Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1989, Side 18
26
FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1989.
Iþróttir
Sport-
stúfar
Júgóslavar sigruöu
Skota, 3-1, í 5. riöli
• I forkeppni HM í
Zagreb í gærkvöldi.
Skotar komust yfir í leiknum
meö marki frá Gordon Durie á
37. mínútu. Júgóslavar geröu
út um leikinn á sjö mínútna
kafla í síöari hálfleik. Jatanec
jafnaði en Steve Nicol og Gary
Gillespie skoruðu sjálfsmörk.
45 þúsund áhorfendur voru á
leiknum.
Belgar i miklu stuðí
gegn Portúgölum
Belgar tóku Portúgali í hreina
kennslustund í forkeppni HM í
Brussel í gærkvöldi. Geulemans
kom Belgum yfir í fyrri hálfleik
en Van Der Linden bætti viö
tveimur mörkum í síðari hálfleik.
Belgar eru í efsta sæti í riölinum
og verða örugglega meö í úrslita-
keppninni á Ítalíu næsta sumar
að öllu óbreyttu.
Dýrmætur sigt
Ungverja í Belfí
Í|ur
fast
Ungverjar unnu mikilvægan sig-
ur á N-Irum í Belfast, 1-2. Kalman
Kovacs skoraöi, 1-0, á 13. mínútu.
Gyorgy Bognar kom Ungvexjum
í 2-0 á 44. mínútu. Norman White-
side skoraði eina mark N-íra á
89. mínútu. Láam Brady frá West
Ham United lék sinn síöasta
landsleik í gærkvöldi en hann á
aö baki 71 landsleik fyrir Norö-
ur-írland.
Finnar sigruðu Wales-
búa i Helsinki
Mika Lipponen tryggði Finnum
sigur á Walesbúum í forkeppni
HM. Lipponen, sem leikur með
hollenska félaginu Twente FC,
skoraði markið á 50. mínútu.
Nevil Southall, markvöröur
Everton, átti möguleika á að vetja
skallabolta Lippoenen. 8 þúsund
áhorfendur voru á leiknum.
Vestur-Þjóðverjar náðu
aðeins jöfnu í Dublin
írar og Vestur-Þjóðveijar skildu
jafhir, 1-1, í vináttulandsleik í
Dublin í gærkvöldi. Frank Staple-
ton kom Irum yfir á 10. minútu
leiksins en Hans Dörfner jafnaöi
fyrir Vestur-þjóðvetja á 33. min-
útu og þar við sat Áhorfendur
voru 45.000.
Danir náðu jöfnu
i Amsterdam
Hollendingar og Danir geröu
jafntefli, 2-2, í vináttulandsleik í
Amsterdam í gærkvöldi. Koeman
og Wouters komu Hollendingum
í 2-0 en Bartram og Heintze
jöfnðu fyrir Dani á tveggja mín-
útna kafla i síðari hálfleik. Áhorf-
endur voru 12.000.
Úrslit i1. deild
á Italíu í gærkvöldí
Ascoli - Sampdoria.......2-1
Atalanta - AC Milan......0-1
Bari-Verona..............2-1
Cesena - Napoli..........0-0
Genoa-Roma...............0-2
Inter Milan - Lecce......2-1
Juventus - Fiorentina....3-1
Lazio - Cremonese........1-1
Udinese - Bologna........1-1
Stórslgur Luzern
á heimavelli
Lið Sigurðar Grétarssonar, Luz-
em, aigraöi Aarau, 3-0, í sviss-
nesku 1. deildar keppninni í
knattspymu í gærkvöldi. Sigurð-
ur var flarri góðu gamni en hann
lék með íslenska landsliöinu á
sama tíma gegn Austur-Þjóðverj-
um. Þetta var annar sigurieikur
Luzem í röð og er liðið greinilega
að rétta úr kútnum eftir frekar
slæma byrjun. Þá tapaði Wetting-
en á heimavelli fyrir Grasshop-
pers frá Zörich, 1-3.
Handknattteikur:
i|P ^BMI BM
norðan heiða
- íslendingar töpuðu fyrir A-Þjóðverjum, 22-24
Kristitm Hreinssoti, DV, Akureyrú
íslendingar biöu iægri hlut fyrir
Austur-Þjóðverjum í vináttulands-
leik í handknattleik á Akureyri í
gærkvöldi. Austur-Þjóðveijar sigr-
uðu í leiknum með 24 mörkum
gegn 22.
íslenska liöið byijaði ágætlega og
skoraöi fyrsta markið en síðan var
jafiit á öllum tölum upp í 8-8. Óskar
Ármannsson byijaði leikinn vel og
skoraði fiögur af fyrstu fimm
mörkum íslenska liðsins í leiknum.
