komast í gegnum vöm
þeirra. í undanfómum lands-
leikjum hölúm við alltaf náð að
skapa okkur nokkur þokkaleg
færi en það tókst alls ekki að
þessu sinni."
Friðrik Friðriksson:
„Annað markið þeirra er einhver
sá mesti „grís“ sem ég hef séð.
Maðurinn ætlaði að skjóta en
mistókst gersamlega og sparkaði
í fótmn á sér. Af honum skrúfaö-
ist boltinn upp í loftið og yfir
mig,“ sagði Friðrik Friðriksson,
markvörður fslendinga.
„Ég var mjög vel staðsettur til
að taka á móti skotinu og er ein-
mitt búinn.aö leggja mikla vinnu
í það í sumar að staösetja mig í
svona tilfellum. Hin mörkin var
erfitt að eiga við. í þvi fyrsta brást
uppdekkingin í vöminni og þaö
þriðja var einfaldlega gersamlega
óverfandi skot“
ÓmarTorfason:
„Vamarleikurinn var ekki góður
í síðari hálfleik. Fyrsta mark
Austur-þjóðverjar var reiðarslag
fyrir okkur og annað markið var
rothögg. í fyrri hálfleik hélt vöm-
in og komust Austur-Þjóðveijar
lítið áleiðis. Liðið náöi sér ekki á
strik í leiknum, miöjan var slök
og því fór sem fór,“ sagði Ómar
Torfason eftir leikinn.
-JKSIVS
Hef aldrei sagt að þetta
væri minn síðasti leikur
- sagði Asgeir Sigurvinsson um viðureignina við A-Þjóðverja
Asgeir Sigurvinsson átti ágæta spretti í leiknum í gær en hér reynir hann
þrumuskot á austur-þýska markið. DV-mynd Brynjar Gauti
H)
„Ég hef aldrei lýst því
yfir að þetta væri minn
síðasti landsleikur en í
augnablikinu lítur
vissulega út fyrir að svo hafi ver-
iö. Ég hætti sennilega í knatt-
spyrnu eftir þetta keppnistímabil
og ef það gengur eftir gefur það
augaleið að ég spila ekki fleiri
landsleiki," sagði Ásgeir Sigur-
vinsson sem átti ágæta spretti í
leiknum gegn Austur-Þjóðverjum
í gær.
Leiðinlegur endir
á landsliðsferlinum
„Ef ég hætti núna yrði þetta vissu-
lega heldur leiðinlegur endir á lands-
liðsferlinum,“ hélt Ásgeir áfram í
samtalinu við blaðið.
„Leikurinn var lengi vel í jámum
og þá áttum viö jafna möguleika en
eftir að þeir skoruðu fyrsta markið
var eins og einbeitingin hjá okkur
hyrfi og allt var búið,“ sagði Ásgeir.
-VS
Þetta var sorgiegur endir
- sagði Sigfried Held sem kvaddi í gær
„Eftir fyrsta mark Austur-Þjóð-
verja hrundi leikur íslenska liðsins.
Allur leikur liðsins fór úr skorðum.
Austur-Þjóðverjar fóru í gang, komu
framar á völlinn og voru stórhættu-
legir í öllum sóknarlotum sínum,“
sagði Sigfreid Held landsliðsþjálfari'
eftir leikinn.
„Leikur austur-þýska liðsins hpnt-
ar íslenska liðinu illa, leikmenn þess
eru eldfljótir og ekki má líta af þeim
eitt augnablik. Ég sá ekki ástæðu til
að skipta fleiri leikmönnum inn á í
síðari hálfleik. Amór fékk ekki leyfi
Anderlecht til aö leika nema í rúmar
fimmtíu mínútur, um þetta var gert
samkomulag milli KSÍ og And-
erlecht. Ungu piltarnir hefðu ekki
haft gott að því að koma inn í leikinn
eins og staðan var orðin. Þetta var
sorglegur endir hjá íslenska liðinu,"
sagði Held.
Held hélt að Pétur Ormslev
gæfi ekki kost á sér
Þegar Held var inntur eftir því hvers
vegna aö hann heföi ekki valið Pétur
Ormslev í liðið en Pétur hafði fyrr í
sumar gefið þá yfirlýsingu út í DV
að hann væri tilbúinn að leika fyrir
ísland ef til hans yrði leitað. Held
svaraði þessari spurningu á efirfar-
andi hátt:
„Ég veit ekki betur en að fyrri yfir-
lýsingar Péturs, þess efnis að hann
gæfi ekki kost á sér í landsliðið,
stæðu enn í dag. Ég hef ekki fengið
upplýsingar um að hann væri reiðu-
búinn að klæðast landsliðspeysunni
á nýjan leik,“ sagði Held, sem stjóm-
aði íslenska liöinu í síðasta sinn.
JKS
Arnór Guöjohnsen var ekki ykja langt frá því að ná skoti í einm hættulegustu sokn Islendinga í gær. Eins og ráöa
má af myndinni komst varnarmaður Austur-Þjóöverja fyrir sendinguna á elleftu stundu.
DV-mynd Brynjar Gauti
Sævar fer í leikbann
- fékk annað spjaldið 1 röð í gær
Sævar Jónsson, fyrirliði
íslenska landsliðsins í
síðustu tveimur leikjum,
verður ekki með þegar
íslendingar mæta Tyrkjum í lokal-
eik undankeppni HM þann 20.
september. Hann fékk sitt annað
gula spjald í keppninni og fer því
í eins leiks bann.
Sævar tók út leikbann þegar ís-
lendingar léku við Sovétmenn í
Moskvu í vor. Gegn Austurríkis-
mönnum á Laugardalsvellinum í
júní fékk hann að líta gula spjaldið
og síðan annað gegn Austur-Þjóð-
verjum í gærkvöldi.
-VS
Guðmundur Torfason átti erfitt uppdrát
in heimavelli frammi fyrir fjölda áhorfem
Þrjú mörk Aus
- Islendingar kj
Það haustaði heldur betur í íslensk-
um knattspymuheimi í gær. Kannski
var steingrá snjóhetta á Esjunni til
marks um þá ógæfu sem ríflega sjö
þúsund manns upplifðu í Laugardaln-
um í gær. íslenska knattspymulands-
liðið beið þá algert skipbrot á sama degi
og kollur Esjunnar gránaði í fyrsta sinn
á þessu hausti.
Islenska liðið, sem svo margir höföu
bundið vonir við í forkeppni heims-
meistaramótsins, steinlá, 0-3, gegn
Austur-Þjóðverjum. Skellurinn gat
raunar hæglega orðið rosalegri.
Skot Reiner Ernst geigáði nefnilega
um miðbik síðari hálfleiks þar sem
hann stóð óvaldaður andspænis Friörik
Friðrikssyni og vítaspyma Tómasar
Doll fór í stöngina á lokamínútun-
um.
íslendingar komust aldrei
í takt við leikinn
Óhætt er að'segja að íslenska liöið hafi
aldrei komist í takt við leikinn í