Þegar á leið fyrri hálfleikinn tók
markvörður austur-þýska liðsins
að verja vel og í hálfleik höfðu
Austur-Þjóöverjar þriggja marka
forystu, 9-12. Schimrock varöi alls
ellefu skot í fyrri hálfleik og þar
af eitt víti.
Tvö víti fóra forgörðum hjá ís-
lendingum í fyrri hálfleik, Kristján
Arason skaut framhjá en Óskar
Ármannsson reyndi að skjóta i
gegnum kloflö á markverðinum en
mistókst.
Austur-Þjóðveijar náðu fjögurra
marka forystu í upphafi síðari hálf-
leiks. íslenska liðið minnkaði mun-
inn í tvö mörk en þá virtist allur
vindur úr liðinu og Austur-Þjóð-
veijar náðu fimm marka forskoti
og sóknarleikur islenska liðsins
varð ráðleysislegur. íslendingar
klómðu aöeins í bakkann undir
lokin og náöu aö laga stöðuna í
21-22 en austur-þýska liðið reynd-
ist sterkara á lokasprettinum.
íslensku stórskyttumar náðu sér
ekki á strik, þeir náðu aðeins að
skora fimm mörk fyrir utan. Lítið
kom út úr hornaleiknum en eitt
mark kom þaðan allan leikinn.
Guðmimdur Hrafhkelsson var
bestur í íslenska liðinu og varði oft
vel á köflum og bjargaði íslenska
liðinu frá stærra tapi. Óskar Ár-
mannsson átti ágæta spretti inni á
milli en annars léku íslendingar
undir getu, náðu aldrei að sýna sín-
ar réttu hliöar.
Gunnar Schimrock var bestur í
liði Austur-Þjóðverja ásamt fýrir-
liða liðsins, Holger Winselmann.
Heiko Triepel var einnig sterkur.
• Dómarar leiksins vora tékk-
neskir og skiluðu hlutverki sínu
óaðfinnanlega.
• Áhorfendur voru 800.
• Mörk íslands: Óskar Ár-
mamisson 8/3, Þorgils Óttar 5,
Kristján Arason 4, Atli Hilmarsson
2, Geir Sveinsson 1, Bjarki Sigurðs-
son 1, Gunnar Gunnarsson 1.
• Mörk Austur-Þýskalands:
Hauk 4, Triepel 4, Whal 3, Winsel-
mann 3, Schake 3, Querengaesser
3, Sncheider 2, Fhurig 1, Baryth 1.
• Terry Butcher, fyrirliði enska landsliðsins, gengur af leikvelli alblóðugur í Stokkhólmi I gærkvöldi. Butcher lenti
í samstuði við sænska leikmanninn Jhonny Ekström snemma í leiknum. í hálfleik þurfti að sauma sjö spor i höf-
uð Butcher en þegar á leikinn leið fóru saumarnir að gefa sig og blóð lak í stríðum straumum niður andlit hans
eins og glöggt sést á myndinni ef hún prentast vel. JKS/Símamynd Reuter
Jafnt í Stokkhólmi
-1 nánast úrslitaleik milli Svía og Englendinga
Svíar og Englendingar skildu jafn-
ir í 2. riðli forkeppni heimsmeistara-
keppninnar á Rasunda-léikvangin-
um í Stokkhólmi í gærkvöldi, hvor-
ugt liöið skoraði mark í leiknum.
Þessar þjóðir hafa afgerandi forystu
í riðlinum og Englendingar hafa enn
ekki fengið á sig mark í keppninni.
Mikil eftirvænting ríkti fyrir þennan
leik og lögðu 39 þúsund áhorfendur
leið sína á leikinn.
Baráttan var í fyrirrúmi í leiknum,
töluverð harka en bæði liðin sköp-
uöu sér nokkur hættuleg tækifæri.
Gary Lineker var nálægt því að
skora í fyrri hálfleik eftir góða send-
ingu frá John Bames en Ravelli,
markvörður Svía, var vel á verði og
varði glæsilega. Skömmu síðar skall
hurð nærri hælum uppi við enska
markið er Leif Engqvist átti gott skot
að markinu en Peter Shilton, sem
verður 40 ára síðar í þesum mánuði,
varði vel.
í upphafi síðari hálfleiks varði Ra-
velli í tvígang á sömu mínútunni frá
Gary Lineker. Á lokamínútu leiksins
gátu Svíar hæglega skorað mark er
Mats Magnusson, sem leikur með
portúgalska félaginu Benfica, komst
í ákjósanlegt færi en Shilton var á
réttum stað í markinu.
Bobby Robson einvaldur enska
landsliðsins var sáttur við úrslit
leiksins en sgaði þó að sínir menn
hefðu ef til vill fengið fleiri mark-
tækifæri í leiknum. Robson sagði
ennfremur að Svíar hefðu barist vel
og þegar á heildina er litið hefði jafn-
tefli verið sanngjöm úrslit leiksins.
Um eitt þúsund Englendingar
lögðu leið sína til Stokkhólms til að
freista þess að fá miða á leikinn en
enska knattspyrnusambandinu var
engum miðum úthlutað á leikinn.
Englendingarnir urðu sér til skamm-
ar eins og fyrri daginn. Sænska lög-
reglan handtók yfir eitt hundrað
breska ólátabelgi í miðborg Stokk-
hólms fyrir leikinn. Fyrir utan leik-
vanginn höfðu 300 lögreglumenn
komið sér fyrir en ekki kom þar til
óláta.
-JKS
Friðrik Friðriksson:
Hættir
líklega
hjá B 1909
„Ég hætti væntanlega að leika með
B 1909 að loknu þéssu keppnistíma-
bili en hef mikinn hug á að leika
áfram í Danmörku og þá í 1. deild-
inni. Ég hef fengið nokkrar fyrir-
spumir frá 1. deildar liðum um hvort
ég hafi áhuga,“ sagði Friðrik Frið-
riksson, markvörður íslenska lands-
liðsins í knattspymu, í samtali við
DV í gærkvöldi.
Friðrik leikur nú sitt annaö ár með
B1909 en hann stundar nám í Óð-
insvéum. Hann fór með liðinu upp í
2. deild í fyrrahaust og þar er það nú
í efri kantinum, en á ekki lengur
raunhæfa möguleika á 1. deildar
sæti.
„Tvö ár er ekki langur tími og mér
finnst ég hafa lært talsvert af þessu.
Það er því freistandi að vera áfram
og reyna fyrir sér ofar,“ sagði Friðrik
Friðriksson.
-VS
HM-forkeppni:
Jafnt í
Vínarborg
Austurríki og Sovétríkin, sem leika
í sama riðli og íslendingar, gerðu
markalaust jafntefli í Vín í gærkvöldi
að viðstöddum 65 þúsund áhorfend-
um. Bæði liðin tóku litla áhættu,
hugsuöu mest um að veijast og þegar
upp var staðið verða úrslitin að telj-
ast sanngjörn.
Úrslitin hafa það í fór með sér að
Austurríkismenn hafa mikla mögu-
leika að vinna sér sæti í úrslita-
keppninni á Ítalíu næsta sumar. Sov-
étmenn, sem eru í efsta sætinu í riðl-
inum, hafa svo gott sem er tryggt sér
sigurinn í riðlinum, þurfa aðeins eitt
stig til viðbótar, sem verður eflaust
léttur leikur fyrir þá.
Fjóra lykilmenn vantaði í sovéska
liðið en þaö kom ekki að sök. Austur-
ríkismenn tefldu fram nánast sama
liði og lék gegn íslendingum í Salz-
burg á dögunum. Þeir léku skyn-
samlega og náðu stundum að ógna
sovésku vörninni en sárafá tækifæri
sköpuðust af hálfu beggja aðila í
leiknum.
„Ég er ánægður með úrslit leiks-
ins. Austurríkismenn léku vel qg við
erum komnir hálfa leið til Ítalíu,
vantar lítiö upp á,“ sagði Valeri Lo-
banovsky, þjálfari sovéska liðsins,
eftir leikinn, í samtali við Reuters-
fréttastofuna.
„Við lékum tæknilega séð mjög vel
gegn liði sem álitið er mun betra en
okkar. Við stefndum að því að fá eitt
stig og það gekk eftir. Við komum til
greina við að hreppa annað sætiö í
riðlinum," sagöi Josef Hickersber-
ger, þjálfari Austuríkismanna, eftir
leikinn.
-JKS
Áfall hjá Fram:
Þorsteinn
ekki til
Rúmeníu
Þorsteinn Þorsteinsson, vamar-
maðurinn öflugi, verður ekki með
Frömumm í fyrri leik þeirra gegn
rúmensku meistumnum Steaua sem
fram fer í Búkarest næsta miðviku-
dag. Hann er í prófum við Háskóla
íslands og getur ekki farið.
Framarar fara utan á mánudaginn,
og æfa þá á velli Frem í Kaupmanna-
höfn á meöan þeir bíða í sjö tima þar
í borg eftir flugi. Leikurinn er á mið-
vikudag en þeir verða ekki komnir
heim til íslands fyrr en á íostudag,
og eiga síðan að mæta Víkingum í
lokaumferð 1. deildarinnar daginn
eftir. -VS